Morgunblaðið - 24.04.1988, Blaðsíða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. APRÍL 1988
FRÁHALLÆRI
HL BJARGÁLNA
Sagt frá verslunarmál um í Vestur-Skaftafellssýslu
og bók Kjartans Ólafssonar sagnfrœÖings um það efni
Á steinlögðu hlaðinu stóðu
hestar og frísuðu í morgunbir-
tunni. Það heyrðist hark þegar
hófar hestanna smullu í grjótinu.
Jón bóndi gekk á milli hestanna
og gætti að reiðtygjunum. Miklu
gat skipt að hver ól væri í lagi
þegar lagt var í langferð, það
gat riðið baggamuninn þegar
sundriða þurfti vatnsmiklar ár.
Inni í baðstofu sat Guðrún, hús-
móðirin á bænum, með bam á öðru
ári í fanginu og klæddi 'það í vel
þæfðan ullarsokk, gólfið var kalt
þó komin væri tíunda vika sumars.
Hún velti fyrir sér möguleikunum
á að fá silki í svuntu í krambúðinni
á Eyrarbakka, víst væri það gam-
an, en innleggið hlaut að ráða, lé-
reft í sængurföt yrði líka að ganga
fyrir. Það var metnaðarmál hjón-
. anna í Ystakoti að stofna ekki til
" jfskulda í Lefoliisverslun.
Guðrún vissi vel hvernig Jón
bóndi hennar var vanur að reka
erindi sín og annarra í kaupstaðar-
ferðunum á Eyrarbakka. Fyrst
myndi verslunarstjórinn leiða hann
inn á skrifstofu sína og gefa honum
glas af víni og þeir myndu ræða
um vömverðið. Síðan yrði ullin veg-
in. Líkast til yrði hún ekki minni en
í fyrra en þá var hún tæp 200 pund.
Svo kæmi að úttektinni. Jón tók
æfinlega nær þriðjung í peningum
og þamæst myndi hann taka út
lítilsháttar brennivín, minna þó en
margur annar, sem betur fór. En
tóbaksmaður var Jón, því var ekki
að neita. I fyrra hafði hann tekið
•^út rjól fyrir níu krónur og skro og
snúss að auki, og varla yrði það
minna í ár. Síðan kæmi röðin að
kommatnum, rúgi , bankabyggi og
hrísgijónum. Ekki var hætt við að
Jón myndi gleyma kaffi eða sykri,
en kramvömna lét hann yfirleitt
mæta afgangi. En ekki var allt
búið þegar lokið var verslun fyrir
heimilið. Jón þurfti nú sem endra-
nær að auki að reka erindi fyrir
nágranna og vinnufólk, stundum
fyrir allt að tuttugu manns. Vissu-
Skaftfellska ullin flutt
til skips frá Vík
Halldór Jónsson í Suður-Vík og fjölskylda. F.v. Jón Halldórsson, Ólafur Halldórsson, Halldór Jónsson,
Matthildur Ólafsdóttir, Sigurlaug Halldórsdóttir og Guðlaug Halldórsdóttir.
Vík í Mýrdal. Myndin er tekin haustið 1902 eða vorið 1903. Brydesverslun og Brydepakkhús fyrir miðri
mynd
manna á Jóni, ekki vildi Guðrún
vanmeta þá hlið málsins.
Þegar bamið hafði hlaupið á litlu
spóaleggjunum fram baðstofugólfið
stóð Guðrún upp og sótti listann
yfir allt það sem heimilið vanhagaði
um innanstokks. Hvað hún fengi í
hendumar af því sem þar var tínt
til yrði að ráðast en hún vonaði hið
lega tafði þessi erindrekstur heim-
ferðina, stundum hafði Jón verið
nær viku í tjaldi sínu, norðanvert
við búðabyggingarnar og verið í
útréttingum, bæði fyrir sjálfan sig
og aðra, lungað úr þeim tíma.
Vissulega var þetta stundum baga-
legt vegna búskaparins, en að hinu
leytinu bar þetta vott um traust
besta. Hjónin kvöddust með kossi
í hlaðvarpanum og Guðrún gat ekki
að sér gert að hjúfra andlitið niður
í hijúfan vaðmálskraga Jóns, þau
myndu ekki sjást næstu eina ti!
tvær vikumar. Hún vissi með sjálfri
sér að verst yrði það fyrstu og
síðustu daganna. Ámar á leiðinni
frá Meðallandi að Eyrarbakka
höfðu orðið mörgum góðum dreng
að aldurtila. Jón þrýsti konu sinni
þétt að sér, hann vissi hvað braust
um í hugskoti hennar en við því
varð ekki gert, hann varð að sækja
björg til heimilisins og Eyrarbakka-
verslun var illskársti kosturinn í
þeim efnum. Þegar hann reið niður
mjóan götuslóðan í þýfðu túninu
með alla reiðingshestana í taumi
velti hann því fyrir sér hvenær sá
draumur Skaftfellinga yrði að vem-
leika að verslun yrði stofnuð í sýsl-
unni. \
Vík löggiltur sem
verslunarstaöur
Eitthvað þessu líkt hófst kaup-
staðarferð ótalmargra Skaftfellinga
áður en Vík í Mýrdal varð þeirra
verslunarstaður. Á síðasta ári vom
rétt hundrað ár liðin síðan Vík í
Mýrdal varð lögggiltur verslunar-
staður. Það vom bændurnir á
Víkurbæjunum sem riðu á vaðið í
verslunarmálunum, Halldór Jóns-
son kaupmaður í Suður-Vík og
Þorsteinn Jónsson bóndi og hrepp-
stjóri í Norður-Vík. Árið 1884 fékk
Halldór fyrsta vömslattann beint
frá Bretlandi og hefst þar með
verslun í Vík. Áður var oftlega
búið að ræða nauðsyn þess að versl-
un kæmi á þetta svæði. Þann 17.
ágúst 1778 bar Hans Klog kaup-
maður í Vestmannaeyjum fram í
bréfi til yfirvalda þau tilmæli að
Vestur-Skaftfellingum og íbúum
austurhluta Rangárvallasýslu verði
ekki lengur stefnt á Eyrarbakka
með verslun sína heldur gefinn
kostur á viðskiptum við kaup-
manninn í Vestmannaeyjum og í
því skyni komið upp einu eða tveim-
ur útibúum á suðurströndinni. Hug-
myndir hans vom þær að leggja
skipi við Dyrhólaey um hásumarið
og versla þar og svo koma upp
verslun í Bakkahjáleigu við Lan-
deyjasand og hafði hann stuðning
Lýðs sýslumanns Skaftfellinga í
þessu máli.
Þegar Hans Klog skrifaði bréf
sitt vom 176 ár liðin frá upphafi
einokunarverlsunarinnar og allan
þann tíma hafði Vestur- Skaftfell-
ingum verið ætlað að sækja verslun
til Eyrarbakka. í framhaldi af þess-
ari málaleittan stóð til að kanna
hafnarskilyrði við Dyrhólaey en af
því varð ekki, en Landeyjarkrambúð
varð að vemleika. Sú verslun varð
hins vegar ekki langlíf en margir
Skaftfellingar versluðu þar þau
fjórtán ára sem hún var við lýði.
Arið 1797 var útibúinu í Bakkahjá-
leigu lokað og eftir það versluðu
flestir Vestur- Skaftfellingar á Eyr-
arbakka svo sem verið hafði um
langan aldur. Þeir vom þó til sem
bmgðu á önnur ráð. Guðmundur
Ólafsson bóndi í Eyjarhólum tók
upp verslunarferðir til Vestmanna-
eyja á skipinu Pétursey sem hann
var lengi happasæll formaður á, fór
hann margar slíkar ferðir.
Á Papósi var verslað í 36 ár ,
frá árinu 1861 til 1897 og þangað
sóttu verslun á þeim tíma margir
bændur úr Fljótshverfí, af Síðu og
úr Landbroti og tæpur þriðjungur
bænda úr Meðallandi. Sumir fóm