Morgunblaðið - 28.05.1988, Blaðsíða 26
pis C . HtfX í' í/'
26_________________________________________________MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MAÍ 1988
Reuter
Jesse Jackson
klæðistspennitreyju
Frambjóðendur í forkosningum í Bandaríkjunum verða fyrir margv-
íslegri reynslu. Hér sést Jesse Jackson, sem býður sig fram í for-
kosningum demókrata, basla við að klæðast fullþröngum skólabún-
ingi, sem menntaskólanemar í borginni Independence í Kalifomíu
færðu honum að gjöf er Jackson heimsótti skólann í fyrradag.
Jackson flutti ávarp þegar hann hafði klæðst stakknum og virtist
sem hann væri kominn í spennitreyju.
1 ---------------------
Fundur varnarmálaráðherra NATO
Byrðum vegna vama
verði réttlátt skipt
Brussel, frá Krístófer Má Kristóferssyni,
VORFUNDI vamarmálaráð-
herra Atlantshafsbandalagsins
lauk hér i gær. Þar ræddu ráð-
herramir stefnu bandalagsins í
hefðbundnum vömum í nánustu
framtíð og flutning 401. orr-
ustuflugsveitarinnar _ banda-
rísku frá Spáni til Ítalíu. Þá
ræddu ráðherramir þann
vanda, sem bandalagið stendur
frammi fyrir varðandi jafnari
skiptingu fjárframiaga aðild-
arríkjanna til sameiginlegra
varaa. Ennfremur árauðu þeir
Ronald Reagan Bandaríkjafor-
seta heilla í viðræðum hans við
Míkhaíl Gorbatsjov Sovétleið-
toga.
Ráðherramir samþykktu áætlun
um sameiginlegar áherslur í hefð-
bundnum vömum næstu tvö árin,
en slík samþykkt er fastur liður á
fundum þeirra. Lögð var áhersla á
nauðsyn þess að hafa áfram getu
til sveigjanlegra viðbragða og
draga úr líkum á því að grípa þurfi
til kjamorkuvopna á fyrstu vikum
ófriðar ef til hans kæmi. Ráðherr-
amir samþykktu að bjóða ítölum
að taka við 401. flugsveit Banda-
ríkjamanna, jafnframt ákváðu þeir
að flutningur sveitarinnar frá
Spáni skyldi kostaður af sameigin-
legum framkvæmdastjóði banda-
lagsins. Flugsveitin yfírgefur Spán
samkvæmt samningum á milli
Spánveija og Bandaríkjamanna.
Þá má rekja til þjóðaratkvæða-
greiðslu á Spáni 1986 um aðild
landsins að Atlantshafsbandalag-
inu. Flutningur sveitarinnar . mun
í engu breyta vömum Spánar
fréttaritara Morgxinbladsins.
vegna þess að henni hefur alltaf
verið ætlað að koma til lis við ít-
ali og Grikki kæmi til ófriðar.
Áætlað er að kostnaður við flutn-
inginn sé um það bil 500 milljónir
dollara. Gert er ráð fyrir því að
mannvirkjasjóður NÁTO reisi
nauðsynleg mannvirki en Banda-
ríkjamenn leigi þau síðan af sjóðn-
um. Reiknað er með því að leigan
muni á tíu ámm greiða upp útlagð-
an kostnað bandalagsins.
í yfírlýsingu fundarins benda
ráðherramir á að Sovétmenn hafí
í engu dregið úr vígbúnaði sínum,
útgjöld til þeirra mála ,séu enn
15-17% af þjóðartekjum þeirra.
Útgjöld NATO-ríkja em til saman-
burðar 6,5% í Bandaríkjunum en
3,5% til jafnaðar í Evrópu.
Kanadamenn taka
áfram þátt í
vörnum Noregs
Brussel, fri Kristófer M. Kristmasyni, fréttaritara Mbl.
Samkvæmt heimildum í
Brassel bendir nú allt til þess
að Kanadamenn hyggist endur-
koða þá ákvörðun sína að draga
liðsafla sinn út úr vamaráætl-
unnm Atlantshafsbandalagsins
í Norður-Noregi. Þetta mál var
rætt á fundi vamarmálaráð-
herra bandalagsins sem lauk í
Brussel í gær. Jafnframt munu
Vestur-Þjóðveijar hafa boðist
til að senda liðsauka til að
styrkja varair norður-svæðisins
ef til átaka kemur.
Kanadamenn ákváðu síðastlið-
inn vetur að draga herlið sitt út
úr vamaráætlunum NATO í Norð-
ur-Noregi. Ákvörðunin byggðist á
því að þeir treystu sér ekki til að
senda tilskilinn liðsauka til Noregs
á ófriðartímum og ákváðu að ein-
beita sér að vömum Þýskalands,
þar sem þeir hafa skuldbindingar
fyrir. Ljóst er að með þessu drógu
Kanadamenn mjög úr vömum
nyrst í Evrópu gegn vaxandi
vígbúnaði Sovétmanna á þessum
slóðum.
Samkvæmt heimildum í Bmssel
munu Vestur-Þjóðveijar hafa boð-
ið fram liðsauka til að styrkja
vamir norðursvæðisins ef til átaka
kæmi. Helst er rætt um fallhlífa-
sveit og hugsanlega stórskotalið
sem sent yrði á vettvang. Það mun
hafa komið fram í heimsókn so-
véska forsætisráðherrans, Nikolaj
Ryzhkov, til Oslóar í vetur að Sov-
étmenn hefðu ekkert við slíkar
skuldbindingar af hálfu Vestur-
Þjóðveija að athuga. Svo virðist
sem Kanadamenn séu nú reiðu-
búnir til að senda a.m.k. hluta
þess herafla sem eymamerktur
var Norður-Noregi þangað ef
nauðsyn krefur. Eftir sem áður
eru sveitir úr landgönguliði banda-
ríska flotans og sérsveitir úr
breska hemum aðilar að vamaá-
ætlunum Atlantshafsbandalagsins
á þessum slóðum.
„Tímabimdin“ vand-
ræði Evrópubúa
The Economiflt.
ÁRIÐ 1992 vonast forkólfar Evrópubandalagsins til þess að
bandalagssvæðið verði orðinn einn markaður. Hvort að það tekst
er önnur saga, en i breska tímaritinu Economist var á dögunum
velt vöngum yfir því hvort bandalaginu tækist þessi ætlun sín
áður en komið verður á samræmdum hádegisverðartíma. Sú stað-
reynd að Evrópubúar snæða hádegisverð klukkan þijú (á Spáni),
klukkan tólf (i Vestur-Þýskalandi) eða klukkan eitt (á Bret-
landi) hefur það í för með sér að það er með höppum og giöpp-
um, sem unnt er að ná sambandi við evrópska skrifborðsriddara.
Hádegisverðurinn er þó aðeins
hluti vandans. í Grikklandi er ein-
faldlega ekki hringt milli klukkan
tvö og fimm, því þá fær þjóðin
sér blund. Hvemig I ósköpunum
eiga Grikkir þá að stunda við-
skipti við Vestur-Þjóðverja, sem
fara heim úr vinnunni um flögur-
leytið? Eina lausnin virðist vera
sú sama og annars staðar — að
hringja fyrir hádegi.
Ástandið er ekki skárra í Evr-
ópulöndunum utan EB. Norðmenn
koma til vinnu klukkan átta um
morguninn og fara í mat klukkan
ellefu. Kvöldmaturinn hefst svo
vanalega um klukkan fimm. Hafa
ferðalangar enda oft lent í því að
vera bæði furðu lostnir og svang-
ir þegar þeir hafa ætlað út að
borða klukkan níu um kvöldið, því
þá eru norskir vertar einatt byij-
aðir að sópa gólfin og kokkamir
famir heim.
Svisslendingar taka daginn
ennþá fyrr. Bankamenn í Ziirich
vfla til að mynda ekki fyrir sér
að biðja fólk um að koma til
stefnumóts klukkan sjö að morgni
og á þaðan af ókristilegri tímum.
Þar að auki er til þess ætlast að
menn komi fímm mínutum fyrr
til fundarins en bókað er (nema
I Lausanne þar sem menn hafa
spillst af franskri östundvísi og
koma ávallt kortéri of seint).
Bretar koma yfírleitt til vinnu
klukkan hálftíu, en telja það
hreinustu villimennsku ef hringt
er í þá svo snemma. Fram undir
hádegi kjósa þeir að drekka kaffi
og raða skjölum í stafrófsröð á
meðan þeir eru að komast f gang.
Eftir klukkan hálfsex er yfír-
leitt ómögulegt að ná I Breta, jafn-
vel þó svo þeir séu enn í vinn-
unni, því þá lokar skiptiborðið.
Af þessum sökum þurfa erlendir
viðskiptamenn Breta að muna eft-
ir að spyija hvort þeir hafi beint
símanúmer eftir lokun skipti-
borðs.
Frakkar, lfkt og Vestur-Þjóð-
veijar, taka daginn fyrr en Bretar
og eiga það jafnvel til, að skipu-
leggja viðskiptamorgunverði, þó
ekki væri til annars en að ganga
í augun á væntanlegum viðskipta-
mönnum.
Ósýnilegi opinberi
starfsmaðurinn
Opinberir starfsmenn á ítalfu
eru vandasamir viðfangs, sérstak-
lega þeir ósýnilegu, en opinberir
starfsmenn þar í landi eiga til að
hverfa sporlaust hvenær sem er
vinnudagsins. Starfsdagurinn er
líka næsta undarlegur í augum
gesta, því ítalir vinna frá átta um
morguninn til tvö og fara þá heim
(að vísu á að heita að þeir vinni
líka á laugardögum). Þeim, sem
þurfa að eiga einhver samskipti
við ítali, er eindregið ráðlagt að
hringja fyrir hádegi — flestar til-
raunir eftir hádegi virða^t fara
út um þúfur.
Almennar kenningar um vinnu-
tíma þjóða eru varhugaverðar.
Hinir austrænu Tyrkir hafa nær
sama hátt á og hinir vestrænu
Bretar. írar (sem höfðu að orð-
taki, að þegar Guð skapaði tfmann
hefði Hann skapað nóg af honum)
hafa aðlagað sig breyttum tímum:
írskir viðskiptamenn hika nú ekki
við að biðja kollega sína í Hong
Kong að hringja í sig klukkan
§ögur að morgni.
A næstu árum má gera ráð
fyrir að þetta breytist eitthvað,
en hversu auðvelt það reynist er
annað mál.
Tilraun til breytinga
í Grikklandi
í Grikklandi er nú verið að
reyna á það hversu fastar hefðir
í þessum eftium eru. í febrúar
ákvað ríkisstjómin að hinn þriggja
tíma langi hádegisverður skyldi
afnuminn. Hálftímalangt snarl
verður nú að duga.
Ákvörðunina má þó rekja til
áhyggna grískra stjómvalda af
mengun fremur en áhuga þeirra
á að samræma matartíma Evr-
ópubúa. Styttri matartími þýðir
nefnilega að færri nenna að fara
heim til sín f mat og af sama leið-
ir að asatfmi f umferðinni skapast
aðeins tvisvar á dag í stað fjög-
urra áður. Vonast stjómvöld til
þess að mengun í Aþenu muni
minnka f réttu hlutfalli, en Aþena
sú borg Evrópu, þar sem loftm-
engun er verst.
Síðdegishitinn á sumrin kann
þó að setja strik í reikninginn.
Þar fyrir utan hafa margir bent
á önnur vandræði, sem af þessu
hljótast, því hinn langi matartfmi
var vinsælasti tími dagsins til
framhjáhalda, sem sögð eru
næsta algeng meðal Grikkja,
hárra sem lágra.