Morgunblaðið - 28.05.1988, Blaðsíða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MAÍ 1988
Alls voru brautskráðir 52 nemendur.
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Leiðsöguskóli Ferðamálaráðs:
24 nýir leiðsögu-
menn útskrifast
LEIÐSÖGU SKÓLI Ferðamála-
ráðs útskrifaði 24 nýja leiðsögn-
menn þann 12. maí síðastliðinn.
Kennsla í skólanum hófst 5. okt-
óber og hefur verið kennt tvö
kvöld í viku auk nokkurra laugar-
daga. Þeir sem standast öll próf
fá skírteini Ferðamálaráðs sem
leiðsögumenn ferðafólks og rétt
til inngöngu í Félag leiðsögu-
manna, en samkvæmt samningi
við ferðaskrifstofurnar hafa fé-
lagsmenn í þvi félagi forgangs-
rétt til leiðsögustarfa á íslandi.
í skólanum flytja sérfrasðing'ar
fyrirlestra um jarðfræði, plöntur og
dýralíf, sögu, atvinnuvegi, bók-
menntir og listir, og reyndir leið-
sögumenn fræða um helstu ferða-
mannastaði hér á landi. Rauði kross
Islands sér svo um skyndihjálpar-
fræðslu.
Síðastliðið sumar varð mikil aukn-
ing á fjölda erlendra ferðamanna og
bar á nokkrum skorti á leiðsögu-
mönnum, sérstaklega þeim sem hafa
gott vald á þýsku og frönsku. Er
þess vænst að hinir nýútskrifuðu
leiðsögumenn bæti úr þeim skorti.
52 nemendur braut-
skráðir á vorönn
Selfossi.
52 NEMENDUR voru braut-
skráðir við hátíðlega athöfn frá
Fjölbrautaskóla Suðurlands við
lok 14. annar skólans laugardag-
inn 21. mai. Alls voru 443 nem-
endur i dagskóla, 127 i öldunga-
deild og í deildinni á Litla Hrauni
voru 19 nemendur. 43 kennarar
störfuðu við skólann á önninni.
Örlygur Karlsson aðstoðarskóla-
meistari bauð viðstadda velkomna
til athafnarinnar í Odda, skólahúsi
Fjölbrautaskólans. Hann flutti
kveðrjur og hamingjuóskir frá Þór
Vigfússyni skólameistara sem lenti
í bflslysi daginn áður ásamt konu
sinni og tengdamóður og gat ekki
verið viðstaddur athöfnina. Þau
meiddust öll en sluppu þó eftir at-
vikum sæmilega frá óhappinu.
Helstu nýjungar í skólastarfinu
á vorönn voru kennsla í fatagerð
og fatahönnun sem var hluti af
hússtjómarbraut sem hófst á haust-
önn með kennslu í matreiðslu. Nem-
endur á brautinni voru 7, 5 stúlkur
og 2 piltar. Hússtjómarbrautin eyk-
ur veg verklegra greina innan skól-
ans. Fatagerð og matreiðsla bætast
við trésmíði, málmsmíði og rafiðnir.
Örlygur fagnaði nýju framhalds-
skólafrumvarpi og því að fram-
haldsskólamir hafi öðlast fastan
grundvöll að starfa á. Hann sagði
mikilvægt að fjárlög væm gerð af
skynsemi þar sem ríkið sæi nú um
rekstur og þeir nytu ekki lengur
stuðnings sveitarfélaganna sem oft
reyndust skólunum vel þegar í
nauðimar ræki. Hann gat þess að
nú hefði verið gefinn út nýr námsv-
ísir fyrir skólann í samstarfi við
framhaldsskóla á Suðumesjum,
Vesturlandi, Austurlandi og Vest-
mannaeyjum. Með honum leggst
af námsvísir frá 1983.
Af þeim 52 nemendum sem
brautskráðust eða hlutu löggildingu
gráðu sinnar, eins og skólameistari
kemst gjaman að orði, vom 26
stúdentar, 12 úr gmnndeildum
málm-, raf- og tréiðna, 9 nemendur
af iðnbrautum og 2 af verknáms-
brautum vélvirkjunar og renn-
ismíði. Einn nemandi útskrifaðist
af tveggja ára heilsugæslubraut,
einn í tækniteiknun og fjórir luku
verslunarprófi.
Guðmundur Skúli Johnsen flutti
ávarp fyrir hönd nýstúdenta og
sagði m.a. mikilvægt að vanda til
þess náms sem stundað væri við
skólann og ávallt síðan. Hann þakk-
aði stjómendum samfylgdina og
ámaði skólanum heilla.
Örlygur aðstoðarskólameistari
ávarpaði nemendur í lok athafnar-
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Aðalheiður Guðmundsdóttir og Ágúst Österby hlutu fjölda viðurkenn-
inga fyrir námsárangur.
innar og kvað spumingar um tengsl
reynslu og framtíðar vakna á
kveðjustundum sem þessum. Hann
lauk máli sínu með ljóði Hannesar
Péturssonar, Framtíð:
Ferð þín er hafin.
Fjarlægjast heimatún.
Nú fylgir þú vötnum
sem falla til nýrra staða,
og sjónhringar nýir
sindra þér fyrir augum.
Nemendur Leiðsögumannaskóla Ferðamálaráðs að Ieggja upp í eina
prófferðina nú f vor ásamt forstöðumanni skólans, Birnu G. Bjarn-
leifsdóttur.
Kvenfélagasamband íslands;
Bjórheimildinm andmælt
En alnýjum degi
fær þú aldrei kynnst.
í lind reynslunnar
fellur Ijós hverrar stundar
og birtist þar
slungið blikandi speglun
alls þess er áður var.
Að lokinni athöfninni var gestum
boðið að þiggja kaffiveitingar og
skólinn var til sýnis gestum.
— Sig. Jóns.
Kvenfélagasamband íslands
vill koma þvf á framfæri að það
harmar að samþykkt hefur ver-
ið á Alþingi frumvarp sem
heimilar sölu og dreifingu á
áfengum bjór í Iandinu.
Kvenfélagasamband íslands vili
einnig ítreka fyrri ábendingar
sínar um afleiðingar þessarar
heimildar, ekki síst gagnvart
bömum og ungmennum. Mikil
hætta er á að áfengisneysla þeirra
aukist með tilkomu bjórsins og
um leið ýmis vandamál sem tengj-
ast neyslu áfengis. í tilkynningu
frá Kvenfélagasambandinu segir
einnig að til þess að draga sem
mest úr skaðlegum afleiðingum
áfengs bjórs þurfí að koma til
öflugt forvamarstarf og aðhald á
öllum sviðum: í uppeldi, skólum,
félagsstarfi, menningarlífí, fjöl-
miðlum og stjómmálum. Kvenfé-
lagasambandið hyggst fylgjast vel
með því að slíku forvamarstarfí
verði sinnt.
INNLENT
Stýrimannaskólinn:
Fleiri ljúka skipstjómamámi en um árabil
STÝRIMANNASKÓLINN í
Reykjavík útskrifaði 115 skip-
stjómarmenn til fullra atvinnu-
réttinda og auk þess luku 71 nem-
andi 30 rúmlesta réttindanámi.
Þá vom á skólaárinu haldin þrjú
kvöld- og helgarnámskeið ætluð
almenningi.
Skipstjómarprófí 1. stigs luku 63
nemendur, 2. stigi luku 37 nemend-
ur, farmannaprófí luku 6 nemendur
og 5 nemendur luku 4. stigi, prófi
skipherra á varðskipum. Þá starfaði
skipstjómardeild 1. stigs á ísafirði
og luku 7 nemendur námi þaðan.
Frá Gagnfræðaskólanum á Ólafsfirði
og Fjölbrautarskólanum á Sauðár-
króki luku 11 nemendur námi.
Hæstu einkunn á skipstjómarprófí
1. stigs hlaut Bjöm Jóhannsson frá
Súðavík, 9,40. Á skipstjómarprófi
2. stigs fékk Guðbjartur Jónsson frá
Bolungarvík hæstu einkunn, 9,54. Á
farmannaprófi hlaut Ingimundur Þ
Ingimundarson hæstu einkunn, 9,38.
Hæstu einkunn á prófí 4. stigs hlaut
Omar Öm Karlsson. Frá skólaslitum Stýrimannaskólans.
Fjölbrautaskóli Suðurlands: