Morgunblaðið - 28.05.1988, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 28.05.1988, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MAÍ 1988 45- Minning: Ólöf Bessadóttir frá Siglufirði Fædd 4. ágúst 1899 Dáin 10. maí 1988 Ólöf Bessadóttir frá Siglufírði er öll. Hún lést á ofanverðu 89. aldurs- ári, fædd árinu fyrir aldamótin. Hún var því af aldamótakynslóðinni, þeirri kynslóð sem lifði meiri fram- farir í tæknivæðingu samfélagsins en nokkur önnur. Það þurfti óbrenglaða skynsemi til að fylgja þessari þróun. Ólöf hafði hana til að bera og færði sér tæknina í nyt meðan hún fékk notið sjálfstæðs lífs. Ólöf hafði auk þess tilfínningu fyrir lífínu og lystisemdunum, sem það hefír upp á að bjóða. Hún vissi því hve gæðum lífsins er oft mis- skipt. Það var stundum eins og hún skammaðist sín fyrir að hafa vinnu- þrek og vit til þess að geta unnið sig áfram í lífínu. A.m.k. var það snar þáttur í lífí hennar, að láta aðra njóta hennar eigin dugnaðar. Þannig urðu margir aðnjótandi gjafmildi Löllu Bessa. Ólöf var yngst sjö systkina. Á unglingsárunum var hún ærsla- fengin og stríðin, átti til hina ýmsu pretti, fjölskyldunni og samfélaginu til armæðu. Jafnframt blundaði í henni víðsýn listamannsþrá, þrá til þess að skapa eitthvað áþreifanlegt úr hugarsmíð sinni. Fyrir aldamóta- kynslóðina var hins vegar hvorki mikið svigrúm né fé til að láta draumana rætast. Hún giftist að- eins nítján ára gömul, tvítug var hún orðin móðir og 24 ára stóð hún uppi sem ekkja, eftir að hafa horft á skip eiginmanns síns farast skammt fyrir utan innsiglinguna í Siglufjörð. Það er erfítt að gera sér í hugarlur.d hversu mikil áhrif slík reynsla hafði á unga konu alda- mótakynslóðarinnar. Ólöf lét þó ekki bugast og lifði lífínu áfram upprétt og stælt með litla dóttur sér við hlið. Ólöf var glæsileg kona og ósérhlífín, kona sem var trú yfír því, sem lífíð lagði henni á herðar, og hafði kenningar kristinnar trúar að leiðarljósi. Fljótlega giftist hún aftur manni, sem varð hennar lífsförunautur. Þau byggðu sér hús við Hlíðarveg í Siglufírði og undu þar sinn aldur. Með síðari manni sínum eignaðist hún tvær dætur, hina síðari 25 árum eftir að hún ól sitt fyrsta barn, þá orðin 45 ára að aldri. ólöf lifði því hvort tveggja að vera ung móðir og gömul. Hvort tveggja bar hún með þreki þess sem hefír trú á tilgang lífsins. Ólöf lifði síldarævintýrið á Siglu- fírði og tók þátt í því af lífí og sál. Hótal Saga Siml 12013 Blóm og skreytingar við öll tœkifœri Blóma-og skreytingaþjónusta w hmt sem tilefnið er. GLÆSIBLÓMID GLÆSIBÆ, ÁHhcimum 74. sími 84200 Margar ánægjulegustu minningar hennár voru tengdar sfldarsöltun á plani með iðandi mannlífi og erfíðis- vinnu, þar sem allir voru jafnir, vinnugleðin var allsráðandi, glettn- ar og tvíræðar setningar voru látn- ar fjúka og hver uppskar laun síns erfiðis svo sem hann lagði sig fram. Símon, maður Ólafar, vann sem kyndari í sfldarverksmiðjunum á Siglufírði ein 40 ár, og hún þekkti því einnig mjöl- og lýsishlið sfldar- ævintýrisins. Ólöf átti sér lítið ríki í Siglufirði, þar sem var heimili hennar, húsið og garðurinn. Litla húsið á Hlíðar- vegi 23 var einstakiega snyrtilegt og notalegt. Þar voru allir aufúsu- gestir. Ólöf var létt á fæti og snör í snúningum, það var oft unun að sjá hversu kvik hún var við húsverk- in. Þau Símon áttu dálitla lóð í kringum húsið sitt. Þau ræktuðu þau tré, og er mörgum minnisstætt hve reynitrén þeirra döfnuðu vel. í blómabeðinu undi Ólöf marga sum- amóttina við að snyrta og fegra umhverfí sitt. t Innilegar þakkir faerum við öllum þeim ættingjum og vinum sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför sambýliskonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, KRISTBJARGAR BJARNADÓTTUR, Austurbrún 6, Reykjavfk. Hjalti Elnarsson, Indriði E. Baldvinsson, Karólfna Ingólfsdóttir, Dfana Sjöfn Garðarsdóttir, Sigurður G. Jónsson, Steinunn Garðarsdóttir, Guðmundur Kristinsson, barnabörn og barnabarnabörn. Þegar Ólöf varð að yfírgefa Siglufjörð sakir heilsubrests á átt- ugasta aldursári má segja að hún hafí lokið lífsbaráttu sinni. Hún fann sig aldrei héima hér sunnan heiða. Hugurinn dvaldi við minning- una um Siglufjörð, iðandi af at- hafnalífi sfldarsumranna eða á kafí í snjó í svörtu skammdegi. Nú höfum við kvatt Ólöfu hinsta sinni fullviss þess að hún fái notið ávaxta lífs síns og þeirrar um- hyggju sem hún ávallt sýndi þeim sem minna mega sín. Góður Guð geymi minninguna um Ólöfu Bessa. Atli Dagbjartsson Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tekin til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfílegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfund- ar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. RYMINGAR- SALAI % Vegna eigendaskipta og breyttrar sölustefnu verður rýmingarsala á ýmsum vörum hjá okkur í nokkra daga. Við erum aðeins að skapa rými fyrir nýjar vörulínur! IMotið tækifæri sem ekki gefst aftur og gerið hagkvæm kaup. Á rýmingarsölunni bjóAum vlA m.a.: Verðdæmi flo Afsláttur Áður: Nú: -Heilar tepparúllur 20% Ballet 139.500 111.600 -Teppabútaogafganga 30-50% Ýmsir 5.000 2.500 -Motturog stökteppi 20% L. 1,70 X 2,40 36.025 28.820 -Fyrsta flokks gólfdúka 25% Rikett fm. 595 446 -ítölsk leðursófasett 20% Altana 121.000 96.800 -Sófaborð 30% Turin 15.250 12.200 -Borðlampa 20% Lampi 6.450 5.160 -Amerísk málverk 30% Stærsta gerð 21.900 Góðir greiðsluskilmálar — Eurokredit — Visa-raðgreiðslur. TEPPABÚÐIN hf. SUÐURLANDSBRAUT26, S. 681950-84850. Verið velkomin!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.