Morgunblaðið - 28.05.1988, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 28.05.1988, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MAÍ 1988 33 Páll Guðmundsson við eitt verka sinna fyrir framan Galleri Grjót á Skólavörðustíg. Höggmynda- sýning í Gall- erí Gíýóti PÁLL Guðmundsson frá Húsa- felli opnaði í gær höggmynda- sýningu í Gallerí Gijóti, Skóla- vörðustig 4A. Myndimar em allar höggnar í rautt og blátt gijót sem fannst í bæjargiiinu á Húsafelli. Páll fæddist 27. mars 1959 á Húsafelli í Borgarfirði. Hann stund- aði nám við Myndlista- og handíðaskóla íslands á ámnum 1977—81, en 1985 var Páll við nám í höggmyndalist við listaháskólann í Köln og nam þar hjá prófessor Burgeff í eitt ár. Páll Guðmundsson hefur haldið 10 einkasýningar, 8 á íslandi og 2 í Þýskalandi. Verk eftir hann em m.a. f eigu Listasafns íslands, Reylq'avíkurborgar, Safnahússins á Selfossi og listasafnsins í Borgar- nesi. Sýningunni lýkur 12. júní. Opið er virka daga frá kl. 12—18 og um helgar frá 14—18. (Fréttatilkynning) Netaveiðin í Hvítá hafin: Góður afli strax í upphafi NETAVEIÐIN í Hvítá í Borg- arfirði hófst þann 20. maí, en fyrir marga er sá viðburður eins konar staðfesting á sumar- komunni. Yfir 20 bæir eiga veiðirétt i ánni og í fyrra fengu þeir í net sín 4.508 laxa, sem var talsvert undir meðaUagi eins og víðast gerðist þá. Veið- in í ár byrjar vel og þegar eru fáein hundruð laxa komin á land, en veiðin hefst ekki fyrir alvöru fyrr en komið er fram íjúní. Ólafur Davíðsson bóndi á Hvítár- völlum II segist ekki vera neitt sérstaklega dús við góða byijun, þar sem þá vildi veiðin oft verða treg á besta tímanu'm, frá miðjum júní fram í miðjan júlí. Hann er einn af stærri veiðiréttarhöfum við ána með 13 lagnir og mun oft hafa fengið um fímmtung alls afla í ánni. Olafur vildi hins veg- ar ekki gefa upp neinar tölur, sagði aðeins: „Það sem ég fæ er eins mikið og kemur upp úr ágætri laxveiðiá." Blaðamaður og ljósmyndari Morgunblaðsins fóru með Ólafí að vitja neta í gærmorgunn, þrátt fyrir tortryggni hans um fiski- fælni gestanna. Sem betur fer var það ástæðulaus ótti og strax í fyrstu lögn var tvo laxa að fá. Hann er búinn að koma út 7 net- um en hefur leyfi fyrir 13 eins og áður sagði. Fiskur var í ann- arri lögninni og fimm í þeirri þriðju. Þetta voru vænir fiskar flestir 10—12 pund, enda koma smálaxagöngumar ekki fyrr en komið er fram á sumar. „Þá kem- ur fyrir að á annað hundrað laxa ánetjist yfir nóttina", sagði Ólafur og greinilegt var að hann hlakk- aði til þess tíma þegar hann kem- ur á drekkhlöðnum báti til lands. Áfram var haldið á bátnum og Morgunblaðið/KGÁ Ólafur Davídsson bóndí á Hvítarvöilum II við Hvitá í Borgarfirði losar vænan iax úr einni netalögn- inni í gær. Morgunblaðið/KGA Feðgamir Óiafur Davíðsson og Davíð ólafsson með aflann sem fékkst í morgunvitjun í Hvitá í gær. alls staðar var eitthvað að hafa. Það var létt á Ólafí brúnin þar sem hann sat í skutnum og stýrði bátnum milli lagna. Og þegar rennt var að árbakkanum kom í ljós að aflinn í þessari morgun- vitjun var 14 laxar, sem Ólafur sagði góðan afla, enda oft lítið sem ekkert að hafa í maí. Klukkan var um stundaifyórð- ung gengin í ellefu þegar aflanum var landað eftir 45 minútna vitj- un. Það eru mest kaupmenn og veitingahús á Reykjavíkursvæð- inu, sem kaupa laxinn af Ólafí. Hann er sendur með rútunni strax um hádegið spriklandi ferskur og nýr og ekki er ósennilegt að stór- um hluta hafi verið rennt niður þegar sama kvöld því ekki vantar eftirspumina. g(j Danshópurinn sem er á förum til Englands. Dansskóli Auðar Haralds: Dansflokkur er á förum til Englands DANSFLOKKUR frá Dansskóla Auðar Haralds er nú á förum til Englands til að taka i þátt í alþjóðlegu danskeppninni „Blackpool Dance Festival“ sem haldin er ár hvert í maí. I fyrra tók flokkur frá skólanum lfka þátt í keppninni og vakti sá hópur sérstaka athygli og fékk mikið lof í dansblöðum erlendis. Flokkurinn sem keppir í Eng- landi kallar sig „ Reykjavík - Lat- in - Team “ og samanstendur af átta danspömm sem mynda eina heild á dansgólfínu. Flokkurinn mun keppa í svokölluðum mynst- urdansi í suðuramerískum döns- um. fjálfari hópsins er Auður Haraldsdóttir. Dansskóli Auðar Haralds vill koma á framfærið sérstökum þökkum til Flugleiða, Samvinnuferða Landsýn og hár- greiðslustofunnar Salon Ritz fyrir veitta aðstoð við undirbúing keppninnar. RITVÉLAR REIKNIVÉLAR PRENTARAR TÖLVUHÚSGÖGN SYNINGIDAG KL. 10-16 á eldhúsinnréttingum frá JP og eldhústækjum frá Míeie í húsnæði JPinnréttinga SKEIFUNNI 7. JPinnréttingar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.