Morgunblaðið - 24.04.1988, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 24.04.1988, Blaðsíða 60
 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. APRÍL 1988 t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HREFNA EIRÍKSDÓTTIR, Norðurbrún 1, Reykjavfk, lést á gjörgæsludeild Landakotsspítala föstudaginn 22. apríl. Eiríkur Sigurðsson, Anna Vernharðsdóttir, Hulda Teitsd. Jeckell, Róbert Jeckell, Þórunn Teitsdóttir, Kristján Guðlaugsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn, VILHJÁLMUR KR. INGIBERGSSON, lóst í Borgarspítalanum 20. apríl. Ragnheiður Þ. Jónsdóttir. t Eiginmaður minn og faðir, BERGUR LÁRUSSON kaupmaður, Vanabyggð11, Akureyri, er iést sunnudaginn 17. apríl, verður jarðsunginn frá Akureyrar- kirkju þriðjudaginn 26. apríl kl. 13.30. Ásta T ryggvadóttir, Gísli Bergsson. t Eiginmaður minn, faðir okkar, sonur og tengdasonur, BIRGIR BERGMANN GUÐBJARTSSON prentari, Kóngsbakka11, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Breiðholtskirkju mánudaginn 25. apríl kl. 13.30. Þóra Guðrún Vaitýsdóttir, Reynir Bergmann Birgisson, Víðir Bergmann Birgisson, Hlynur Bergmann Birgisson, Guðrún D. Frimannsdóttir, Guðbjartur Bergmann Franss., Valgerður Jónsdóttir, Guðmundur Valtýr Guðmundss. t Faðir okkar, tengdafaöir og afi, BJÖRN FINNBOGASON frá Hitardal, Álfheimum 58, Reykjavik, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 26. apríl kl. 15.00. Pétur Björnsson, SigrUn Jónsdóttir, Guðbrandur Gunnar Björnsson, Álfheiður Erla Sigurðardóttir, og barnabörn. t Maðurinn minn og faðir okkar, GUÐGEIR MAGNÚSSON fyrrverandi blaðamaður, síðast til heimilis í Hófgerði 5, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 25. apríl kl. 15.00. Herdís Kolbrún Jónsdóttir, og synir hins látna. t Innilegar þakkir fyrir hluttekningu við fráfall og Utför HELGU H. ÁSGEIRSDÓTTUR, aður á Skólavörðustig 28. Jónína Ásgeirsdóttir, Knud Kaaber, Sverrir Þórðarson. t Sendum öllum þakkir sem sýnt hafa okkur hlýhug og hjálp í veik- indum og við andlát og jarðarför PÉTURS ÞÓRISSONAR bónda, Baldursheimi. Guð blessi ykkur öll. Þórunn Einarsdóttir og börn. Minning: BirgirB. Guð- bjartsson prentari Fæddur 13. marz 1944 Dáinn 14. apríl 1988 Á morgun verður lagður til hinstu hvílu mágur minn og svili Birgir Bergmann eða Biggi eins og hann var alltaf kallaður. Biggi var fæddur 13. marz 1944 í Reykjavík. Foreldrar hans eru Guðbjartur Bergmann Fransson og Guðrún Dagbjört Frímannsdóttir. Hann kvæntist Þóru Guðrúnu Valtýsdóttur 26. júlí 1962 þau eign- uðust þtj'syni: Reyni Bergmann, Víði Bergmann og Hlyn Bergmann. Hann hóf snemma nám í setningu og starfaði við hana í yfir 20 ár en síðustu 5 árin hjá Ásbimi Olafs- syni. Þegar við hugsum til Bigga þá kemur fram í hugskot okkar sem stóri bróðir sem alltaf var hægt að leita til, þá skipti engu máli hvort skoða þurfti bfl, íbúð, skipuleggja ferðalag eða redda einhverju sem aflaga fór, þá var Biggi alltaf reiðu- búinn. Þegar farið var í ferðalag mörg saman á mörgum bílum þá fór Biggi ávallt fremstur og leiddi hópinn röggsamlega. Þegar fjölskyldan kom saman þá var kátt í kringum Bigga og var hann ávallt hrókur alls fagnaðar. Biggi var mikill útivistarmaður og ferðuðust þau Þóra geysimikið innanlands og utan. Voru þeir fáir staðirnir á Islandi sem ekki voru heimsóttir. Við viljum þakka Bigga sérstak- lega fyrir alla þá hjálp og ráðlegg- ingar sem hann veitti okkur í gegn- um árin. Elsku Þóra og synir megi Guð styrkja ykkur í framtíðinni. „Gakk þú á Guðs þíns fund glaður á hverri stund. Varðveislu víst munt fá, vemd Drottins himni frá. Ljós í hans líknar hönd lýsir um gjörvöll lönd, græðir vor sorgar sár, signir manns gleði tár. (P. Hallbj.) Erla og Tryggvi Að heilsast og kveðjast, það er hin síendurtekna saga lífsins hér á jörð. Andlát Birgis B. Guðbjartssonar kom okkur samstarfsmönnum hans ekki á óvart, því undanfarið höfðum við öll meira og minna fylgst með hetjulegri baráttu hans. Fýrir um það bil fimm árum kom Birgir til starfa hér hjá fyrirtækinu og er ekki að orðlengja það, að á skömmum tíma hafði hann unnið allra hylli hér, með sínu þægilega og ljúfmannlega viðmóti. Ævinlega var hann hinn síkáti og brosmildi félagi og sífellt reiðu- búinn til að leysa hvers manns vanda, hvort heldur það var vandi viðskiptavinanna eða bara okkar félaganna. Öll hugðum við því gott til langra og ánægjulegra samvista við hann, en allt er í heiminum hverfult, og að fór það er okkur grunaði síst. Fyrir um það bil ári fór hann að kenna lasleika, sem hann þó eigi vildi gera mikið úr, en þar kom að hann varð að ganga undir erfiðan uppskurð, hann taldi sig þó hafa náð fullum bata, og þannig leit út um hríð. Síðastliðið sumar fór hann til útlanda með fjölskyldu sinni glaður og hress að vanda, því ferðalög og útivist voru hans líf og yndi, enda víða farið utanlands og innan. Á haustdögum síðastliðnum tók veikin sig upp á ný og eftir stranga sjúkdómslegu tók hann örlögum sínum æðrulaus og rólegur. Hann andaðist hinn 14. apríl sl. aðeins 44 ára að aldri. Nú er hans sárt saknað af okkur öllum, en í hug- skoti okkar geymum við fagra minningu um góðan, geðþekkan félaga, sem við nú kveðjum með virðingu og þökk. Eiginkonu hans, sonum og öðrum ættingjum og vinum, sendum við okkar dýpstu samúðarkveðjur. Megi sá er öllu ræður styðja þau og styrkja í sorg sinni og söknuði. F.h. starfsfólks Heildv. Asbjörns Ólafssonar, Guðbjartur Ólason. t Ástkær faðir minn, tengdafaðir og afi, SIGURÐUR Ó. JÓNSSON, bakarameistari, Auðarstræti 11, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 26. apríl kl. 15.00. Sæmundur Sigurðsson, Snæfriður Jensdóttir, Stella Sæmundsdóttir, Marsibell Jóna Sæmundsdóttir, Sigurður Jens Sæmundsson. LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfða 4 — Sfmi 681960 t Eiginmaöur minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JENSRAGNARSSON Meistaravöllum 35, verður jarðsunglnn frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 26. apríl kl. 13.30. Sigurður Agúst Jensson, Sigrún Jensdóttir Larson, Ásdís Jensdóttir, Þóranna Rósa Jensdóttir Roy, Kristjana Ragna Jensdóttir, Hafsteinn Viðar Jensson, Guðbjörg Jensdóttir, Sigurbjörg Kristjánsdóttir, Helga Valdemarsdóttir, Gordon Larson, Ísleifur Ingimarsson, Rob Roy, Guðjón Hjartarson, Inga Lára Birgisdóttir, Ragnar Antonsson, barnabörn og barnabarnabarn. Þungan harm berum við í hjarta. Orð eru ósköp fátækleg þegar ást- vinur hverfur burt. Og hann sem hlakkaði svo til sumarsins og var alltaf svo hress og með svo mikla lífslöngun og elskaði lífið og var og er sólskinsbam, því hann elskaði sólina og blómin. Oft hafði hann tekið svo fallegar blómamyndir að maður dáðist að. Eitt af mörgum áhugamálum hans var að taka myndir. Hann hafði unun af að ferðast innan og utanlands og ferðaðist mikið á sumrin. Oft dáðist maður að hve þau hjónin voru miklir félagar og hvort öðru trú og kær. Því er það mikill söknuður sem eftirlifandi eig- inkona hans ber í bijósti ásamt þrem elskulegum drengjum og okk- ur öllum sem elskuðum hann svo heitt, en hann var kallaður burt frá. En við treystum Guði og vitum að hann sér um sína. Því biðjum við Guð að varðveita og hughreysta eftirlifandi eiginkonu og syni og alla ættingja og vini nær og fjær. „Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð." (V. Briem) Systir og mágur Blömastofn Friöfmm Suðuriandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöld tll kl. 22,-einnig um helgar. Skreytingar við öll tllefni. Gjafavörur. VJterkurog k-/ hagkvæmur auglýsingamiöill!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.