Morgunblaðið - 24.04.1988, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.04.1988, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. APRÍL 1988 Karfasölur í Þýskalandi: Meira borgað fyrir ferskan en frystan — segir Ari Halldórsson umboðsmaður VERÐ á fiski seldum ferskum á mörkuðum i Bretlandi og Þýzka- landi fyrsta fjórðung ársins er nokkru hærra en á sama tíma- bili síðasta ár. Samkvæmt út- reikningi Fiskifélags íslands hef- ur meðalverð á fiski seldum úr skipum hækkað úr 53,52 krónum í 63 krónur. Verð fyrir allan karfa og ufsa, sem seldur var þetta timabil í Þýzkalandi hækk- aði einnig milli tímabila í mörk- um talið. Ari Halldórsson, um- boðsmaður í Þýzkalandi, segir að miðað við karfa upp úr sjó borgi þýzki markaðurinn að með- altali um 20 krónum.meira á kiló, en fáist fyrir karfann snyrtan og frystan. í yfírliti Fiskifélagsins um sölu skipanna kemur í ljós að þau seldu minna af þorski og karfa fyrsta ársflórðunginn nú en í fyrra. Mun- urinn liggur aðallega í miklum út- flutningi í janúar i fyrra, er verk- fall sjómanna stóð yfír og skipin sigldu mikið. í Þýzkalandi var á þessu tímabili nú selt meira af karfa en í fyrra og á hærra verði. Minna var selt af ufsa, en verð á honum hækkaði líka miili ára. hækkað milli ára þrátt fyrir aukið framboð af karfa og því gætu menn ekki litið framhjá. Vísitölur mæla 20-25% verðbólgu Lánskjaravísitalan fyrir maí- mánuð verður 2.020 stig og hækk- ar um 1,56% frá apríl. Samsvarar þessi hækkun 20,4% verðbólgu á 12 mánuðum. Síðustu þijá mánuði hefur vísital- an hækkað um 13,3%, síðustu sex mánuði um 20,4% en 21,5% þegar litið er til síðustu tólf mánaða. Byggingarvísitalan í maí verður 110,8 stig og hækkaði um 1,93% á milli mánaða. Hækkunin samsvarar 25,8% verðbólgu. Ef litið er til hækk- unar byggingavísitölunnar undan- fama þrjá mánuði sýnir hún 13,3% verðbólgu, 8,2% veröbólgu ef litið er til síðustu sex mánaða og 15,4% á undanfömum tólf mánuðum. *-Ls SúáíflKbti k " - * ,4 r " Æ h — Æ&á iá , ■ It'V. ■ rf^**^*—- /j íslensku keppendumir kampakátir í nýju ferðafötunum frá Henson. Fremst á myndinni sitja Stefán Hilmarsson og Sverrir Stormsker og í efri röð er aðstoðarfólk þeirra f.v.: Kristján Viðar Haraldsson, Edda Borg, Þorsteinn Gunnarsson og Guðmundur Jónsson. Til Dyflinnar í nýjum ferðafötum DÚETTINN Beathoven iagði af stað til Dyflinar í gærmorgun ásamt aðstoðarfólki og var hóp- urinn i nýjum ferðafötum sem Henson gaf. En dúettinn mun eins og kunnugt er, keppa fyrir íslands hönd í Söngvakeppni sjónvarpsstöðva n.k. laugardag og verður Jón Páll Sigmarsson, sem ber titilinn sterkasti maður heims, með í för. „Mér fannst eiga vel við að full- trúar íslands yrðu í islenskum fatn- aði,“ sagði Halldór Einarsson í Henson. „Ég vildi einnig vekja at- hygli á nafni dúettsins, leggja þeim lið á leiðinni til heimsfrægðar. Halldór sagði hugmyndina hafa fæðst fyrr í vikunni og voru hveijum keppanda afhentir 2 búningamir á föstudag. Ari Halldórsson, umboðsmaður í Þýzkalandi, sagði í samtali við Morgunblaðið, að frysting væri ekk- ert annað en geymsluaðferð til að varðveita ferskleika físksins. Fólk vildi ferskan fisk, en það hlyti að vera hæpið að eyða fé í það að fiysta hann og snyrta, þegar meira fengist fyrir hann I heilu lagi, með haus, sporði og innyflum. Hann væri mjög ósáttur við þann áróður, sem kæmi fram í hvert skipti, sem verð lækkaði á mörkuðunum. Það þýddi ekki að tala aðeins um ein- staka daga nema nefna þá um leið metdagana þegar stórir farmar færu á meira en 100 krónur hvert kíló. Höfuðmeinsemdin við allt þetta væri rangt skráð gengi, en auðvitað yrðu menn einnig að gæta varúðar. Staðreyndin væri sú að verð hefði Forsætisnefnd Norðurlandaráös í Brussel: EFTA verður að vera í stakk bú- ið til alhliða samninga við EB Brussel, frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morg^inblaðsins. FULLTRÚAR úr forsætisnefnd Norðurlandaráðs, sem skipuð er tveimur fuUtrúum frá hverju þjóðþinga Norðurlandanna, lauk á föstudag fjögurra daga kynnis- ferð til höfuðstöðva EFTA í Genf og Evrópubandalagsins í Bruss- el. Fyri-hugaður innri markaður Byggingamefnd Reykjavíkur: 44 leyfi til byrjunar- framkvæmda á 10 árum BYGGINGARNEFND Reykjavíkur hefur veitt 44 leyfi til byrjimarframkvæmda eða „graftrarleyfi" vegna nýbygg- inga, á síðustu tiu árum, að sögn Gunnars Sigurðssonar bygging- arfulltrúa Reykjavíkur. Leyfin eru flest veitt vegna stærri bygginga en einnig vegna ein- býlishúsa. V „Byggingamefnd metur hveiju sinni hvort veita eigi leyfí til byij- unarframkvæmda," sagði Gunnar. Sagði hann að við hönnun stærri bygginga stæði oft á brunatækni- legum atriðum þegar teikningar eru lagðar fyrir byggingamefnd. Ennfremur er algengt að lagfæra þarf ýmis smáatriði þegar bygg- ingamefndin hefur farið yfír teikn- ingamar. ^ „Grunnur húsa skiptir oft miklu máli. Þeir verkfræðingar, sem sjá um burðarvirkið í stærri húsum vilja fá að kanna jarðveginn, sem fyrst. Þegar um minni hús er að ræða hefur á síðustu árum verið ásókn í að semja við jarðvinnuverk- taka að vetrarlagi til að komast að betri kjömm. Aðrir vilja kanna hvort möguleiki sé á kjallara undir húsinu áður en endanlega er geng- ið frá teikningum. Ég hef persónulega gefíð leyfí fyrir byijunarframkvæmdum þeg- ar um minni hús er að ræða, án þess að leggja það fyrir byggingar- nefnd enda em hverfín vel skipu- lögð og byggingarreitur ákveðinn. En þegar um stærri hús er að ræða tekur byggingamefnd ákvörðun um leyfíð. Bygging- artíminn hér á landi er stuttur og þess vegna reynum við að að liðka til fyrir fólki eins og hægt er,“ sagði Gunnar. Meðal þeirra húsa sem fengið hafa leyfi til byijunarframkvæmda síðustu 10 ár em: Byijfrkv. leyfðar Endanl. samþ. Frakkaít 12a,jarívegsk. leyfð 12.10.78 9.11.78 Laugavegur 95, 81.05.79 14.06.79 Bergstaðaatrœti 86, 12.07.79 80.08.79 Bústaðav. 180, aðluakáli 23.04.80 18.11.80 Grandag. 20, 4 mjðlg. 8.06.80 29.06.80 Reykjaneabr. 8, nú Skógarhl. 8 29.01.81 9.07.81 Púathússtrœti 13 fyrst 26.06.81 10.02.88 24.02.88 Veaturh., Fryatig. BÚR 80.07.81 26.11.82 Grenaáav. 22, breyt. Landa- 10.12.81 80.12.81 banki tslands Hagatorg 1, 2. U. Hútel Saga 12.08.82 22.12.88 Hagaael, 40, kirlga 28.10.82 26.08.83 VfðUilið 6-11 10.03.88 24.08.88 Rauðáa 1-7 20.04.83 4.06.83 Hátún 6a, stœkkun 22.08.84 12.04.84 Armúli 7 29.08.84 10.05.84 Kringlan 8-12, Hagkaup 29.03.84 14.11.86 BarúnasL, Landap., K-bygging 26.04.84 26.09.85 Kleppsvegur 64, Skjól 20.06.85 25.07.86 Sigtún 38, Hótei 28.04.86 10.07.86 Kringlan 4,og6 Leyft aðat. kj. 30.07.87 18.08.87 Laugavegur 172 30.07.87 12.11.87 Þönglabakki 4 8.10.87 26.11.87 Aðalstræti 8 (3:2 atkv.) 13.08.87 EB árið 1992 og áhrif hans á samskipti þessara aðila í ljósi þess að EFTA er mikilvægasti viðskiptaaðili Evrópubandalags- ins setti mjög svip á viðræðum- ar. Ólafur G. Einarsson, alþingis- maður, formaður þingflokks sjálfstæðismanna, tók þátt i ferð- inni fyrir íslands hönd. Norrænu þingmennimir lögðu áherslu á að EFTA væri ákjósanleg- ur samstarfs- og samningavett- vangur fyrir aðildarríki þess og brýnt væri að efla það til þess að gera því kleift að koma fram fyrir hönd aðildarríkja sinna gagnvart Evrópubandalaginu. Jafnframt bentu þeir á að Norðurlöndin ættu sérhagsmuna að gæta á ýmsum sviðum s.s. flutningum á sjó og físk- veiðum, en hin EFTA-ríkin, Aust- urríki og Sviss, af skiljanlegum ástæðum flalla lftt um þessi efni. Þess vegna væri mjög vel athug- andi fyrir Norðurlöndin að sam- ræma afstöðu sína til EB í þessum efnum. Þá væri það og ljóst að þegar væri fyrir hendi norrænn samnefnari í t.d. umhverfismálum, neytendamálum og sömuleiðis á mörgum sviðum sem snerta tækni- legar útfærslur á EB-markaðnum. Þingmennimir voru ekki fjarri því að Evrópubandalagið gæti ýmislegt lært af Norðurlandaþjóðunum í ná- inni samvinnu og samstarfí á milli þjóða og þá sérstaklega á sviði vinnuumhverfís og stefnumörkunar í félagsmálum. Lögð var áhersla á nauðsyn samvinnu vegna áhrifa iðnaðaruppbyggingar á mengun lofts og sjávar. í viðræðum við framkvæmda- stjóm EB kom fram einlægur áhugi innan framkvæmdastjómarinnar á aukinni samvinnu við Norðurlöndin á ýmsum sviðum og sérstaklega voru tiltekin nemendaskipti. Á veg- um Norðurlandaráðs er verið að koma á fót áætlun um nemenda- skipti, NORDPLUS, sem er sam- bærileg áætlun við ERASMUS inn- an Evrópubandalagsins. Ljóst er að fyrir þessu er gagnkvæmur áhugi. Á þessu ári starfar nefnd á vegum Norðurlandaráðs sem ætlað er að gera tillögur um samstarf og sam- ræmda afstöðu aðildarríkjanna á alþjóðavettvangi. Meðal þeSs sem hún mun skoða sérstaklega eru samskipti við EB og hugsanlegt samflot Norðurlandanna í þeim samskiptum. Enginn vafi getur ver- ið á því að slíkt samflot myndi styrkja mjög samningsstöðu þeirra. Umræðan á íslandi einkennist af fáfræði Ólafur G. Einarsson, alþingis- maður, sagði í samtali við fréttarit- ara að ferðin hefði verið bæði í senn gagnleg og fróðleg. Hann sagði að það væri mjög mikils virði að eiga fundi með frammámönnum Evrópubandalagsins og að sér hefði komið á óvart hversu mikill hraði væri á öllum undirbúningi fyrir innri markaðinn og jafnframt sú mikla bjartsýni sem virtist ríkja innan bandalagsins í þeim efnum. Hann taldi það umhugsunarverða ábend- ingu sem hefði komið fram á fundi þegar þá skoðun að með aðild að EB glötuðu þjóðir sjálfstæði sínu bar á góma; að miklu frekar gilti að þær væru að deila þvl með sér. Ólafur sagði að umræðan á ís- landi, ekki bara á meðal almennings heldur og á Alþingi, einkenndist af fáfræði. Það væri vafasamt að hefja umræðuna með því að vísa henni á bug. Þetta mál yrði að skoða vel, og mönnum væri hollt að rifja það upp af og til að þeir væru ekki einir í heiminum. Auðvitað kemur ekki til greina að hleypa þeim aftur inn í landhelgina, sagði Ólafur, við vor- um ekki að leggja á okkur allt amstrið við að koma þeim út til að hleypa þeim aftur inn. Hins vegar sagði hann að engan veginn væri ljóst til hvaða niðurstöðu samningar við EB myndu leiða og um það yrði ekkert fullyrt fyrr en reynt væri. Mikill taprekstur á Kaupfélagi Þingeyinga: Samdráttur fyrirhugaður HREIÐAR Karlsson, kaupfé- lagsstjóri Kaupfélags Þingey- inga á Húsavík, segir að sam- dráttur og sparaaður sé fyrir- hugaður á öllum sviðum hjá fyr- irtækinu f kjölfar mikils tap- rekstrar á sfðasta ári, en þá tap- aði félagið 50-60 mil^jónum króna. Við þurfum að bregðast rétt við og endurskoða bæði rekstrar- og §ármögnunarhliðina,“ sagði Hreiðar í samtali við Morgunblaðið I gær. „Það þarf að endurskoða allan reksturinn og leggja sumt niður, selja annað. Það safnast þegar saman kemur, og ætti að bjarga okkur út úr þessum vand- ræðum." Hreiðar sagði að þegar hefði verið ákveðið að loka einni verslun félagsins á Húsavík og leigja aðra út. Ejnnig yrði tekið upp aukið aðhald í birgða- og mannahaldi. Hann taldi þó að samdrátturinn myndi ekki hafa nein teljandi áhrif á atvinnuástand á Húsavík, at- vinna væri næg og menn hefðu framfæri sitt einkum af sjávarafla. „Við höfum sennilega starfað um of í anda dreifbýlisverslunar," sagði Hreiðar er hann var spurður um ástæður taprekstrarins. „Við höfum haldið úti of mörgum versl- unum og of miklu birgðahaldi mið- að við söluna. Þetta er auðvitað sá vandi, sem öll verslun í dreif- býlinu á við að glíma. Við ætlum okkur hins vegar ekki sömu örlög og Kaupfélag Svalbarðseyrar. Við ætlum að komast út úr þessu, og þess vegna grípum við til þessara ráðstafana," sagði Hreiðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.