Morgunblaðið - 28.05.1988, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.05.1988, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MAÍ 1988 lifað hér á landi veturinn úti, sum- ar óvarðar, en öðrum þarf að skýla fyrir vatnaveðrum með því að leggja yfír þær glerplötu eða tré- hlera sem vel loftar undir. Grýttur opinn jarðvegur, þar sem tryggt er að vatn sitji ekki við rætur þeirra, hentar þeim best. Oft er þeim plantað í gijóthleðslur. Mest eru þær þó ræktaðar í pottum í óupphituðum gróður- húsum eða gróðurskálum, en þannig þrífast þær vel og blómstra stórkostlega ár eftir ár. Vetrargeymsla er auðveld sé þess gætt að moldin í pottunum sé ekki of blaut og þeir geymdir í kaldri geymslu, eða þar sem ekki Geislablaðka rignir ofan í þá. Best er að vökva á þann hátt að láta pottana standa í vatnsfati og taka til sín vætuna neðanfrá. Verður nú getið nokkurra af þeim fjallablöðkutegundum, sem ræktaðar hafa verið hér á íandi. Stjörnublaðka (Lew. cotyle- don) og ýmis afbrigði hennar mun vera algengasta og fjölbreytileg- asta tegundin sem í ræktun er. Blöðin eru þykk og mynda þétta stjömulaga hvirfingu. Blómin eru mjög margbreytileg bæði að stærð og lit. Oftast bleik eða rauð, en einnig rauðgul, gul, hvít eða jafn- vel röndótt. Oftast eru þau 2-4 sm í þvermál, mörg saman á 10-30 sm háum stönglum og standa lengi. Sum afbrigðin blómstra tvisvar til þrisvar yfír sumarið. Stjömublaðka hefur oft lifað hér úti yfír veturinn, en viss- ara er þó að skýla henni svo sem áður var nefnt. Geislablaðka (Lew. columb- iana) ber þéttar hvirfingar af mjóum blöðum, sem ganga eins og geislar í allar áttir. Blómin em frekar smá, ljósbleik með dekkri æðum. Öll er hún grannvaxnari en stjömublaðkan. Hún og sum afbrigði hennar (t.d. L. col. var. rapicola) virðist all harðger hér, hefur Iifað úti óvarin og jafnvel sáð sér töluvert. A _ _ Stjörnublaðka Fjallablaðka I í íjallaklasa þeim hinum mikla sem teygir sig eftir endilöngum vestanverðum Bandarílqunum Norður-Ameríku og nefnist Co- astal Range („strandfjöll“) vaxa 16 tegundir sérkennilegra jurta sem hvergi er að finna annars- staðar í heiminum. Þetta er ættkvíslin Lewisia — Fjalla- blaðka (eða „Lovísa" eins og sumir nefna hana í gamni sín á milli). Nafn sitt dregur ættkvíslin af M. Lewis, manni þeim sem fyrstur fann og lýsti þessum plöntum er hann var kapteinn í ameríska hemum og stjómaði ásamt W. Clark leiðangri þeim þvert yfír Norður-Ameríku, sem síðan er við þá kenndur. Var það um aldamótin 1800. Fjallablöðkumar era háfjalla- jurtir, hertar af andstæðum ólíkra veðra, grimmdarfrosti á vetram en brennandi sólarhita og þurrki á sumrum. Hin þykku sigrænu blöð þeirra virðast þola frosthörk- ur vel, en votviðri era þeim lítt að skapi. Margar þeirra geta þó Ný frímerki 9. júní Frímerki Jón Aðalsteinn Jónsson Næstu frímerki íslenzku póst- stjómarinnar koma út 9. júní nk. Samkv. tilkynningu nr. 7 kemur þann dag út sérstakt ólympíufr- ímerki í tilefni sumarólympíuleik- anna í Seoul í Suður-Kóreu dagana 17. september til 2. október 1988. Myndefni frímerkisins er úr hand- knattleikskeppni og verðgildi þess 18 krónur. Bendir verðgildið ein- dregið til þess, að gert hafi verið ráð fyrir hækkun almenns burðar- gjalds um tvær krónur í næsta mánuði. Ekki er ólíklegt, að síðustu ráðstafanir ríkisstjómar- innar í efnahagsmálum komi í veg fyrir þá hækkun um sinn. íslenzka póststjómin vill með útgáfu þessa frímerkis minna ís- lendinga á þátttöku handknatt- leiksmanna okkar í þessum leik- um. í tilkynningunni segir líka, að ólympíunefnd íslands annist allan undirbúning undir þátttöku íslands í leikunum og starfi hún í umboði Alþjóðaólympíunefndar- innar. „Hlutverk hennar er að út- breiða ólympíuhugsjónina, efla og vemda ólympíuhreyfinguna og að auka skilning og vináttu meðal æsku allra landa,“ eins og orðrétt segir í tiikynningunni. Jafnframt er bent á, að fyrsti íslendingurinn hafí tekið þátt í Ólympíuleikunum í London árið 1908 og síðan hafí íslendingar tekið þátt í flestum ólympíuleikum eftir það. Frímerki þetta er teiknað af Ólafí Péturssyni á Auglýsinga- stofu Kristínar og er marglitt. Prentað er það í rastadjúpþrykki hjá Courvoisier S.A. í Sviss. Ekk- ert verður sagt um frímerkið sjálft, fyrr en það kemur fyrir augu okk- ar í réttum litúm. Aftur á móti hef ég heyrt menn láta í ljós óánægju með það eftir þeirri mynd, sem er framan á tilkynning- unni. Ég á von á, að teiknarinn styðjist við eitthvert ákveðið myndefni úr raunverulegum leik, enda virðist vera mikil hreyfing á leikmanninum, og kannski er hann í þann veginn að skora mark. Ef mig misminnir ekki, er þetta þriðja ólympíufrímerkið, sem íslenzka póststjómin gefur út frá árinu 1964. Hið fyrsta sýnir þrí- stökkvara og kom út í sambandi við ólympíuleikana í Japan það ár. Næsta merki kom svo í sambandi við leikana í Moskvu 1980, og var myndefnið íþróttasvæðið í Laugar- dalnum hér í Reykjavík. Og nú kom handknattleiksmaður og var vel valið, þar sem mikið orð hefur einmitt farið af handknattleiks- mönnum okkar um víða veröld. Þennan sama dag, 9. júní, koma svo út ný blómafrímerki samkv. tilkynningu nr. 8. Verða þá nær 30 ár síðan fyrstu blómamerkin íslenzku komu út. Raunar varð hlé á útgáfu þeirra eftir 1968 um 15 ár, en þá var þráðurinn að nýju tekinn upp aftur. Hafa þessi frímerki þótt hin fallegustu og því verið eftirsótt af söfnurum og þá ekki sízt af svonefndum mótífsöfn- urum. Ekki hafa þessi frímerki alltaf verið höfð í sömu stærð, en ég hygg flestum komi saman um, að sú stærð, semt ekin var upp árið 1983 og síðan hefur verið höfð á þeim, henti mjög vel. Mynd- efnið nýtur sín líka betur að mínum dómi, ef merkið er ekki haft of lítið. Þessi frímerki era prentuð í Sviss og með sömu tækni og ólympíufrímerkið. Ég hef sagt það oft áður, að þessi prentaðferð er ágæt á blómamerki og eins ýmis- legt annað myndefni. Ofan af hinu fer ég samt ekki, að svonefnd grafín frímerki eru vel flest miklu fallegri en þau, sem „sólprentuð" eru, enda á stálstungan oftast bezt við. Þröstur Magnússon hefur teiknað þessi blómafrímerki eins og öll hin frá 1983, og verður ekki annað sagt en á þeim sé lista- handbragð. Verðgildi blómamerkjanna era tvö. Á 10 króna frímerki er mynd af umfeðmingi, sem telst til ertu- blómaættar (Fabaceae) og vex villtur um mestalla Evrópu. Hér á landi vex hann um allt land nema á miðhálendinu. Einkum vex hann í sendnum jarðvegi. Blómin eru fjólubláleit og í meðallagi stór og mörg saman í klasa. Umfeðmingur blómgast í júlí. — Hitt frímerkið er 50 króna merki, og á því er mynd af blóðbergi, en það telst til varablómaættar (Lamiaceae). Vex það villt um vestanverða Evr- ópu og hér um allt land, einkum þó í þurru mólendi, á melum og í hlíðum. Blómin eru rósrauð og smá, nokkur saman í þéttum koll- um á greinaendum. Blóðberg blómgast í júní til júlí og er gömul lækninga- og tejurt, svo sem al- kunna er. Ég á von á, að mörg okkar hafí drukkið blóðbergste einhvem tímann á ævinni. Frímerklamiðar Samkv. tilkynningu Póst- og símamálastofnunarinnar nr. 6 var fyrirhugað „að taka í notkun 19. maí 1988 sjálfsala fyrir frímerkla- miða í póstútibúinu R-3 í Kringl- unni 8-12, 103 Reykjavík." Les- endur þessara þátta vita trúlega flestir, við hvað er átt með orðinu frímerklamiðar, enda hafa þeir verið í notkun hér á landi um nokk- ur ár. Þá má fá úr sjálfsala af gerðinni Frama, en slíkir sjálfsalar hafa verið teknir í notkun í mörg- um löndum. Um þennan nýja sjálf- sala í Kringlunni segir svo í til- kynningunni: „Úr honum má fá frímerklamiða með 16 kr., 21 kr., 32 kr. og ástimplaðri fjárapphæð fyrir mynt þeirri, sem í hann er látin, allt að kr. 99.90." Enn frem- ur segir svo: „Miðarnir eru límdir á póstsendingar á sama hátt og eftir sömu reglum og gilda um frímerki." Hér er því ljóst, að mið- ar þessir, sem hlotið hafa hið langa og stirða nafn, frímerklamiðar, gegna nákvæmlega sama hlut- verki og frímerki og skulu því límdir á póstsendingar sem kvittun fyrir greiddu burðargjaldi. Trúlegt þykir mér, að póststjórnin hafí farið í smiðju til lærðra orðasmiða, áður en hún tók þetta nafn upp. Aftur á móti hef ég sjálfur velt því fyrir mér, hvers vegna hér var ekki farin styttri leið og valið hei- tið frímerkill, í ft. frímerklar. Ég fæ ekki annað séð en það sé jafn- auðskilið og frímerklamiði og fer ekki verr í munni. Við höfum sem dæmi no. berkill í et. og berklar í ft. Hvað sem segja má um nafn þessara miða, virðist svo sem áhugi frímerkjasafnara sé að auk- ast á þessum frímerklum, enda þótt þeir geti aldrei jafnazt á við fallegt frímerki í augum safnar- ans. En hlutverkið er hið sama, og það skiptir auðvitað veralegn máli, þegar um söfnun er að ræða. Ég gat þess í sambandi við frímerkjasýninguna LÍFÍL 88, að þar hefði mátt sjá mjög gott safn þessara frímerkla, sem Eiður Ámason á Tjömesi á. Vafalaust era þeir fleiri en Eiður, sem tekið hafa til við þessa söfnun hér á landi, þótt mér sé ekki kunnugt um það. En erlendis virðist þetta vera orðið vinsælt söfnunarsvið, einkum þó að mér skilst í Þýzkal- andi og Sviss, en Frama-sjálfsal- inn mun upprunninn í síðar nefnda landinu. Frímerkjakaupmenn í þessum löndum vita öragglega, hvað þeir eru að gera, þegar þeir fara sjálfir af stað eða gera ein- hvetja út af örkinni til að ná í þessa frímerkla á „útgáfudegi", þ.e.a.s. stimplaða fyrst^ daginn, sem sjálfsalinn er í notkun, og það alla leið norður á hjara veraldar. Ég hef það eftir öruggum heimild- um, að Þjóðveijar og Svisslending- ar hafí setzt svo að sjálfsalanum í Kringlunni þegar að morgni hins 19., að þar hafi tæplega nokkrir aðrir komizt að, og orðið svo að- gangsharðir, að „aumingja" sjálf- salinn þoldi ekki álagið og fór úr sambandi um skeið! Ekki væru menn að koma hingað sunnan úr álfu nema af því að þeir telji hér von um verulegan ábata. Þess má svo geta, að Frímerkjasala Pósts og síma tekur að sér að sinna þessari þjónustu og láta líma frímerkla á bréf og stimpla síðan. Virðist því tæplega þörf á að leggja leið sína hingað til lands, a. m. k. einvörðungu til þess ama. Hvemig sem þessu er annars hátt- að, er auðsætt af viðbrögðum er- lendra kaupmanna, að þeir búast við vaxandi söfnun frímerkla á næstu árum og þá um leið til nokk- urs að vinna við sölu þeirra til nýrra safnara. Heyrt og séð Kort með verði í þýzkum verð- lista. Söfnun póstkorta er að verða vinsælli og vinsælli og það er söfn- unarsvið, sem skarast við frímerkjasöfnun eða stendur henni nærri. Ér þessi söfnun geysivinsæl í Þýzkalandi og þá er hún ekki bundin við hefðbundin kort, heldur einnig við áróðurskort (propag- anda), mótíf-kort af margs konar gerðum og svonefnd þjóðemiskort (patriotkort). Verð er gefíð upp í lista þessum. Þar má t.d. sjá. að „Griiss aus“-kortin eru jafnvel verðlögð í Þýzkalandi — og á um 550 kr. (70-80 s.kr.) stykkið. Lindner gefur verðlistann út og hann kostar um 600 kr. (75 s.kr.). Úr Filatelisten 2 (marz 1988).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.