Morgunblaðið - 28.05.1988, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.05.1988, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MAÍ 1988 Stjarnan og Stöð tvö: Fjársöfnun fyrir slysa- varnarskóla sjómanna Bein útsending frá Hótel Islandi á f östudagskvöldum í sumar STÖÐ tvö, Stjarnan og Hótel ís- land efna í sumar til skemmti- þátta á föstudagskvöldum í beinni útsendingu undir heitinu „í sumarskapi". Fyrsti þátturinn verður sendur út 3. júní næst- komandi og er hann helgaður sjómannadegimun. Af því tilefni verður dagskrá Stjörnunnar þennan föstudag tileinkuð söfn- un handa slysavarnaskóla Slysa- vamafélags íslands. Hiustendum býðst að kaupa óskalög til flutn- ings og slá önnur út gegn gjaldi. Afraksturinn kemur i ljós i þætt- inum um kvöldið. Hannnes Hafstein framkvæmda- stjóri Slysavamafélagsins kveðst fagna framtaki fjölmiðlanna. „Það er meira átak en flestir gera sér í hugarlund að reka slysavamaskól- ann oggífurlegt hagsmunamál fyrir sjómenn að fræðsla um slysavamir sé öflug. Við vonum að sem flestir verði tilbúnir að hlaupa undir bagga," sagði Hannes. Slysavamaskólinn hefur frá því sumarið 1986 starfað um borð í skólaskipinu Sæbjörgu sem áður var varðskipið Þór. Miðskips hefur verið gerður kennslusalur en í aftur- lest skipsins er aðstaða til að kenna reykköfun, sú eina sinnar tegundar á landinu. Nemendur koma víðs vegar að af landinu til náms í skó- lanum. Á síðasta ári sóttu skólann um 1500 sjómenn, en það sem af er þessu ári hafa verið haldin 22 námskeið fyrir 470 menn. Stjómendur skemmtiþáttanna verða Saga Jónsdóttir og Jörundur Guðmundsson. Flosi Ólafsson flytur hugleiðingu hverju sinni, en Gunnar Þórðarsson stjómar tónlistarflutn- ingi. Hver þáttur verður helgaður einhveijum viðburði eins og sjó- mannadeginum, listahátíð, þjóð- hátíðardeginum, landsmóti hesta- manna, flugdeginum eða þjóðhátið í Vestmanneyjum. Þættimir heflast kl. 20.00 og verða sendir út sam- tímis á Stöð tvö og Stjömunni. Þeir verða þriggja stundarfjórð- unga langir. Á fundi til kynningar þáttunum sagði Bjöm Bjömsson hjá Stöð tvö að reynt yrði að mynda einskonar árshátíðarstemningu í hverjum þætti. „Við ætlum að bjóða hópum og félagasamtökum sem tengjast efni hvers þáttar að vera viðstaddir útsendinguna. Gestir fyrsta þáttar- ins verða meðal annarra sjómenn og félagar í Slysavamarfélaginu. Það getur hver ímyndað sér að þegar slíkir hópar sitja í salnum er hægt að ná upp miklu fjöri,“ sagði Bjöm. Húsið verður opið almenningi og veitingamenn í Hótel íslandi bjóða gestum að panta sér mat fyrir og eftir útsendinguna af sérstökum matseðli. Tekið verður við matar- gestum frá því kl. 18.00 og eftir að útsendingu lýkur hefst dansleik- ur sem stendur fram á nótt. Nýkjömir heiðursfélagar FÍS, f.v.: Ami Gestsson, Kristján Þorvaldsson, Elín Egilsdóttir, Haraldur Haraldsson formaður FÍS, Kristján G. Gíslason og Jón Magnússon. Á myndina vantar Hilmar Fenger. Félag íslenskra stór- kaupmanna 60 ára FÉLAG íslenskra stórkaup- manna hélt á dögunum upp á 60 ára afmæli sitt, en félagið var stofnað 21. maí 1928. í til- efni afmælisins komu félags- menn og gestir þeirra saman og vom 6 félagsmenn heiðrað- ir. Formaður þess er Haraldur Haraldsson og framkvæmda- stjóri Ami Reynisson. Þau fyrirtæki sem aðild eiga að FÍS, starfa flest að innflutn- ingi og að vörudreifingu. Nokkkr- ir tugir útflutningsfyrirtækja inn- an FIS annast um það bil fjórðung útflutnings á ísienskum sjávaraf- urðum. Aðilum FÍS hefur fjölgað ört, stofnfélagar voru 25 en nú eru í félaginu um 320 fyrirtæki. Hefur þeim fjölgað um nærri helming á síðustu §órum árum. í upphafi var stefna félagsins að efla samvinnu stórkaupmanna, framleiðenda og umboðssala til hagsbóta fyrir verslun í landinu. Fyrstu 3 áratugina barðist FÍS fýrst og fremst gegn ríkiseinka- sölu og verðlagshöftum og síðar tóku við baráttumál félagsins á borð við aukið frelsi í gjaldeyris- og vaxtamálum, frelsi í verðmynd- un auk þeirrar uppstokkunar á tolla- og skattakerfinu sem nú stendur yfir. Og nú, á sextugasta afmælisári FIS, beinir félagið sjónum að því hvemig ísland geti tengst Evrópubandalaginu án þess að tengsli við önnur helstu markaðssvæði heimsins rofni. Félag íslenskra stórkaupmanna hefur aðsetur sitt í Húsi verslun- arinnar í Reykjavík en FÍS var eitt 7 samtaka sem byggðu húsið árið 1982. Félagsstarf FIS er margbreytilegt, má þar nefna byggingarstarf stórkaupmanna á Sundahafnarsvæðinu. Þar hafa 2 hópar fyrirtækja reist byggingar undir vörugeymslur og skrifstof- ur. Félagið hefur unnið að því að innleiða nútíma vinnubrögð með námskeiðahaldi og fræðslufund- um. Þá rekur félagið sameiginlega fjarskiptaþjónustu, reiknar út hagtölur í heildverslun, gefur út vörusýningarskrá, árbókina Heildverslanir, vaxtatölur og toll- gengi. Á siðasta aðalfundi félagsins í janúar síðastliðnum, var ákveðið að minnast 60 ára afmælisins í sumar með því að aðstoða Land- græðsluna við uppgræðslu lands og fá til liðs við sig önnur félög innan verslunar og viðskipta. Könnun á meðferöarstofnunum 1974-1985: Tíundi hver karl á fimm- tugsaldri til meðferðar UM 6400 íslendingar gengust undir meðferð vegna misnotkun- ar áfengis og vimuefna á árunum 1974-’85. Að meðaltali var hver maður lagður inn fjórum sinnum. Tíundi hver karl á fimmtugsaldri hefur einhverntíma á ævinni lagst inn vegna ofdrykkju. Skýrt er frá þessum niðurstöðum í nýj- asta hefti Læknablaðsins. Tómas Helgason forstöðumaður Geðdeildar Landspítalans og Hildi- gunnur Ólafsdóttir eru höfundar greinarinnar. Þau könnuðu gögn 1200: Kálfatjarnarkirkja. Kirkjudagiir á Kálfatjörn Á MORGUN, sunnudag, verður hinn árlegi kirkjudagur í Kálfa- tjamarkirkju, en hún verður 95 ára á þessu ári. Guðsþjónusta fer fram í kirkjunni kl. 14.00. Formaður sóknamefiidar, Sesselja Sigurðardóttir, flytur ávarp, Ragnheiður Erla Bjamadótt- ir guðfræðingur predikar og kór kirkjunnar syngur undir stjóm Franks Herlufsen. Gestir á kirkju- degi eru 50 ára fermingarböm. Að lokinni guðsþjónustu verða kaffí- veitingar seldar í Glaðheimum á vegum kvenfélagsins Fjólu. B00 <100 oí 1974 1985 Morgunblaðið/BS Innlagnir á meðferðarstofnanir vegna misnotkunar áfengis og annarra vímuefna á árunum 1974-1985. 7008 1974 1985 Morgunblaðið/BS Skipting kynjanna á meðferðar- stofnunum. Konum hefur hlut- fallslega fjölgað hin síðari ár. KyKK* ^ tölum frá Geðdeild Landsspítalans. frá Geðdeild Landspítalans, Gunn- arsholti og yíðinesi auk meðferðar- stofnana SÁÁ, Vogi, Sogni og Stað- arfelli sem taka við níu af hverjum tíu ofdrykkjumönnum sem leita sér meðferðar. Kariar eru enn í meirihluta þeirra sem leggjast inn til meðferðar en komur kvenna verða sífellt tíðari. Fyrir fjórtán árum komu sex karlar í meðferð á móti hverri konu, en árið 1985 voru þeir 2,8 á móti hverri konu. Ungu fólki hefur §ölg- að í hópnum og meðalaldurinn hef- ur lækkað úr 44 árum í 36. Morgunblsðið/BAR Frá blaðamannafundi til kynningar þáttunum „í sumarskapiu. Frá vinstri: Jón Aðalbjöm Jónsson frá Slysavarnarfélaginu, Jörundur Guðmundsson kynnir, Ólafur Hauksson útvarpsstjóri Stjörnunnar, Hannes Hafstein framkvæmdastjóri Slysavamarfélagsins, Hörður Siguijónsson frá Hótel íslandi, Saga Jónsdóttir kynnir og Björn Björnsson frá Stöð tvö. Orkustofnun sér um jarð- hitarannsóknir í Afríku ÞRÍR starfsmenn Orkustofnunar halda utan til Afríkuríkisins Djibouti f dag, laugardag, þar sem þeir munu starfa við svokallaðar viðnámsmælingar í sambandi við jarðhitaverkefni þar í landi. Þeir munu dveljast þar f fímm vikur, en þetta er f fyrsta sinn sem starfsmenn Orkustofnunar fara erlendis til yiðnámsmælinga, að sögn Knúts Ámasonar, jarðeðlis- fræðings, sem er einn þremenn- inganna. Áformað er að reisa gufuaflsvirkj- un í Djibouti fyrir tilstuðlan Samein- uðu þjóðanna, en stjómandi þess verkefnis er íslendingur, ísleifur Jónsson, sem hefur starfað á vegum Sameinuðu Þjóðanna við jarðhita- verkefni í Afríku. Hópurinn frá Orkustofnun sér hins vegar sjálfur um viðnámsmælingamar, en í hon- um eru þeir Grímur Bjöfnsson og Einar Hrafnkell Haraldsson, auk Knúts Ámasonar. Með viðnámsmælingum er leitað að heitu vatni undir yfirborði jarðar með því að hleypa rafmagni í gegn- um jarðlögin og mæla viðnám þeirra, en aðferðin sem beitt verður í Djibo- uti er sérhönnuð fyrir eyðimerkurað- stæður og hefur hún verið reynd hér á landi með góðum árangri. Að sögn Knúts fékk Orkustofnun þetta verk- efiii vegna þess að enginn annar hefur beitt þessarri mæliaðferð á virkum eldflallasvæðum, en þess má geta að hugbúnaðurinn við mæling- amar er þróaður hérlendis. Knútur sagði að landslagið í Djibouti, sem liggur á milli Eþfópfu og Sómalfu, væri ekki ósvipað Þing- völlum eða Mývatnssveit, en lofts- lagið væri heldur hlýrra, því þama mun vera 30 gráðu ársmeðalhiti, sem er hærra en í nokkm öðm landi í heiminum. Knútur sagði að aðstað- an ætti að vera góð, en Orkustofnun- armenn fá inni í búðum bandarískra bomnarmanna á væntanlegum virkj- unarstað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.