Morgunblaðið - 24.04.1988, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.04.1988, Blaðsíða 1
96 SÍÐUR B 92. tbl. 76. árg. Forsetakosning- ar í Frakklandi: Mikið deilt um Nýju- Kaledóníu Nevers, frá Steingrími Sigurgeirssyni blaðamanni Morgunblaðsins. FRAKKAR ganga að kjörborðinu (dag til þess að velja þá tvo fram- bjóðendur sem munu takast á í síðari umferð forsetakosning- anna sunnudaginn 8. mai. Það sem sett hefur mestan svip á umræðuna síðustu daga fyrir kosningarnar eru morðin á fjór- um frönskum herlögreglumönn- um á frönsku Kyrrahafseyjunum i Nýju Kaledóniu. Aðskilnaðarsinnar úr röðum frum- byggja eyjanna, kanakar, réðust á fimmtudag inn í búðir franskra her- lögreglumanna, myrtu þijá þeirra og halda nú rúmlega tuttugu í gíslingu. Einn lögreglumaður til við- bótar lést síðar af sárum sínum. Sósíalistar segja ríkisstjómina bera ábyrgð á þessum atburðum, en þeir hafa samúð með aðskilnaðar- sinnum sem styðja framboð Fran- cois Mitterrands Frakklandsforseta. Einna harðorðastur hefur verið Jac- ques Lang fyrrum menningarmála- ráðherra sósíalista óg einn kosninga- stjóra Mitterrands. Lang sagði að ríkisstjómin hafi fengið það sem hún ætti skilið. Jacques Chirac forsætisráðherra segir það hins vegar ekki vera tilvilj- un að þessir atburðir gerðust svo skömmu fyrir kosningar. Hann hélt neyðarfund um þetta mál í ríkis- stjóminni á föstudag og einnig átti hann viðræður við Mitterrand. Chirac segist ekki vilja gera þetta að kosningamáli, en ýmsir reyna þó að nýta sér þessa atburði sér í hag. Fyrir utan sósíalista hefur öfgamað- urinn Jean-Marie Le Pen gengið hvað lengst í þá átt. Hann segir þetta vera niðurlægingu fyrir frönsku þjóðina. Noregur: Skoða betur samhengíðí vistkerfinu Ósló. Frá Rune Tímberlid, fróttarítara Morgunblaðsins. SVO illa er komið fyrir þorsk- stofninum í Barentshafi eftir áratugi rányrkju, að nauðsyn- legt er að takmarka veiðina verulega þótt hann hafi að vísu aðeins rétt úr kútnum. Kom þetta fram hjá Odd Nakk- en, forstjóra Hafrannsóknastofn- unarinnar í Bergen, fyrir nokkrum dögum, og einnig, að mikið skorti á nægilega vitneskju um vistkerfí sjávarins í Barentshafí. „í framtíð- inni verðum við að taka meira til- lit til samhengisins f sjónum, ekki bara einblína á hvem fískstofn fyrir sig,“ sagði Marius Hauge, embættismaður í sjávarútvegs- ráðuneytinu. STOFNAÐ 1913 SUNNUDAGUR 24. APRÍL 1988 Prentsmiðja Morgunblaðsins Morgunblaðið/Ragnar Axelsson STAKKHOLTSGJA A ÞORSMERKURLEIÐ Morðið á Palme: Rannsókn- in sögð víta- vert klúður Stokkhólmi. Frá Erik Liden, fréttaritara Morgunblaðsins. SÆNSK þingnefnd lagði í fyrra- dag fram skýrslu um rannsókn- ina á morðinu á Olof Palme og er í henni farið iqjög hörðum orðum um þá, sem henni stjórn- uðu. í skýrslunni er Hans Holmer, fymim lögreglustjóri, sakaður um að hafa klúðrað rannsókninni og misnotað stöðu sína og um Sten Wickbom, fyrrverandi dómsmála- ráðherra, er sagt, að hann hafí ekki alltaf verið með á nótunum þegar hann var inntur eftir rann- sókninni. Þá er ríkisstjómin sökuð um að hafa verið með óeðlileg af- skipti af starfí lögregiunnar og sak- sóknara auk þess sem nauðsynleg samskipti og Qarskipti hafí gjör- samlega farið í vaskinn morðnóttina 28. febrúar 1986. Núverandi dómsmálaráðherra, Anna Greta Leijon, kveðst líta mjög alvarlegum augum á niðurstöðu þingnefndarinnar. Grænland: Mikið tap á fiskvinnslu Nuuk. Prá N. J. Bruun, fréttaritara Morg- unblaðsins. MIKIÐ tap var útgerðar- og fisk- vinnslufyrirtækjum grænlensku landsstjórnarinnar á siðasta ári eða næstum tveir milljarðar ísl. kr. Fyrirtæki landsstjómarinnar eru í þremur deildum: Togaraútgerð, fískvinnsla og útflutnings- og sölu- fyrirtækið Royal Greenland. Á síðasta ári var rekstrarhalli togar- anna 17 rúmlega 850 millj. ísl. kr. og á fískvinnslunni litlu minni. Út- flutningsstarfsemin hefur gengið betur og jókst salan frá árinu 1986 um 22%. Lars Chemnitz, sem situr á landsþinginu fyrir stjómarand- stöðuflokkinn Atassut, sagði í við- tali við grænlenska útvarpið, að ástandið í grænlenskum efnahags- málum væri svo óskaplegt, að hann óttaðist, að landsstjómin yrði sett beint undir stjómina í Kaupmanna- höfn. Tug’ir manna farast í gífur- legri bílsprengingu í Líbanon Beirut. Reuter. FIMMTÍU manns létust og 75 slösuðust þegar öflug sprengja, sem komið hafði verið fyrir i bíl, sprakk í gær við fjölfarin gatna- mót í borginni Tripoli i Libanon. Segja sjónarvottar, að skelfilegt hafi veríð um að litast eftir sprenginguna; hrunin hús, brenn- og dáið og deyjandi fólk allt um kríng. Sprengingin varð í ijölfarinni verslunargötu og þustu sýrlenskir hermenn, sem halda uppi eftirliti í borginni, á vettvang og girtu hana af og nálægt svæði. Slökkviliðs- menn réðust strax til atlögu við brennandi bíla og byggingar og urðu jarðýtur að ryðja bflunum leið í gegnum rústimar. Talið er víst, að tala látinna og slasaðra eigi eftir að hækka mikið. Auðveldaði það ekki hjálparstarf- ið, að eftir sprenginguna flykktist fólk niður í miðbæinn enda áttu margir vini eða ættingja, sem þang- að höfðu farið til að versla. Er þetta fyrsta bflsprengingin, sem verður í Líbanon í þessum mánuði, en í mars létust þrír og 15 slösuðust í þess konar hryðjuverki. Ekki er vit- að hverjir bera ábyrgð á ódæðinu í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.