Morgunblaðið - 24.04.1988, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. APRÍL 1988
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. APRÍL 1988
35
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúarritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
BjörnJóhannsson,
ÁrniJörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
ÁgústlngiJónsson.
BaldvinJónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 700 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 60 kr. eintakið.
Sveiflur
í stiórnmálum
Islenskir kjósendur ættu
erfitt með að setja sig í þau
spor Frakka að þurfa að velja
á milli forseta, forsætisráðherra
og fyrrverandi forsætisráðherra
í forsetakjöri. Frakkar standa
frammi fyrir þessu vaii í dag.
Er engin furða þótt ýmsir telji,
að í þessum frönsku kosningum
reyni meira á innviði stjómkerf-
is fimmta lýðveldisins en
nokkru sinni fyrr í 30 ár ef lit-
ið er fram hjá stúdentaóeirðun-
um, sem Jiófust í Frakklandi
fyrir réttum 20 árum. í frönsk-
um stjómmálum urðu þáttaskil
fyrir tveimur árum, þegar Fran-
cois Mitterrand, forseti sósíal-
ista með töluverð pólitísk völd
einkum í utanríkis- og vamar-
málum, sat uppi með meirihluta
hægri manna á þingi og komst
ekki hjá því að skipa ríkisstjóm
úr þeirra hópi undir forsæti
Jacques Chiracs, sem líklegast-
ur er til að keppa til úrslita um
forsetaembættið við Mitterrand
í annarri umferð kosninganna
eftir tvær vikur.
Fréttir frá Frakklandi hemia,
að kosningabaráttan hafí verið
heldur bragðdauf. Kemur það
í sjálfu sér ekki á óvart, þegar
jafti valdamiklir menn og for-
seti landsins og forsætisráð-
herra beijast um völdin. Hin
háu embætti gera kröfu til þess
að fyllstu virðingar sé gætt og
ekki haldið þannig á málum,
að skugga sé varpað á þau. Er
ekki vafi á því að stúdentaóeirð-
imar fyrir 20 ámm, þegar
Charles de Gaulle, þáverandi
forseti og höfundur fímmta lýð-
veldisins, varð að fullvissa sig
um að herinn stæði að baki sér
og stjóminni, eru enn ofarlega
í hugum þeirra Mitterrands og
Chiracs, báðum er ljóst að inn-
anlandsfriðurinn er brothættur
eins og annað. Hitt er jafn ljóst,
að enginn spáði því að samstarf
forseta og forsætisráðherra úr
ólíkum pólitískum áttum myndi
ganga jafnvel í Frakklandi og
samstarf þeirra Mitterrands og
Chiracs.
Saga fímmta lýðveldisins
franska sýnir í hnotskum þær
sviptingar sem verða í stjóm-
málum. Flokkar og stefnur rísa
og falla. Þegar talin er mest
festa innanlands eins og eftir
10 ára valdatíma de Gaulles
verða stúdentar til þess að for-
setinn riðar til falls. Á þeim
tíma varð einnig töluverð upp-
stokkun í íslenskum stjóm-
málum og ýmsir töldu að for-
setakosningar hér á landi á fyrri
hluta árs 1968 væm til marks
um að flokkakerfi okkar væri
að riðlast og stjómmálasagan
að taka nýja stefnu. Svipaðar
vangaveltur em uppi hjá ýms-
um núna, þegar kannanir sýna
í annað skipti í röð, að stjóm-
málahreyfing nem ekki vill láta
kalla sig flokk, Kvennalistinn,
fær mestan stuðning meðal
kjósenda og hinir hefðbundnu
flokkar eiga undir högg að
sækja.
Frá Noregi berast þær frétt-
ir, að sá stjórnmálaflokka þar,
sem engir forráðamenn gömlu
flokkanna vilja sjá eða heyra,
sé orðinn annar stærsti flokkur-
inn og rífí fylgi bæði af stóra
flokknum til vinstri, Verka-
mannaflokknum, sem fer með
stjóm landins, og stærsta
stjómarandstöðuflokknum til
hægri, Hægriflokknum. Undir
forystu Carls I. Hagens hefur
Framfaraflokknum tekist að fá
23,5% kjósenda til fylgis við sig
samkvæmt nýrri skoðanakönn-
un en flokkurinn fékk atkvæði
aðeins 3,7% í þingkosningum
1985 og fylgi Verkamanna-
flokksins hefur hrapað úr 41,2%
í 27,8% á sama tíma. í stuttu
máli leggur Hagen áherslu á,
að hann berjist fyrir hagsmuni
hins almenna manns auk þess
sem hann ræðst harkalega á
aðra stjómmálamenn og skrif-
fínna og kallar þá „hina nýju
yfírstétt í Noregi" og síðast en
ekki síst berst Hagen gegn
fíjálslyndi í innflutningi á fólki
til Noregs. Hefur Framfara-
flokkurinn verið sakaður um
kynþáttahatur og minnir þann-
ig á flokk Le Pens í FYakk-
landi, öfgamannsins lengst til
hægri, sem talið er að fái stuðn-
ing 10-12% kjósenda í forseta-
kosningunum.
Hvorki Mitterrand né Chirac
vilja að sveiflan í frönskum
stjómmálum verði frá gömlu
flokkunum til öfgaflokka til
hægri eða vinstri. Franskir
kommúnistar virðast því sem
næst úr sögunni og flestir spá
því að Le Pen sé stundarfyrir-
brigði. 20 ámm eftir stúdenta-
óeirðimar í Frakklandi, þegar
æskan ætlaði að taka völdin af
hinni ráðandi stétt, spá flestir
því að hinn 71 árs Francois
Mitterrand, íhaldssamur sósíal-
isti og talsmaður öflugra her-
varna, nái endurkjöri vegna
mikils fylgis meðal ungs fólks!
Mikilvæg mál
Oft er rætt um efnahags-
mál á þessum vett-
vangi. Þau eru mikil-
væg. Afkoma þjóðar og
þegna hlýtur ávallt að
vera í brennidepli þegar
þjóðmál eru til umræðu.
Við höfum í forystu-
greinum Morgunblaðsins bent á ýmislegt
sem nú verður að horfast í augu við af
festu og ákveðni. Þar má ekki sízt nefna
afkomu ríkisins og hvemig tekjum er skipt
milli þegnanna, enda hafa kaupgjaldsmálin
verið efst á baugi undanfarið. Vonandi
berum við gæfu til þess að leiða þau til
lykta með þeim hætti að sem flestir geti
vel við unað. Enginn vafí er á því að skrif-
stofu- og verzlunarfólk hefur borið skarðan
hlut frá borði. Vinnutími þess er oft lang-
ur, kaupið í neðri kantinum eins og sagt
er á tízkumáli. En verkföll eru engum til
góðs. Það er ígildi kaupmáttaraukningar
að losna við þau og er augljóst að margir
launþegar eru farnir að átta sig á því.
Engum er nauðsynlegra en þeim að verð-
bólgu sé haldið niðri og þar með vöxtum
af lánum og þá verðlagi ekki sízt. Margt
þarf því að athuga og er vonandi að sú
athugun, sem nú fer fram á launakjörum
verzlunarfólks, verði til þess að styrkja
undirstöðu efnahagslífsins en veikja ekki
og þá einnig — og ekki síður — að auka
ráðstöfunartekjur heimilanna. Það er
kjami málsins. Peningar sem brenna upp
á verðbólgubáli eru einskis virði. Þjóðfélag
sem gengur fyrir verðbólgu þolir enga
samkeppni í nútímaheimi, dregst aftur úr
og endar í háskalegri siglingu þar sem
teflt er um lífsafkomu þegnanna og sjálft
þjóðfrelsið.
Við höfum einnig á þessum vettvangi
og öðrum bent á nauðsyn þess að atvinnu-
rekendur horfí í eigin barm. Þeir sem
standast ekki samkeppni eða eyða meiru
en þeir afla verða sjálfír að axla byrðam-
ar án þess þeir eigi kröfu á því að skatt-
borgaramir hlaupi alltaf undir bagga. Illa
rekin fyrirtæki og þeir sem taka áhættu
í atvinnurekstri verða sjálfir að taka afleið-
ingunum. Það er afstaða manna í nútíma-
þjóðfélagi.
Við höfum einnig bent á nauðsyn þess
að vinna af hagkvæmni að verkun sjávar-
afla og þá m. a. varpað fram þeirri spum-
ingu hvort ekki sé astæða til að sameina
fyrirtæki og mynda þéttari byggðakjama
en verið hafa úti á landi. Vandamál dreif-
býlisins hafa aukizt verulega og það er
okkur öllum nauðsynlegt að vel sé að lausn
þess vanda staðið svo að byggðimar megi
eflast af biómlegu atvinnulífí. Eitt hið
versta sem gæti hent íslenzkt þjóðfélag
væri uppflosnun fólks á landsbyggðinni
og slæm afkoma dreifbýlisfyrirtækja. En
vandamál eru einnig fyrir hendi í þéttbýli,
eins og allir vita. Fyrirtæki eiga undir
högg að sækja. Við stöndum illa að vígi
í samkeppni við aðrar þjóðir á erlendum
mörkuðum. Lækkun dollarans er sjávarút-
veginum óhagstæð, svo ekki sé meira sagt,
og sjálfír höfum við gerzt sekir um að
yfírfylla markaði í Bretlandi með þeim
afleiðingum að okkar eiginn fískur hefur
lækkað í verði. Menn hafa ekki fengið
kvótann til afnota í því skyni að sóa hráefn-
inu með þeim hætti. Við eigum að leggja
höfuðáherzlu á gæði en okkur hefur ávallt
hætt til að falla fyrir magninu. Líftækni-
iðnaður framtíðarinnar á örugglega eftir
að kenna okkur að fara betur með hráefni
okkar. Þegar hann verður vel á veg kom-
inn verða íslenzkar afurðir jafngildi gulls
eða olíu og við munum leggja höfuð-
áherzlu á að vinna úr hráefninu þau verð-
mæti sem mest eru. Með því hugarfari
eigum við að horfa inn í framtíðina. Og
svo auðvitað með þá kröfu í huga að við
séum aðiljar að hafsbotni sem á uppruna
í jarðlögum íslands og er því e.k. fram-
hald landgrunns okkar, eins og Eyjólfur
Konráð Jónsson og ýmsir aðrir hafa bent
skelegglega á. í nýlegu hefti Nature sem
er eitt virtasta raunvísindarit nú um stund-
ir, er grein eftir þekkta erlenda vísinda-
menn sem taka í þann streng að hafs-
botninn á Hatton-Rockall-svæðinu sé
runninn af jarðsvæði íslands og er það
mikilvægt málstað okkar, ásamt flóknum
rökum öðrum. Við höfum nýtt alþjóðleg
viðhorf í réttindabaráttu okkar á höfunum
og fylgt alþjóðalögum í þeim efnum. Hafs-
botninn er viðkvæmt mál, enda setti Amar-
asinghe bann á hann áður en hann sleit
síðustu hafréttarráðstefnunni í Genf. Síðar
náðist samkomulag um hann eins og ann-
að. Á þessum vettvangi flutti Hans G.
Andersen mál okkar með sóma eins og
endranær.
Við eigum óhikað að sækja réttindi okkar
í merkan og mikilvægan sáttmála um höf-
in. Nú er lag eins og viðhorfín eru í heimin-
um. Við notuðum alþjóðleg viðhorf sam-
tímans þegar við endurreistum þingið,
fengum stjórnarskrána og síðast en ekki
sízt þegar við sömdum við Dani um full-
veldi — og þar með sjálfstæðið — í lok
heimsstyijaldarinnar 1918, en þá var sögu-
leg þróun okkur í hag. Hún er það einnig
nú.
Einnig mikilvæg mál
Við höfum hér í Reykjavíkurbréfi og
öðrum forystugreinum Morgunblaðsins
bent á önnur mikilvæg vandamál sem
nauðsynlegt er að hafa ávallt í huga þeg-
ar hugsað er um heillavænlega þróun
íslenzks þjóðfélags. En hér verða einungis
nefnd tvö undirstöðuatriði til viðbótar enda
liggur mikið við að vel sé á þeim haldið.
Þau eru ræktun æskunnar, sem við höfum
einatt fjallað um og lagt áherzlu á, og
undirstöðukennsla í fjölmiðlun sem við
höfum gert að grundvallaratriði hér á þess-
um vettvangi. Nú hafa einhver spor verið
stigin til að mæta þeirri kröfu og vonandi
verður það veganesti helzt í farteskinu sem
eflt getur sögu okkar, tungu og menn-
ingu. Þessi þrjú atriði hljóta að verða
grundvöllur allrar kennslu í fjölmiðlun
hvort sem hún fer fram við Háskóla ís-
lands eða annars staðar. Það lærir að vísu
enginn að verða blaðamaður. Og þeir eru
ekki margir sem hafa það í sér í raun og
veru. Það tekur einatt langan tíma að
komast að raun um hvort neistinn býr
með mönnum eða ekki. Það er ekkert
skemmtilegra að vera á rangri hillu sem
blaðamaður en við eitthvert annað tízku-
starf. Hitt er svo annað mál að forsenda
þess að menn geti ræktað gott blaða-
mannsupplag er sú að veganestið sé einn-
ig gott og því ber að leggja höfuðáherzlu
á að kenna mönnum undirstöðuna. Án
hennar verður enginn góður blaðamaður.
Loks verðum við einnig, og þá ekki sízt
í tengslum við fjölmiðlafræðsluna, að gera
okkur einhveija grein fyrir þeirri hættu
sem fylgir því að fylla öll heimili landsins
af viðstöðulausu útlenzku tali. Þróunin
hefur samt orðið sú. Og það er blekking
ein að gera sér ekki grein fyrir þessari
hættu eða reyna að drepa henni á dreif
með orðagjálfri eða tómlæti. Þar er um
sjálfan lífsháskann að tefla, hvorki meira
né minna. Á þetta er aðeins minnt um
leið og vitnað er til tveggja greina sem
birzt hafa í Morgunblaðinu undanfarið og
vel^ má stöðvast við eitt andartak.
í rabbi sem Bjöm S. Stefánsson skrif-
aði nýlega í Lesbók segir hann m.a.: ,,ís-
lenzkan hefur alla tíð verið allsráðandi á
íslandi ef undan er skilið helgimál kaþ-
ólsku kirkjunnar. Erlendir embættismenn
fengu aldrei að nota eigin tungu í skiptum
við landsmenn. Það var ekki fyrr en eftir
að íslendingar höfðu sagt sig úr lögum
við Dani að danska varð skyldunám í skól-
um hér. Svo liðu tveir áratugir en með
tilkomu sjónvarpsins fór enska að hljóma
flest kvöld á heimilum landsmanna og stöð-
ugt Iengist sá tími sem enska klingir í
eyrum á heimilunum ... Með almennri
sjónvarpseign er hið eiginlega þjóðleikhús
komið inn á heimilin. Það nístir mig að
hugsa til þess að setustofur íslenzkra heim-
ila skuli vera orðnar að enskumælandi bíó-
sölum...“
Þessi orð mættu vel vera til aðvörunar
og enginn ætti að gera lítið úr þeirri hættu
sem við blasir fyrir þjóðtunguna og
íslenzka menningu. íslenzkir þættir í sjón-
varpi eru nú fleiri en áður, að vísu, og er
það af hinu góða. íslenzk ljóðlist hefur
einnig sómt sér vel í ríkissjónvarpinu og
margir sem hlakka til að hlýða á þann
þátt hvert sunnudagskvöld. Morgunblaðið
hefur ákveðið að birta ljóð vikunnar í Les-
bók, en Hrafn Gunnlaugsson dagskrár-
stjóri velur ljóðin. Leikarar hafa lesið þau
eftirminnilega. Það er kraftur og íslenzkt
áræði í kring um slíka menningarstarf-
semi.
Sjónvarpsstöðvamar verða að rækta
gott íslenzkt efni svo að þær standi undir
nafni. Þeir sem gera vel eru ekki viðkvæm-
ir fyrir aðfínnslum. Þeir vita að þær eru
ósanngjamar. En þeir sem gera illa eða
leggja áherzlu á erlent myndbandaefni
hljóta í þessu tilfelli að vera viðkvæmir
fyrir gagnrýni, a.m.k. þangað til unnt er
að tala um að íslenzkar sjónvarpsstöðvar
séu fremur íslenzkar en erlendar. Það verð-
ur þó ekki fyrr en mikill meirihluti efnisins
er af íslenzkum toga eða þannig framreidd-
ur að hægt sé að tala um að það sé í
íslenzkum búningi. Það er margt gott á
myndbandaleigum og sumt í sjónvarpi,
þótt yfírfullt sé af erlendu efni. En við
megum ekki láta deigan síga. Gott íslenzkt
efni ætti helzt að vera allsráðandi í íslenzku
sjónvarpi. Erlenda síbyljan til uppfyllingar,
annaðhvort sem góð afþreying eða menn-
ingarleg viðbót.
I athyglisverðri grein eftir Svein Einars-
son, sem birtist hér í blaðinu ekki alls
fyrir löngu undir heitinu Nauðsyn íslensks
blaðamannaskóla, segir hann m.a.: „Ný-
lega var ég staddur í Austurríki og horfði
þar talsvert á sjónvarp mér til mikillar
ánægju. Nú vil ég taka það skýrt fram
að mikið af efni ríkissjónvarpsins og einn-
ig Stöðvar 2 er mjög svo frambærilegt,
oft er þar góð afþreying fyrir þá sem
ánægju hafa af slíku og tíma, og stundum
jafnvel það sem er umhugsunarvert. En
hins vegar varð mér ljóst af þessum stuttu
kynnum af austurríska sjónvarpinu að á
einu sviði er reginmunur á dagskránni.
Innlend framleiðsla þeirra Alpamanna set-
ur miklu meiri svip sinn á hana, nánast
daglegir fræðsluþættir um eitthvað sem
tengist menningu þeirra og sögu, staðar-
lýsingar, kirkjur skoðaðar og kastalar,
tónlistarþættir, ferðir á skáldaslóðir
o.s.frv. Innlend leikverk var að sjá að
væru þar svotil vikulega, auk svo skemmti-
þátta, sem mér virtust nú að vísu ekki
taka fram „sveitó" spumingaþáttunum
hans Ómars Ragnarssonar. Og svo annað:
Enskan hljómaði þama ekki daginn út og
daginn inn eins og í sumum stöðvum hér.
Reyndar ganga þeir svo langt í afstöðu
sinni að Humphrey Bogart og Lee Marvin
mæla á þýska tungu. Að vísu hafa mér
aldrei þótt slíkar aðferðir til fyrirmyndar
af listrænum ástæðum því alltaf verður
blæmunur. En hvað skal segja? Það er
staðreynd að mengun af erlendum málum
er þar minni, bömin svara ekki á ensku
eins ojg uppeldisfrömuðir segja, að hér eigi
sér stað og rekja til áhrifa sjónvarps.
Menning, sem einangrar sig, fær ekki
sérlega góðan áburð, þó að hún dafni í
góðri eigin mold. Þessi gamla spuming
leitar á okkur um það hvemig okkur eigi
best að nýtast áhrif að utan (sem okkur
em svo sannarlega nauðsynleg og senni-
lega einnig óhjákvæmileg á þessum síðustu
tímum) án þess við glötum niður þeim
verðmætum, sem við höfum sjálf skapað
hér við ystu hafsbrún í aldanna rás, þeim
einkennum, sem við ein bemm, þeirri
tungu, sem við ein tölum og sem hefur
fætt af sér verðmæti, sem enginn annar
en við getum ávaxtað. Blaðamenn og fjöl-
miðlamenn bera þama mikla ábyrgð.
Áhrifamáttur fjölmiðlunar er miklu meiri
í dag en marga óraði fyrir um miðbik aldar-
innar og við blasir nýr vandi, þegar gervi-
hnettimir fara að ausa yfír okkur áhrifa-
gjamri víðseljanlegri framleiðsiu miðstöðl-
unarinnar. Ef okkur er annt um það, sem
hefur gert þessar 250 þúsund hræður að
þjóð, öðm vísi en aðrar þjóðir, er okkur
þá eins vænt að horfast í augu hvemig
við sjálf virðumst ætla að skila af okkur
til þeirra sem eftir koma.
Þekking og þjálfun fjölmiðlafólks og
blaðamanna getur þama skipt sköpum.
Þekking á sérkennum okkar, sögu og
menningu, atvinnu og á öllu því, sem góð-
ur blaðamaður á að hafa á fíngram sér.
Þekking sem er miðuð við hugsunarhátt
þessarar þjóðar,. skilyrði hennar í þessu
harðbýla og þó gjöfula landi.
_ Við þurfum íslenska blaðamannaskóla.
REYKJAVÍK URBRÉF
Laugardagur 23. apríl
Við þurfum námsbraut í blaðamennsku
og fjölmiðlun við Háskóla íslands. Hug-
myndin er ekki ný og hefur oft verið
hreyft áður, kannski er undirbúningur
kominn eitthvað áleiðis. Vonandi því að
þörfin er brýn. Þarna þarf að kenna
íslensku og framburð tungunnar, nokkur
erlend mál og framburðarreglur annarra,
íslenska stjómmálasögu, atvinnusögu og
menningarsögu. Námið á að vera í senn
bóklegt og verklegt. Það á ekki að kenna
verðandi blaðamönnum endilega fræðin til
hlítar, heldur aðferðir til að nálgast hvert
það mál, sem á fjörur þeirra rekur. Tökin
á því að setja sig inn í hlutina á glöggan
hátt á stuttum tíma. Markmiðið á að vera,
að skapa íslenska blaða- og fjölmiðla-
menn.“
Við þessi orð er einnig ástæða til að
staldra. Við skulum íhuga þau. Og taka
undir þau. Við skulum gera okkur grein
fyrir að íslenzku baðstofunni hefur verið
breytt í hálfútlenda síbylju á ljósvökunum
svokölluðu. Þar sitja erlendir selstöðukaup-
menn og flíka vamingi sínum. Þar skortir
á íslenzkt andrúm. Dægurlagastöðvarnar
draga dám af kanasjónvarpi, oft með inn-
antómri glymjandi. En íslenzka ívafið er
samt guðsþakkarvert. Eitt sinn var talað
um hemám hugarfarsins. Það skyldi þó
ekki vera að þetta hemám sé nú loks kom-
ið í leitimar. Að það sé fyrrnefnd síbylja
í tali og söngtextum? Hemám brenglandi
erlendrar íhlutunar sem er fylgikvilli frels-
is. Tízkusveifla lágkúmnnar í tali og mynd-
um. Það er íhugunarefni, ekki sízt fyrir
þá ljósvaka sem einhvem metnað hafa.
Og eitthvert raunvemlegt markmið sem
íslenzkir fjölmiðlar.
Börninlifi
Að lokum skulum við staldra við æsk-
una og uppeldismálin. í því sambandi er
ástæða til að íhuga orð séra Þóris Stephen-
sens sem hann viðhafði í kveðjuprédikun
sinni, en hann er nú í ársfríi frá Dómkirkj-
unni og mun gegna starfi staðarhaldara í
Viðey næsta ár. Séra Þórir hefur unnið
gott og merkilegt starf við þessa höfuð-
kirkju íslenzku þjóðarinnar. Hann hefur
haft náið samstarf við unglingana og þeir
dómkirkjuprestar ræktað þá eftir beztu
getu, en það á vafalaust einnig við um
flesta starfandi klerka þjóðkirkjunnar.
Séra Þórir hefur einnig kennt ungu fólki
kristin fræði í skólum og þekkir vel það
efni sem hann fjallaði um í kveðjuprédikun
sinni. Hann lagði út af orðum Bíblíunnar
um hinn góða hirði. Það var vel til fallið.
Og þá er það ekki síður vel til fallið að
Reykjavíkurborg feli honum embætti stað-
arhaldara í Viðey nú þegar uppbygging
þessa merka og sögufræga staðar stendur
sem hæst. Sjálfur á séra Þórir ættir að
rekja þangað og ber hlýjan hug til staðar-
ins. Þar mun hann einnig sem betur fer
sinna helgihaldi, ásamt öðmm störfum.
Það er augljóst að borgarstjóm Reykjavík-
ur ætlar Viðey mikið og merkilegt hlut-
verk. Davíð borgarstjóri hefur sinnt þessu
foma^ menningarsetri og lagt rækt við
það. Á hann heiður skilið fyrir það. Marg-
ir tala um að Reykjavíkurborg sé svo vel
stjómað, og þá ekki sízt fjárhagslega, að
önnur stórfyrirtæki ættu að taka sér
stjómunaraðferðir meirihluta Reykjavíkur-
borgar sér til fyrirmyndar. Félagsmála-
starfíð er borginni ekki sízt til sóma.
Um leið og við ljúkum þessu Reykjavík-
urbréfí með því að vitna í ræðu séra Þór-
is um uppeldismál óskum við honum alls
hins bezta í nýju ræktunarstarfi við sund-
in blá. Þau hjón hafa með starfí sínu við
Dómkirkjuna lagt þungt lóð á vogarskál
mannræktar og uppeldis, svo að ekki sé
talað um það sem mikilvægast er: Út-
breiðslu fagnaðarerindisins um góða hirð-
inn.
Séra Þórir Stephensen komst m. a. svo
að orði í kveðjuræðu sinni: „Mér varð hér
í upphafi tíðrætt um bömin. Hveijir em
þeirra jarðnesku hirðar? Fyrst og fremst
koma þar til foreldrar þeirra eða uppalend-
ur. Skólinn eða kennaraliðið fylgir þar
fast á eftir, bæði gmnnskólinn og þær
stofnanir, sem á undan honum koma
víðast. Inn í þetta allt hlýtur kirkjan svo
að grípa m. m. og fátt er mikilvægara í
einu þjóðfélagi, en að það fólk sem þama
er að verki sé hlutverki sínu vaxið og því
séu sköpuð þau skilyrði, sem nauðsynleg
em til þess að sem bestum árangri verði
náð.
Heimilin eiga víða í vök að veijast og
þá einkum fjárhagslega. Það er harður
kostur, þegar báðir foreldar þurfa að vinna
úti allan daginn. Ég hef í áranna rás nokkr-
um sinnum varpað fram hugmyndinni um
foreldralaun, þar sem heimilin gætu valið
um að koma bömum sínum í gæslu eða
fengið greiddan heim þann kostnað, sem
hið opinbera sparar við það, að bömin séu
heima. Ég gladdist mjög við að sjá þessa
tillögu tekna upp nú nýléga í stjórnmála-
ályktun ungliðahreyfingar eins af stjóm-
málaflokkunum í þeirri mynd, að barna-
bætur þurfi að vera hærri til þeirra, sem
kjósa að vera heima hjá bömum sínum
fyrstu árin í stað þess að eftirláta opin-
bemm stofnunum stóran hluta uppeldis
þeirra.
Af því að mér hefur fundist ég fínna æ
meira fyrir því í fermingamndirbúningi,
að gmndvöllur sá sem fermingarfræðslan
þarf að byggjast á, leiðbeining heimilanna,
bamastarf kirkjunnar og kannski grann-
skólans í kristnum fræðum, sé ekki svo
vandaður sem skyldi, þá fór ég að kynna
mér þetta í skólunum. Námsefni það, sem
þeir hafa, er gott, en svo mikið af vöxtum,
að mér er tjáð af fæmm og áhugasömum
kennurum, að til þess að koma því til skila
þurfi fjórum sinnum meiri tíma en stunda-
skráin gefí möguleika á. Þess vegna sé
ráðlagt af námsstjóra o.fl. að velja úr. Það
veitist oft erfitt. Sama sagan gildi gagn-
vart mörgum öðmm námsgreinum, ef ekki
flestum, á meðan sífellt fleiri greinum er
bætt við. Nú síðast kom þar fræðslan um
eyðnisjúkdóminn. Og þetta gerist allt án
þess að veittur sé aukinn tími til starfans,
þá verður útkoman sú, og af einkar mann-
legum ástæðum, að persónuleg áhugamál
kennarans ráða kannski meim en heppi-
legt er um það, hvaða námsgreinar fá
forgang. Það em ekki kristnu fræðin sem
ein líða, ég veit t.d. um böm, sem hafa
farið í gegnum allan gmnnskólann án
þess hafa lært neitt, hvorki um Þýskaland
né Bretlandseyjar. Þjóðfélagsgerðin er að
breytast svo mikið og við það höfum við
velt æ meira yfír á skólana, án þess að
gera ráð fyrir, að þeir þurfí til þess aukinn
tíma og breytta starfshætti. Þetta kallar
númer eitt á einsetinn skóla, sem aftur
þýðir aukið húsnæði að mun. Þetta þýðir
líka, að kennaramir þurfa að geta haft
miklu nánara samband við heimilin, en
þeim er nú fært miðað við þann tíma, sem
þeim er skammtaður. Við emm farin að
ætla skólunum svo stóran hlut af hirðis-
hlutverkinu gagnvart ungviði hjarðarinn-
ar, að það hljóta að koma fram breytt sjón-
armið. Það em ekki bara launin, sem þurfa
að hækka til þess að ná úrvalsfólkinu í
kennarastéttina. Þar þarf líka fleiri sér-
fróða menn til hjálpar við hin afbrigðilegu
tilfelli. En eins og einn kennarinn sagði
við mig: Okkur er ekki bara ætlað að taka
við nánast allri fræðslu, heldur líka meiri-
hluta af uppeldinu. Allt á þetta að gerast
á tíma sem engan veginn nægir og við
aðstæður, sem em á margan veg óviðun-
andi. Það undrast flestir ef við ráðum
ekki við bömin, sem erfítt er að ná tökum
á heima, og svo er verið að býsnast yfir
því að enginn skuii ráða við þau, þegar
þau koma saman svona 350 til 400 stykki
og æsa hvert annað upp.
Ég fann, að þama var mikill sannleikur
fólginn. Þjóðfélagið þarf að þekkja betur
sinn vitjunartíma. Og hvað snertir hirðis-
hlutverkið fyrir hina ungu kynslóð, þá
held ég, að framkvæmdir fyrir skólakerfið
og eflt og aukið samstarf skóla, heimila
og kirkju mættu hafa forgang umfram
æðimargt annað.
Við orð kennarans áðumefnda varð mér
hugsað til skemmdarverkanna hér í Aust-
urstræti nýlega, þegar stytta Tómasar var
brotin af stalli og henni rænt. Þetta er
ekki nema einn lítill þáttur af mikilli harm-
sögu, sem hefur farið fram hér í miðborg
Reykjavíkur í mörg ár, sögu, sem æ fleiri
kaupstaðir em nú að kynnast af eigin
raun, ef marka má fréttir.
Mér varð þá einnig hugsað til þeirrar
baráttu, sem háð hefur verið hér í
Reykjavík að undanfömu gegn ráðhús-
byggingunni. Sé þar raunvemlega verið
að beijast af heilindum, sem ég vil ekki
þurfa að draga í efa, þótt þær raddir heyr-
ist, þá er þar ekki verið að deila um þörf,
heldur um smekk. Eitt af því, sem þar
hefur mjög borið á góma er lífríki Tjamar-
innar. Öll rökrétt hugsun hlýtur að segja
mér, að því sé betur borgið með tilkomu
ráðhússins, því svo mikilvæg bygging á
þessum stað beinlínis heimtar, að hlúð sé
að Tjöminni eins vel og kostur er.
Ég held ég fari rétt með það, að þessi
umræða um lífríki Tjarnarinnar hafí ekki
komist upp á yfirborðið fyrr í fjölmiðlum,
a. m. k. ekki af þeim krafti, sem nú. Mér
er ljóst, að þama er margt gott og áhuga-
samt fólk að baki, áhugasamt um velferð
lífríkisins í borginni okkar. Ég hefði því
viljað óska þess af heilum hug, að þetta
fólk beindi nú heldur kröftum sínum að
öðm líftíki, lífríki ungu kynslóðarinnar,
bæði hér í borginni og um land allt, og
tæki upp ný kjörorð eins og t. d. „bömin
lifi“, því ég hygg, að hér geti stefnt í
mikið menningarlegt slys ef ekki verður
gert eitthvað raunhæft í þeim málum, sem
ég hef hér verið að reifa.
Það er án efa að miklum hluta uppeldis-
legt atriði, hvemig fer um fíkniefhavand-
ann, eyðnisjúkdóminn, umferðaröryggið.
Það er viðurkennd staðreynd, að eins og
skuggi fylgir ljósi, þá sækir hið illa á og
reynir að þröngva sér inn í sauðabyrgin
og ræna jafnvel vænstu lömbunum. Við
vitum jafn vel, að hinu illa verður ekki
útrýmt, nema eitthvað annað komi í stað-
inn. Og það er ekki sama, hvað það er.
Hugarfar og lífsstefna hins góða hirðis
hefur reynst þar áhrifaríkasta aflið. Þeir,
sem hindra það, em í líkingu guðspjallsins
kallaðir þjófar og ræningjar. í því felst
ásökun á það samfélag, sem lætur slíkt
viðgangast mótaðgerðalaust. Mér fínnst
þessi orð miklu fremur fela í sér áskorun,
köilun til kristinna manna sem heildar, að
efla svo hið heilbrigða, kristna líf og kær-
leika þess, að hið illa hljóti að víkja. En
heildinni verður þá fyrst ágengt, þegar
einstaklingamir bregðast ekki skyldum
sínum..."
Hvað sem öðm líður getum við öll sam-
einazt í baráttunni fyrir velferð unga ís-
lands. Æskan er mikilvægasta verkefni
okkar; að koma henni til nokkurs þroska.
Morgunblaðið/Sverrir
„Sjónvarpsstöðv-
arnar verða að
ræktagott
íslenzkt efni svo
að þær standi
undir nafni. Þeir
sem gera vel eru
ekki viðkvæmir
fyrir aðfinnslum.
Þeir vita að þær
eru ósanngjarnar.
En þeir sem gera
illa eða leggja
áherzlu á erlent
myndbandaef:ni
hljóta í þessu til-
felli að vera við-
kvæmir fyrir
gagnrýni, a.m.k.
þangað til unnt er
að tala um að
íslenzkar sjón-
varpsstöðvar séu
fremur íslenzkar
en erlendar.44