Morgunblaðið - 24.04.1988, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. APRÍL 1988
Alfheiður Ingwiimd-
ardóttir — Mhming
Fædd 24. apríl 1926
Dáin 13. apríl 1988
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinimir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
(Vald. Briem)
Komið er að óvæntri kveðjustund
heittelskaðrar ömmu okkar. Það er
mikill missir þegar svo ljúf og góð
kona er óvænt og skyndilega á brott
kölluð frá okkur. Þær eru margar
ánægju- og gleðistundimar sem við
krakkamir höfum átt heima hjá
ömmu og afa í Skáló, eins og við
kölluðum þau alltaf. Amma var allt-
af svo góð og hjálpleg við okkur,
bamabömin. Ekki þurfti mikið útaf
að bera til að amma rétti okkur
hjálparhönd, svo var um ýmsa aðra
er til hennar leituðu. Það var alltaf
jafii gott að koma í heimsókn til
Heiðu ömmu, þar mætti okkur
ávallt skilningur og kærleikur. Það
er ljúf, hlý og björt minning sem
amma skilur eftir í hugum okkar,
minning um góða og bjarta konu,
sem við munum ávallt geyma með
okkur alla tíð. Minningin lifir þó
maðurinn falli, blessuð sé minning
hennar. Afa sendum við okkar
dýpstu samúðarkveðjur.
Barnabörnin, Hólabergi 2
Miðvikudaginn 13. apríl komu
tvö elstu bróðurböm mín til mín og
fluttu mér þau sorgartíðindi að
móðir þeirra hefði látist í svefni þá
um nóttina. Þegar maður fær óvænt
slíka sorgarfrétt er það eins og að
vera lostinn höggi og það tekur tíma
að átta sig á því að um raunveru-
leika sé að ræða.
Heiða fæddist í Birgisvík í
Strandasýslu 24. apríl 1926. Hún
ólst upp hjá foreldrum sínum,
Svanfríði Guðmundsdóttur og Ingi-
mundi Guðmundssyni, að mestu í
Hveravík og Hólmavík í stómm
bamahópi. Að alast upp í stómm
bamahópi hefur trúlega mótað
skapgerð Heiðu, því þar lærir fólk
að taka tillit hvert til annars og það
var einmitt það sem hún kunni svo
vel, að taka tillit til annarra. Hún
var ekki af þeirri manngerð sem
Minning:
Karl Guðmunds-
son stýrimaður
Fæddur 24. desember 1954
Dáinn 17. apríl 1988
Hann Kalli er dáinn. Þegar Guð-
mundur bróðir minn hringdi og til-
kynnti mér lát einkasonar síns, þá
brast sterkur strengur í bijósti mér.
Þó svo að ég vissi að hveiju stefndi
og kvíðinn fyrir þessu símtali hafi
fyrir löngu grafið um sig þá kemur
slík harmafregn alltaf að óvömm.
Harmþmnginn fylltist ég heilagri
reiði út í skaparann fyrir, að mér
fannst, óréttlætanlega hlutdrægni
að kalla til sín ungan atgervismann
í blóma lífsins, burt frá eiginkonu,
fóstursyni og öðmm ástvinum, burt
frá hafinu sem hann unni og var
hans starfsvettvangur á allt of
stuttri ævi. En um leið fylltist ég
innilegu þakklæti fyrir þá líkn að
veita honum lausn frá þraut í langri
og erfíðri baráttu við ofureflið
síðustu ár ævinnar.
Þar sem ég sat þama magnþrota
flaug æviskeið Kalla gegnum hug-
ann, einkum æskan.
Kalli fæddist 24. desember 1954,
á fæðingardegi frelsarans og varð
ævi þeirra ámóta löng. Báðir bám
þeir kross sinn æðmlaust þar til
yfir lauk. Er Kalli fæddist var ég í
foreldrahúsum hjá sæmdarhjónun-
um Karli Guðmundssyni rafvéla-
meistara og Margréti Tómasdóttur
ljósmóður. Þar bjuggu einnig for-
eldrar Kalla, Guðmundur Karlsson
stýrimaður og kona hans, Ámý
Hrefna Amadóttir, dóttir sæmdar-
hjónanna Áma Snjólfssonar og konu
hans, Hrefnu Þorsteinsdóttur.
Við Kalli urðum strax góðir vinir
og hefur aldrei borið skugga á þá
vináttu. Fyrstu æviár Kalla var sam-
band okkar mjög náið, hann var mér
nánast sem sonur eða bróðir. Oft
gengum við saman um gólf, hann í
hálsakoti hjalandi undir raulið hjá
mér, eða við nartandi í sinn hvom
endann á harðfiski, sem okkur báð-
um þótti svo góður. Þegar Kalli
stækkaði fórum við saman til silung-
sveiða í Úlfljótsvatni, þar sem marg-
ur ungur og upprennandi veiðimað-
urinn hefur hlotið sína eldskím. Og
snemma beygðist krókurinn til þess
sem verða vildi. Kalli var fiskimaður
af Guðs náð, eins og hann átti ættir
að rekja. Afi hans í móðurætt, Ámi
Snjólfsson, er annáluð aflakló og
fleiri fyrirfínnast í báðum ættum.
Það var ánægjulegt í Úlfljótsvatns-
ferðunum að sjá þá alnafnana, Kalla
afa og Kalla Gúmm, standa hlið við
hlið á „Gullströndinni“ og draga í
beit. Þá var nú breitt brosið á þeim
nöfnum. Það kom fyrir að við, Kalli
afí, Steini mágur, Tommi bróðir og
ég, vorum skammaðir fyrir hve seint
við komum heim með litla drenginn.
En við vorum sammála, allir fimm,
að það væri ekki háttur fískimanna
að glápa á klukkuna í snarbijáluðu
fiskiríi. Svo var það eitt sem ungum
frændsystkinum hans fannst óskilj-
anlegt óréttlæti að hann skildi eiga
afmæli á jólunum, fannst það nán-
ast mannréttindaskerðing að jóla-
og afmælisgjafir runnu saman í eitt.
Þó minnist ég ekki þess að Kalli
kvartaði vegna þessa, enda oft hægt
að bæta þar úr í kyrrþey.
Þegar Kalli óx til manns fór hann
að stunda sjó með Áma afa, enda
var ætíð mjög kært með þeim. Þá
komu meðfæddir sjómannshæfileik-
ar Kalla vel í ljós. Kalli hóf svo nám
í Sjómannaskólanum, fiskimanna-
deild, veturinn 1975-’76. Hugur
Kalla stóð til farmannsprófs, en
sennilega upphaf veikinda hans hefti
það áform.
30. október 1975 var mesti ham-
ingjudagur í lífí Kalla. Þá gekk hann
að eiga eftirlifandi konu sína, Hólm-
fríði Sigurðardóttur, mestu ágætis-
konu, sem staðið hefur við hlið
manns síns sem klettur í hans afar
erfiðu veikindum. Fríða, eins og hún
er kölluð, er afar vel af Guði gerð,
með slíkan sálarstyrk að aðdáun
vekur. Fríða er dóttir sæmdarhjón-
anna Onnu Jónsdóttur og Sigurðar
Jóelssonar bónda á Stóru-Ökrum í
Blönduhlíð, Skagafirði.
Kalla og Fríðu varð ekki barna
auðið, en tóku í fóstur dreng, Sigurð
Karl, sem kom eins og sólargeisli inn
í líf þeirra, enda bæði mjög barn-
góð. Kalli og Fríða voru samhent.
Arið 1977 hófu þau byggingu ein-
býlishúss við Dalsbyggð 3, Garðabæ,
og fluttu inn árið eftir. Kalli stund-
aði alltaf sjóinn, meðan heilsan
leyfði, ýmist fiskveiðar eða far-
mennsku. Hann var stýrimaður á
skipum Sambandsins í nokkur ár.
Árið 1982 réðust Fríða og Kalli í
að kaupa hálfsmíðaðan bát, „plast-
skel“, og luku við smíði hans heima
við hús. Þau hófu útgerð á „Fríðu",
en svo var báturinn skírður, en
vegna hrakandi heilsu Kalla seldu
þau bátinn 1985. Þar sem Kalli gat
ekki hugsað sér að vera bátlaus
keyptu þau aðra Fríðu miklu minni.
Ekki gat Kalli notið litla bátsins
vegna síhrakandi heilsu.
sífellt er að kvarta og gera kröfur
til annarra, en aftur á móti lá henni
létt á tungu að spyija mann hvort
hún gæti hjálpað manni eitthvað.
Að hallmæla öðrum kunni hún ekki.
Heiða giftist eftirlifandi manni
sínum, Jóni Ólafi Ormssyni, 22.
desember 1945 og hafa þau lifað í
farsælu hjónabandi síðan. Þau eign-
uðust fjögur böm, þau em: Hauk-
ur, kvæntur Lilju Sveinsdóttur,
Kolbrún, gift Jóni Sigurðssyni, Að-
alheiður, gift Jónasi Engilbertssyni
og Hafsteinn, kvæntur Guðrúnu
Böðvarsdóttur. Bamabömin em
þrettán talsins. Heiða átti því láni
Þó samband okkar og samskipti
hafí orðið strjálli með ámnum, eins
og oft vill verða, þá fylgdumst við
alltaf hvor með öðrum, högum og
heilsufari. Þegar það svo kom í ljós
fyrir um 5 ámm að Kalli var haldinn
þeim sjúkdómi, sem að lokum lagði
hann að velli, hittumst við oftar,
einkum síðustu mánuði. Kalli var svo
andlega sterkur og vel greindur og
það var þroskandi að tala við hann.
Við ræddum oft um lífið og tilver-
una, tilgang þess og endalok, dauð-
ann, hinn óumflýjanlega eina fasta
punkt í lífinu. Ég er sannfærður um
að sá sem bíður dauðans veit og finn-
ur sitt skapadægur nálgast gengur
í gegnum eitthvert æðra þroskaskeið
sem við hin skiljum ekki. Hann ræddi
um hvað þeir ættu gott sem fengju
að fara snögglega, eða í svefni, þeg-
ar kallið kæmi. Hann óskaði sér
þess og honum varð að ósk sinni,
að því leyti, hann andaðist í svefni
að morgni þann 17. apríl sl.
Síðustu mánuði ævinnar gekk
Kalli frá öllum sínum málum, enda
var það hans hjartans mál að tryggja
framtíð Fríðu og Sigga sem framast
var unnt. Með Kalla er genginn góð-
ur drengur og heilsteyptur persónu-
leiki sem sárt er saknað. Það er trú
mín að leiðir okkar liggi saman á
ný. Því kveð ég elsku frænda minn
og vin, að sinni og geri orð skáldsins
að mínum:
„Kjós þér leiði, vel þér veiði.
Valin skeiðin bíður þín.“
(Ö.A.)
Foreldrum hans, Guðmundi og
Ámýju Hrefnu, systrum hans, Ás-
dísi Elínu, Hrefnu Margréti og
Önnu, mökum þeirra og öðrum ást-
vinum biðjum við Guðs blessunar í
sorg þeirra.
Elsku Fríða mín og Siggi, Guð
styðji ykkur og styrki í sorginni og
um ókomna framtíð. Þess biðjum
við, ég, Stína, Elfa og Kalli.
Kristinn Karlsson
að fagna sem hún sjálf kallaði
bamalán og fyrir það var hún ákaf-
lega þakklát og hafði hún öðmm
hlutum oftar orð á því við mann.
Álfheiður Sif Jónasdóttir ætlar allt-
af að minnast hugljúfu stundanna
sem hún og amma hennar áttu sam-
an.
Sá sem þessar línur ritar hefur
átt við mikil veikindi að stríða sl.
tvö ár og hvemig þau hjónin hafa
reynst mér í þeirri baráttu fæ ég
ekki með orðum lýst, en veit að það
er mannbætandi að eiga samleið
með slíku fólki.
Guð blessi minningu Heiðu.
Halldór Z. Ormsson
Hún Heiða frænka er dáin. Ósköp
er stutt á milli lífs og dauða. Á
þriðjudag var hún hress og kát að
venju, næsta dag var hún öll. Er-
fitt er að sætta sig við svona snögg
skipti og vita það að aldrei aftur
fái maður að sjá bjarta og milda
brosið hennar, en við fáum víst litlu
um það að ráða. Álfheiður Ingi-
mundardóttir var fædd 24. apríl
1926 í Byrgisvík, dóttir hjónanna
Svanfríðar Guðmundsdóttur og
Ingimundar Guðmundssonar, d.
23.01.83. Hún var næstelst tíu
systkina sem öll em á lífi. Heiða
var föðursystir mín og hefur ávallt
verið mikill samgangur á milli
þeirra systkina. Því koma upp í
huga minn þær fjölmörgu sam-
verustundir sem fjölskyldumar
eyddu saman á ferðalögum á sumr-
in og nú seinni ár í sumarbústað
foreldra minna. Minnisstæðar eru
heimsóknimar á heimili hennar og
Nonna í Skálagerðið, en þangað
vomm við ávallt velkomin og þótt
íbúðin væri ekki stór var ferðalöng-
um ofan af Akranesi ávallt tekið
opnum örmum og alltaf var þar nóg
pláss. Við systkinin áttum þar vísan
samastað er við þurftum að dvelja
í Reykjavík, t.d. vegna skólagöngu
okkar, og hjá þeim hjónum nutum
við ástar og umhyggju. Að síðustu
vil ég þakka þær góðu minningar
sem ég á um elsku frænku.
Elsku Nonni, ég votta þér mína
dýpstu samúð og bömum þínum,
tengdabömum og bamabömum.
Elsku ömmu minni færi ég mínar
innilegustu samúðarkveðjur.
Lilja Björk
Það var mikil harmafregn sem
yfír okkur dundi að morgni 13.
apríl er okkur barst andlátsfregn
Alfheiðar Ingimundardóttur, mág-
konu minnar. Kynni okkar hafa
staðið í þijátíu og tvö ár og aldrei
hefur fallið þar skuggi á. Mig lang-
ar því að leiðarlokum að þakka
henni og eftirlifandi manni hennar,
Jóni Ormssyni, samfylgdina öll
þessi ár. Það sannaðist hjá þessum
mætu hjónum að þar sem hjartarúm
er nóg þar er alltaf nóg húsrúm.
íslensk gestrisni var sannarlega í
heiðri höfð á þeirra notalega heim-
ili. Þau eignuðust fjögur mann-
vænleg böm, Hauk, Kolbrúnu, Að-
alheiði og Hafstein sem öll em búin
að stofna eigið heimili. Sorg þeirra
er stór en 'minningin um hugljúfa
konu mun lifa. Við stöndum eftir
orðvana en hugsum hvers vegnsw
hún sem alltaf var svo hress og
glöð? Hvers vegna þarf háöldmð
móðir hennar að lifa þessa þungu
sorg? Við skiljum ekki þennan til-
gang en trúum því að við eigum
eftir að hittast aftur í landinu
bjarta.
Hjartans þakkir fyrir allt og allt.
Sæunn Árnadóttir
Þann 19. þessa mánaðar var til
moldar borin vinkona okkar og
starfsfélagi Álfheiður Ingimundar-
dóttir, Skálagerði 17, Reykjavík,
Okkur finnst, að við getum ekki
látið hjá líða að kveðja Heiðu eins
og við kölluðum hana, með nokkr-
um fátæklegum orðum.
Heiða var einstaklega .góður
vinnufélagi og tryggur vinur, ósér-
hlífin og samviskusöm, og aldrei
bar skugga á samveru okkar þessi
hartnær níu ár, sem flestar okkar
unnu með henni.
Langar okkur að þakka ljúfa
framkomu hennar við okkur. Kveðj-
um við Heiðu með þeirri trú, að hún^
njóti friðar í nýjum heimkynnum.
Aldraðri móður, eiginmanni, böm-
um, tengdabömum, bamabömum
og öðmm ættingjum, sendum við
okkar samúðarkveðjur. Hafi hún
þökk fyrir allt.
Starfsfélagar eldhúsi
Grensásdeildar.
Legsteinar
Framleiðum allar stærðir og gerðir af legsteinum.
Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjof
_______um gerð og val legsteina.
Ís S.HELGASQN HF
| STEINSMKUA
SKEMMUVEGI 4Ö SIMI 76677
Höfum úrval af verðtryggðum skuldabréf-
um í umboðssölu.
Kaupendur athugið að góð skuldabréf eru
góð fjárfésting, verðtrygging er trygging
gegn verðbölgu.
Jafnframt óskum við alltaf eftir góðum
skuldabréfum í umboðssölu.
Sala góðra bréfa tekur ávallt stuttan tíma.
ffli
VERÐBREFAMIÐLUN
Baldvins Ómars Magnússonar
p:I' Lágmúla 5,7. h., sími 689911.