Morgunblaðið - 28.05.1988, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 28.05.1988, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MAÍ 1988 25 Sýning á verkum Johanns SÝNING á verkum Jóhanns Eyfells verður opnuð í dag í Gallerí Svart á hvitu á Laufás- vegi 17. Sýningin er hluti af dagskrá Listahátíðar 1988. Jóhann Eyfells er fæddur 1923. Hann hefur verið búsettur í Bandaríkjunum frá árinu 1946, að undanskildum árunum 1965— 1969, er hann kenndi við Mynd- lista- og handíðaskóla íslands. Jóhann nam arkitektúr og mynd- list við háskóla í Bandaríkjunum og hefur síðan 1969 gegnt próf- essorsstöðu við University of Florida í Orlando. Jóhann hefur aðeins haldið eina einkasýningu í Reylq'avík, 1961, en 1964 og 1968 sýndi hann ásamt eiginkonu sinni, Kristínu Eyfells, í Listamannaskálanum. Þá var Jóhann einn af 10 gestum Listahátíðar á Kjarvalsstöðum 1984. Hann hefur tekið þátt í • samsýningum bæði austan hafs og vestan og haldið einkasýning- ar. Á sýningunni í Gallerí Svart á hvítu verða verk unnin úr pappír og einn skúlptúr. Pappírsverk sín kallar Jóhann „Paper Collaptions" eða pappírssamfellur. Þessi verk eru unnin þannig að pappír er pressaður undir þungu fargi í móti úr ýmsum málmum. Mótið eða stimpillinn ummyndar pappír- inn og fargið, sem oft er sandur og blautur jarðvegur, hefur einnig áhrif á pappírinn. Sýning Jóhanns Eyfells í Gall- Eyfells erí Svart á hvítu stendur til 15. júní. Hún er opin alla daga, nema mánudaga, frá kl. 14.00—18.00. Leiðrétting: Frá Bessastöð- um en ekki Skálholti MEINLEG villa slæddist í myndatexta á forsíðu og inn- gang fréttar á blaðsíðu þijú í blaðinu í gær, þar sem fjallað var um útskrift stúdenta frá Menntaskólanum í Reykjavík. Sagt var að þetta væri í 142. skipti skólinn brautskráði stúd- enta frá þvi hann fluttist til Reykjavíkur frá Skálholti. Skólahald lagðist af í Skálholti árið 1784 og var þá enginn skóli í landinu þar til Hólavallaskóli tók til starfa haustið 1786. Þar var skóli til 1805 er Bessastaðaskóli tók til starfa í stiftamtmannshúsi á Bessastöðum. Bessastöðum var ætlað að hýsa skólann til bráða- birgða enda húsrými þröngt. Haustið 1846 fluttist svo skóla- hald í nýbyggt hús Reykjavíkur- skóla við Lækjargötu, þar sem enn í dag er Menntaskólinn í Reykjavík. Undir myndinni á fors- íðu og í inngangi fréttarinnar átti því að standa: ...frá því að skólinn fluttist til Reykjavíkur frá Bessa- stöðum. Lesendur eru beðnir vel- virðingar á þessum mistökum. Hvammstangavegur: Lægsta tilboð 75% af kostnaðaráætlun NÝR vegur verður lagður að Hvammstanga f sumar. Heima- menn áttu lægsta tilboðið f útboði Vegagerðarinnar, 10,8 mil\jónir kr., sem er 74,5% af kostnaðará- ætlun Vegagerðarinnar sem var 14,5 miRjónir kr. Vegurinn sem leggja á f sumar er frá Norðurlandsvegi að Hvamm- stanga og er 4,5 km að lengd. Verk- taki á að skila honum fyrir 15. októb- er í haust. Lægsta tilboðið var frá Stefáni Péturssyni, Guðmundi Vil- helmssyni og Valgeiri Ágústssyni á Hvammstanga. Fjögur önnur tilboð bárust í verkið og voru öll nema eitt undir kostnaðaráætlun Vegagerðar- innar. Nýlega voru opnuð tilboð f Siglu- fjarðarveg um Gljúfurá sem er^,4 km kafli. Veginn á að leggja f sum- ar og skilast fyrir 1. júlí. Lægsta tilboðið átti verktakafyrirtækið Hvítserkur, 3,6 milljónir kr., sem er 85,8% af kostnaðaráætlun. Höfn: Gísli Bjömsson látinn HSfn, Horaafirði. Látinn er á Höfn Gísli Bjömsson fyrrverandi rafveitustjóri. Gísli fæddist í Nesjum fyrir röskum 92 árum og voru foreldrar hans þau Bjöm Gíslason og Borghildur Páls- dóttir. Gfsli hóf snemma vinnu við véla- viðgerðir og jámsmíði og sinnti lengi bátaflotanum á Höfn. Þá byij- aði hann auk þess að annast vél- gæslu á rafstöðinni á Höfn og varð rafveitustjóri frá 1947. Gísli sat í hreppsnefnd Hafnarhrepps í 16 ár, um margra ára skeið í sýslunefnd Austur-Skaftafellssýslu. Hann var einn af höfundum Byggðasögu Austur-Skaftafellssýslu, sem út kom 1976. Fyrri konu sína, Ambjörgu Amgrímsdóttur, missti Gfsli 1935, en þau eignuðust tvo syni, Amgrím og Bjöm, sem báðir eru búsettir á Höfn, og tvær dætur, Katrínu, sem búsett er í Reykjavík, og Borghildi, sem býr á Stöðvarfírði. Eftirlifandi kona Gísla er Regína Stefánsdóttir, en þeirra böm eru Kristín, skóla- Gísli Björnsson stjóri í Nesjaskóla, og Baldur, kenn- ari í Reykjavík. Gísli var heiðurs- borgari Hafnarhrepps. MERKI UM GÓBAN UTBUNAÐ FLUGUVESTI Fást f nœstu sportvöruverslun. Laugavegi ^ l0_i6laUg Trímmgallar barna frá kr. 590 Trímmgalíar fyrír dömur frákr. 1.290 Herranáttföt kr. 490 Nærfatasett herra kr. 150 Sportskór barna frá kr. 290 T-bolir, hvítir, kr. 190 Gúmmístígvél frá kr. 500 dD PIONEER PLÖTUSPILARAR - JGG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.