Morgunblaðið - 24.04.1988, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 24.04.1988, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. APRÍL 1988 ' 21 Selurinn hefur manns- augu í Keflavík Sigurður Eyberg Jóhannesson og Magnús Sigurðsson í hlutverk- um sínum. Myndin er tekin á æfingu. Leiklist Hávar Sigurjónsson Vox Arena, Leikklúbbur nem- endafélags Fjölbrautaskóla Suðurnesja sýnir: Selurinn hefur mannsaugu eft- ir Birgi Sigurðsson Leikstjóri: Grétar Skúlason Það er alltaf ánægjulegt þeg- ar leikhópur á borð við Vox Arena tekur sér fyrir hendur að sviðsetja og flytja leikrit af alvarlegra taginu, spreyta sig á einhverju sem þarf átök við; vera óhrædd við að gera mistök í stað þess að skýla sér á bak við það öryggi sem óneitanlega felst í þvi að sviðsetja farsa eða gamanleik. Selurinn hefur mannsaugu er ekki auðvelt verk í flutningi og gildir þá einu hvort um er að ræða ungt áhugafólk eða þaulvana atvinnumenn. Leikrit Birgis Sigurðssonar er slungið verk, virðist raunsætt en hleypur út undan sér í ljóðrænum hugleiðingum sem fléttast saman við söguþráð verksins; veitir því myndræna dýpt en gerir það jafn- framt erfiðara í flutningi en ella. Hættan er sú að ljóðrænan verði vandræðaleg og raunsæið hjákát- legt. Hvorutveggja á sér stað í sýningu Vox Arena, nákvæmnina skortir til að skila raunsæinu alla leið og öryggið vantar til að hitt komist í áfangastað af fullum krafti. Þetta segir þó engan veg- inn alla söguna, því gildi þessarar sýningar felst ekki í þvi hversu nálægt flytjendur komast hugsan- lega gallalausum flutningi at- vinnuleikara. Gildið felst í því að þarna hefur hópur ungmenna eytt tíma sínum og kröftum í heila tvo mánuði í verðugt verkefni svo skilningur þeirra á sjálfum sér, samborgurum og þjóðfélagi hefur væntanlega aukist til muna; og auðvitað er margt gott í þessari sýningu að fínna, svo gott að það gerir meira en að réttlæta flutn- inginn. Frammistaða leikenda er mis- jöfn en Guðmundur Brynjólfsson í hlutverki Hans hefur náð áber- andi góðum tökum á þeirri per- sónu. Hann er sannfærandi og hefur greinilega velt fyrir sér smáatriðum í leik sínum, sem svo oft gera gæfumuninn. Kristín Gerður Guðmundsdóttir á einnig hrós skilið fyrir leik sinn í hlut- verki Hönnu. Kristín leikur þetta hlutverk af öryggi og fatast hvergi, þó ekki sé hægt að ætlast til þess að dýpt og sálarflækjur persónunnar skili sér til fullnustu. Bjami Gunnarsson í hlutverki Gamla vakti athygli mína fyrir skýra og góða framsögn. I þeim efnum var víða pottur brotinn eins og oft vill reyndar brenna við. Sigurður Eyberg Jóhannesson og Magnús Sigurðsson náðu góðu sambandi sín á milli og það skil- aði sér, Sigurður gerði einnig vel í samskiptum Dengsa við Systu. Leikstjóri þessarar sýningar Grétar Skúlason er nýlega útskrif- aður leikari og hefur ekki leik- stýrt áður mér vitanlega. Þess sér greinilega merki og hefðu stað- setningar leikenda að ósekju mátt vera betur hugsaðar á stundum. Grétar hefði einnig mátt leggja meiri áherslu á skýra framsögn leikenda og stýra þeim betur í gegnum hina ljöðrænu kafla text- ans. Skiptingar á milli atriða eru einnig langar og þunglamalegar og veldur þar fyrst og fremst mikil áhersla á raunsætt útlit at- riðanna. Er spuming hvort ekki hefði mátt einfalda og fara stílfærðari leið að þessari upp- færslu. Grétari hefur þó tekist það sem engan veginn er sjálfsagður hlutur með þennan efnivið í hönd- unum; að koma meginþáttum verksins til skila þannig að þeir sem ekki hafa átt þess kost að sjá Selurinn hefur mannsaugu ættu að grípa tækifærið og kjmn- ast þessu verki í meðfömm Vox Arena í Félagsbíói í Keflavík. Athugasemd frá Glitni: Ekki heimilt að fjár- magna fólksbifreið- ir með erlendu lánsfé Norrænir óperustjórar funda á Hótel Sögu. Morgunbiaaia/Emiiia Norrænir óperustj* ór- ar funda á Islandi Óperu- og ballettstjórar frá öllum Norðurlöndum hafa fund- að hér í Reykjavík nú um helg- ina. Um er að ræða árlegan fund þessara aðila en þetta er í fyrsta sinn sem fundurinn er haldinn hér á landi. Garðar Cortes ópemstjóri sagði í samtali við Morgunblaðið að fund- ir sem þessi hefðu verið árlegur viðburður frá því árið 1961. Þetta væri hinsvegar í annað skiptið sem íslenska óperan ætti fulltrúa á fundinum. Islenski dansflokkurinn á í fyrsta skipti fulltrúa á fundinum í ár. „Á þessum fundi em 24 fulltrú- ar frá 11 óperuhúsum á Norður- löndunum. Á fundinum í fyrra bauð ég í nafni íslensku ópemnnar að fundurinn í ár skyldi haldinn héma á íslandi. Reyndar var komið að Dönum að halda fundinn en þeir sýndu okkur þann velvilja og sam- stöðu að gefa fundarhaldið eftir. Við vonumst til að með því að halda fundinn héma náum við athygli stjómvalda og getum beint sjónum þeirra meira að Islensku ópemnni en til þessa. Á þessum fundi em fyrst og fremst rædd atriði er snerta rekstur ópemhúsa og ballettflokka. Við höfum t.d. rætt launamál söngvara, dansara og kóra. Það er að vísu erfitt að samræma þessa hluti, því laun em einstaklings- bundin oft á tíðum, en það er engu að síður mjög gagnlegt að bera Garðar Cortes óperustjóri. saman bækur sínar við starfs- bræður í nágrannalöndunum. Þá hefur einnig verið rætt um sameig- inlega smíði og rekstur á ópem- skipi, sem myndi þá sigla höfn úr höfti á Norðurlöndunum. Mér er ekki kunnugt um slíkt ópemskip annars staðar en fljótandi leikhús og spilavíti eru vel þekkt fyrirbæri. Þá verður einnig rætt um hvemig ópemhúsin eiga að bregðast við eyðni og til hvaða ráðstafana eigi að grípa. Þetta vandamál hefur ekki snert okkur en margir hafa af þessu vemlegar áhyggjur í ná- grannalöndunum. Gildi þessa fundar hér fyrir ís- lensku ópemna er ótvírætt. Á fund- inum em fulltrúar ellefu ópemhúsa á Norðurlöndunum. íslenska óperan er hið eina af þeim sem ekki er ríkis- rekið. Þetta er að sjálfsögðu mikið jafnréttismál fyrir okkur. Þegar ég nefhdi launatölur sem tíðkast hér hjá okkur þá setti hina fulltrúana fyrst hljóða en síðan skelltu þeir upp úr. Þeir trúa reyndar ekki eig- in eymm að það sé hægt að reka ópemhús án stuðnings opinberra aðila," sagði Garðar Cortes ópem- stjóri. Að loknum fundi á föstudag fóm fulltrúar í stutta ferð til Þingvalla en síðan var ætlunin að skoða ís- lensku ópemna og kynnast aðstöð- unni í þessu minnsta ópemhúsi í heimi. Áð því loknu var fundargest- um boðið að fylgjast með sýningu íslensku ópemnnar á Don Giovanni eftir Mozart. Á laugardag að lokn- um fundi var dagskráin á þá leið að forseti íslands, frú Vigdís Finn- bogadóttir, bauð hópnum í móttöku til Bessastaða. Að þvi loknu var snæddur kvöldverður í ráðherrabú- staðnum í boði menntamálaráð- herra, Birgis ísleifs Gunnarssonar. Norrænu óperustjóramir halda flestir utan aftur í dag, sunnudag. Fjármögnunarfyrirtækið Glitnir hefur sent Morgunblað- inu eftirfarandi athugasemd til birtingar: I frétt á viðskiptasíðu Morgun- blaðsins síðastliðinn fimmtudag er greint frá athugun viðskipta- ráðuneytisins á þætti fjármögnun- arleigufyrirtækja í innstreymi á erlendu lánsfé og fyrirsjáanlegum stórfelldum viðskiptahalla. Meðal annars mun athyglin beinast að hlut þessara fyrirtækja í miklum bflainnflutningi undanfarin miss- eri. Af þessu tilefni er rétt að eftir- farandi komi fram: Viðskiptaráðuneytið ákveður með auglýsingu hvaða vélar og tæki heimilt er að fjármagna með erlendu lánsfé. Þessi auglýsing var fyrst birt 6. maí 1986 en hef- ur verið endurútgefin þrisvar sinn- um síðan. Fólksbifreiðir, jeppar og sendibifreiðir með burðargetu undir 3 tonnum hafa ekki verið á listanum yfír þau tæki sem heim- ilt er að Qármagna með erlendu lánsfé. Samningar um slíkar bif- reiðir eru því eingöngu í íslenskum krónum. Fjármögnun samning- anna fer þannig fram að seld eru skuldabréf á almennum markaði hér innanlands. Gjaldeyriseftirlit Seðlabankans fylgist með að ákvæðum auglýsingarinnar sé fylgt. Eftirlitð fær afrit af öllum samningum sem gerðir eru af §ár- mögnunarfélögunum. Þess ber að geta að heimilt er samkvæmt auglýsingunni að fjár- magna stórar bifreiðir s.s. vörubif- reiðir, vörúflutningabifreiðir og langferðabifreiðir með erlendu lánsfé nú að hámarki 70%. Slíkt tíðkaðist einnig áður en fjármögn- unarfélögin komu til sögunnar. Samkvæmt fréttinni hafa 3% af nýskráðum bifreiðum frá ára- mótum verið fjármagnaðar með kaup- eða íjármögnunarleigu. Hið lága hlutfall styður ekki beint þá kenningu að starfsemi fyrirtækj- anna hafí leitt af sér mikinn bif- reiðainnflutning. Samkvæmt bráðabirgðatölum frá Seðlabanka íslands jukust er- lend lán fjármögnunarfyrirtækj- anna um 55 milljónir króna fyrstu 2 mánuði þessa árs, en ný lán þjóðarbúsins námu á sama tíma 1.700 milljónum króna. Ný lán fjármögnunarfyrirtækjanna nema því um 3% af samtölu nýrra lána á þessu tímabili. Ljóst er að veruleg umskipti hafa orðið frá fyrra ári. Eftirspum eftir fjármögnun véla og tækja hjá félögunum er minni í ár en í fyrra. Heimilað fjármögnunar- hlutfall með erlendu lánsfé hefur verið lækkað þannig að þörfin fyrir erlent fé er minni nú en í fyrra. Áhrifa endurgreiðslna fer að gæta á þessu ári sem einnig dregur úr raunaukningu erlendra skulda vegna þessarar starfsemi. í fréttinni kemur fram sú skoð- un að ef til vill hafi miklar fjárfest- ingar atvinnufyrirtækja leitt til þess að rekstrarfjárþarfír þeirra hafi setið á hakanum. Ljóst er að tilkoma § ármögnunarfyrirtækj - anna hefur gefið atvinnufyrir- tækjum aukið svigrúm til fjár- mögnunar á rekstrarfé. Fjár- mögnunarfyrirtækin lána venju- lega að fullu fyrir andvirði véla og tækja. Fyrirtæki þurfa því ekki að ganga á rekstrarfé sitt til að fjámagna fjárfestingar. Fyrir- greiðsla banka til fyrirtækja nýtist nú betur en áður til að mæta rekstraifyárþörfinni þar sem ekki er nauðsynlegt að nýta hana til að fjármagna vélar og tæki eins og áður tíðkaðist.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.