Morgunblaðið - 28.05.1988, Blaðsíða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MAÍ 1988
Stjörnu-
Umsjón: Gunnlaugur
Guðmundsson
í dag verður haldið áfram að
flalla um húsin. Nú er röðin
komin að fyrsta húsi og um
leið Rísandi merki. Húsin hafa
með það að gera hvar við
beitum orku okkar, á hvaða
sviði mannlífsins. Til að húsin
geti talist marktæk verður
fæðingartíminn að vera rétt-
ur.
Rísandi merki
Rísandi merki markar þá
gráðu sem er að rísa yfir sjón-
deildarhringinn í austri.
Fyrsta húsið og Rísandinn er
því táknrænt fyrir upphaf
hringsins.
Upphaf
Howard Sasportas segir í bók
sinni Húsin tólf að fyrsta hús-
ið og Rísandi merki segi til
um það hvemig við tökum á
nýjum málum, hvert sé við-
horf okkar til alls nýs. Rísandi
Krabbi á t.d. að vera varkár
þegar hið nýja er annars veg-
ar, Ljónið byijar með stíl og
glæsibrag, Meyjan vill vanda
vel til upphafs, Vogin þarf að
vega og meta mál fiá öllum
hliðum, Sporðdrekinn er var-
kár og skoðar neikvæðu
möguleikana ekki sfður en þá
jákvæðu til að vera við öllu
búinn. Fyrir hann er upphaf
á öilu stórmál. Bogmaðurinn
hlakkar til að byija á nýju
verki og lifir í raun fyrir það
að geta breytt til. Rísandi
Steingeit er varkár og tor-
tryggin gagnvart því nýja, eða
þarf a.m.k. að undirbúa sig
vel og skipuleggja áður en hún
hefur ný verk o.s.ffv ...
Persónulegur stíll
Fyrir utan það að segja til um
viðhorf okkar til nýrra mála
er Rfsandi merki táknrænt
fyrir persónulegan stfl, fas og
framkomu. Ef við hugsum
okkur tfu manns sem hafa Sól
f Sporðdreka, þá gefur auga-
leið að þrátt fyrir líkt grunn-
eðli er þetta fólk að mörgu
leyti ólfkt. Eitt af því sem
gerir menn óiíka er framkom-
an, persónulegi stíllinn.
Fatastill
Ég held t.d. að Rfsandi merki
og plánetur f fyrsta húsi hafi
töluvert að segja varðandi
klæðaburð eða fatastíl.
Rísandi Bogmaður vill t.d.
klæðast fijálslegum og þægi-
legum fötum, á meðan
Rfsandi Steingeit fer í jakka-
föt eða dragt þegar hún er
að punta sig. Þetta er reyndar
viðkvæmt mál, því klæða-
burður og útlit mótast einnig
af kortinu f heild. Rísandi
merki getur þó gefið ákveðna
vfsbendingu þar um.
Yfirbragð
Rfsandi merki og fyrsta hús
gefur oft til kynna hvemig
viðkomandi hreyfir sig eða er
táknrænt fyrir yfirbragð per-
sónuleikans í návígp. Með
návígi er átt við að 10. hús
og Miðhiminn gefur tii kynna
yfirbragð og framkomu út í
þjóðfélaginu. Hress skemmti-
kraftur sem er þungur í per-
sónuiegri framkomu gæti t.d.
verið með léttan Miðhimin en
þyngra merki Rísandi. Hvað
varðar hrejrfingu þá er
Rfsandi Tvíburi t.d. gjaman
ör og hreyfanlegur, talar mik-
ið, baðar höndum og almennt
rykkist til og frá, á meðan
Rísandi Steingeit er settleg f
andliti og yfirveguð f öllum
hreyfíngum. Að lokum má
geta þess að plánetur f fyrsta
húsi hafa fyrst og fremst áhrif
á sviði persónuleika okkar
sjálfra, þ.e. þær móta líkama
okkar og framkomu, en birt-
ast sfður út f þjóðfélaginu eða
í ytri framkvæmdum. Orka
þeirra er hluti af sjálfi okkar
og þvf er sagt að orka piáneta
sem eru Rfsandi eða í fyrsta
húsi sé sterkari en orka ann-
arra pláneta.
GARPUR
DÝRAGLENS
LJÓSKA
SMÁFÓLK
Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson
Lfkur á því að svíning heppn-
ist eru að öðm jöfnu 50%. En
það er að öðru jöfnu. í spili
dagsins tók sagnhafi svíningu
sem var dæmd til að misheppn-
ast.
Austur gefur; allir á hættu.
Norður
♦ G763
¥1085
♦ Á1052
♦ 106
Austur
111 97432
♦ 8764
♦ ÁK7
Suður
♦ ÁD10942
¥ÁG
♦ K9
♦ 832
Vestur Norður Austur Suður
Pass 1 spaði
Dobl 3 spaðar Pass 4 spaðar
Pass Pass Pass
Eftir forhandardobl nota
margir stökk f lit makkers sem
hreina hindran, en tvö grönd
sem góða hættun á þrjá. NS
vora í þeim hópi. Þvf er hækkun
suðurs í geimið nokkuð hörð.
Vestur spilaði út laufdrottn-
ingu og austur tók tvo fyrstu
slagina á lauf og skipti yfir í
hjarta. Sagnhafi drap á ósinn
og sá nú enga betri leið en að
fara inn á blindan á tfgulás og
svína fyrir trompkónginn. Einn
niður.
Eftir að austur hafði sýnt ÁK
f laufi var deginum Ijósara að
spaðakóngurinn var hjá vestri.
Annars ætti hann ekki fyrir opn-
unardobli. Sagnhafi hefði því átt
að leggja niður spaðaásinn og
snúa sér að tfglinum. Þar sem
litlu hjónin era þriðju er hægt
að fría þar slag með trompun,
fara svo inn á blindan með þvf
að stinga lauf og henda hjarta-
gosanum niður f tígultfu. Lang-
sótt vinningsleið, kannski, en þó
betri en engin.
Vel á minnst. Austur hefði
getað ónýtt þennan möguleika
með því að skipta yfir í hjarta
f öðram slag.
Vestur
♦ K5
¥ KD6
♦ DG3
♦ DG954
SKÁK
Umsjón Margeir
Pétursson
Á opnu móti í Gausdal í Noregi
um mánaðamótin sfðustu kom
þessi staða upp í skák finnska
stórmeistarans Heikki Westerin-
en, sem hafði hvftt og átti leik,
og ungverska alþjóðameistarans
B. Lengyel.
21. Rxh7! - Kxh7, 22. Bxg6+!
— fxg6, 23. Dxg6+ — Kh8, 24.
Hexe6! og svartur gafst upp þvf
hann ræður ekki við þessa þreföld-
un hvfta stórskotaiiðsins á sjöttu
reitaröðinni. Westerinen hefur
fremur lítið teflt upp á síðkastið,
en það má þó ekki gefa honum
frjálsar hendur í sókn eins og
þetta dæmi sýnir.