Morgunblaðið - 28.05.1988, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MAÍ 1988
Það eru ekki aðeins söngvarar,
sem leita hins hreina tóns . . .
Rætt við Hans Jóhannsson hljóðfærasmið, en annað kvöld verður sýning á
hljóðfærum hans í Bústaðakirkju
Hvað gerir strákur, sem elst upp á smíðaverkstæði afa síns og hefur
líka gaman af tónlist? Hann fer auðvitað að læra að smiða fiðlur. Ekk-
ert „auðvitað’, segir kannski einhver, en það var einhvern veginn alveg
rökrétt fyrir Hans Jóhannsson fiðlusmið, sem hefur sett sig niður við
fiðlusmíðar í Lúxemborg. Smíðar reyndar einnig önnur strokhljóðfæri
eins og selló og lágfiðiur. Núna á sunnudagskvöldið, annað kvöld, verð-
ur sýning á smíðagripum eftir hann i anddyri Bústaðakirkju. Bæði hljóð-
færi, sem eru þegar komin i hendur hljóðfæraleikara, en einnig og
ekki síst forvitnileg, hálfkláruð hljóðfæri, svo óinnvígðir fá innsýn í,
hvernig smíðarnar ganga fyrir sig. Og um leið verða haldnir tónleikar
í kirkjunni. Spiluð verk eftir Bach og fleiri góð tónskáld. En látum
tónlistina liggja milli hluta og víkjum að undirstöðunni, hijóðfærunum
sjálfum . . .
Það er ljóst að í grein, þar sem
helstu fyrirmyndimar voru smíðaðar
á 17. og 18. öld, hlýtur tíminn að
standa í stað að einhverju leyti. En
ekki gengur fiðlusmiðurinn samt í
flauelishnébuxum og með púðraða
hárkollu, heldur í gallabuxum og
uppreimuðum strigaskóm, enda ekki
á ytra byrðinu, sem hæfíleikamir eiga
að sjást. Og hann er sér líka fyllilega
meðvitaður um að það verður enginn
sökklærður fiðlusmiður á unga aldri,
því listin verður ekki lærð af bókum
heldur af reynslunni, þó undirstaðan
sé lögð í skólanámi.
Hans lærði fíðlusmíði \ skóla í
Englandi, þriggja ára nám. Aður fyrr
urðu menn hljóðfærasmiðir með því
að fara í læri á verkstæði til meist-
ara. Vom kannski fjöldamörg ár að
læra einföldustu hluti, enda hagstætt
fyrir meistarann að halda sem lengst
í lærlinga til að sópa og gera annað
tilfallandi á verkstæðinu. Skólinn
veitir nemendum hins vegar tækifæri
til að vinna og prófa sig áfram. „Gera
mistök í þijú ár,“ segir Hans „og
læra af þeim. Líka nauðsynlegt að
geta byrjað af nokkm öryggi, því
fiðlusmið, sem vegnar illa í byijun,
gengur erfiðlega að skapa sér traust
og þá gengur honum ekkert."
Vinnustofa í útihúsum
kastala frá 12. öld
Hans byijaði að vinna hér heima,
fyrst í viðgerðum og smíðum með,
svo smíðum eingöngu. Vill helst hafa
það þannig, sér henti ekki að fást
við margt í einu. Fyrir nokkm flutti
hann sig til Lúxemborgar. Er með
vinnustofu í útihúsum kastala frá 12.
öld, sem lítur út eins og mynd á konf-
ektkassa. Ríkið keypti þessa eign
fyrir nokkm, lét gera upp og fékk
handverksmönnum vinnuaðstöðu
þama, svo Hans er í nágrenni við
leirlistamann, listmálara og fleira
gott fólk. Hefur hingað til smíðað
mest fyrir landa sína. Það er að breyt-
ast, útlendingar að bætast í hóp
þeirra, sem kaupa hljóðfæri af Hans.
Og kannski fer þá að verða tími til
að færa sig um set og spreyta sig
við aðrar aðstæður. En hvemig er
að koma sér fyrir I fagi, þar sem
helsta viðmiðunin em gripir, sem
vom smíðaðir fyrir margt löngu?
„Ef ég héldi ekki að það væri
hægt að smíða hljóðfæri, sem hljóma
eins vel og þau gömlu, þá væri ég
að gera eitthvað annað. Það er til
fullt af sögum og sögnum í faginu.
Sögur um gamla fíðiusmiðinn, sem
gengur um í skóginum og bankar í
furumar til að hlusta eftir tijám, sem
gefa góðan fíðluvið. Um Stradivari,
sem á að hafa pissað á fiðlumar og
þar með gert þær svo sérstaklega
góðar. Það vill enginn missa sögum-
ar, en þær ala óneitanlega á rang-
hugmyndum um hljóðfærin og eðli
þeirra.
Það er ógjömingur að hrófla við
fiðlu, breyta gerð hennar, án þess
að fá eitthvað allt annað út. Fiðlu-
smíði varð snemma svo þróuð. En í
fiðlusmíði er viðfangsefnið samt ótak-
markað, því þar er leitast við að ná
góðum hljómi og slíkt er ekki hægt
að læra nema af reynslunni. Það er
til aragrúi af rannsóknum, af stærð-
fræðigröfum og athugunum á hljóm-
burði strokhljóðfæra, en það kemur
allt fyrir lítið fyrir fíðlusmiðinn.
Hljómfræði hefur fleygt fram,
vegna þess að það eru komin góð
tæki til að mæla hljómburð. Það for-
vitnilegasta á því sviði eru bandarísk
samtök vísindamanna og fiðlusmiða.
Þar vinna þessir aðilar að hljómrann-
sóknum á hljóðfærum. Tölvutækni
er þá notuð til að reikna út þenslu
og viðnám viðarins, sem leiðir til að
hægt er að reikna út hvaða spýtur
hentar að nota saman.
En þetta er hlutur, sem fiðlusmið-
urinn lærir og fær tilfinningu fyrir.
Þess vegna finnst mér þama verið
að fara ( kringum hlutina, því ég hef
tröllatrú á mannskepnunni hvað varð-
ar tilfinningu og næmni einmitt fyrir
svona hlutum. Þó það sé hægt að
nota vélar til útreiknings, þá gagnast
slíkt kannski helst í flöldaframleiðslu.
Flestir fiðluleikarar, sem stunda fag
sitt af einhverri alvöru, vilja einmitt
fá hlut, sem þeir vita að hefur verið
dundað við að búa til.“
Hvert hljóðfæri hefur
sinn karakter
„Handgerð hljóðfæri hafa líka
hvert sinn karakter, eru ólík hvert
öðru og það er misjafnt hveiju fiðlu-
leikarar sækjast eftir. Einleikarar,
sem spila í stórum sölum með stórum
hljómsveitum, spila oft á hljóðfæri,
sem hljóma illa í litlum sölum. Meðal
annars vegna þess að þau hafa svo
mörg aukahljóð. Bogatækni spilar-
anna er líka misjöfn og í smíðinni er
hægt að aðlaga fiðluna að tækni spil-
arans, ef fiðlan er smíðuð fyrir ein-
hvem ákveðinn. Þeir sem leggja helst
stund á kammertónlist vilja fiðlu, sem
blandast hinum hljóðfærunum vel,
fellur að þeim. Allt þetta er hægt að
hafa í huga, þegar einstakir hlutar
fiðlunnar eru stilltir saman."
Geturðu aðeins lýst því hvemig er
farið að því að stýra hljómblæ fiðlu?
„Þegar ég vel saman bakið og
dekkið, það sem snýr upp, þá hlusta
ég eftir þeim tónum, sem spýtumar
gefa frá sér. í viðnum í bakinu em
þrír til fimm tónar, sem ég hlusta
eftir og vel dekk eftir þeim. Þannig
get ég stjómað hljómblæ hljóðfæris-
ins. Tónbil tónanna í viðnum em
komin undir þykkt og þyngd viðar-
ins. Ég get fengið sömu afstöðu tón-
anna í fiðluhlutunum með því að
breyta þyngd og þykkt yiðarins.
Hver einasta spýta er einstök, hef-
ur sinn hljóm. Ef ég er með mjúka
og létta spýtu og aðra stífa og þétta,
þá er hægt að láta þær hljóma eins
með því að huga að þykkt þeirra og
þyngd. Ekki með því að smyija ein-
hveiju alkemísku undralakki utan á
þær á eftir.
Sem stendur er ég mjög upptekinn
af vangaveltum um þyngd og þykkt.
Er að láta bleyta fyrir mig spýtur í
hver í Hveragerði, til að þyngja þær
með steinefnum vatnsins, sem þær
draga í sig. Þá er hægt að hafa við-
inn þynnri. Það virðist vera að í göml-
um viði sé miklu meira af steinefnum
og málmsöltum en nú er, meðal ann-
ars vegna þess að viðnum var oft
fleytt í vatni eða sjó áður fyrr. Þegar
slíkur viður er brenndur, verður meiri
aska eftir en þegar nýr, þurrkaður
viður er brenndur."
Forskrift að fiðlugerð . . .
Hvemig er fiðla smíðuð?
„Strax þegar ég byija á hljóðfæri
hef ég ákveðin tón í huga, sem ég
ætla að sækjast eftir að ná í þessu
ákveðna hljóðfæri. Ég nota ákveðna
grunnmynd, sem ég vinn eftir. Mynd,
sem ég smíða margar fiðlur eftir, en
breyti einhveijum smáatriðum í hvert
skipti, meðal annars hljómsins vegna.
Ég trúi mjög á að vinna rækilega
úr einni hugmynd, með því að nota
hana aftur og aftur. Held að aðeins
þannig fái maður reynslu hvað hljóm-
inn varðar. Það er til dæmis vitað,
að Stradivarius smíðaði alltaf „eins’
hljóðfæri í nokkur ár, eftir sömu
hugmyndinni. Nú er hins vegar al-
gengt að fiðlusmiðir smíða eftirlík-
ingar af gömlum hljóðfærum og
smíða þá hljóðfæri af hinum ýmsu
skólum. Ég held að þannig fáist seint
reynsla af því að glíma við að ná
ákveðnum tónblæ. Meira bara fagur-
fræðilegt viðfangsefni. f byijun tek
ég mér góðan tíma í að leggja drög
að smíðinni, en get svo gripið í
smíðamar, þegar ég er farinn af stað.
Vil samt helst halda nokkum veginn
óslitið áfram, því aðeins þannig finnst
mér ég fá tilfinningu fyrir upphafi
og endi. Og ég er sjaldan með fleiri
en tvær fiðlur í takinu í einu.
Fiðlur er staðlaðar að stærð og
Úr
tónlistarlífinu
Sigrún Davíðsdóttir
Úr strengj adj úpinu
Tónlist fyrir bassa o g selló og fleiri góð hljóðfæri á
tónleikum 1 Bústaðakirkju annað kvöld
Annað kvöld, sunnudagskvöld kl. 20.30, verða tónleikar í Bústaða-
kirkju. Úr strengjadjúpinu er réttnefni, því þar verða flutt verk fyrir
selló, bassa og víólur. Auk þess kemur við sögu hljóðfæri, sem nefnist
vfólóne, smábassi, en líka strengjahljóðfæri eins og pianó og semball.
Saknar einhver fiðlanna? Kannski fræðilega séð, en ekki þegar hlustað
er á tónlistina, því hún lætur í eyrum eins og hún á að gera. Þarna
verða flutt verk eftir Bach, Rossini, Popper og Wagenseil.
Hluti tónlistarmannanna sem leika á tónleikum í Bústaðakirkju. Frá
vinstri: Richard Korn, Bryndís Björgvinsdóttir, Arnþór Jónsson og
Richard Talkowsky.
Það er Richard Kom bassaleikari,
sem hefur drifíð tónleikana upp og
kallar þá De profundis upp á lærðra
manna málið látínu, Úr djúpinu —
og skilji hver sem vill —. Tónlist án
fiðlu þetta kvöldið, en fiðlan er þó
ekki langt undan, því ! anddyrinu í
Bústaðakirkju hefiir verið komið upp
sýningu á hljóðfærum, sem Hans
Jóhannsson hljóðfærasmiður hefur
smíðað. Þeirra á meðal fiðlur. En
hvað segir Richard um kveikjuna að
tónleikunum?
„Hugmyndin kviknaði í Lúxem-
borg, en ég vann þar fyrir nokkm
síðan. Ég og félagi minn höfðum tal-
að um að gera eitthvað óvenjulegt,
halda tónleika án fiðlu og höfðum
dottið niður á þetta nafn. Okkur
vannst ekki tími til framkvæmda, en
ég ákvað svo að framkvæma hug-
myndina hér. Líka vegna þess að einn
úr hópnum núna, Richard Talkowsky
sellóleikari, sem hefur spilað með
sinfóníunni í vetur, er á fömm aftur
til Barcelona. Var bara í fríi frá sinf-
óníuhljómsveitinni þar. Við Talkow-
sky vomm saman í kammertónlist-
artímum í Boston og svo lágu leiðir
okkar aftur saman hér. En aðal-
ástæðan fyrir tónleikunum, er að
þama verður flutt skemmtileg tónlist
og að okkur, sem stöndum að tónleik-
unum, finnst gaman að vinna sam-
an.“
Hvað með verkin, sem þið flylj-
ið?
„Georg Christoph Wagenseil, hirð-
tónskáld í Vínarborg, var uppi á 18.
öld og við spilum sónötu eftir hann
fyrir 3 selló og kontrabassa. Eina af
sex sónötum eftir hann fyrir þessa
hljóðfæraskipan, sem var ekki síður
óvenjuleg á hans tíma en nú, en
hljómar ótrúlega vel. í hljómsveitar-
leik hlusta þeir, sem spila á þessi
hljóðfæri, mikið hver eftir öðrum og
það nýtist okkur hér.
Dúett fyrir selló og kontrabassa
er verk, sem Rossini samdi. Lang-
besta verkið af þessari tegund. Ross-
ini samdi það handa Dragonetti, sem
var einn fyrsti þekkti bassaleikarinn.
Hann starfaði í London á fyrri hluta
síðustu aldar, kallaður Paganini bass-
ans, sem segir kannski nokkuð um í
hveiju áliti hann var. Eftir hlé verður
svo flutt „requiem", sálumessa fyrir
þijú selló og píanó eftir David Popp-
er. Sá var sellósnillingur á síðustu
öld, ferðaðist um og spilaði, kenndi
og samdi.
Bach rekur lestina, æðislegur
konsert í d-moll fyrir tvær víólur,
þijú selló, víólóne og sembal. Kon-
sertinn er upphaflega sónata skrifuð
fyrir víólu da gamba og sembal, en
hér er þessu breytt og mér finnst
fara vel á því. Algengt að þannig sé
farið að. Við spilum útsetningu eftir
John Hsu, bandarískan gömbuleik-
ara. Hann valdi að útsetja sónötuna
fyrir sömu hljóðfæri og í 6. Branden-
burgarkonsertinum, vegna þess hve
sónatan er lík honum að formi og í
ýmsum smáatriðum. Hsu segir að
með þessari útsetningu komi kontra-
punktalínurnar enn skýrar í ljós en
í upphaflegu útsetningunni fyrir
gömbu og sembal. Sónatan er oft flutt
af píanói og sellói og þar finnst mér
þessi atriði komast enn síður til skila.
Þó flytjendur séu aðeins sjö, hljómar
verkið líkt hljómsveitarstykki, svo
kraftmikið."
Víólóne, hvað er það?
„Á tímum Bachs var það dýpsta
strengjahljóðfærið, en er líka bara
nafn á stóru strengjahljóðfæri. Það
hafði frá fjórum og upp í sjö strengi
og boginn hvelfdur eins og gömbu-
bogi. Hefur mjög skýran tón. Ég fékk
hljóðfærið mitt í Vínarborg í fyrra.
Inn í því stendur að það sé frá 1796,
smíðað í Padúu, en það er erfitt að
segja til um hvort þetta er uppruna-
leg merking. Það er eitthvað búið að
breyta því. Eiginmaður Sibyl Urbanc-
ic átti það og seldi mér. Það hefur
aðeins verið notað nokkrum sinnum
undanfarin ár og þá með Wiener
Blockflötenensemble, sem hann er í
forsvari fyrir. Boginn er nýr, smíðað-
ur nokkum veginn eftir gömlum boga
( safni. Sá sem smiðaði hann er
bandarískur bogasmiður, sem býr í
Vínarborg. Ég lærði ( Vínarborg og
fer því oft þangað. “
Þið látið ykkur ekki nægja að
halda tónleika, heldur efnið einnig
til sýningar?
„Hugmyndinni sló niður í kollinn
á mér á tónleikum í vetur. Það er til
töluvert af hljóðfærum hér eftir Hans
og gaman að vekja athygli á að það
er til íslenskur hljóðfærasmiður. Auk
þess finnst mér fara vel á að efna
til sýninga samhliða tónleikum, gæti
vel hugsað mér að halda því
áfram . . .“
Svo það er sumsé annað kvöld, sem
er hægt að fara á strengjatónleika
án fiðlu, en virða fyrir sér fiðlur í
anddyri Bústaðakirkju kl. 20.30.