Morgunblaðið - 28.05.1988, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 28.05.1988, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MAÍ 1988 Útgefandl Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulitrúar ritstjóra Fróttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, BjörnJóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst IngiJónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6,’sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 700 kr. á mánuði innanlands. f lausasölu 60 kr. eintakið. Mannréttindi rædd í Moskvu Ifjórða sinn á jafnmörgum árum hittast þeir Ronald Reagan, Bandarílqaforseti, og Míkhafl Gorbatsjov, leiðtogi Sovétríkjanna, í næstu viku. Að þessu sinni verður fundurinn haldinn í Moskvu; fyrri fundir hafa verið í Genf 1985, Reykjavík 1986 og Washington 1987. Hinn sögulegasti þessara funda var hér í Reykjavík. Fundarins í Höfða verður minnst sem þáttaskila í sam- skiptum austurs og vesturs. Til ítarlegra viðræðna hér og ný- stárlegra hugmynda, sem af þeim spruttu, er enn vitnað sem forsendna í umræðum og samn- ingum leiðtoganna um fækkun kjamorkuvopna. Washington- sáttmálinn er önnur merk varða á þessari leið. Þar er í fyrsta sinn á kjamorkuöld mælt fyrir um upprætingu einnar tegund- ar kjamorkuvopna. Þegar litið er yfír söguna er það eitt merkilegt, að forystu- menn Sovétríkjanna og Banda- ríkjanna skuli hittast jafn oft á jafíi skömmum tíma. Síðan haustið 1985 hafa þeir sem sé fundað JQórum sinnum en með Moskvufundinum hafa alls fímmtán fundir æðstu manna þessara ríkja verið haldnir síðan 1945. Verði þessir leiðtoga- fundir árlegir fellur fljótt spennan vegna þeirra. Það er annað andrúmsloft í kringum Moskvufundinn núna en Reykjavíkurfundinn á sínum tíma. Þegar Gorbatsjov hélt langan og sögulegan blaða- mannafund sinn í Háskólabíói í fundarlok, sátu allir í eftir- væntingu þar til síðasta orð hafði verið mælt. Blaðamenn entust ekki til að sitja allan fund Gorbatsjovs í Washington. Fjölmiðlaspennan í kringum Gorbatsjov og hans menn hefur minnkað, nú beinist hún miklu frekar að þeim breytingum, sem menn vænta af tillögum Gorb- atsjovs í málefnum Sovétríkj- anna sjálfra. í síðustu ræðunni, sem Reag- an flutti fyrir komuna til Moskvu, í Helsinki í gær, lagði hann höfuðáherslu á önnur málefíii en afvopnunarmálin. Hann minntist undirritunar Helsinki-sáttmálans fyrir tæp- um þrettán árum og þeirra ákvæða hans sem snerta mann- réttindi. Hann hvatti til þess að Berlínarmúrinn yrði rifínn og hinni gömlu höfuðborg Þyskalands breytt í sameining- arstað austurs og vesturs í Evrópu. Hann minnti á að Moskva væri sú borg þar sem klukkutumar hefðu verið hvað flestir á einum stað á jörðinni og hvatti til þess að Sovétmenn fengju aftur að hejnra kirkju- klukkur hljóma til staðfestingar á rétti hvers manns til að iðka trú sína. Og hann vitnaði til þeirrar grundvallarreglu, að dómsvaldið ætti að vera sjálf- stætt og hver maður ætti að njóta þess réttar að geta skotið máli sínu til hlutlauss dómara og hann skoraði á Gorbatsjov að veita þeim, sem sitja í fang- elsi vegna skoðana sinna, frelsi. Leiðtogamir ganga ekki til þessa fjórða fundar síns með heitstrengingum um að stíga ný og stór skref í afvopnunar- málum. Reykjavíkur-hugmynd- in um stórfelldan niðurskurð á langdrægum eldflaugum verður ekki að veruleika í Moskvu. Að því er stefnt að búa í haginn fyrir að unnt verði að hrinda henni í framkvæmd. Moskvu- fundurinn verður að líkindum athyglisverðastur fyrir þá inn- sýn sem hann veitir í sovéskt stjómmála- og þjóðlíf á líðandi stundu og þau fyrirheit, sem hann kann að gefa um að boð- aðar breytingar í Sovétrflqun- um verði að veruleika. Sú stað- reynd að sjónvarpað hefur verið frá rifrildisfundi í Æðsta ráð- inu, þar sem deilt er um skatta og fjármál, er svo ólík hinni hefðbundnu mynd af þessu ráði sem einskonar stimpli á allt sem foringjamir ákveða, að menn utan og innan Sovétríkjanna vita ekki hvaðan á sig stendur veðrið. Brottför sovéska hersins frá Afganistan er af sama toga. Vamarmáttur og markviss stefna Vesturlanda leiddi til þess að samið var um uppræt- ingu meðaldrægu eldflauganna. Frumkvæði hlýtur enn að koma frá þeim og á fleiri sviðum en snerta hemaðarleg málefni. Kommúnistar trúa ekki lengur á ágæti eigin kenninga og leita í átt frá sósíalisma. Þetta tæki- færi eiga lýðræðisríkin að nýta á öllum sviðum til að stuðla að frjálsræði innan 'Sovétríkjanna og leggja traustari gmnn að samskiptum við þau. Virðing fyrir mannréttindum er besta trygging fyrir friði. Verði þau rædd undanbragðalaust í Moskvu stuðlar fundurinn þar að auknu öiyggi í heiminum. Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands: Geng ekki burt frá skyldun til þess að heyja kosninga ÞEGAR Vigdis Finnbogadóttir forseti íslands kom tíl landsins frá Bandaríkjunum fyrir þremur dögum var Ijóst að i fyrsta sinn hefði mótframboð komið fram gegn forseta sem gefur kost á sér til endurkjörs. I samtali sem Morgunblaðið átti við Vigdísi á skrifstofu hennar í stjómarráð- inu i gær sagði forsetinn að hún myndi ekki láta kosningarnar hafa áhrif á störf sin og embætt- isverk. „Ég mun ekki heyja neina eiginlega kosningabaráttu. Ég hef gegnt þessu embætti í átta ár og talað til þjóðarinnar og erlendis fyrir hennar hönd um þjóðararfinn, landið og velferð fólks. Ég lit svo á að þjóðin viti hvemig ég hef talið réttast að starfa i þessu embætti. Það kæmi mér á óvart ef íslendingar þekktu ekki málstað minn nokk- uð vel, en ég er að sjálfsögðu reiðubúin að svara hveiju þvi sem ég kann að vera að spurð ef þurfa þykir,“ sagði Vigdís. „Ég sagði á sínum tíma að ég væri oddviti þeirra manna sem treystu mér fyrir embættinu. Ég gegni því enn. Það eru miklar annir framundan og ekki geng ég burt frá mínum skyldum til að heyja kosningabaráttu," sagði hún. Vigdís sagði að sér hefði ekki komið á óvart að mótframboð kæmi fram þótt hún hefði gefíð kost á sér til endurkjörs. „Við lifum breytta tíma og fyrr eða síðar gat að þessu komið. í lýðræðisþjóðfélagi er ekki óeðlilegt að í lok kjörtíma- bils forseta komi einhver fram sem telji að einhvemveginn öðruvísi eigi að fara að. Það er nú svo að hver sem er getur boðið sig fram til for- seta, þökk sé lýðræðinu." Mótframbjóðandi Vigdísar hefur sett fram nýjar hugmyndir um embættið, einkum þann rétt forseta að neita að skrifa undir lög. „Það er lítið styrkleikamerki að forseti þjóðarinnar grípi fram fyrir hendur á Alþingi í tíma og ótíma. Það gæti skapað upplausn og um leið hættu á að lýðræðið snúist í and- stæðu sína. Á það verður líka að benda í þessu sambandi að þau lög sem forseti neitar að skrifa undir öðlast þegar gildi og verður þá ekki breytt fyrr en niðurstaða þjóðaratkvæða- greiðslu segir svo. Með því að vísa öllum ágreiningsmálum til þjóðar- innar er hætta á að upplausn væri boðið heim og árangur lítill annar en að hver höndin yrði upp á móti annarri. Ég hef aldrei verið í vafa um hvort rétt væri að undirrita lög sem Alþingi íslendinga hefur sam- þykkt," segir Vigdís aðspurð. „For- setinn getur auðvitað ekki verið sem einstaklingur sammála öllu sem samþykkt er en hann vefengir ekki ákvarðanir hins lýðræðislcjöma Al- þingis. Slíkt hefur aldrei gerst á þeim 44 ámm sem liðin eru frá stofnun lýðveldisins að forseti hafi gripið fram fyrir hendumar á Al- þingi sem þjóðin hefur kosið til að fara með sín mál. Forseti íslands er kjörinn af fólki úr öllum stjómmálaflokkum sem treystir forsetanum til að blanda 22. ársþing SVFÍ sett á 60. afmælisári félagsins: Þakklætið streymir frá - sagði Þorsteinn Pálsson forsætis- ráðherra 22. ÁRSÞING og 60 ára afmæljs- fagnaður Slysavamafélags ís- lands var sett á Hótel Sögu í gær að viðstöddu fjölmenni, þar á meðal forseta íslands, frú Vigdisi Finnbogadóttur, forsæt- isráðherra, sem er verndarí fé- lagsins, samgönguráðherra og biskupi íslands. Einnig var stór hópur erlendra gesta frá björg- unar- og slysavarnasamtökum í nágrannalöndunum, sem SVFÍ hefur átt samskipti við. Félaginu bárust ýmsar gjafir, þar á meðal milljón krónur frá ríkisstjóm- inni. Haraldur Henrýsson, forseti Slysavamafélagsins, setti þingið. í ræðu sinni sagðist Haraldur telja að stofnun félagsins 29. janúar 1928 hefði valdið straumhvörfum og verið undanfari björgunar þús- unda mannslífa, innlendra og er- lendra, úr skipum í nauð við íslands- strendur. Haraldur ávarpaði sér- staklega hina erlendu gesti og von- aðist eftir áframhaldandi og vax- andi samstarfí við samtök þeirra. „Þegar mannslíf eru í veði er ekki spurt um þjóðemi eða landamæri," sagði Haraldur. Tilkynningaskyldan tölvuvædd Haraldur skýrði frá ýmsum fyrir- huguðum nýmælum í starfsemi Slysavamafélagsins og starfsemi því tengdri. Að sögn hans var nú fyrir skemmstu hætt handfærslu tilkynninga í spjaldskrá eftirlits- stöðvar Tilkynningaskyldu islenskra skipa og verið er að taka upp tölvuvinnslu í staðinn. „Þetta á að auka fljótvirkni í störfum Til- kynningaskyldunnar og jafnframt að gefa starfsmönnum hennar auk- ið svigrúm til virks eftirlits,“ sagði Fjölmenni var við þingsetninguna. Haraldur Henrýsson, forseti S VFÍ, er í Haraldur. Hann bætti við að þó skorti enn á fullnægjandi tengingu milli Tilkynningaskyldunnar og strandstöðva Pósts og sima, þar sem strandstöðvamar hefðu enn ekki verið tölvuvæddar. Félagið myndi þó vinda bráðan bug að því að þar yrði fljótlega bætt úr. Þá sagði Haraldur frá því að undanfarin ár hefði verið í þróun sjálfvirkt tilkynningakerfí fyrir skip undir stjóm Þorgeirs Pálssonar, prófessors. SameiginlegTir neyðarsími björgunarsamtakanna Haraldur ræddi samstarf SVFÍ við landssambönd flugbjörgunar- sveita og hjáiparsveita skáta. Sagði Á hlaðinu fyrlr austan Hótel Sög var sýning á tugum bifreiða, báti og björgunarsveita þess. „Við vil sem það hefur styrkt okkur með, forsljóri félagsins. „Án ykkar stuc ast þennan mikla og góða búnað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.