Morgunblaðið - 24.04.1988, Blaðsíða 68
SUNNUDAGUR 24. APRÍL 1988
VERÐ í LAUSASÖLU 60 KR.
V erkfallsver ðir
vakta hótel og bíó
100 manns sinntu verkfalls-
vörslu lýá VR í gær, laugardag.
Nokkuð var um verkfallsbrot, að
sögn Péturs A. Maack, formanns
verkfallsstj órnar VR, en þau
hefðu flest verið smávægileg og
oftast vegna misskilnings, vilj-
andi eða óviljandi.
Pétur sagði að verkfallsverðir
myndu starfa alla helgina, meðal
annars til að athuga framkvæmd
verkfallsins hjá hótelum og bíóum.
Um 30-40 verkfallsverðir mættu til
starfa hjá Verslunarmannafélagi
Hafnarfjarðar í gær, að sögn Frið-
riks Jónssonar, formanns verkfalls-
stjómar VH, en þeir hefðu haft lítið
að gera. Á Akureyri voru nokkrir
tugir verkfallsvarða við störf í gær,
en þar var allt rólegt að sögn Guð-
ihundar Bjömssonar, formanns
verkfallsstjómar þar.
Samningafundur fulltrúa versl-
unarmanna og vinnuveitenda hófst
hjá ríkissáttasemjara klukkan 13 í
gær. Stjóm lífeyrissjóðs verslunar-
manna hefur ekki verið kölluð sam-
an, en vinnuveitendur hafa mót-
mælt ákvæði á minnisblöðum verk-
fallssvarða VR um að þeir sem
gangi úr VR missi lífeyrisréttindi
sín.
Sjúkrahús á Suðurlandi:
Verkföll yfirvofandi
VERKFÖLL hafa verið boðuð hjá
ræstingarkonum á sjúkrahúsum
og dvalarheimilum á Suðurlandi
frá og með miðvikudeginum 27.
aprfl. Samningafundur fulltrúa
Alþýðusambands Suðurlands og
Rússar og Búlgarar:
Fimmtíu
togarar
við mörkin
Landhelgisgæslan varð að
fresta könnunarflugi út af
Reykjanesi á föstudag vegna
veðurs. Við síðustu talningu
voru 46 rússneskir og búlg-
arskir togarar að veiðum
skammt undan 200 mflna
mörkunum.
Að sögn starfsmanna Land-
helgisgæsiunnar er það árviss
atburður að flotinn sæki í karfa
á þessum slóðum. í flotanum
eru verksmiðjuskip og smærri
togarar. Þá eru birgðaskip með
í för enda er úthaldið oft marg-
ir mánuðir í senn.
Við eftirlit í dagsbirtu voru
veiðiskipin öll um 20-30 sjómíl-
ur fyrir utan landhelgina.
viðsemjenda þeirra vegna starfs-
fólks á sjúkrahúsum var haldinn
hjá ríkissáttasemjara síðastliðinn
miðvikudag, en hann var árang-
urslaus, að sögn Helgu Frímanns-
dóttur, sem sæti á samninganefnd
ASS. Annar fundur hefur ekki
verið boðaður.
Verkfall ræstingarkvenna á
sjúkrastofnunum nær til fimm stofn-
ana: Sjúkrahúss Suðurlands, Ljós-
heima á Selfossi, Heilsuhælis NLFI
í Hveragerði, Dvalarheimilisins Áss
í Hveragerði og Dvalarheimilisins
Lundar á Hellu.
Morgunblaöið/Rúnar Þór Bjömsson
/ UTREIÐARTÚR í SIGLUFIRÐI
Forustumenn Framsóknarflokksins á miðsljórnarfundi:
Fiskvinnslufyrirtæki að stöðv-
ast og atvinnuleysi blasir við
FORU STUMENN Framsóknar-
flokksins segja að rekstrargrund-
völlur útflutningsfyrirtækja sé
orðinn það slæmur að hætta sé á
að fiskvinnslufyrirtæki stöðvist
innan skamms, grípi rfldsstjórn-
inn ekki í taumana, og afleiðingin
verði stórfellt atvinnuleysi.
Steingrímur Hermannsson ut-
anrfldsráðherra sagði við upphaf
miðstjómarfundar flokksins I
gær að sú ríkisstjórn sem nú sæti
ætti að geta tekið á þessum mál-
um, og Framsóknarflokkurinn
myndi vinna að þvi af fullkomnum
heilindum.
Á fundinum rakti Steingrímur
Hermannsson með dæmum hvemig
afkoma fyrirtækja hefði versnað
stöðugt síðan í október á síðasta
Halli frystíngar-
innar nálægt 10%
Þj óðhagsstof nun undirbýr greinargerð
í greinargerð sem Þjóð-
hagsstofnun undirbýr fyrir
ríkisstjómina verður fjailað
► um afkomu sjávarútvegsins
sem rekinn er með umtalsverð-
um halla. Að sögn Þórðar Frið-
jónssonar, forstjóra Þjóðhags-
stofnunar, er ekki fráleitt að
halli frystingarinnar nemi ná-
lægt 10 prósentum. „Þær tölur
sem fram koma eru verulega
—^iæmar. Hallinn er sérstaklega
mikill á frystingunni en af-
koma allrar greinarinnar er
mjög erfið. Okkur var falið að
kortleggja vandann og I því
felast ákveðnar ráðleggingar
til ríkisstjórnarinnar,“ sagði
Þórður.
Aðspurður um orsakir fyrir
þessum vanda er væru tíundaðar
í skýrslunni nefndi Þórður vaxandi
kostnað hérlendis umfram hækk-
anir erlendis og lækkandi verð á
helstu útflutningsvörum. Hann
kvaðst ekki vilja ræða um nauðsvn
gengisfellingar á þessu stigi máls-
ins, hún hlyti að skoðast í sam-
hengi við aðrar ráðstafanir.
„Annað er markleysa. Gengis-
felling er aðeins ein af hagstjóm-
artækjunum. Það skiptir útvegs-
menn í raun ekki máli til hvaða
úrræða er gripið ef þau ná tilæt-
luðum árangri," sagði Þórður.
Úttektin á vanda sjávarútvegs-
ins er hluti af víðtækari greinar-
gerð um byggðamál sem ríkis-
stjómin fól Þjóðhagsstofnun að
semja. Samkvæmt áætlun á hún
að berast ráðherrum að viku lið-
inni, um næstu mánáðmót.
ári. Hann sagði að frystingin væri
nú rekin með 10% tapi og saitfísk-
verkun væri að komast niður á núll.
Halldór Ásgrímsson sjávarútvegs-
ráðherra sagði að flestöll fyrirtæki
í fiskvinnslu stæðu frammi fyrir
stöðvun næstu vikumar og ef fisk-
vinnslan stöðvaðist mundi verulegt
atvinnuleysi bresta á sem síðar
mundi leiða til samdráttar tekna
ríkissjóðs svo hann yrði ófær um að
sinna viðfangsefnum sínum. Slíkt
myndi leiða til gjaldþrots fyrirtækja
um land allt og meira atvinnuleysins
en menn hafa kynnst.
Fundarmönnum var tíðrætt um
fjármagnsmarkaðinn og sagði Jón
Helgason landbúnaðaráðherra í því
sambandi að nauðsynlegt væri að
velta um borðum víxlaranna.
Steingrímur Hermannsson sagði að
sjálfstæðismenn hefðu komið í veg
fyrir að lagafrumvarp um fjár-
magnsmarkaðinn hefði náð fram að
ganga. Hann sagðist síðan vera
þeirrar skoðunar að afnema þurfi
allar vísitölur um leið og tækifæri
gæfist.
Halldór Ásgrímsson taldi upp
nokkur atriði sem nauðsynlega
þyrfti að framkvæma. Þar á meðal
þyrfti að skapa útflutningsgreinun-
um rekstrargrundvöll og draga úr
viðskiptahalla. Launastefna yrði að
taka mið af getu útflutningsatvinnu-
vega. Draga þyrfti úr fjárfestingum
og kæmi þar til álita flárfestingar-
skattur, frestun opinberra fjárfest-
inga, sérstaklega þeirra sem byggj-
ast á erlendum lanum og hertar regl-
ur um innlendar lántökur til fjárfest-
inga f atvinnulífinu. Auka þyrfti
jöfnuð í landinu með opinberum að-
gerðum, m.a að breyta jöfnunarsjóði
sveitarfélaga, jafna orkuverð, skatt-
leggja rauntekjur af fjármagsntelq'-
um, flytja þjónustustörf frá höfuð-
borgarsvæðinu út á land til að stuðla
að jafnvægi og herða eftirlit með
fjármagnsmarkaði.
Suðurnes;
Kæran tefur
ekki verkfall
STEFNA Vinnumálasambands
samvinnufélaganna á hendur
Verslunarmannafélags Suður-
nesja vegna meintrar ólöglegrar
verkfallsboðunar verður þingfest
fajá Félagsdómi á þriðjudaginn
klukkan 16. Stefnan mun því ekki
geta komið i veg fyrir að til verk-
'falls VS komi á morgun, mánu-
dag, hafi ekki samist.
Garðar Gíslason, formaður Félags-
dóms, sagði að eftir að málið væri
þingfest gæti VS óskað eftir stuttum
fresti til að taka saman greinargerð
og að þeim fresti liðnum gæti Félags-
dómur tekið afstöðu til afgreiðslu
málsins. Vinnumálasambandið segist
hafa fengið verkfallsboðunina of
seint, en VS segist hafa sent hana
á réttum tíma.