Morgunblaðið - 24.04.1988, Page 1

Morgunblaðið - 24.04.1988, Page 1
96 SÍÐUR B 92. tbl. 76. árg. Forsetakosning- ar í Frakklandi: Mikið deilt um Nýju- Kaledóníu Nevers, frá Steingrími Sigurgeirssyni blaðamanni Morgunblaðsins. FRAKKAR ganga að kjörborðinu (dag til þess að velja þá tvo fram- bjóðendur sem munu takast á í síðari umferð forsetakosning- anna sunnudaginn 8. mai. Það sem sett hefur mestan svip á umræðuna síðustu daga fyrir kosningarnar eru morðin á fjór- um frönskum herlögreglumönn- um á frönsku Kyrrahafseyjunum i Nýju Kaledóniu. Aðskilnaðarsinnar úr röðum frum- byggja eyjanna, kanakar, réðust á fimmtudag inn í búðir franskra her- lögreglumanna, myrtu þijá þeirra og halda nú rúmlega tuttugu í gíslingu. Einn lögreglumaður til við- bótar lést síðar af sárum sínum. Sósíalistar segja ríkisstjómina bera ábyrgð á þessum atburðum, en þeir hafa samúð með aðskilnaðar- sinnum sem styðja framboð Fran- cois Mitterrands Frakklandsforseta. Einna harðorðastur hefur verið Jac- ques Lang fyrrum menningarmála- ráðherra sósíalista óg einn kosninga- stjóra Mitterrands. Lang sagði að ríkisstjómin hafi fengið það sem hún ætti skilið. Jacques Chirac forsætisráðherra segir það hins vegar ekki vera tilvilj- un að þessir atburðir gerðust svo skömmu fyrir kosningar. Hann hélt neyðarfund um þetta mál í ríkis- stjóminni á föstudag og einnig átti hann viðræður við Mitterrand. Chirac segist ekki vilja gera þetta að kosningamáli, en ýmsir reyna þó að nýta sér þessa atburði sér í hag. Fyrir utan sósíalista hefur öfgamað- urinn Jean-Marie Le Pen gengið hvað lengst í þá átt. Hann segir þetta vera niðurlægingu fyrir frönsku þjóðina. Noregur: Skoða betur samhengíðí vistkerfinu Ósló. Frá Rune Tímberlid, fróttarítara Morgunblaðsins. SVO illa er komið fyrir þorsk- stofninum í Barentshafi eftir áratugi rányrkju, að nauðsyn- legt er að takmarka veiðina verulega þótt hann hafi að vísu aðeins rétt úr kútnum. Kom þetta fram hjá Odd Nakk- en, forstjóra Hafrannsóknastofn- unarinnar í Bergen, fyrir nokkrum dögum, og einnig, að mikið skorti á nægilega vitneskju um vistkerfí sjávarins í Barentshafí. „í framtíð- inni verðum við að taka meira til- lit til samhengisins f sjónum, ekki bara einblína á hvem fískstofn fyrir sig,“ sagði Marius Hauge, embættismaður í sjávarútvegs- ráðuneytinu. STOFNAÐ 1913 SUNNUDAGUR 24. APRÍL 1988 Prentsmiðja Morgunblaðsins Morgunblaðið/Ragnar Axelsson STAKKHOLTSGJA A ÞORSMERKURLEIÐ Morðið á Palme: Rannsókn- in sögð víta- vert klúður Stokkhólmi. Frá Erik Liden, fréttaritara Morgunblaðsins. SÆNSK þingnefnd lagði í fyrra- dag fram skýrslu um rannsókn- ina á morðinu á Olof Palme og er í henni farið iqjög hörðum orðum um þá, sem henni stjórn- uðu. í skýrslunni er Hans Holmer, fymim lögreglustjóri, sakaður um að hafa klúðrað rannsókninni og misnotað stöðu sína og um Sten Wickbom, fyrrverandi dómsmála- ráðherra, er sagt, að hann hafí ekki alltaf verið með á nótunum þegar hann var inntur eftir rann- sókninni. Þá er ríkisstjómin sökuð um að hafa verið með óeðlileg af- skipti af starfí lögregiunnar og sak- sóknara auk þess sem nauðsynleg samskipti og Qarskipti hafí gjör- samlega farið í vaskinn morðnóttina 28. febrúar 1986. Núverandi dómsmálaráðherra, Anna Greta Leijon, kveðst líta mjög alvarlegum augum á niðurstöðu þingnefndarinnar. Grænland: Mikið tap á fiskvinnslu Nuuk. Prá N. J. Bruun, fréttaritara Morg- unblaðsins. MIKIÐ tap var útgerðar- og fisk- vinnslufyrirtækjum grænlensku landsstjórnarinnar á siðasta ári eða næstum tveir milljarðar ísl. kr. Fyrirtæki landsstjómarinnar eru í þremur deildum: Togaraútgerð, fískvinnsla og útflutnings- og sölu- fyrirtækið Royal Greenland. Á síðasta ári var rekstrarhalli togar- anna 17 rúmlega 850 millj. ísl. kr. og á fískvinnslunni litlu minni. Út- flutningsstarfsemin hefur gengið betur og jókst salan frá árinu 1986 um 22%. Lars Chemnitz, sem situr á landsþinginu fyrir stjómarand- stöðuflokkinn Atassut, sagði í við- tali við grænlenska útvarpið, að ástandið í grænlenskum efnahags- málum væri svo óskaplegt, að hann óttaðist, að landsstjómin yrði sett beint undir stjómina í Kaupmanna- höfn. Tug’ir manna farast í gífur- legri bílsprengingu í Líbanon Beirut. Reuter. FIMMTÍU manns létust og 75 slösuðust þegar öflug sprengja, sem komið hafði verið fyrir i bíl, sprakk í gær við fjölfarin gatna- mót í borginni Tripoli i Libanon. Segja sjónarvottar, að skelfilegt hafi veríð um að litast eftir sprenginguna; hrunin hús, brenn- og dáið og deyjandi fólk allt um kríng. Sprengingin varð í ijölfarinni verslunargötu og þustu sýrlenskir hermenn, sem halda uppi eftirliti í borginni, á vettvang og girtu hana af og nálægt svæði. Slökkviliðs- menn réðust strax til atlögu við brennandi bíla og byggingar og urðu jarðýtur að ryðja bflunum leið í gegnum rústimar. Talið er víst, að tala látinna og slasaðra eigi eftir að hækka mikið. Auðveldaði það ekki hjálparstarf- ið, að eftir sprenginguna flykktist fólk niður í miðbæinn enda áttu margir vini eða ættingja, sem þang- að höfðu farið til að versla. Er þetta fyrsta bflsprengingin, sem verður í Líbanon í þessum mánuði, en í mars létust þrír og 15 slösuðust í þess konar hryðjuverki. Ekki er vit- að hverjir bera ábyrgð á ódæðinu í gær.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.