Morgunblaðið - 24.04.1988, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 24.04.1988, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. APRÍL 1988 6*^ Khalil al-Wazir, öðru nafni Abu Jihad, í pílagrimsferð i Mecca: vel látinn i PLO. „Auga fyrir auga ...“ PLO hefur áður orðið fyrir ísra- elskri árás í Túnisborg, þar sem aðalstöðvar samtakanna eru nú. í október 1986 gerðu ísraelsmenn loftárás á aðalstöðvamar til að hefna morðs á þremur ísraelskum borgurum um borð í snekkju undan strönd Kýpur og rúmlega 20 Pal- estínumenn féliu. Segja má að ísraelsmenn hafi haft málshátt biblíunnar „auga fyr- ir auga, tönn fyrir tönn“ að leiðar- ljósi síðan palestínskir skæruliðar myrtu 11 ísraelska íþróttamenn á Ólympíuleikunum í Miinchen 1972. Víðtæk leit að tilræðismönnunum náði hámarki þegar yfirmaður leyniþjónustu PLÓ, Ali Hassan Sal- ameh, var myrtur með bílsprengju í Beirút í janúar 1979. Palestínskir skæruliðar hafa aldrei gert eins umfangsmikla árás á ísraelska borgara og í Munchen, þótt þeir hafi einnig ráðizt á ísraelsk sendi- ráð, ísraelskar flugvélar o.fl. Á ár- unum 1968-1986 féllu 392 gyðing- ar í árásum Palestínumanna í ísra- el og rúmlega 70 í öðrum löndum. Víðtækustu aðgerðir ísraels- manna gegn palestínskum útsend- urum fóru fram um miðjan síðasta áratug og fjallað hefur verið um nokkrar þeirra í kvikmyndum og bókum, m.a. The Little Drummer Girl eftir John Le Carré. Meðal þeirra sem hafa fallið eru Wadal Abdel Zwaiter (Róm), Mahmoud Hamchari (París), Ghassan Kana- fani (Beirút), Abdel Haddi Nakka (Róm) Abdel Hamid Chibi (Róm), Mohammed Boudia (París), Zaid Muchasi (Kýpur) og Basil al-Kuba- isi (París). Nokkrir valdamiklir skæruliðaleiðtogar hafa komizt lífs af, þeirra á meðal Abu Daoud og Abu Sharif. Daoud skipuiagði árás- ina í Miinchen og særðist á hóteli í Varsjá 1981. Bassam, sem nú er talsmaður Arafats, missti annað augað og nokkra fingur í Beirút 1972. Nokkrir foringjar PLO hafa beðið bana í innbyrðis væringum, þeirra á meðal fulltrúar PLO í París og London, Ezzedine Kallak og Said Hammami. Issam Sartawi féll fyrir kúlum útsendara Abu Nidals á fundi Alþjóðasambands jafiiaðarmanna í Lissabon. ísraelsmenn hafa einnig misst erindreka í leynilegum að- gerðum og heill flokkur ísraelskra árásarmanna var handtekinn í Nor- egi þegar Marrokkómaður nokkur hafði verið drepinn „af misgáningi". Blóðugur ferill Sjálfur var Abu Jihad, sem var 53 ára gamall þegar hann var veg- inn í Túnisborg, eitt helzta skot- mark ísraelsmanna, sem sökuðu hann um að hafa skipulagt tugi blóðugra árása Palestínumanna innan ísraels. Nokkrar misheppnað- ar tilraunir höfðu verið gerðar til að ráða hann af dögum, m.a. í Líbanon 1978 og 1982 og í Teheran 1980. Börn Abu Jihads (Iman, Hanan og Basem): „Enn ákveðnari en áður.“ Sumir leiðtogar Israelsmanna fögnuðu dauða Abu Jihads. Ariel Sharon viðskiptaráðherra sagði að „hendur fárra manna væru ataðar blóði eins margra gyðinga" og kvaðst styðja útrýmingu fleiri skæruliðaleiðtoga. Shamir hefur ekkert sagt, nema hvað að hann hefur neitað því að hafa þakkað mönnunum, sem tóku þátt í árás- inni. Eini ísraelski ráðamaðurinn, sem hefur lýst sig andvígan morð- inu, er Ezer Weizman, sem teiur að það geti leitt til aukinna árása Palestfnumanna. Fögnuður í ísrael Þótt stjórnin þegi þunnu hljóði eru flestir ísraelsmenn sannfærðir um að Mossad hafi myrt Abu Jihad og fagna dauða þess manns, sem þeir töldu bera ábyrgð á einhveijum blóðugustu árásum skæruliða á ísrael frá upphafi. Slíka gleðifrétt virtust þeir einmitt þurfa á 40 ára afmæli fsraelsríkis, sem var r fimmtudaginn. „Þetta eru beztu fréttir, sem við höfum fengið lengi,“ sagði gömul kona í Haifa. „Það er ekki annað hægt en að dást að þessu," sagði ritari í Tel Aviv. „Þetta kennir þeim að þeir eru hvergi óhultir fyrir okkur.“ „Hverjir aðrir hefðu getað þetta og komizt upp með það?“ spurði rafeindafræð- ingur í Tel Aviv. En hafi ísraelsmenn myrt Abu Jihad í von um að geta kveðið nið- ur uppreisn Palestínumanna hefur sú von trúlega verið byggð á mis- skilningi. Dauði hans hefur magnað ólguna á herteknu svæðunum og kann að leiða til þess að Arafat og Hafez Assad Sýrlandsforseta sættW't' ist eftir margra ára misklíð. Auknar líkur eru á því að sundurleit hreyf- ing Patestínumanna sameinist á ný undir forystu Arafats og morðið kann því að efla PLO i stað þes.-s að veikja samtökin. Ef sættir takast gæti PLO e.t.v. flutt starfsemi sína til Sýrlands, þar sem auðveldara yrði að stjóma bar- áttu hreyfingarinnar en frá Túnis. Þess ber þó að gæta að margir búast ekki við róttækum breyting- um og eru vantrúaðir á að PLO og Assad forseti geti náð samkomu- lagi. I Washington er það talið áfall fyrir friðartilraunir George Shultz utanríkisráðherra að ísraelsmenn eru sakaðir um að hafa staðið á bak við árásina á Abu Jihad. „Þetta markar þáttaskil, þetta er stríðsyfirlýsing af hálfu ísraels," segir sérfræðingur Brookings- stofnunarinnar, William Quandt. „Vandséð er hvort PLO getur yfir- leitt tekið þátt í stjómmálaþróun- inni, en kannski vilja ísraelsmenn það.“ Ónefndur embættismaður tel- ur að hafi einhver möguleiki verið á sáttum hafí árásin í Túnis torveld- að samninga um friðsamlega lausn og gert deiluaðila harðari í afstöðu sinni. Fjandskapur deiluaðila mun aukast og erfiðara verður fyrir Shultz að fá Palestínumenn til að samþykkja friðaráætlun Banda- ríkjastjómar. Um leið er búizt við aukinni hörku á báða bóga á her- teknu svæðunum. GH Abu Jihad, Intisar kona hans, dóttirin Eman og sonurinn Basem (t.h.): „Við munum hefna hans ...“ ið.„Hvað ætlarðu að gera, ef ég verð píslarvottur?" Hún kvaðst ekki hafa séð hann síðustu sex æviár hans. „Hann skipti oft um dvalar- stað og hafði lítinn tíma til að hitta okkur," sagði hún. Ungur sonur Abu Jihads sagði þegar hann kom til Damaskus til að vera við útförina, sem rúmlega hálf milljón Palestínumanna sótti: „Við erum ennþá ákveðnari en áður að beijast fyrir frelsun allrar Pal- estínu." Kona hans sagði: „Abu Ji- had dó ekki. Hann lifir enn í hjört- um allra Palestínumanna og ann- arra Araba. Ég er viss um að Mossad drap eiginmann minn og ---------------------------------------------- við munum hefna hans ...“ Lík Abu Jihads flutt frá Túnis: „Við fyrirgefum þetta aldrei.“ Dauði Abu Jihads er mikið áfall Hann var kaupmannssonur frá Ramleh skammt frá Tel Aviv og hafði tekið þátt í baráttu Palestínu- manna frá byijun. Fjölskylda hans var flæmd frá heimili sínu og leit- aði hælis í fátækrahverfum Gaza, þar sem stjómmálaskoðanir hans mótuðust og hann vann fyrir sér sem götusali og síðar sem kennari. Hann fór f útlegð ásamt fjölskyldu sinni skömmu eftir stofnun Isra- elsríkis fyrir réttum 40 árum og kynntist Yasser Arafat í háskólan- um í Kafró 1951. Hann var þá þeg- ar tekinn til við að skipuleggja árás- ir palestínskra skæruliða að baki ísraelsku víglínunnar og 18 ára gamall stofnaði hann Fatah-hreyf- inguna ásamt Arafat. Egyptar ráku Abu Jihad úr landi vegna skæruliðastarfsemi hans og hann fór til Saudi-Arabíu, þar sem stundaði kennslu, og síðan til Kuwait. Seinna varð hann sátta- semjari og erindreki PLO, vopna- kaupandi, hermálasérfræðingur og loks æðsti herforingi samtakanna og hægri hönd Arafats. Hann bjó lengi f Amman, en var rekinn þaðan og var einnig rekinn frá Sýrlandi ásamt Arafat í júní 1983, þegar Abu Musa ofursti gerði uppreisn gegn yfirstjórn PLO með stuðningi Sýrlendinga. Abu Jihad kvæntist frænku sinni, Intissar („Emrnu") Jihad, sem er einn af leiðtogum PLO. Hún er formaður nefndar, sem hjálpar að- standendum palestínskra „píslar- votta“ og fanga á herteknu svæðun- um og á sæti í byltingarráði Fatah. Abu Jihad kallaði hana alltaf „sam- heija“ sinn. Hann sagði stundum frá því að þau hefðu orðið ást- fangin þegar hún smyglaði vopnum fyrir hann á árunum 1960- 1970. Arabískar konur þrátta við ísraelska hermenn í Gaza: dauði Abu Jihads magnaði ólguna. Þegar Abo Jihad og Arafat sátu í fangelsi um tíma í Sýrlandi var hún f raun æðsti herforingi PLO. „Fyrirgefum aldrei...“ Fáir leiðtogar Palestínumanna nutu eins mikilla vinsælda og Abu Jihad, sem þótti „hógvær og skap- góður, en engu að síður staðfastur þjóðemissinni" og naut virðingar fyrir að „vilja láta verkin tala og hafa óbeit á óþarfa málalenging- um“. Arafat átti fullt f fangi með að hemja tilfinningar sfnar þegar honum var sagt frá láti vinar síns í Bahrain, þar sem hann var á ferða- lagi, og ungur liðsmaður PLO í Túnisborg sagði: „Abu Jihad var enginn venjulegur maður — hann var palestínska þjóðin. Við fyrirgef- um þetta aldrei." Foreldrar Abu Jihads, sem hafa búið í Damaskus í 14 ár, sögðu að hann hefði viljáð deyja pfslarvættis- dauða. „Khalil sagði stundum við mig: einn góðan veðurdag færðu fréttir um að ég hafi verið drep- inn,“ sagði móðir hans eftir morð- fyrir PLO vegna reynslu hans og hæfileika. Flestir nv. leiðtogar sam- takanna eru á svipuðu reki og hann og Arafat og skortur er á hæfum forystumönnum af yngri kynslóð- inni. Evrópskur sérfraeðingur kvaðst telja að tilraun „hófsamra" Palestínuleiðtoga til að gera PLO að lögmætu afli í heimsmálunum hefði beðið hnekki og kvað ísraels- menn hafa áður reynt að grafa þannig undan samtökunum. Sennilega var enginn leiðtogi PLO eins vel að sér um ísraelsk málefni og Abu Jihad. ísraelsmenn þekktu hann frá fomu fari þegar hann tók við stjóm hinna harðnandi aðgerða Palestínumanna á her- numdu svæðunum og auknu árása þeirra yfir landamærin frá Líbanon fyrir §órum mánuðum. Þeir höfðu fyrst reynt að koma honum fyrir kattamef þegar þeir töldu sig kom- ast að því að hann hefði stjómað árás skæruliðahóps frá Líbanon á þjóðveginn, sem liggur eftir strönd Israels, í marz 1978. í þeirri árás biðu 33 óbreyttir borgarar bana. 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.