Morgunblaðið - 28.05.1988, Síða 25

Morgunblaðið - 28.05.1988, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MAÍ 1988 25 Sýning á verkum Johanns SÝNING á verkum Jóhanns Eyfells verður opnuð í dag í Gallerí Svart á hvitu á Laufás- vegi 17. Sýningin er hluti af dagskrá Listahátíðar 1988. Jóhann Eyfells er fæddur 1923. Hann hefur verið búsettur í Bandaríkjunum frá árinu 1946, að undanskildum árunum 1965— 1969, er hann kenndi við Mynd- lista- og handíðaskóla íslands. Jóhann nam arkitektúr og mynd- list við háskóla í Bandaríkjunum og hefur síðan 1969 gegnt próf- essorsstöðu við University of Florida í Orlando. Jóhann hefur aðeins haldið eina einkasýningu í Reylq'avík, 1961, en 1964 og 1968 sýndi hann ásamt eiginkonu sinni, Kristínu Eyfells, í Listamannaskálanum. Þá var Jóhann einn af 10 gestum Listahátíðar á Kjarvalsstöðum 1984. Hann hefur tekið þátt í • samsýningum bæði austan hafs og vestan og haldið einkasýning- ar. Á sýningunni í Gallerí Svart á hvítu verða verk unnin úr pappír og einn skúlptúr. Pappírsverk sín kallar Jóhann „Paper Collaptions" eða pappírssamfellur. Þessi verk eru unnin þannig að pappír er pressaður undir þungu fargi í móti úr ýmsum málmum. Mótið eða stimpillinn ummyndar pappír- inn og fargið, sem oft er sandur og blautur jarðvegur, hefur einnig áhrif á pappírinn. Sýning Jóhanns Eyfells í Gall- Eyfells erí Svart á hvítu stendur til 15. júní. Hún er opin alla daga, nema mánudaga, frá kl. 14.00—18.00. Leiðrétting: Frá Bessastöð- um en ekki Skálholti MEINLEG villa slæddist í myndatexta á forsíðu og inn- gang fréttar á blaðsíðu þijú í blaðinu í gær, þar sem fjallað var um útskrift stúdenta frá Menntaskólanum í Reykjavík. Sagt var að þetta væri í 142. skipti skólinn brautskráði stúd- enta frá þvi hann fluttist til Reykjavíkur frá Skálholti. Skólahald lagðist af í Skálholti árið 1784 og var þá enginn skóli í landinu þar til Hólavallaskóli tók til starfa haustið 1786. Þar var skóli til 1805 er Bessastaðaskóli tók til starfa í stiftamtmannshúsi á Bessastöðum. Bessastöðum var ætlað að hýsa skólann til bráða- birgða enda húsrými þröngt. Haustið 1846 fluttist svo skóla- hald í nýbyggt hús Reykjavíkur- skóla við Lækjargötu, þar sem enn í dag er Menntaskólinn í Reykjavík. Undir myndinni á fors- íðu og í inngangi fréttarinnar átti því að standa: ...frá því að skólinn fluttist til Reykjavíkur frá Bessa- stöðum. Lesendur eru beðnir vel- virðingar á þessum mistökum. Hvammstangavegur: Lægsta tilboð 75% af kostnaðaráætlun NÝR vegur verður lagður að Hvammstanga f sumar. Heima- menn áttu lægsta tilboðið f útboði Vegagerðarinnar, 10,8 mil\jónir kr., sem er 74,5% af kostnaðará- ætlun Vegagerðarinnar sem var 14,5 miRjónir kr. Vegurinn sem leggja á f sumar er frá Norðurlandsvegi að Hvamm- stanga og er 4,5 km að lengd. Verk- taki á að skila honum fyrir 15. októb- er í haust. Lægsta tilboðið var frá Stefáni Péturssyni, Guðmundi Vil- helmssyni og Valgeiri Ágústssyni á Hvammstanga. Fjögur önnur tilboð bárust í verkið og voru öll nema eitt undir kostnaðaráætlun Vegagerðar- innar. Nýlega voru opnuð tilboð f Siglu- fjarðarveg um Gljúfurá sem er^,4 km kafli. Veginn á að leggja f sum- ar og skilast fyrir 1. júlí. Lægsta tilboðið átti verktakafyrirtækið Hvítserkur, 3,6 milljónir kr., sem er 85,8% af kostnaðaráætlun. Höfn: Gísli Bjömsson látinn HSfn, Horaafirði. Látinn er á Höfn Gísli Bjömsson fyrrverandi rafveitustjóri. Gísli fæddist í Nesjum fyrir röskum 92 árum og voru foreldrar hans þau Bjöm Gíslason og Borghildur Páls- dóttir. Gfsli hóf snemma vinnu við véla- viðgerðir og jámsmíði og sinnti lengi bátaflotanum á Höfn. Þá byij- aði hann auk þess að annast vél- gæslu á rafstöðinni á Höfn og varð rafveitustjóri frá 1947. Gísli sat í hreppsnefnd Hafnarhrepps í 16 ár, um margra ára skeið í sýslunefnd Austur-Skaftafellssýslu. Hann var einn af höfundum Byggðasögu Austur-Skaftafellssýslu, sem út kom 1976. Fyrri konu sína, Ambjörgu Amgrímsdóttur, missti Gfsli 1935, en þau eignuðust tvo syni, Amgrím og Bjöm, sem báðir eru búsettir á Höfn, og tvær dætur, Katrínu, sem búsett er í Reykjavík, og Borghildi, sem býr á Stöðvarfírði. Eftirlifandi kona Gísla er Regína Stefánsdóttir, en þeirra böm eru Kristín, skóla- Gísli Björnsson stjóri í Nesjaskóla, og Baldur, kenn- ari í Reykjavík. Gísli var heiðurs- borgari Hafnarhrepps. MERKI UM GÓBAN UTBUNAÐ FLUGUVESTI Fást f nœstu sportvöruverslun. Laugavegi ^ l0_i6laUg Trímmgallar barna frá kr. 590 Trímmgalíar fyrír dömur frákr. 1.290 Herranáttföt kr. 490 Nærfatasett herra kr. 150 Sportskór barna frá kr. 290 T-bolir, hvítir, kr. 190 Gúmmístígvél frá kr. 500 dD PIONEER PLÖTUSPILARAR - JGG

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.