Morgunblaðið - 24.04.1988, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 24.04.1988, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. APRÍL 1988 ÞEGARÓTT1NN TEKUR VÖLDIN ir lengur, en þegar hann gerði það, þá voru orð hans reiði blandin. „Eftir allt, sem ég hef orðið fyrir, Guð, má þá ekki láta eitthvað gott koma fyrir mig?“ Samt hugsaði Steve sem svo, að ætti hann eftir að deyja, þá væri bezt að fara heim til Williamson. „Ég taldi, að ég myndi lifa lengur í Williamson. Þar var allt hljóðlátara og rólegra. Ég hélt, að ég myndi verða með fólki, sem mér þótti vænt um og því myndi þykja vænt um mig á móti." Pjölskyldan v Seint í marz sl. ók hann á bíl sínum, sem var af gerðinni Mercury Capri, svo til samfleytt í 20 klukkustundir beint frá Dallas og kom til William- son kl. hálffjögur að nóttu. Það snjóaði þegar hann beygði upp þrönga götuna heim til fjölskyldu sinnar. Alls staðar var slökkt nema þar. Faðir Steves tók á móti honum með tárin í augunum. „Þú lítur vel út,“ sagði hann hughreystandi. En það var svolítið skrítið, sem Steve tók eftir. „Hvar er Karen?“, spurði hann og skimaði eftir þess- ari 17 ára systur sinni, sem var yngst af systkinum hans. „Hún er ekki hér,“ stamaði faðir - hans. Hún hefði ekki afborið að sjá hann deyjandi, stóð í bréfí, sem Karen hafði skrifað honum, svo að hún hafði flutt burt daginn áður. Næsta dag komst Steve að raun um það, að enginn af hinum mörgu ættingjum hans vildi hitta hann nema faðir hans og systur hans aðrar en Karen. Áskoranir o g tilmæli í pósti Ein af frænkum hans, sem bjó ..inum megin við götuna setti upp skilti í kringum hús sitt, þar sem á stóð: „Umferð bönnuð óviðkom- andi.“ Önnur sagði honum, að það yrði ekki hægt að jarða hann við hlið móður hans í ijölskyldugraf- reitnum, þar sem hætta væri á að lík hans ætti eftir að sýkja jarð- vatnið. Enn ein frænkan skipaði honum að halda sig fjarri tvíbura- sonum hennar. „Ég mun ekki gera strákunum þínum neitt rnein," stundi Steve. Þessi frænka sagði honum þá, að krakkarnir í nágrenninu vildu ekki leika sér við drengina hennar, af því að þau væru hrædd við, að þeir rnyndu smita þau af alnæmi. Hún ^afði jafnvel heyrt um undirskrifta- söfnun á meðal foreldra bama í þessum skóla um að láta reka böm hennar úr skólanum. „Mér þykir vænt um þig,“ sagði hún. „En ég er hrædd.“ Liz, 23 ára gömul systir Steves, komst að þeirri niðurstöðu, að fjöl- skyldan þyrfti að verða sér úti um meiri upplýsingar. Hún fékk lánað- ar bækur á héraðsbókasafninu og þar las hún, að fólk gæti ekki smit- ast af alnæmi við snertingu, heldur aðeins með vökva eins og blóði og sæði. En þegar hún reyndi að fræða ættingjana reyndist henni það um megn að bijóta niður þann vegg fordóma, sem sægur af sjónvarps- útsendingum, blaðagreinum og sögusögnum hafði skapað og öll fjölskyldan tók eins og heilagan sannleika um alnæmi. Allir vissu um Rock Hudson og höfðu hlustað á frægt fólk, sem komið hafði fram í sérstökum sjónvarpsútsendingum um alnæmi. „Maður er búin að horfa á allt þetta fólk með þessi einkenni,“ sagði ein frænkan til við- bótar. Samt var það svo, að enginn — jafnvel ekki fínustu sérfræðing- amir í Washington — virtist vita nákvæmlega með hvaða hætti sjúk- ■“dómurinn bærist milli manna. Læknamir höfðu klætt mál sitt orðalagi eins og „eftir því sem vísindin vita bezt“ og „samkvæmt því, sem við þekkjum bezt til.“ En hvemig var þá hægt að vera viss? Liz sakaði ættingjana um að „af- neita" Steve og bauð honum að flytja úr fátæklegum húsvagni föð- Bill Stratton, lögreglustjóri í Delbarton. „Mér fannst ég ekki vera öruggur í sama herbergi og hann.“ ur þeirra í hús það, sem hún og maður hennar höfðu á leigu í Will- iamson, en þar bjuggu þau ásamt tveimur bömum sínum. Hvað Steve áhrærði komu dagar, þar sem hann var frískur með rjóð- ar kinnar, en þess á milli var hann lasinn og þróttlaus og þá haldinn miklu þunglyndi. í apríl fékk hann staðfest í heilsu- gæzlustöðinni í bænum, það sem hann hafði óttazt. Hann var sýktur af alnæmisveirunni og veikin var á fyrsta stigi. Þessar fréttir urðu til þess, að hann leiddist á ný til drykkju. '„Hann var vanur að vera í góðu skapi þegar hann hóf drykkj- una,“ sagði Joan, enn ein frænkan. „Enn síðan tók hann að gráta og sagði: Ég veit, að ég mun deyja." Það var eitt slíkt kvöld snemma í maí, eftir að Steve hafði tæmt nokkur glös, að hann ákvað að fara í ökuferð um miðnættið og keyra bugðóttan veginn framhjá litlu þorpi í nágrenninu, sem heitir Del- barton. Lögreg’lan Ron Lovins, lögreglumaður í Delbarton, var á eftirlitsferð í hin- um eina bíl lögreglunnar þar, er hann kom auga á gulan bíl á mikl- um hraða. .Það liðu þó ekki nema fáeinar mínútur unz Lovins ók bílinn uppi og handtók ökumanninn fyrir ölvunarakstur. „Lögregluþjónn. Ég held þú verð- ir að fá að vita svolítið," sagði ungi maðurinn, sem Lovins hafði stöðv- að. „Hvað er það?“ Lovins hafði ver- ið lögregluþjónn í Delbarton í þijú ár. A þeim tíma hafði hann heyrt margs konar skýringar hjá drukkn- um ökumönnum, sem reyndu að komast hjá þeirri sólarhringsvist í fangelsi, sem fyrirskipuð er í Vest- ur-Virginíu við ölvunarakstri. Nú bjóst hann við að heyra enn eina slíka sögu til viðbótar. „Læknisskoðun hefur leitt í Ijós, að ég er með alnæmi." Klukkustundu síðar skýrði Lov- ins fangelsisvörðunum í Williamson frá því, að maðurinn, sem þeir voru í þann mund að setja inn, hefði sagzt vera sjúkur af alnæmi. Þeir hrukku við skelfingu lostnir. „Þú ert að grínast," hrópaði einn þeirra. Eftir mikið japl, jaml og fuður ákváðu fangelsisverðimir að flytja hina fangana í aðra klefa en setja Steve Forrest einan sér í klefa. í varúðarskyni tóku þeir burt dýnuna úr rúmi hans. Það kom alveg jafn mikið fát á Jolly Smith, lögreglustjóra í Will- iamson, þegar hann heyrði um þetta næsta dag. Hann hafði heyrt og séð svo margt um alnæmi í sjónvarp- inu, að hann vissi ekki hveiju skyldi trúa. Hann ákvað samt í öryggis- skyni, að þeir 10 lögreglumenn, sem voru undir hans stjóm, skyldu nota gúmmíhanska og bera grímur fyrir vitunum. Bill Stratton, lögreglustjóri í Delbarton, var ekki heldur ánægður með það er hann þurfti að flytja Steve Forrest til yfírheyrslu hjá lög- reglunni. Stratton, sem sjálfur er sannfærður um, að kynvillingar séu „sjúkir", gætti þess vandlega að hvorki handjáma né snerta kærða. Þegar hann afhenti Steve sakadóm- aranum í Delbarton, Jay J. Collins, þá fannst honum hann „ekki vera ömggur á meðan hann var í sama herbergi og Steve Forrest". Collins dómari hafði aldrei haft mál af þessu tagi til meðferðar og hafði því samband við yfírmann sinn, Spike Maynard, sem ákvað að láta Steve strax lausan. Dag- blaðið í Williamson skýrði frá þessu á forsíðu, en notaði aðeins upphafs- stafí kærða í frásögn sinni. Samt vissu auðvitað allir bæjarbúar hver hann var. Síðan byijaði allt slúðrið. Fólk tók að hringja án þess að segja til nafns, hvort heldur í lögreglustjór- ann, bæjarstjórann eða ritstjóra bæjarblaðsins í Williamson og segja frá furðulegum atvikum, sem snertu „alnæmissjúklinginn“, þar á meðal hvemig hann af ásettu ráði væri að reyna að sýkja allt bæjarfé- lagið. Nokkrar af furðulegustu sögunum áttu að hafa gerzt á McDonalds-skyndibitastað í ná- grenninu. Einhvem tímann um miðjan maí tók gestum mjög að fækka á þess- um skyndibitastað, þar sem aðsókn hafði fram að því verið mjög góð. Jafnvel menn, sem þangað höfðu komið um langt skeið til að drekka morgunkaffíð, sáust þar ekki leng- ur. Síðan tóku símhringingamar við, stundum 10-15 á dag. „Við fengum þær fréttir, að alnæmis- sjúklingurinn ynni þar.“ Stundum sögðu þeir, sem hrindu, til nafns. I önnur skipti æptu þeir bara slúðrið í símann áður en þeir skelltu sím- tólinu á. Barbara Lowe var í hópi þeirra, sem unnu þama. Hún hafði aldrei séð Steve Forrest. Nú stóð hún sjálfa sig að því að njósna um gesti sína og spyija sjálfa sig:„Skyldi þetta vera hann?“ Lowe, sem var með bami, hafði áhyggjur af fram- tíð hins ófædda afkvæmis. Eftir að hafa skyggnzt um á meðal gestanna var hún vön að fara afsíðis á veit- ingastaðnum til þess að þvo sér um hendumar. Mintie Blackbum, sem var kona á sjötugsaldri, ákvað að taka málið í sínar hendur. „Til minna kæru vina í Pike, Mingo og annars staðar í nágrenninu," sagði í bréfí Mintie, sem birtist í bæjarblaðinu. „Ég fyllt- ist hryggð er ég heyrði þá sögu, að einhver, sem starfaði við McDon- alds-skyndibitastaðinn væri með alnæmi. En kæru vinir, þessu er ekki þannig farið. Enginn með al- næmi vinnur þar né hefur nokkru sinni unnið þar. Ég hef sjálf unnið við þennan skyndibitastað frá því á árinu 1985, svo að ég veit hvað ég er að segja. Forðist því ekki staðinn af ótta við alnæmi, heldur haldið áfram að líta inn til okkar." En sögumar héldu áfram að breiðast út og nú til annarra mat- sölustaða meðfram þjóðveginum og áfram til stórmarkaða í nágrenninu. Einn morguninn, þegar Jack Black- bum, verzlunarstjóri í einni stærstu matvöruverzluninni, var að byija sína fyrstu eftirlitsferð um verzlun- ina gekk til hans ungur, ljóshærður maður og kvaðst vilja fá að tala við hann einslega. „Ég heyrði það, að þú hygðist senda lögregluna á mig,“ sagði ungi maðurinn, sem var enginn annar en Steve Forrest. „Fyrir hvað,“ spurði Blackbum, sem hafði aldrei séð hann áður. „Fyrir að hafa þennan sjúkdóm, alnæmi." Síðan skýrði Steve frá því, að einhveijir, ef til vill hans eigin ættingjar, hefðu ranglega sakað hann um að sleikja matvör- ur, sem voru til sölu í verzluninni. Blackbum hafði heyrt þessar sögur, en af 14 ára reynslu sem verzlunarstjóri í þessum stórmark- aði vissi hann, að hann myndi ekki gera annað ef hann hlypi eftir öllum þeim sögum, sem bomar voru á borð fyrir hann. „Þú hefur ekki gert neitt af þér til þess að kæra þig fyrir," sagði hann við Steve. „Þú yrðir að bijóta lögin til þess að við fæmm að gera eitthvað." Þeir röbbuðu saman svolitla stund. Síðan kvaddi Blackbum hann og sneri sér að starfi sínu. En Blackbum, sem er kirkjurækinn maður, trúir því, að alnæmi sé sönn- un um vanþóknun Guðs á kynvill- ingum. Engu að síður fann Blackbum til samúðar með Steve er hann horfði á þennan unga mann ganga fram hjá búðarkörfunum og út um dymar. Bæj arstj órinn Þegar kom fram á mitt sumar varð það sífellt meiri og meiri örð- ugleikum háð fyrir Steve að fara úr húsi. Á ölkrám stóð fólk upp og skipti um sæti til að forðast hann. Þá sjaldan, sem hann vogaði sér að leggja leið sína á skyndibita- staði, reyndi hann að komast hjá því að til hans sæist með því að aka upp að afgreiðslulúgum, þar sem þær voru fyrir hendi. Sjálfur sat hann í baksæti bflsins, en lét einhvem annan úr hópi sinna nán- ustu aka bflnum. Einn heitan dag í júlí taldi Liz, systir Steves, hann á að koma með henni, manni hennar og bömum í sund í sundlaug bæjarins. Þau breiddu út strandhandklæði og stukku síðan út í sundlaugina, en uppgötvuðu þá, að eithvað var ekki eins og það átti að vera. „Það er eitthvað að,“ hvíslaði systir Steves, þegar þau sáu á eftir yfírverðinum inn í sundlaugarhúsið. Ekki voru liðnar nema nokkrar mínútur unz allar símalínur voru hvítglóandi alls staðar í bænum. Framhaldsskólakennarinn Dick Roddy, sem var jafnframt sund- laugarforstjóri, var að mála anddyr- ið á húsi sínu þegar síminn hringdi. Roddy hlustaði af athygli, en hringdi síðan í Sam Kapourales, bæjarstjóra, sem var önnum kafínn við að afgreiða lyf í lyQaverzlun bæjarins. „Alnæmissjúklingurinn er í sund- lauginni," sagði Roddy. „Hvað á ég að gera?“ Kapourales er 52 ára viðfelldinn maður. Auk þess að vera bæjar- stjóri er hann lyfsalinn í bænum. Hann hafði ekki þurft að ráða fram úr neinum teljandi vandræðum þau tæpu 8 ár, sem hann hafði gegnt embætti bæjarstjóra. Fyrir utan flóðin, sem komu á hveiju ári, var það erfíðasta viðfangsefni hans hvemig losna mætti við sorpið í bænum. Hann hafði þó líka heyrt þær kviksögur, sem voru á kreiki. Hann hafði meira að segja heyrt, , að „alnæmissjúklingurinn" væri með opin sár, sem blæddi úr. Enda þótt hann vildi umfram allt koma í veg fyrir alla skyndihræðslu hjá almenningi varð samt að hyggja að því m. a., að það voru böm í sundlauginni. „Segðu fólki, að það sé einhver bilun í tækjabúnaðinum," sagði Kapourales. „Láttu síðan loka sund- lauginni með hægð.“ Ákvörðun Kapourales varð til þess að koma af stað heitum um- ræðum alls staðar í ríkinu á næstu dögum. Heilbrigðisyfírvöld héldu því fram, að hann hefði „gengið of langt í aðgerðum sínum“ og sem lyfjafræðingur hefði hann átt að vita það, að alnæmi berst ekki á milli fólks við venjulega snertingu og að klór í sundlaug drepur veir- una. Blaðið Charleston Gazette sagði hann „fáfróðan" og ýms utan- bæjarblöð og útvarpsstöðvar lýstu bæjarbúum í heild sem „fáfróðum sveitamönnum". Það var þó útilokað fyrir Kapo- urales að hafa hugboð um þær deilur, sem í vændum vora, er hann gaf fyrirmæli um að láta skrúbba alla laugina hátt og lágt. Áður en hún var opnuð á ný vora verka- menn fengnir til þess að hreinsa dýfíngabrettið, gangbrautimar, stólana og klefaherbergið og sagt að nota 12 til 16 sinnum meira magn af klór en venjulegt er. Morguninn eftir kom Kapourales kl. 7 í lyfjaverzlunina eins og venju- lega, en í stað þess að taka til við að afgreiða lyfjapantanir gekk hann þvert yfír götuna til þess að hitta Wally Warden, ritstjóra bæjarblaðs- ins Williamson Daily News. Ritstjórinn Warden var að drekka aðra flösku sína af Diet 7Up þennan morgun er bæjarstjórinn kom. Hann varð ekki hissa við komu Kapoura- les, því að bæjarstjórinn var vanur að koma á morgnana til þess að spjalla við hann. Að þessu sinni var þó enginn tími til þess að rabba saman, því að bæjarstjórinn sagði umbúðalaust: „Ég lét loka sund- lauginni. Erað þið famir að skrifa eitthvað um það?“ Á meðan Warden, sem búið hafði í Williamson mestan hluta ævinnar, hlustaði á Kapourales lýsa því, sem gerzt hafði við sundlaugina, hugs- aði hann með sjálfum sér: „Fólk á eftir að ganga af göflunum." Rit- stjórinn vissi sem var, að bæjarbúar áttu nógu erfítt með að sætta sig við kynnvillinga og enn ver við þann banvæna sjúkdóm, sem sumir þeirra vora haldnir. Hann varð að gæta þess vandlega að vekja ekki upp almennt móðufsýkisæði. Þegar bæjarstjórinn hafði lokið frásögn sinni sneri Warden sér að blaðamanninum Cindy Walters, sem einnig hafði hlýtt á Kapourales og sagði: „Skrifa þú um málið.“ Tveimur tímum seinna, þegar frá- sögn hennar var tilbúin, gekk hann rækilega úr skugga um, að hvergi væri minnzt á nafn alnæmissjúkl- ingsins („Ég sá engan tilgang í því“) og jafnframt, að getið væri þess álits bandarískra heilbrigðis- yfírvalda, að alnæmi gæti ekki smitazt við „venjulega, almenna snertingu" eða í sundlaugum. En þrátt fyrir þessar aðvaranir vissi Warden nákvæmlega hvar hann myndi birta fréttina: Efst á forsíð- unnni með fyrirsögn á 60 punkta letri yfír þvera síðuna. Eftir það átti hvert einasta meiri háttar blað og sjónvarpsstöð í Vest- ur-Virginíu — og í Bandaríkjunum öllum — eftir að segja frá frétt- inni. Blað Wardens sjálfs flutti næstum daglega í heila viku fréttir og frásagnir af atburðinum, þar á meðal grein eftir ritstjórann sjálfan,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.