Morgunblaðið - 24.04.1988, Blaðsíða 58
‘58 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. APRÍL 1988
Greinarhöfundur og Þorsteinn Svanlaugsson ræða við Ingigerði.
Fjölmargt fór úrskeiðis
Dagbókarbrot og þankar um Geysisslysið 1950
eftirJón
~ Sigvrgeirsson
Að undanfömu hefur margt verið
rifjað upp um Geysisslysið svokallaða
á Bárðarbungu árið 1950. Nýlega
var í sjónvarpinu þáttur um það, við-
töl og kvikmynd sýnd. Þá hafa blöð
tekið málið til umijöllunar. Guðfinnur
Finnbogason í Miðhúsum minnist
þess í Velvakanda og Tómas Einars-
son skrifar alllanga upprifjun þjörg-
unarinnar í Morgunblaðið. Hann seg-
ir þar orðrétt: „Það sem mér fínnst
vanta í þennan þátt var nákvæmari
frásögn af þætti björgunarmanna,
hann var þar fjarska rýr.“
Ég undirritaður var þátttakandi í
björgunarleiðangrinum og skrifaði
þá niður frásögn sem sýnir fleiri hlið-
—-ar en greinar þær sem ég hefi síðan
lesið um björgunina.
Mér dettur í hug að líkja þessum
greinum við tákn rafstraums sem
teiknaður er á blað í mörgum lykkj-
um, svo er dregið strik þvert á miðju
þeirra sem skilur á milli jákvæðs og
neikvæðs straums. Þessar greinar
hafa yfírleitt verið jákvæði þátturinn
en hinum er sleppt.
Björgunarsveitin „Stefán“ í Mý-
vatnssveit hefur reist veglegt björg-
unarskýli við Kistufell, nálægt þeim
stað er björgunarleiðangur Geysis
hafði bækistöðvar sínar á sínum
tíma. Fyrrverandi formaður, Hörður
Sigurbjömsson, hefur margsinnis átt
tal við mig um björgunarmál og kvatt
mig til að láta í ljósi það sem ég
áliti að betur hefði mátt fara í marg-
nefndum Geysisleiðangri.
Hefst hér frásögn mín svo til
óbreytt er ég skrifaði rétt eftir heim-
komuna.
Loftleiðaflugvélin Geysir týndist á
leiðinni frá Lúxemborg til Keflavíkur
þann 14. sept. 1950. Flakið af vél-
, inni fannst þann 18. s.m. á Bárðar-
j bungu, öðru hæsta fjalli landsins.
Þar hafði flugvélin rekist niður á
| fullri ferð, sem ég held að sé 400
J km á klukkustund, í svarta nátt-
myrkri og stórhríð. Tæplega er hægt
i - að fínna á öræfum íslands betur fall-
* inn stað til slíkrar blindlendingar en
í smá hækkandi jökulhvel Bárðar-
bungu. I sögu flugsins mun það enga
hliðstæðu eiga að svo hraðskreið
flugvéla sem þessi var, villist af leið
og rekist á Qall án þess að nokkur
maður týni lífí.
Það var loftskeytamaður á
íslensku varðskipi norðan við land
sem heyrði mjög dauf merki í talstöð
sinni og lagði við hlustir. Hann skildi
að það var áhöfnin á Geysi sem sendi
þessi veiku merki út í Ijósvakann,
allir voru á lífí og einhverstaðar uppi
á jökli en hvar vissi hann ekki. Veður-
guðimir gáfu smá blettaskin í haus-
tótíðinni yfír hálendinu svo leitar-
flugvélar komu auga á flak Geysis-
vélarinnar sunnan og austan á Bárð-
arbungu.
Það var misráðið að nota ekki
fyrsta tækifæri til að koma tjaldi,
fatnaði og vistum til áhafnarinnar.
Það mátti geta sér’ þess til að flug-
vél með stóra bensíngeyma og tæst
hafði sundur í lendingu væri ekki
ákjósanlegur langtíma bústaður.
Björgun gat dregist vegna veðurum-
hleypinga. Oftrú á björgunartækni
virðist hafa villt um fyrir mönnum.
Það var leitað til herstöðvarinnar í
Keflavík og kallaði hún hingað til
landsins skíðaflugvél frá Kanada eða
Grænlandi.
Að kveldi sama dags og flakið af
Geysi fannst slógu sér saman all-
margir fjallaferðamenn á Akureyri
til að freista þess að komast á slys-
stað sem fyrst. Var Þorsteinn Þor-
steinsson, gamall ferðagarpur, kos-
inn fararstjóri. Jeppaeigendur vom
þá nokkrir orðnir í bænum og stóð
ekki á liðsinni þeirra. Vörubfll með
drifi á öllum hjólum var fenginn til
að flytja bensín og farangur. Komið
var seint til gistingar i Reykjahlíð.
Eyddum við Þorsteinn miklum
tíma nætur í símanum, reynt var að
gefa okkur sem nákvæmasta stað-
setningu flugvélarflaksins. Þorsteinn
hafði hugsað sér að farið yrði suður
vestan Dyngjuljalla. Við sem kunn-
ugastir vorum á þessum slóðum töld-
um það mikið óráð enda féllst hann
á að austari leiðin væri auðrataðri
þótt nokkuð lengri væri.
Um þessar mundir var átta manna
hópur úr Reykjavík í öræfaferð norð-
an jökla á fjórum velbúnum Qallaj-
eppum. Þeir fregnuðu um ferð okkar
og buðu aðstoð sem fúslega var þeg-
in. Voru þeir samnátta okkur í
Reykjahlíð.
Því fór fjarri að ferðabúnaður okk-
ar Akureyringa væri góður enda far-
ið af stað með litlum fyrirvara, til
dæmis voru bílamir flestir vatns-
kældir og þurfti strax fyrsta kvöldið
að taka af kælivatn vegna frosts.
Ekki tókst að láta renna af einum
„Hugfsið ykkur mann
aleinan í svartasta nátt-
myrkri og þoku langt
inni á Vatnajökli, þess-
ari rúmlega 8.000
ferkílómetra fann-
breiðu, æðandi áfram á
skíðum eftir slóð sem
hann alls ekki sér.“
jeppanum vegna þess að krani var
brotinn. Hann var því látinn vera í
gangi um nóttina og alla ferðina.
Eg átti gamlan heijeppa og hlóð
hann fatnaði, matvælakössum,
skíðum og bensíni svo aðeins var rúm
fyrir einn farþega sem var Ólafur
Jónsson ráðunautur. Báðir vorum við
vanir fjallaferðum og kunnugir öðr-
um fremur á öræfunum.
Klukkan fímm að morgni var lagt
af stað úr Reykjahlíð, veður var kyrrt
og aðeins snjóföl á jörð. í Herðubreið-
arlindum var tafíð og tók ég þar
saman allstórt knippi af feysknum
hvannanjólum og batt á jeppann.
Á leiðinni inn að Dyngjujökli var
nokkrum sinnum um daginn kastað
niður til okkar orðsendingum úr flug-
vélum og vissum við því nokkum-
veginn hvað var að gerast í björgun-
arstarfínu. Skíðaflugvélin kom á
slysstaðinn og átti að fljúga heim
með fólkið, en þó vorum við beðnir
að halda áfram að Geysisflakinu og
að þar fengjum við að vita erindið.
Við heyrðum tilkynnt í útvarpinu
að þeim sem um slysstaðinn ættu
-leið væri óheimilt að hnýsast nokkuð
í flugvélarflakið. Ef vissa fengist
fyrir því að búið væri að bjarga
áhöfninni af jöklinum ákváðum við
að snúa strax við heim á leið og láta
hveija þá, sem kynni að bera að
garði á Bárðarbungu, gramsa í dóti
eftir vild.
Síðar fréttum við að flugtak björg-
unarvélarinnar hefði mistekist og
fólkið biði komu okkar. Við svokall-
aðan Urðarháls urðu tafir. Þar er
bratt og grýtt og hafði ekki verið
ekið áður. Vörubfllinn var nú skilinn
eftir og farangri af honum jafnað á
jeppana. Síðla kvölds tjaldaði þessi
stóri hópur í krikanum við rætur
Kistufells. í útvarpinu heyrðist að
senda ætti okkur talstöð í tjaldbúðina
svo hægara væri að fylgjast með og
talast við.
Veður var gott, kyrrt og bjart.
Lítil flugvél birtist yfír, við merktum
slétta sandflöt til að láta talstöðina
falla á. Þetta passaði nákvæmlega
en tækið féll eins og steinn og fór í
þúsund mola. Fallhlífín hafði ekki
opnast.
Jaðar Dyngjujökuls var svo bratt-
ur og sprunginn, að við sem til þekkt-
um höfðum aldrei séð hann þvílíkan
og ekki fær nema fuglinum fljúg-
andi. Var þá leitað vestur fyrir fellið
en það var sama þar. Eina leiðin til
að komast upp á jökulinn var að
fara yfír Kistufell 1.450 m hátt.
Við gengum um kvöldið nokkrir
upp á fellið. Það var glampandi bjart
og sá vítt yfír Vatnajökul. Langt í
fjarska í suðvestri sáum við flugvél
hnita krappa hringi. Ályktuðum við
það vera yfír slysstaðnum og tókum
sem nákvæmasta kompásstefnu á
staðinn og sigtuðum á hann með
stikum. Auðveldustu leiðina niður að
tjöldunum merktum við einnig með
stikum. Þá var mikið brugðið birtu
og þoka huldi norðuifyöll.
Klukkan þijú að morgni þess 20.
september vakti Þorsteinn mig til að
sækja vatn í morgunkaffíð. Það var
þreifandi náttmyrkur, norðaustan átt
og þoka og ýrði úr lofti ísingu. Ég
skreið upp úr hreindýraskinnpokan-
um glóðheitur og hress, klæddi mig
sem best ég gat, og dró loðhúfu nið-
ur fyrir eyru. Ég tók klökuga mjólk-
urskjólu, vasaljós og haka og staul-
aðist upp að jökulröndinni. Þar sást
hvergi vatnsdropi en eitthvað heyrð-
ist sitra undir klakanum. Þorsteinn
Svanlaugsson kom mér til hjálpar
og hélt á vasaljósinu meðan ég hjó
holu sem fljótlega fylltist af jökullit-
uðu sandskólpi. Veðurútlit og baro-
meterstaða gerði það að verkum að
menn bjuggu sig í hálfgerðu ráðale-
ysi. Það var vonlaust að ráðast til
jökulgöngu í svona dimmviðrri, ekki
var heldur hægt að bíða.
Fyrir birtingu lagði heldur óhress
hópur af stað upp Kistufellsbrekku.
Allir voru með skíði á öxlum og
smápoka á baki, smá matarbita,
sokkaplögg og einhver drykkjarföng,
mjög af skomum skammti. Ekkert
hitunartæki eða Ijósfæri var með eða
nokkuð til að miðla öðrum af. Okkur
hafði verið sagt að Geysisfólkið hefði
allt til alls og biði bara komu okkar.
Eftir stikum röktum við leiðina frá
kvöldinu áður í stefnu á hábrún fells-
ins. Þá skeði það sem ég gleymi aldr-
ei. Sólin kom upp og heiðríkt að sjá
inn á jökul, hamingjan var með okk-
ur. Það voru skjótar kveðjur, nokkrir
menn höfðu fylgt okkur og sneru
kátir við en hinir sem áfram héldu
voru: Tryggvi Þorsteinsson, Ólafur
Jónsson, Vignir Guðmundsson, Þor-
steinn Svanlaugsson, Þórarinn frá
Hátúni í Reykjavík og undirritaður.
Auk þessara fóru tveir starfsmenn
Loftleiða á Akureyri, Sigurður og
Þráinn, og myndatökumaðurinn okk-
ar og ferðagarpurinn Eðvarð Sigur-
geirsson.
Þokubelti lá við Kistufell og teygði
sig inn á jökulinn. Við bundum upp
skíðin og stungum okkur inn í þok-
una í ný. Njólafeyskjum og ull úr
Reykjahlíð var dreift við slóðina sem
lá í krókum um jökulstrýtur næst
fellinu. Brátt komum við í sól og
sléttur jökullinn lá framundan. Við
gengum í sporaslóð með fremsta
mann ávallt í kaðli.
Við höfðum óljósan grun um að
vera ekki meir en svo velkomnir á
slysstað. Björgunin átti að koma að
sunnan og vera eitthvað tæknilegri
en við höfðum upp á að bjóða. Klukk-
an var farin að ganga 11 þegar yfír
okkur flaug vélin Vestfírðingur og
kastaði niður þeim skilaboðum að við
hefðum rétta stefnu og kl. hálf tólf
yrði skotið á loft svifblysi af slys-
stað. Eins og áður er sagt átti fólkið
að sitja í allsnægtum, manni datt í
hug að það sæti í stoppuðum stólum
í baðhita og væri að spila Ólsen Óls-
en.
Við sáum blysið og komum
klukkustund síðar á slysstaðinn.
Fólkið kom á móti okkur og heilsast
var með faðmlögum. Þama var öm-
urlegt um að litast, vængjalaus flug-
vélarskrokkur eins og snævi drifínn
fjallgarður en mótorar, vængir og
allskonar vamingur lá dreift um jök-
ulinn. Margraddað hundaspangól lét
illa í eyrum en aumast var þó að sá
fólkið sjálft, vafíð og dúðað í allskon-
ar efni með blóðhlaupin augu, marið
í andliti og blátt af kulda í frostnæð-
ingnum. Því var nú gefínn kostur á
að setjast inn í björgunarvélina sem
tilbúin var að reyna að komast á
loft. „Ég fer ekki, ég fer ekki,“ kvað
við hjá fólkinu, en hvað með farang-
ur áhafnarinnar? „Það er eins gott
að henda honum," sagði flugfreyjan.
Einn af áhöfninni fékkst þó til að
fara inn í vélina. Reynslan frá degin-
um áður þegar vélin komst ekki á
loft skapaði fólkinu óvissu og
hræðslu og því fannst sér best borg-
ið undir handleiðslu okkar komu-
manna.
Þessi björgunarvél var tveggja
hreyfla „Douglas". Neðan á bol henn-
ar vom festar gríðarstórar jámplötur
með rifum fyrir lendingarhjól. Neðan
á þessar jámplötur var festur marg-
faldur krossspónn, líklega svo jámið
ekki frysi fast við ísinn. Meðferðis í
vélinni vom nokkrar rakettur er
grípa átt til ef illa gengi að komast
á loft. Hafði flestum verið eytt degin-
um áður, án árangurs nema hrella
fólkið. Nú skyldi reyna til þrautar.
Vélin brá sér í villtan dans, raket-
tumar spúðu eldi og hún hvarf næst-
um í gufu og snjóroki og haldið var
um tíma að hún væri komin á loft
en svo var eigi. Þegar rakettumar
vom útbmnnar kom vélin til baka
heldur rislág og stillti sér við hlið
Geysis. Það kvisaðist meðal fólksins
að illa hefði farið ef vélin hefði kom-
ist á loft því í hamförunum hefði
losnað krossspónsplata og skemmt
stýrisbúnaðinn.
í öllum þeim forvitnisferðum sem
flugvélar höfðu sveimað yfir fólkinu
hafði láðst að koma til þess raun-
hæfum jöklabúnaði eins og áður er
getið. Það hafði að vísu fengið smá
prímus algerlega ónothæfan, bauka-
mat, vítamíntöflur, súkkulaði og smá
vatnsbauka svo og skíði og skíðaskó
en of lítið af brúklegum skjólfatn-
aði. Vistin á jöklinum var óþolandi.
Fólkið hélt til I bol vélarinnar sem lá
á hvolfí, hurðir vom á bak og burt
og dymar of stórar til að hægt væri
að byrgja þær. Skafrenningur átti
greiðan aðgang inn en bót var það
í máli að þama inni var mikið af
álnavöm og taui ýmiskonar sem fólk-
ið jafnaði undir sig og hafði skjól
af. Ingigerður hafði stagað saman