Morgunblaðið - 28.05.1988, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MAÍ 1988
Flórensbréf
Fomleifauppgröfturinn á Piazza Signoria og Palazzo Vecchio.
eftir Bergljótu
Leifsdóttur
EFTIR mjög svo mildan vetur
hófst vorið þann 21. mars. Hafa
skipst á skin og skúrir og í byrj-
un maí kom hitabylgja frá Norð-
ur-Afríku. Mér finnst alltaf skrý-
tið þegar ég sé sumarblóðim, sem
eru einnig í görðunum á íslandi,
blómstra héraa í mars eða april.
Að horfa út um bilrúðuna í
sunnudagsbíltúrnum í nágrenni
Flórens og sjá akrana þakta sól-
eyjum er einsog að horfa á mál-
verk.
Ávallt leggja margir ferðamenn
leið sína til Flórens um páskana.
Klukkan tíu á páskadagsmorgun
leggur páskavagninn af stað og fer
um hluta miðbæjarins í áttina að
Dómkirkjutorginu. Vagninn er
dreginn af fjórum hvítum uxum og
fylgir honum 150 manna skrúð-
ganga auk fánabera. Mennimir
klæðast hinum fomu knattspymu-
búningum.
Friðardúfa með ólífugrein í gogg-
inum leggur af stað frá súlu nálægt
altari Dómkirkjunnar á hádegi að
lokinni páskamessunni. Undir er
leikið Gloria eftir Mozart. Dúfan fer
eftir kaðli sem liggur frá altarinu
að toppi vagnsins. Samkvæmt
kenningu Flórensbúa má ráða af
flugi friðardúfunnar hvað árið muni
bera í skauti sér fyrir Flórens og
heim allan.
Þegar friðardúfan hefur flugið
kviknar á vindmillu á toppi vagns-
ins sem opnast síðan eins og liljan,
merki Flórens, með miklum hvelli.
Koma þá í ljós fjórir litlir fánar.
Þetta eru fáni Flórens, fáni Pazzi
fjölskyldunnar, sem á árinu 1906
„uppgötvaði" vagninn sem bar heil-
agan páskaeld um borgina, fáni
ullarlistarinnar og fáni Sameinuðu
þjóðanna, sem tákn um frið í heim-
inum.
í lokin heyrast þrjár aflmiklar
spreningar og um leið hringja stöð-
ugt allar kirkjuklukkur Flórens.
Um þessa páska náði friðardúfan
ekki einu sinni að komast út úr
kirkjunni og þykir það óheilla-
merki. Það sama gerðist árið 1939
þegar síðari heimstyijöldin hófst og
einnig árið 1966 þegar áin Amo,
sem rennur í gegnum Flórens,
flæddi yfir bakka síðan og olli miklu
tjóni.
Flórens er ein af helstu ferða-
mannaborgum Ítalíu ásamt Róm
og Feneyjum. Ferðamennimir koma
frá öllum heimshomum og hefur
Japönum fjölgað mikið. Stundum
fær maður á tilfinninguna að maður
sé að ganga um götur Tokyo en
ekki Flórens. En „Austurlandabylt-
ingin" á ekki einungis við um ferða-
menn, heldur liggur við að á hveij-
um degi sé nýr kínverskur veitinga-
staður opnaður í borginni. Flórens-
búar hafa alla tíð verið mjög
hreyknir af matargerðarlist sinni
og þýðir ekki að bera þeim á borð
hvað sem er. Það eru því skiptar
skoðanir um hina kínversku veit-
Páskavagninn á Dómkirkjutorginu,
ingastaði og telja margir þá vera
meira fyrir ferðamenn vegna lægra
verðlags.
Kaffíhúsamenning var mikil í
Flórens á 19. öld og í byijun 20.
aldar eins og annars staðar í Evr-
ópu. Á kaffihúsunum hittust rithöf-
undar og listamenn. Síðan varð
breyting á og pizzubitastaðir og
barir, þar sem fólk stendur upp á
endann, tóku við. Margir söknuðu
kaffihúsamenningarinnar og geta
þeir nú tekið gleði sína á ný því
nú er verið að endurvekja hana
meðal annars með því að jeikin er
lifandi tónlist á kvöldin. í janúar
var ihörgum börum í miðbænum
lokað vegna breytinga og eftir
nokkra mánuði voru þeir opnaðir
aftur. Var mjög gaman að sjá út-
komuna.
Miðbæ Flórens og nágrenni hans
var lokað 20. febrúar síðastliðinn.
Er þetta stærsta borgarsvæði í
Evrópu sem lokað er fyrir umferð.
Einungis þeir sem eiga lögheimili á
svæðinu mega aka um og leggja
bílum frá klukkan 7.30 til 19.30 á
virkum dögum. Strætisvagnar
mega aka um svæðið og einnig létt
bifhjól og reiðhjól. Maður á því allt-
af á hættu að vera keyrður niður
af einhveijum. En nú gengur betur
að anda í miðbænum. Aðalvanda-
málið sem fylgir þessu er að meiri-
hluti bflastæða borgarinnar voru
innan þessa svæðis. í fyrstu fóru
nokkrir með glóðarauga heim eftir
að hafa skipst á skoðunum um hver
ætti rétt á bflastæði sem fannst.
Síðastliðið haust hófst fomleif-
auppgröftur á Piazza Signoria, sem
er eitt af aðaltorgum Flórens. Þar
er ráðhúsið Palazzo Vecchio og á
hægri hönd Uffizi listasafnið. í
þessum uppgreftri fundust leifar
af byggð Rómveija í Flórens 2000
árum fyrir Krist. Nú eru skiptar
skoðanir um hvort eigi að setja
hellumar aftur yfir þessar fom-
minjar eða leyfa þeim að vera til
sýnis.
Á vorin er ávallt mikið um tónlist-
arviðburði í Flórens. Maímánuður
er tileinkaður klassískri tónlist hjá
Borgarleikhúsinu og nú er haldin
51. tónlistarhátíðin. Söngsveitin
Manhattan Transfer hélt tónleika
27. apríl og Sting tveimur dögum
síðar og hinn 9. maí hélt Oscar
Peterson tónleika.
Fiorentina, knattspymulið Flór-
ens, sigraði Napolí með þremur
mörkum gegn tveimur hinn 8. maí.
Knattspymuáhugi er mikill hér eins
og annars staðar á Ítalíu og á
sunnudögum má sjá marga Itali
ganga með lítil útvörp til að fylgj-
ast meðleikjunum. Þjálfari Fiorent-
ina er sænskur og heitir Sven Gör-
an Erikson. Auk þess er Svíinn
Hysen í liðinu. Fiorentina hefur
ekki gengið nógu vel og er í miðri
1. deildinni. Einn leikur er eftir
þegar þetta er skrifað og er Milan
efst, tveimur stigum fyrir ofan
Napólí.
Lýk ég hér þessu spjalli mínu frá
Flórens og óska ykkur góðs og
gleðilegs sumars.
Flórens í maí 1988.
Höfundur er aámamaður á ítnlfu.
Álftanes:
Grænn markaður
við sundlaugina
„GRÆNN markaður" verður
haldinn við sundlaugina á
Álftanesi laugardaginn 28. maí
frá kl. 10—17 á vegum Kvenfé-
lags Bessastaðahrepps.
Til sölu verða sumarblóm, fjöl-
ær blóm, stofublóm, kálplöntur,
tré, mnnar, grænmeti, heimabak-
aðar kleinur o.fl.
Sundlaugin verður opin á sama
tíma og er frítt fyrir alla fjölskyld-
una.
Verslunin Te og kaffi býður
öllum upp á kaffí og verslunin
Marion, Trönuhrauni í Hafnar-
firði, verður með tískusýningu á
sundlaugarbökkunum kl. 14.
Allur ágóði markaðarí.MS fer í
að rækta almenning-sgarð við
sundlaugina.
Hreppsbúar, nágrannar og
gestir em velkomnir, segir í frétt
frá kvenfélaginu.
Stefna tímans
Raunvísindi
Egill Egilsson
í síðasta þætti litum við á nokk-
ur vandamál sem koma upp, ef
fengist er við tímann með eðlis-
fræðilegum aðferðum. Endað var
á fyrirbrigði sem við nefndum
steftiu tímans. Rifjum upp í ör-
stuttu máli hvað hér er á ferðinni:
Viðsnúnir atburðir
Sumir atburðir sem við sjáum
virðast geta gerst bæði „fram og
aftur". Aðrir geta það ekki. Með
því er t.d. átt við að kvikmynd
af atburðinum leikin aftur á bak
orkar á okkur jafn eðlilega og hún
sé leikin áfram. Dæmi um þetta
er stálkúla sem er kastað í loft
upp og fellur niður aftur. Þetta á
hins vegar ekki við um mjólkur-
dropa sem er hrærður út í kaffi.
Við höfum engan séð „hræra"
mjólkina og kaffið „sundur" á ný.
Hreyfilögmál Newtons
og skammtafræðin
í klassískri eðlisfræði stýrir
svonefnt 2. lögmál Newtons allri
hreyfingu. Það segir að kraftur á
hlut sé jafn massa hans sinnum
hraðabreytingu á hverri sekúndu.
Samsvarandi nákvæm lögmál
hafa tekið við í nútímaeðlisfræði.
í þessum lögmálum er ekki gerður
greinarmunur á „fram“ og „aft-
ur“. Atburðir geta gerst jafnt í
eina átt sem í aðra. Rafeind frá
glóðarþræði í sjónvarpslampa,
sem flýgur í fleygboga fram að
skjánum, færi sömu braut með
sama hraða til baka, væri henni
endurkastað frá skerminum.
Margar eindir
Lögmál tölfræðinnar
í daglega lífínu höfum við sjald-
an samsafn örfárra agna. Enn
fremur fær efnið sem við fáumst
við sjaldan að vera í friði fyrir
umhverfinu. Allt sem við fáumst
við hefur hitastig, sem er gjaman
hiti umhverfisins. M.ö.o., efni-
sagnir umhverfísins hafa áhrif á
efnisagnimar. sem við erum að
fást við 'og tmfla þær með þeim
hætti sem við getur ekki fylgst
með. Við getum ekki hent reiður
á hreyfíngum einstakra hluta
þess, en verðum í stað nákvæmrar
lýsingar (hraða og staðsetningar)
að taka upp líkindareikning.
Tölfræðileg eðlisfræði
og líkindareikningur
Þessar aðferðir verða sterk
hjálpartæki ef um er að ræða
margar eindir. Það kemur í ljós,
að séu efniseindir okkar nógu
margar, verða líkumar á ákveð-
inni hegðun heildarinnar svo
sterkar, að frávik frá meðaltali
sést ekki. Dæmi: í 3-ja hólfa kassa
em þijár kúlur. Kassann má
hrista og dreifa kúlunum tilviljun-
arkennt í hólfinu. Ekki em hverf-
andi líkur á að allar kúlumar lendi
í sama hólfínu. En séu kúlumar
og hólfin 100 má eyða ævina í
þennan leik án þess að sjá þær
allar fara í sama hólfið.
Eðlisfræðingar fást við „kassa“
með miklu meira en 100 kúlum".
Því verða frávikin frá meðal-
hegðuninni sjaldgæf.
Tími Bergsons
Ef við höfum efnismagn þeirrar
stærðar að ekki er hægt að henda
reiður á hreyfíngu einstakra
einda, er tölfræðileg lýsing tekin
upp. Sú regla sem kann að vera
á eindunum þegar við látum þær
eiga sig (t.d. ef allar kúlur em
látnar í sama hólf) hverfur smám
saman (kassinn hristist vegna
hitastigsins).
Franski heimspekingurinn
Henri Bergson (1849—1941) skil-
greindi nýtt tímahugtak sem
byggir á þessu. Nánar til tekið
er það byggt á því hvemig eindir
dreifast (flæða) með tímanum.
Þessi skilgreining er ekki tvíátta,
eins og tíminn er samkvæmt afl-
fræði Newtons. Enginn hefur séð
mjólkurdropa í kaffí safnast sam-
an á ný og verða að óblönduðum
dropa á staðnum þar sem hann
féll niður. Segja má að skilgrein-
ingin sé ekki flóknari en svo að
þegar ystu agnimar em komnar
2 sm út sé liðinn helmingi lengri
tími en þegar þær era komnar 1
sm út.
Stefna tímans
Á hveiju byggist það að muna
fortíðina? Það byggist á að safna
upplýsingum. Upplýsingar em
geymdar með því móti að raða
niður efnisögnum á ákveðinn hátt,
þ.e. að byggja upp reglu í efninu
sem myndi eyðast og hverfa,
væri henni ekki haldið við með
utanaðkomandi aðferðum. Upp-
lýsingar eða reglu er hægt að
tala um í magni, t.d. með því
hvaða pláss þær taka í minni í
tölvu. Það kostar orku að koma
þessum upplýsingum fyrir í heila-
búi okkar. Þau orkuskipti við
umhverfið skapa óreiðu (sbr. kúl-
umar í kassanum, sem hristist,
svo að þær dreifast óreglulega í
hólfin). Orku sem við tökum við
frá sól fylgir hátt hitastig (hiti
sólarinnar, hub 6000°C). Slíka
orku má nota til að koma fyrir
upplýsingum. Því að varmaorku
sem við tökum til okkar fylgir lítil
óreiða. Við losum okkur við orku
til umhverfisins við stofuhita, sem
er um það bil 20°C. Þeirri orku
fylgir mikil óreiða. Þannig er það
orkustreymi sem um okkur fer,
og sú staðreynd að við tökum það
til okkar í því ástandi að því fylg-
ir minni óreiða og meiri regla en
þegar við látum það frá okkur,
gmndvöllur þess að við getum
safnað upplýsingum og haldið
þeim, þ.e. munað fortíðina.
Ef lengra er haldið, má segja
að hitaójafnvægið í alheiminum
(hér mismunandi hiti sólar og
jarðar) og þar með útþensla al-
heimsins, sem hún byggist á, sé
grundvöllur tímaskyns okkar.
Hins vegar ber að taka þá fullyrð-
ingu með þeim fyrirvara, að ekk-
ert líf þrífst án varmaójafnvægis.
Og líf vort er gmndvöllur tímas-
kynsins. Eða hvað?