Morgunblaðið - 28.05.1988, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 28.05.1988, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MAÍ 1988 31 íimínum baráttu sér ekki í geðshræringu stundarinn- ar. Hún fymist svo fljótt." Þegar Vigdís er innt eftir hvort viðhorf hennar til embættisins nú séu önnur en þegar hún bauð sig fram fyrir átta árum segir hún að það segi sig sjálft. „Ef þessi ár hefðu ekki mótað viðhorf mín væri það algjör stöðnun. Augu mín hafa opnast fyrir svo mörgum atriðum sem ég hafði ekki áður velt fyrir mér ffá eins mörgum hliðum. Auð- vitað hefur sjóndeildarhringurinn breyst en kjaminn er alltaf hinn sami.“ Vigdís segir sér ekki óljúft að mega halda áfram að sinna þeim verkefnum sem hún hafí unnið að, velferð fólksins, varðveislu lands og tungu. „Ég hef mikinn metnað fyrir menntun og þekkingu til munns og handar. Ég tel að þekk- ing og traust verkmenning sé sterk- asta vopnið til að tryggja afkomu íslenskrar þjóðar í stómm heimi. Með staðfestu okkar getum við verið til fyrirmyndar og fyrir hana bera aðrar þjóðir virðingu fyrir okk- Morgnnblaðið/Ól. K. Mag. Vigdís Finnbogadóttir forseti fs- lands. ur og telja fróðlegt að kynnast landi okkar og þjóð. Þessa hef ég orðið áþreifanlega vör á ferðum mínum um heiminn. Við getum ausið af bmnni sérkenna, sem em mikil auðlegð. En þau verður alltaf að halda áfram að styrkja. Við höfum varðveitt innviðina og það er hlut- verk okkar og skylda að styðja við þá og byggja í kringum þá,“ sagði Vigdís Finnbogadóttir forseti Is- lands. þjóðínní Morgunblaðið/KGA i ræðustól til vinstri á myndinni. Morgunblaðið/KGA u, þingstað Slysavarnafélagsmanna, a og annarra tækja i eigu félagsins jum sýna fólki í hvað peningarnir, hafa farið,“ sagði Hannes Hafstein, Inings hefði ekki verið hægt að eign- M hann að í kjölfar samkomulags, sem gert var fýrir þremur ámm, hefði verið unnið að stofnun sameigin- legra svæðisstjóma þessara sam- taka við leitar- og björgunarstörf á landi. Hafí þetta leitt til aukins og bætts samstarfs og að þessir aðilar komi nú fram gagnvart yfírvöldum, til dæmis lögreglu, sem ein heild. Þá skýrði Haraldur frá því að á næstunni yrði tekinn í notkun sam- eiginlegur neyðarsími þessara þriggja samtaka í miðstöð Tilkynn- ingaskyldunnar í Slysavarnafélags- húsinu. Þar yrði vakt allan sólar- hringinn og hægt að kalla út þaðan sveitir allra samtakanna í Reykjavík og á Reykjanesi. Haraldur lét í ljós óskir um að samstarf björgunar- samtakanna myndi þróast í átt til enn meiri samhæfíngar og jafnvel sameiningar er fram liðu stundir. Haraldur sagði að með vaxandi umsvifum félagsins hefði þörfín fyrir nýjar bækistöðvar þess aukist. Hefði félagsstjómin því kynnt fyrir hafnaryfírvöldum í Reykjavík áhuga sinn á að fá samastað á hafnarsvæðinu, þar sem aðstaða yrði fyrir alla starfsemi félagsins, björgunarsveitar Ingólfs í Reykjavík og slysavamaskóla sjó- manna með tilheyrandi viðlegukanti fyrir kennsluskipið Sæbjörgu. Matthías Á. Mathiesen sam- gönguráðherra gerði slysavama- skóla sjómanna að umtalsefni í ræðu sinni og tilkynnti að starfs- reglur um skólann hefðu nú verið settar. Matthías undirritaði síðan samkomulag við Slysavamafélagið um að það skyldi hér eftir sjá um starfrækslu skólans. Forseti íslands, frú Vigdís Finn- bogadóttir, flutti félaginu miklar þakkir í ræðu sinni og sagði það hafa unnið stórsigur í þjóðlífinu. „Það er mikið þjóðarlán að eiga svo merkan málsvara lífsins," sagði for- seti. Þorsteinn Pálsson forsætisráð- herra þakkaði félaginu fómfúst og árangursríkt starf í áranna rás. Hann sagði að þakklætið streymdi frá þjóðinni til Slysavamafélagsins fyrir afrek þess. Þorsteinn sagði að til þess að sýna á táknrænan hátt þakklæti ríkisstjómarinnar til félagsins vildi hann afhenda félag- inu eina milljón króna til sjóslysa- vama. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir BEN BARBER Meinlæti borgar- stjórans í Bangkok Chamlong Srimuang borgarstjóri í Bangkok lifir eftir átta siða- reglum Búddhatrúarinnar, sem meðal annars banna honum að hafa kynmök við eiginkoAu sína. Hann snæðir eina máltíð á dag, forðast alla kjötneyzlu, og sefur á strámottu i húsi sem eitt sinn var vörugeymsla. Borgarstjórinn, sem venjulega er klæddur að hætti smá- bænda, í bláum fötum úr grófri bómull, er 53 ára, og orðinn einn vinsælasti maður Thailands. Sjón- varpsáhorfendur fá að sjá hann sópandi götur borgarinnar til að kynna sér hvemig má halda borg- inni hreinni. Og stundum gengur hann um sem þjónn í veitingahúsi þar sem aðeins er seld jurtafæða, en veitingahúsið reka nokkrir vina hans rétt hjá Chatuchat, aðal- markaði borgarinnar. Hann hefur jafnvel boðið notaðar skyrtur sínar, buxur og skó til sölu í búð sem hann opnaði í janúar í Chatuchat, þar sem eingöngu er seldur notaður fatnaður. Búðinni berst mikið af gjafa- fatnaði, sem svo er seldur fyrir um einn til tuttugu baht (1 baht er um kr. 1,55). Eftir þriggja mánaða rekstur hafði 600.000 baht hagnaður af rekstrinum run- nið til ýmissa góðgerðarstofnana. Þótt hann sé ekki í neinum stjómmálaflokki og njóti ekki stuðnings fjársterkra aðila er talið mögulegt að Chamlong taki við embætti forsætisráðherra í Thai- landi ef Prem Tinsulanond hers- höfðingi, sem gegnt hefur emb- ættinu undanfarin átta ár, ferfrá.„Verkefni mitt er að hjálpa landi mínu - að hvetja sem flesta til að vera réttlátir og forðast spillingu og eigingimi,“ sagði hann nýlega í einkaviðtali. í veizlu á þjóðhátíðardegi fsraels hafði hann ekkert á móti því að yfir- gefa gestina, sem þar vom að drekka, reykja og snæða, til að ræða við blaðamann - en sjálfur borðar hann eingöngu morgun- mat og hvorki reykir né smakkar áfengi. „Það má ekki líkja mér við Gandhi - ég er Chamlong. En við eigum sumt sameiginlegt. Báðir emm við grænmetisætur, ég borða minna, tala minna...Svo ég get minnkað þarfír mínar smátt og smátt...og varið meiri tíma í þágu almennings. Ég ætla að fylgja Búddha og leggja mitt af mörkum - einn þúsundasta eða einn milljónasta af því sem Búdd- ha gerði. Menn verða að hugsa fyrst um þjóðina - ekki sjálfa sig og fjölskyldur sínar,“ sagði hann á ensku sem hann lærði þegar hann var við framhaldsnám í rekstrarfræði við háskóla í Kali- fomíu árið 1973. „Það sem okkur skortir er ögun.“ Fiskurinn gaf honum trúna Chamlong sneri sér að trúnni eftir slæma reynslu á bemskuár- unum af svonefndum bardaga- fískum, sem em vinsælir í Thail- andi. Þegar hann sleppti illa særð- um físki út í tjöm gat fískurinn ekki synt og bjargað sér og varð samstundis stærri fiski að bráð. Chamlong ákvað þá að gera aldr- ei neitt það sem gæti leitt til dauða. Þessi ákvörðun kom ekki í veg fyrir að hann fengi hæstu einkunn á inntökuprófí í herskóla landsins. Hann varð foringi í hemum og hækkaði smám saman í tign í bardögum gegn kommúnistum í Víetnam og Laos með thailenzka hemum. Þegar hann hætti her- mennsku var hann orðinn undir- hershöfðingi (major-general). „Land mitt kemur fyrst," segir hann. „Ef ég verð annað hvort að drepa eða hleypa óvinunum inn fyrir víglínu okkar, verð ég að gera skyldu mína (sem hermaður) jafnvel þó að með því sé ég að Frá Bangkok. syndga." Eftir að kommúnistar náðu undir sig Laos og Víetnam gerðist Chamlong helsti aðstoðar- maður forsætisráðherrans. Hann sagði af sér embætti árið 1981 til að mótmæla fmmvarpi til laga um að heimila fóstureyð- ingar, en frumvarpið var síðar fellt á þingi. í október 1985 bauð hann sig fram í kosningu borgar- stjóra (eða landstjóra eins og hann er nefndur) í Bangkok, fjölmenn- asta kjördæmi þessarar 53 millj- óna þjóðar, með aðeins um 6.300 baht í kosningasjóði sínum. Hann vann með miklum yfírburðum vegna loforða um heiðarlega stjómarhætti og látlaust lífemi. „Góð sál“ „Chamlong er góð sál og góður borgarstjóri," sagði Yos Chanun, sem var að verzla í búð borgar- stjórans. „Hann gerði ráðstafanir til að koma í veg fyrir flóðin", sem alltaf loka mörgum þjóðvegum á monsúntímanum, „lét gróðursetja fjölda tijáa, og hann selur fátæk- um ódýran mat. Þetta hefur eng- inn borgarstjóri gert fyrr. Ef hann býður sig fram í embætti forsætis- ráðherra er augljóst að hann hlýt- ur að vinna." En Surin Pitsuwan, sem er þingmaður og ritari forseta þings- ins, benti á að ýmsir teldu Chaml- ong bamalegan, og hann væri óþekktur utan höfuðborgarinn- ar.„Hann er bókstafstrúarmaður - ekki málamiðlari, og í thailenzk- um stjómmálum - í öllum stjóm- málum - þurfa menn að geta rat- að milliveginn. Hann er ekki sér- lega umburðarlyndur maður. Hann höfðar til vel menntaðra miðstéttarmanna, sem lifa þægi- legu lífi og vilja heiðarlega og ekki of afskiptamikla stjóm. Þeirri ósk fullnægði hann, og það er gott fyrir Bangkok.“ Nú er hann enn á ný að beij- ast gegn fóstureyðingafrumvarpi. Og þótt hann geti ekki tekið þátt í baráttunni opinberlega, styður hann frambjóðendur Ruam Pa- lang- samtakanna, en þetta em hálf-pólitísk samtök sem hann er félagi í. Eitt sem honum er þymir í augum er fjöldi götusala. Götu- salamir hafa barizt gegn tilraun- um hans til að koma þeim burt af götum höfuðborgarinnar þar sem þeir hafa eldað og selt mat og fatnað um margra ára skeið. „Ég vinn að vemd gegn flóðum, hreinlæti og aukningu tekna borg- arinnar," segir hann. Þó hann lifi meinlætalífí viðurkenndi hann: „Ég get ekki lokað nuddstofunum (kynlífsiðnaðurinn er einn af máttarstólpum efnahagsins). Ef ég hefði vald til að loka þeim yrði ég að taka með í reikninginn hvað er bezt fyrir almenning." Aðspurður hvort hann ætli að sækjast eftir embætti forsætis- ráðherra, svaraði Chamlong bros- andi:„Nei. En ég sé að þú trúir mér ekki. Ef ég mætti kjósa vildi ég lifa hversdagslegu lífí. Hér áður fyrr hélt ég að við gætum ekki leyst vandamálin vegna skorts á sérfræðingum og þekk- ingu. Það var misskilningur hjá mér. Það er ekki það sem okkur vantar. Við þurfum þjóðholla menn til að þjóna samfélaginu." Höfundur er blaðamaður hjá brezka blaðinu The Observer.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.