Morgunblaðið - 24.04.1988, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.04.1988, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. APRÍL 1988 Nils Isaksson Morgunblaðið/Sverrir Rœtt við Nils ísaksson verslunar- og skrifstofumann, sem m.a. var innanbúðar hjá Lefolii verslun árið 1919 og annars staðar úr Rangárvalla- sýslu. Það var mikil vínna að af- greiða hvem og einn. En við vomm margir að vinna við afgreiðsluna. Við vorum alltaf tveir við að af- greiða hvem og einn. Þá skrifaði annar en hinn afgreiddi og viktaði. Það vom um tvö þúsund manns í reikningi hjá Lefolii og hafði hver sitt númer, ég mundi þau flest þá. Vömúrval hafði Lefolii gott en seldi engan tilbúinn fatnað nema sjó- klæði og olíufatnað. Hitt var allt álnavara. Oft vildu bændumir gleyma álnavömnni en það komust þeir þó ekki upp með ef konan var í för með þeim. Viðskipti vom feiknamikil um það leyti sem ég hóf störf við Lefoliiverslun en þau fóm stöðugt minnkandi í minni tíð þar, kaupfélögin tóku mikið frá versluninni. Ég hætti störfum hjá Lefolii tæpu ári áður en verslunin hætti. Ég -“fonnemaðist" við yfir- menn mína vegna þess að til hafði staðið að ég yrði sendur til Kaup- mannahafnar til þess að velja vömr í verslunina en þegar til kom var ættingi einhvers yfirmanns látinn fara í minn stað. Ég móðgaðist þá og sagði upp og fór. Oft hef ég síðan átt kost á því að ferðast til útlanda en aldrei farið, hef einhvem veginn hummað það fram af mér. Hins vegar hef ég ferðast nokkuð um ísland. Eftir að ég fór frá Lefolii fór ég að vinna við aðra verslun á Eyrar- bakka, Verslun Andrésar Jónssonar sem var stór og góð verslun. En ég kunni aldrei við skiptin, þótti þau hálf leiðinleg. Ég varð aldrei Húsin við Boðahlein em nýleg og glæsileg og geta íbúai þeirra notið ýmissrar fyrirgreiðslu og þjónustu hjá Hrafn- istu í Hafnarfirði. Nils býður mér sæti í gömlu sófasetti sem greini- lega hefur nýskeð fengið velheppn- aða andlitslyftingu. Nútímategt og fallegt umhverfí eykur á þá tilfínn- ingu mína að ég eigi tal við miklu yngri mann en árin segja til um og mér fínnst næstum broslegt þeg- ar ég fer að þýfga hann um hvort hann muni eftir lestarferðum Vest- ur-Skaftfellinga á Eyrarbakka um og eftir síðustu aldamót. Nils segist muna vel fáeinar slíkar verslunarferðir þaðan eystra, það hafi enn komið fyrir að menn úr Vestur-Skaftafellssýslu sæktu á Eyrarbakka timbur og sitt hvað fleira í hans minni, bundið vaming- inn á baggahesta og lagt með allt saman út í straumharðar jökulár eins og ekkert væri og komist heilu og höldnu austur í heimkynni sín- aftur. „Slíkar ferðir voru þó að mestu aflagðar þegar ég komst til vits og ára,“ segir Nils, „en faðir minn afgreiddi margan Skaftfell- inginn á sinni tíð. Hann var innan- búðar hjá Lefolii allan sinn starfs- aldur", heldur hann áfram. „Hann sagði mér oft frá þessum verslunar- ferðum sem menn fóru yfír jökul- vötn og sanda, slíkt var algengt fram undir síðustu aldamót en var s"o U1 horfíð þegar ég var ráðinn fastamaður hjá Lefolii árið 1910. Faðir Nils hét ísak Jónsson, hann fór ungur að vinna hjá Lefolii og hafði það sæmilegt þar þó launin væru lág. „En þetta var öruggt og allt í föstum skorðum og það skipti máli,“ segir Nils. Nils var næstelstur af fímm systkinum. Áður en hann var ráðinn fastarnaður hjá Lefolii hafði hann næstu árin á undan verið þar til léttra snúninga. Hjá Lefolii var Nils í mörg ár. „Verslunarstjóramir sem ég var hjá hétu báðir Nilsen og var sá fyrri tengdafaðir þess seinni. Ég kom oft í Húsið. Nilsen seinni var morgunsvæfur og latur á morgnana, þess vegna fór ég heim til hans á morgnana og tók lykilinn að versluninni undan kodd- anum hans og opnaði og tók hler- ana frá gluggunum. Á sumrin opn- uðum við klukkan sex en á vetuma um klukkan átta. Um leið og fólkið fór að vinna í ullinni eða að þurrka físk og þess háttar, þá var búðin opnuð. Nilsen fyrri var hins vegar uppi á morgnana eins og hani. Sveitafólkið kom oft snemma, ég man að það komu stundum lestir alla leið austur undan Eyjafjöllum Ég hef lítið gert af því að grufla út í hlutina Við Boðahlein í Hafnarfirði býr maður sem skömmu eftir síðustu aldamót var innanbúðar hjá Lefoliiverslun á Eyrar- bakka. Hann heitir Nils Isaks- son og varð níutíu og fimm ára í vetur. Ég heimsótti Nils á þriðjudegi fyrir páska og gat ekki varist undrun þegar hann lauk upp hurðinni og bauð mér inn, svo unglegur er maðurinn í sjón og raun. Reyndar hafði mig grunað að ellin væri ekki farin að baga hann þrátt fyrir háan aldur þvi hann hafði sagt mér að koma ekki fyrr en und- ir ellefu, þá væri hann örugg- lega kominn heim úr sundi. svo frægur að afgreiða úr stóru ámunni í Lefoliiverslun, sem margir hafa heyrt talað um. Þegar ég varð fastamaður var hætt að selja vín í verslunum. Hins vegar var seld hjá Lefolii súrsaft í grauta. Hún var þræláfeng og af henni keyptu karl- amir mikið og drukku, þeir höfðu góða lyst á henni þó súr væri. Tó- bak brúkuðu menn mikið á þessum árum, sérstaklega munntóbak, ijól frá Brödrene Braun. Þó ég hætti að vinna hjá Lefolii þá hélt ég áfram að koma í Húsið, þar var heimilislíf með afbrigðum skemmtilegt, mikið um hljóðfæra- slátt og söng. Ein dóttir Nilsens vann með mér lengi. Hún var ófríð en greind og vel að sér. Hún reyndi seinna fyrir sér við verslun en var óheppin, fyrsta vörusendingin hennar sökk með þilskipinu sem flutti hana og vora vöramar illa vátryggðar svo hún tapaði miklu. Seinna rak hún um tíma veitinga- sölu í Tryggvaskála en það gekk illa líka. Eftir að verslunin hætti fór allt þetta fólk til Danmerkur. Nilsen seinni var drykkfelldur. Lefolii sjálf- ur fór hins vegar vel með vín. Hann var hér venjulega tvo mánuði á sumrin. Hann hafði gaman af hest- um og reið oft út og var ég oft fylgdarmaður hans. Nilsen yngri var hins vegar lítill hestamaður. Eitt sinn fór ég með þeim á sunnu- degi í skemmtiferð upp að Úlfljóts- vatni. Lefolii var ríðandi en Nilsen, sem var stór maður, var í litlum hestvagni. Hann var með flösku með sér en gætti þess að láta Le- folii ekki sjá hana. Eitt sinn þegar við riðum upp að hlið vagnsins þá segir Nilsen: „Der har vi en traw- ler“, þá sagði Lefolii snúðugur „Jeg tror Nilsen De har trawler í hov- det“, Nilsen sá ský á himninum og hélt það vera reyk úr skipi, en við voram þá staddir bak við Ingólfs- fjall og sá hvergi til sjávar.“ „Lífið á Eyrarbakka var sérlega skemmtilegt þegar ég var að alast þar upp,“ segir Nils. Hann er svo léttur í máli og þægilega kíminn að ég spyr hann næst hvort hann hafí ekki tekið mikinn þátt í fé- lagslífí á Eyrarbakka sem ungling- ur. En þar tók ég skakkann pól í hæðina. Nils segir mér að hann hafí alla tíð verið feiminn og lítið gefínn fyrir félagsmál. Sem ungl- ingur tók hann lítinn þátt í leikstarf- semi sem þó var mikið um á Eyrar- bakka og því síður tók hann þátt í því ijölbreytta sönglífí sem þreifst á Bakkanum í þá daga. „En ég var dugtegur á skautum og í leikfími segir hann og hlær. „Það var Nilsen verslunarstjóri hjá Lefolii sem kenndi okkur strákunum leikfími. Hann var að vísu orðinn feitur og stirður þegar þetta var en hann hafði verið í herþjónustu og kunni æfíngamar. Ég hef alla tíð gert æfingamar sem hann kenndi okkur og geri þær enn í dag. Við stunduð- um líka ýmis konar íþróttir en við gerðum lítið af því að synda, helst að maður reyndi að synda hunda- sund í sjónum, ég var með manni sem fleygði sér í sjóinn öðra hvora. Helsta áhugamál föður míns voru hestar, hann hafði yndi af hestum og ég hef líka alla tíð átt hesta og suma mjög góða. Einna minnis- stæðastur er mér hestur sem hét Moldi. Ég var beðinn um að hirða hann. Fyrri eigandi hafði gert hann uppgefínn og ég varð að koma hon- um austur á Eyrarbakka með kerra. Ég gat ekki hreyft hann í eitt eða tvö ár en þá fékk ég hann eins og fola, fjöragan og skemmtilegan. Fyrst eftir að hann kom austur var hann í mýrinni og hafðist lftt að en hann varð smám saman jafngóð- ur.“ Ekki naut Nils annarrar skóla- göngu en bamaskólanáms á Eyrar- bakka. „í bamaskólanum lærði ég mikið og svo fór ég í unglinganám og lærði þar dönsku og ensku og framhaldsreikning. Þetta ásamt því sem ég Iærði hjá Lefolii hefur dug- að mér vel gegnum lífíð. Ég naut ekki annarrar kennslu en hef þó stundað verslunar og skrifstofu- störf alla mína æfi.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.