Morgunblaðið - 24.04.1988, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 24.04.1988, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. APRÍL 1988 39 ELDHUSKROKURINN Hollir og góðir drykkir fyrir þau yngri Víta-nýólkurhristingur nefn- ist ný tegund af mjólkurhrist- ingi sem víða er vinsæll hjá foreldrum og börnum. Er drykkurinn lagaður úr ískældri og svalandi mjólk með græn- meti, jurtum, beijum og ávöxt- um. Hann er frábrugðinn öðr- um mjólkurhristingi að því leyti að hann er laus við sykur, ijóm- ais og önnur fitandi efni. í hon- um eru margskonar mjólkuraf- urðir, allt frá nýmjóík yfir í súrmjólk, og drykkurinn er hitaeiningasnauður. Bömum og unglingum veitir ekkert af því að fá vítamínin sem eru í nýja mjólkurhristingnum. En það væri misskilningur að reyna að neyða þau til að drekka víta-mjólkurhristing. Skynsam- legra væri ef foreldramir fengju sér svona drykk og létu bömin sjá að þeim þætti hann mjög góð- ur. Oftast er það svo að börnin og unglingamir vilja fá að smakka á því sem fullorðnum virðist líka vel. Bezt er að nota rafknúinn blandara við að laga mjólkurhrist- ing. Þá er allt sem í hann á að fara sett í blandaraskálina eða glasið og hrært saman í tæpa mínútu. En sé blandarinn ekki til má notast við rifjám, safapressu og handpískara. Hér fara á eftir uppskriftir af nokkmm drykkjum úr mjólk, ávöxtum og grænmeti. Gulrótar-hristingur Þeytið saman einn pela af ískaldri undanrennu og eina með- alstóra, rifna gulrót. Kryddið með hnífsoddi af salti og sítrónusafa eftir smekk. Jurtamjólk Þeytið saman einn pela af létt- mjólk og 2-3 matskeiðar af græn- um fínt-söxuðum kryddjurtum, svo sem dilli, myntu, graslauk o.fl. Bætið út í sítrónusafa eftir smekk og örlitlu af salti og pipar. Rifsberja-hristingnr Þeytið saman 1 dl súrmjólk, 1-2 dl léttmjólk og safa úr hálfri appelsínu. Stráið 2 matskeiðum af rifsbeijum út í og setjið 1-2 ísmola í glasið. Apríkósu-hristingur Þeytið saman eitt lítið glas af apríkósumauki (bamamat) og 2 dl af léttmjólk eða undanrennu með 1-2 ísmolum. Tómata-hristingur Þeytið saman 1 dl af ísköldum tómatsafa og 1 dl af fítusnauðri kotasælu, þynnið með örlitlu af undanrennu. Bragðbætið með sítrónusafa, örlitlu salti og mildu rauðu paprikukryddi. Látum þetta nægja í dag, og verið alveg óhrædd við að prófa drykkina. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu mér hlýhug og vináttu á 80 ára afmœli mínu þann 25. febrúar sl. Bestu óskir um gleöilegt sumar. Sólveig Eyjólfsdóttir, Hafnarfirði. Ég þakka af alhug ykkur öllum, bœði skyldum og vandalausum, fyrir höfðinglegar gjaftr, og þá ekki síst sveitungum mínum fyrir aö halda mér til heiðurs þessa veglegu veislu á 70 ára afmœlinu 31. mars sl. i Aratungu. GuÖ blessi ykkur öll. IngvarR. Ingvarsson, Hvítárbakka, Biskupstungum. Breska þingið: Deilt um styttu af írskum þingmanni St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. NOKKRIR athafnamenn í Dyflinni hafa boðist til að gefa breska þinginu bronsstyttu af írska þingmanninum Charles Stewart Parn- ell, sem átti sæti í neðri málstofu þingsins á seinni hluta síðustu aldar. Boðið hefur vakið deilur meðal þingmanna. Pamell var svarinn andstæðingur yfirráða Englendinga á írlandi. Hann setti sér það markmið að koma óorði á þingið. Hann varð sérfræðingur í fundarsköpum þingsins, og á níunda áratug síðustu aldar beitti hann þeirri kunnáttu sinni til að koma í veg fyrir, að um annað væri fjallað í neðri deildinni en málefni Írlands. Enskir þingmenn töldu einnig, að hann skipulegði hryðjuverk á írlandi. Árið 1876 myrtu írskir hryðjuverkamenn enskan lögreglu- mann í Manchester, er þeir voru að reyna að hjálpa félögum sínum að flýja úr fangejsi. Um þetta atvik sagði Parnell: „Ég vil segja, að ég tel ekki og mun aldrei telja, að morð hafi verið framið í Manchest- er.“ Þessi orð vöktu mikla reiði í þingsölum á sínum tíma. Síðar á ferli sínum — þegar hann taldi möguleika á heimastjóm á írlandi í forsætisráðherratíð Gladstones, leiðtoga Frjálslynda flokksins — varð hann hófsamari og fordæmdi hryðjuverk. Ýmsir þingmenn mótmælenda á Norður-írlandi em æfír vegna þessa boðs. Ian Gow, enskur þingmaður og fyrmm ráðherra, sem sagði af sér vegna samningsins við írsku stjómina um Norður-írland, sagði, að Pamell væri ekki þingmaður, sem minnast ætti í þinginu. John Hume, sem er leiðtogi hófsamra kaþólikka á Norður-írlandi og stakk fyrstur upp á því að setja upp styttu af Parnell, segir, að Pamell hafí haft mikil áhrif á breskt þingræði. Hann vill, að styttan verði í forsal breska þingsins, gegnt Churchill og við hliðina á Attlee. BOSTON FLUGLEIÐIR -fyrirþíg- Aldmöm Si Vandamál þjónustu við aldraða eru margþætt og fara vaxandi, m.a. vegna stöðugt hækkandi meðalaldurs þjóðarinnar. Af þeim málum sem brýnust eru úrlausnar er bygging fleiri hjúkrunarheimila fyrir aldraða, að haida opnum defldum þeirra sjúkrahúsa sem taka við öldruðu fólki til lækninga og endurhæfingar og stórbæta öryggi og þjónustu við þá sem í heimahúsum dvelja. Sjómannadagssamtökin i Reykjavfk og Hafnarfirði, sem minnast 50 ára afmælis síns á þessu ári, hafa lagt drjúgan skerfað mörkum til úrbóta fvandamáium aldraðra, einsog drafnistuheimilin í Reykjavík og fiafnarfirði eru lýsandi dæmi um. Rent skal á að þær eru báðar sannkailaðar „landsstofnartir", þarsem þar dveljástaldraðir ailsstaöar að 1 Mrabústu í •Keykjavik.er uttntð a.ð .e.uciu.rirtJ.tutn,á IrjuKtuuaKieiid.uiii og eudurbyggittgu þyot.biluissxxj samtengingu þess og eldhuss yið hjúkumariie.itnilið'þKjol sem ujó.Lt tnut.i þessarar þjönustu há jtitai.uistu I I1<iinai;ftrói mun ,intian t íðar hetjast bvggiug 2. aíanga ve.rndaðra þjónusfuíbúða. seni er.u 28 Ibud.ir viö flaustahlein. ee. .fU stum þeirra hetur þegat veriö láðsUtaö til eittsLiKlinga ogsamtaKa. kessi hús sem htu lyt.ri yiö Boðahlein ttjo.ta þjóuystu frá Hralfiistu og eru í sa.mbaudi við heimilið dag og nótt vegna öryggis íbúanua. Við sKyndileg veiKindi þeirra, er aKut sjúKtaherbeigi á Hrafivistu til reiðu- Að.ild íbúanna er að ymissi þjói.tustu á Hrafnistu svo sent föndri, sundlaug og annani endurhæiingu sv.o og læKna- og hjuKtunarþjOnusLi tflum stuöninq viö aldmöa. Miöí ú mann fyrirrwem aldmöan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.