Morgunblaðið - 28.05.1988, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MAÍ 1988
Árnesingakórinn í Reykjavík.
Amesmgakórinn
heldur tónleika
um.
Araesingakórinn í Reykjavík
heldur tónleika í Langholts-
kirkju í dag, laugardaginn 28.
maí, kl. 17 í tilefni af utanlands-
ferð.
Starfsár kórsins hófst í byijun
október og hefur starfsemi verið
Qölbreytt að venju. Fyrir jól söng
kórinn fyrir aldraða Ámesinga í
cjavík og einnig á sjúkrahús-
apríl sl. hélt kórinn tónleika
ásamt Samkór Selfoss og Áme-
skómum, en þessir kórar hafa átt
gott samstarf á undanfömum
árum.
Á haustdögum var ákveðið að
halda utan að vori og urðu Finn-
land og Álandseyjar fyrir valinu.
Lagt verður af stað 12. júní og
tekur ferðin 11 daga. Verður m.a.
sungið í Mariehamn, Lathi og Pori.
Kórinn hefur æft tvisvar í viku í
allan vetur og um miðjan maí
dvaldi hann eina helgi austur á
Flúðum við æfíngar.
píanóleikari er
mundsdóttir.
Þóra Fríða Sæ-
(Fréttatilkynning)
Fyrsti kven-
lögreglu-
þjónninn
á bifhjóli
í DAG tekur María Sigurbjört
Lárusdóttir til starfa í bifhjóla-
deild lögreglunnar í Reykjavík.
Hún er fyrsti kvenlögreglu-
þjónninn á bifhjóli á íslandi.
María er 25 ára og hóf starf í
almennri deild lögreglunnar suma-
rið 1986. í mars á þessu ári flutt-
ist hún yfír til úmferðardeildarinn-
ar og hefur nú lokið tilskyldu prófí
til þess að komast í bifhjóladeild-
ina. I samtali við Morgunblaðið
sagði María að þetta leggðist vel
í hana. Hún hefði alla tíð haft
mikinn áhuga á bifhjólum og verið
Bækistöðvar stuðn-
ingsmanna Vigdísar
Stuðningsmenn Vigdísar Finn-
bogadóttur forseta munu í dag
opna bækistöðvar i Garðastræti
17 á 3. hæð.
Stuðningsmennimir munu verða
við eftir hádegi til skrafs og ráða-
gerða og til að svara spumingum
sem fólk kann að hafa. Kaffí verður
á könnunni og Vigdís mun ef til
vill líta inn.
Stuðningsmenn Vigdísar hvetja
fólk til að kjósa og minna fólk sem
verður í sumarfríi á kjördag á utan-
kjörstaðakosningu. (Fréttatilkynning)
Morgunblaðið/Júlíus
María Sigurbjört Lárusdóttir á
bifhjólinu.
snigill í Q'ögur ár. Sjálf ekur hún
um á Yamaha XJ900.
Arið 1953 var fyrsta konan,
Vilhelmína Þorvaldsdóttir ráðin til
starfa hjá Lögreglunni í Reykjavík
en það var ekki fyrr en 30. júní
1974 að tvær konur, Dóra Hlín
Ingólfsdóttir og Katrín Þorkels-
dóttir, sáust í einkennisbúningi
lögreglunnar á götum borgarinn-
ar.
Nú eru breyttir tímar. 23 konur
voru á starfsmannaskrá lögregl-
unnar 1. apríl síðastliðinn og
mynda þær um 10% af lögregluiið-
inu sem er sambærilegt við það
sem gerist á hinum Norðurlöndun-
Vortónleik-
ar Samkórs
Trésmiða-
félagsins
SAMKÓR Trésmiðafélagsins í
Reykjavík heldur sína árlegu
vortónleika nk. laugardag 28.
maí kl. 14.30.
Tónleikamir verða í Breiðholts-
kirkju í Mjódd. Sungin verða inn-
lend og erlend lög undir stjóm
Guðjóns Böðvars Jónssonar við und-
irleik Láru Rafnsdóttur.
Kórinn er nú að ljúka 16. starfs-
ári. Síðastliðið vor tók kórinn þátt
í kóramóti í Stokkhólmi, en þar
hélt samband sænskra verkalýð-
skóra upp á 40 ára afmæli sitt. í
sumar um mánaðamótin júní—júlí
er ákveðin söngför á kóramót, sem
haldið verður í Óðinsvéum í Dan-
mörku, en þar koma saman til tón-
leikahalds norrænir verkalýðskórar
og lúðrasveitir og er gert ráð fyrir
að mót þetta sæki um 7.000 manns.
Nú eru íbúar Óðinsvéa að halda
upp á 1.000 ára afmæli borgar
sinnar og er þetta kóramót í tengsl-
um við hátíðahöld af því tilefni.
(Fréttatilkynning)
Hlutafjáraukning Hafskips hf. 1985:
Skiptaréttur telur hlutafjár-
loforðin ekki skuldbindandi
Þeir sem skrifuðu sig fyrir hlutafé eiga kröfur í þrotabúið
KVEÐNIR voru upp fjórir úrskurðir í skiptarétti Reykjavíkur í gær í
málum sem varða hlutafjáraukningu Hafskips hf. árið 1985. Nokkrir
aðilar hafa rift loforðum sínum, enda töldu þeir að hlutafjárútboðið
hefði verið haldið formgöUum og loforð um hlutafjárkaup gefin á
röngum forsendum vegna villandi upplýsinga. Þá bæri að úrskurða
að loforðin væru ekki skuldbindandi, þar sem ekki hafi tekist að ná
þeirri hlutafjáraukningu sem stefnt hafði verið að. Skiptaréttur viður-
kenndi að þessir aðilar væru óbundnir af loforðum sínum og ættu
kröfur í þrotabúið um greiðslu á skuldabréfum, sem gefin voru út
vegna hlutafjáraukningarinnar. Úrskurðunum hefur verið áfrýjað til
Efnisskrá tónleikanna er fjöl-
breytt og hefur aðaláhersla verið
lögð á íslenskt efni en auk þess
er þar að fínna ýmis erlend lög.
Stjómandi Ámesingakórsins í
Reykjavík er Hlín Torfadóttir og
Leiðrétting
í Fólki í fréttum á bls. 49 í
Morgunblaðinu í gær er fjallað um
skólaslit Leiklistarskóla íslands.
Þar segir að fyrstu nemar skólns
hafí verið útskrifaðir fyrir 10
ámm. Það er ekki rétt því nú em
tólf ár liðin síðan Leiklistarskólinn
útskrifaði nema fyrst.
Morgunblaðið biðst velvirðingar
á þessum mistökum.
Hæstaréttar.
Á hluthafafundi Hafskips hf., sem
haldinn var í febrúar 1985 var sam-
þykkt tillaga stjómar félagsins um
80 milljóna króna hlutafjárútboð. Þá
flutti stjómarformaður Hafskips
skýrslu stjómar, sem nefnd var „Á
krossgötum." Þar var rakin staða
fyrirtækisins og greindi menn síðar
meir á um það hvemig skilja bæri
þær upplýsingar. Hafskip hf. var
tekið til gjaldþrotaskipta í desember
1985. Sem dæmi um málarekstur
vegna hlutafjáraukningarinnar skulu
hér raktar niðurstöður skiptaréttar í
máli manns, sem skráði sig fyrir
hlutabréfum að upphæð krónur 460
þúsund í febrúar 1985. Skuldabréf
hans var sett Útvegsbanka íslands
að handveði til tryggingar skuldum
Hafskips við bankann. Hefur bank-
inn krafíð manninn um greiðslur, en
hann ekki greitt.
Skiptaréttur vísar í niðurstöðu
sinni til laga 32/1978 um hlutafélög
og fellst á það með manninum að
ákrift nýrra hluta vegna hlutafjár-
aukningarinnar hafí ekki farið að
öllu leyti samkvæmt þeim lögum.
Ekki hafí verið til staðar á hluthafa-
fundinum, þar sem útboðið var sam-
þykkt, umsögn endurskoðanda fé-
lagsins um skýrslu stjómar, ekki
hafi verið settur frestur til áskriftar
og ákveðinn fjöldi áskrifenda hafí
greitt hlutafjárloforð sfn með öðram
hætti en samþykkt hafí verið. Þá
hafi áskrift nýrra hluta ekki verið
gerð á sérstaka áskriftaskrá, sem
félagsstjóm undirritaði. Hins vegar
hafi maðurinn, þ.e. sóknaraðili máls-
ins, ekki mótmælt framangreindum
annmörkum við ráðherra, svo sem
tilskilið sé í lögunum og geti ekki
borið fyrir sig nú að þeir valdi því
að áskriftin sé óskuldbindandi fyrir
hann.
Auk framangreindra atvika
byggði sóknaraðili ógildingarkröfu
sína á því, að ekki hafí fengist að
Athugasemd
í lok greinar um „Bjartsýnar
konur í huggulegu umhverfí" í kúb-
önskum fangelsum og fleira gott
fólk sem birtist í Morgunblaðinu sl.
fímmtudag sagði að ritstjóri Þjóðlífs
hefði hafnað birtingu með þeim
ummælum, að hann teldi ekki
ástæðu til að birta þau sjónarmið
sem fram kæmu í greininni. Þetta
er endurtekið í Staksteinum Morg-
unblaðsins í gær, föstudag, og
hermt upp á ritstjórann að hann
hafi ekki séð ástæðu til að sjónar-
mið þessi kæmu fram. Hið rétta er
að ritstjóri Þjóðlífs sagði ekkert um
það hvort skoðanir ættu rétt á sér
eða ekki almennt, heldur einungis
að fréttatímaritið sæi ekki ástæðu
til að birta þær. Á þessu tvennu
er eðlismunur. Þjóðlíf er gagnrýnið
fréttatímarit en ekki trúboðsrit.
Með bestu kveðjum.
Óskar Guðmundsson
ritstjóri Þjóðlífs.
fullu áskrift fyrir þeim hlutafjárauka
sem fundurinn hafi ákveðið að safna,
þ.e. 80 milljónir, heldur hafí safnast
tæpar 77 milljónir. Skiptaréttur seg-
ir ljóst af hlutafélagalögum að í
slíkum tilvikum, þ.e. þegar ekki fæst
áskrift fyrir lágmarki hlutafjárauka
sem ákveðinn hafí verið, sé niður
fallin ákvörðun um hlutaflárhækkun
og skuldbindingar þeirra hluthafa,
er þegar hafí skráð sig fyrir hlutum.
Óheimilt sé, eftir að áskrift er hafín,
að breyta ákvörðun hluthafafundar
um upphæð hlutafjárauka. Sam-
kvæmt ófrávíkjanlegu skilyrði lag-
anna sé því niður fallið loforð það
um áskrift fyrir hlutafjárauka, sem
sóknaraðili málsins gaf Hafskip og
staðfesti síðar með útgáfu hluta-
bréfs. „Að þessari niðurstöðu feng-
inni koma aðrar þær ástæður er
sóknaraðili hefur fært fram ógilding-
arkröfu sinni til stuðnings eigi til
umflöllunar í úrlausn þessari," segir
í niðurstöðu réttarins.
Skiptaréttur viðurkenndi kröfu
mannsins í þrotabú Hafskips, sömu
upphæðar og skuldabréfíð sem hann
gaf út. Þar sem af hálfu mannsins
var krafíst viðurkenningar á kröfu
hans sem almennri kröfu í búið þótti
sú málflutningsyfírlýsing binda hann
í þeim efnum, en ella er litið á slíkar
kröfur sem forgangskröfur. Sömu
sögu er að segja af tveimur öðram
úrskurðum.
Fjórði úrskurðurinn var í máli fyr-
irtækis, sem hafði skráð sig fyrir
hlut í Hafskip, gefið út skuldabréf
að upphæð 500 þúsund krónur og
afhent tvær gámagrindur að verð-
mæti rúmlega 1,4 milljónir króna
sem greiðslu. Sóknaraðili málsins
byggði kröfur sínar á sömu atriðum
og maðurinn, sem greint hefur verið
frá. Sem fyrr féllst skiptaréttur á
að loforð um áskrift fyrir hluta-
fjárauka væri fallið niður, þar sem
ekki tókst að ná þeim 80 milljónum,
sem samþykkt hafði verið. Rétturinn
viðurkenndi því kröfu fyrirtækisins
á hendur þrotabúi Hafskips, að sömu
upphæð og skuldabréfíð og verð-
mæti gámagrindanna, sem Hafskip
hafði selt. Krafan var viðurkennd
sem forgangskrafa samkvæmt hluta-
félagalögum.
Úrskurði þessa kváðu upp Valtýr
Sigurðsson, borgarfógeti og með-
dómsmennimir Reynir Ragnarsson,
löggiltur endurskoðandi og Þorgeir
Örlygsson, settur prófessor.
Fiskverð á uppboðsmörkuðum 27. maí.
FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði
Hœsta Laeg8ta Meðal- Magn Heildar-
verð verð verð (lestir) verð (kr.)
Þorskur 48,50 38,00 46,00 5,031 231.434
Ýsa 66,00 51,00 60,21 0,221 13.330
Lúða 160,00 120,00 154,84 0,116 17.981
Koli 25,00 25,00 25.00 0,099 2.475
Ufsi 13,00 13,00 13,00 0,041 '527
Steinbítur 15,00 15,00 15,00 0,046 690
Karfi 15,00 15,00 15,00 0,057 855
Samtals 47,63 5,610 267.212
Selt var úr trillum. I dag verða'm.a. seld 240 tonn af grálúðu,
karfa og blálöngu úr Víði HF.
FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík
Þorskur 49,00 30,00 46,35 5,154 238.873
Ýsa 65,00 65,00 65,00 0,295 19.175
Keila 10,00 10,00 10,00 0,057 570
Ufsi 15,00 15,00 15,00 0,123 1.845
Skarkoli 25,00 25,00 25,00 0,090 2.250
Steinbitur 15,00 15,00 15,00 0,077 1.155
Skötuselur 200,00 200,00 200,00 0,015 3.000
Samtals 45,92 5,811 266.868
Selt var úr ýmsum bátum. Nk. mánudag verða m.a. seld 7 tonn
af ýsu og nk. þriöjudag verða m.a. seld 150 tonn af grálúðu,
10 tonn af blálöngu og 10 tonn af karfa úr Engey RE.
FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA
Þorskur 43,50 31,00 39,28 14,600 573.550
Ýsa 66,50 35,00 55,76 7,909 440.979
Karfi 11,00 5,00 8,10 3,904 31.616
Ufsi 15,00 5,00 7,77 5,620 43.640
Öfugkjafta 19,00 19,00 19,00 1,000 19.000
Lúða 148,00 90,00 128,47 0,842 108.136
Samtals 36,61 36,037 1.319.255
QENQISSKRÁNING Nr. 98. 27. maí 1988
Kr. Kr. Toll-
Ein. Kl. 09.16 Kaup Sala gangl
Dollari 43,49000 43,61000 43,28000
Sterlp. 80,88900 81,11200 81,84200
Kan. dollari 35,12200 35,21900 35,14300
Dönsk kr. 6,68770 6,70610 6,69610
Norsk kr. 7,01060 7,02990 7,03230
Sænsk kr. 7,33330 7,35350 7,36050
Fi. mark 10,76350 10,79320 10,79570
Fr. franki 7,54870 7,56950 7,56510
Belg. franki 1,21990 1,22330 1,22780
Sv. franki 30,51500 30,59920 30,88120
Holl. gyllini 22,73870 22,80140 22,89280
V-þ. mark 25,45430 25,62460 25,67020
it. líra 0,03429 0,03438 0,03451
Austurr. sch. 3,62070 3,63070 3,65220
Port. escudo 0,31210 0,31300 0,31420
Sp. peseti 0,38540 0,38650 0,38750
Jap. yen 0,34866 0,34962 0,34675
irskt pund 68,09900 68,28700 68,57900
SDR (Sérst.) 59,64000 59,80460 59,69740
ECU, evr. m. 53,03820 53,18460 53,41830
Tollgengi fyrir mai er sölugengi 16. maí
Sjálfvirkur 62 32 70. simsvari gengisskráningar er
Selt var aðallega úr Eldeyjar-Boöa GK, Geir RE, Sæborgu GK
og Hauki GK. I dag verður selt úr dagróðrabátum. Frá og með
1. júní nk. hefjast uppboð klukkan 11.