Morgunblaðið - 28.05.1988, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MAÍ 1988
Þýskaland:
Hátt verð
fyrir karfa
HÁTT VERÐ fékkst fyrir karfa
sem seldur var úr Ögra RE f
Bremerhaven f Vestur-Þýska-
landi sl. þriðjudag og miðvikudag.
Seld voru m.a. 99 tonn af karfa
úr skipinu fyrir 96,09 króna með-
alverð og 237 tonn af grálúðu
fyrir 34,40 króna meðalverð.
„Norðmenn hafa lítið selt af karfa
í Vestur-þýskalandi í þessari viku
og einnig hefur lítið verið selt þar
af karfa úr þýskum skipum undan-
farið," sagði Vilhjálmur Vilhjálms-
son hjá Landssambandi íslenskra
útvegsmanna í samtali við Morgun-
blaðið.
Utanríkisráð-
herra Búlgaríu
í heimsókn
Utanrfkisráðherra Búlgarfu,
hr. Petar Mladenov og kona hans
ásamt fylgdarliði, dvelja á íslandi
29. til 31. maf nk. f boði Steingríms
Hermannssonar, utanrfkisráð-
herra.
í fréttatilkynningu frá utanríkis-
ráðuneytinu segir, að auk þess að
eiga viðræður við utanríkisráðherra
muni búlgarski utanríkisráðherrann
m.a. hitta að máli forseta íslands,
forseta Sameinaðs þings og heil-
brigðis- og tryggingamálaráðherra.
Jafnframt mun ráðherrann heim-
sækja Þingvelli og fiskeldisstöð
ríkisins í Kollafírði.
Morgunblaðið/Kr.Ben.
Fíkjutréð byrjað að laufgast eftir að hafa fölnað upp f vetur.
Flugstöð Leifs Eiríkssonar:
Annað fíkjutréð
byrjað að laufgast
Kvikmyndatíma-
rítið Varíety:
Foxtrot fær
góða dóma
ÍSLENSKA kvikmyndin Foxtrot
fær nyög lofsamlega dóma f nýj-
asta tölublaði bandarfska kvik-
myndatímaritsins Variety, sem
kom út 25. maí síðastliðinn. Vari-
ety er eitt virtasta tfmarit sinnar
tegundar f heiminum, kemur út f
94 þjóðlöndum og er almennt ta-
lið höfuðrit kvikmyndagerðar-
manna og áhugamanna um kvik-
myndir um allan heim.
í upphafi dómsins segir gagnrýn-
andinn meðal annars að Foxtrot búi
yfir öllum kostum góðrar spennu-
myndar. Bakgrunnur myndarinnar
sé áhrifaríkur og sagan sögð með
hnitmiðuðum samtölum, nákvæmri
klippingu og næmum hreyfingum í
kvikmyndatökunni, sem hæfí vel
söguþræðinum. Þá er leikurunum
hælt fyrir góða frammistöðu.
í gagnrýninni er söguþráður
myndarinnar rakinn og síðan segir:
„Spennan myndast strax í byijun
og dettur aldrei niður. Söguþráður-
inn er trúverðugur og sannfærandi
og í myndinni verður ofbeldið aðeins
eðlileg afleiðing af þeim mannlegu
þrengingum, sem söguhetjumar rata
í.“ Slðan segir að handrit Svein-
bjöms Baldvinssonar og klipping
Russels Lloyds falli einkar vel að
þeim stílbrögðum sem notast er við
í leikstjóm og hvort tveggja þjóni
sögunni af næmi.
Grindavík.
FÍKJUTRÉÐ, sem eftir er í
Flugstöð Leifs Eiríkssonar, er
að braggast þar sem það stend-
ur í suðurenda stöðvarinnar,
en hitt var sagað niður fyrir
skömmu eftir að seljendurnir
höfðu dæmt það dautt.
Að sögn Péturs Guðmundsonar
flugvallarstjóra voru trén bæði í
ábyrgð svo tjón flugstöðvarinnar
af dauða annars trésins er ekkert.
„Við erum að prófa hér fleiri
tré og lærum af reynslunni hvaða
tegundir þola þetta umhverfi líkt
og hver og einn verður að gera
sem er með plönturækt heima hjá
sér,“ sagði Pétur.
Kr.Ben
Skýrsla Seðlabanka
um gjaldeyrisviðskiptin komin:
Býst við að hægt sé
að birta skýrsluna
- segir Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra
VIÐSKIPTARÁÐHERRA barst f gær bréf frá Seðlabankanum þar
sem það er tilgreint hvaða aðilar það voru sem stóðu að gjaldeyr-
iskaupunum dagana 9.-11. maf þegar fjórðungur gjaldeyrisforðans
streymdi út úr bönkum. Jón Sigurðsson sagði f samtali við Morgun-
blaðið að hann ætti ekki von á þvf að f skýrslunni væri neitt sem
ekki væri hægt að birta.
Dagana 9.-11. maí var gjaldeyr-
isútstreymið 2,5 milljarðar króna
eða sem samsvarar fjórðungi
gjaldeyrisforðans. Varð þetta til
þess að ríkisstjómin lét loka gjald-
eyrisdeildum bankanna. Jón Bald-
vin Hannibalsson, sem gegndi
embætti viðskiptaráðherra á þess-
um tíma, meðan Jón Sigurðsson
sótti fund OECD-ríkja í París,
krafðist þess að Seðlabanki tæki
saman og sendi viðskiptaráðherra
lista yfír þá aðila sem hefðu stað-
ið að þessum gjaldeyriskaupum.
Jón Sigurðsson, viðskiptaráð-
herra, sagði í samtali við Morgun-
blaðið að bréfíð hefði borist undir
lok dagsins í gær og honum hefði
því ekki gefíst fyllilega tækifæri
til þess að kynna sér innihald þess.
Vildi hann því ekki tjá sig nánar
um innihald bréfs Seðlabankans á
þessu stigi. Jón sagði að að það
yrði vonandi fljótlega ljóst hvað
yrði birt úr bréfínu og hvemig.
Sagðist hann ekki eiga von á því
að í því væri neitt sem ekki væri
hægt að birta.
Flensufaraklur
enn á ferðinni
AÐ sögn Skúla G. Johnsen,
borgarlæknis, er ekki vitað til
þess að flensan, sem heijað hef-
ur undanfarið, sé f rénun. Enn
mun vera nokkuð um það að
fólk leggist af hennar völdum.
Skúli sagði að dauðsföll af völd-
um flensunnar á sjúkrahúsum
undanfarið, einkum meðal aldr-
Ellefu sumarbúðir
fengu meðmæli í gær
Bamaveradarráð afgreiddi á fundi í gær meðmæli til 11 sumar-
búða, þar af fengu fernar búðir meðmæli um tveggja ára leyfi.
Áður hafði Baraaverndarráð veitt fimm búðum meðmæli. Mennta-
málaráðuneytið veitir sumarbúðum starfsleyfi að fengnum með-
mælum Barnaverndarráðs.
Sumarbúðimar sem í gær fengu
meðmæli eru Ástjöm, Hólavatn,
Riftún, Kjamholt, Laugagerðis-
skóli, Lýsuhóll, Tölvusumarbúðir
Tölvufræðslunnar, UMSB Vamia-
landi, KFUM Vatnaskógi, Ölver
og Sumarbúðir Þjóðkirkjunnar að
Eiðum. Femar fyrstnefndu búðim-
ar fengu meðmæli um tveggja ára
starfsleyfí. Áður hafði Bama-
vemdarráð veitt meðmæli til sum-
arbúðanna f Ásaskóla, Bifröst,
Hofí, Skúfslæk og Súluholti. Með
tveggja ára leyfí frá í fyrra eru
Bergsstaðir, Glæsibær, Skálholt,
Tunga, Vestmannsvatn og KFUK
í Vindáshlíð. Alls hafa því 22 sum-
arbúðir fengið starfsleyfí eða með-
mæli Bamavemdarráðs.
Hjá Bamavemdarráði fengust
þær upplýsingar í gær, að enn
væru að berast umsóknir til ráðs-
ins um meðmæli með sumarbúð-
um. Ráðið hefur sent bréf til for-
ráðamanna sumarbúða, þar sem
öryggismál eru í ólagi. Þar er
minnt á reglur, sem í gildi eru um
öryggismál f sumarbúðum og að
starfsleyfí fáist ekki nema viðeig-
andi endurbætur fari fram. Vitað
er um nokkra staði, þar sem unn-
ið er af krafti við endurbætur og
verða umsóknir þeirra staða af-
greiddar síðar. Sumarbúðum er
óheimilt að starfa, nema að fengn-
um meðmælum Bamavemdar-
ráðs. Næsti fundur Bamavemdar-
ráðs um umsóknir sumarbúða
verður haldinn fímmtudaginn 9.
júní.
aðra, tengdust alls ekki hermanna-
veiki, sem mun hafa greinst í fá-
einum tilfellum á sjúkrahúsum í
Reykjavík undanfama mánuði.
„Það er ekki nokkur möguleiki á
því að þama sé tenging á milli,“
sagði Skúli.
Guðjón Magnússon, aðstoðar-
landlæknir, sagði að flensa og
hermannaveiki lýstu sér á gjörólík-
an hátt. Að hans sögn kemur her-
mannaveikin fram sem lungna-
bólga af völdum bakteríu, sem
hægt er að rækta frá sjúklingun-
um, en flensan lýsir sér hins vegar
sem beinverkir, hálsbólga, hósti
og hár hiti. Að sögn Guðjóns em
nú í ræktun sýni frá nokkmm
sjúklingum til þess að ganga úr
skugga um hvort þeir hafí verið
haldnir hermannaveiki, en niður-
stöður em í fyrsta lagi væntanleg-
ar í síðari hluta næstu viku.
€>
INNLENT
Samgönguráðherra:
Stofnunum falið að fylgj-
ast með þörungamyndun
MATTHÍAS Á. Mathiesen, sam-
gönguráðherra, hefur falið sigl-
ingamálastjóra, í samvinnu við
fuUtrúa hlutaðeigandi stofnanna
sjávarútvegsráðuneytis og land-
búnaðarráðuneytis, að fylgjast
með og afla upplýsinga hjá
norskum stjórnvöldum um hugs-
anlegar orsakir og afleiðingar
þörungamyndana i sjó við strend-
ur Noregs.
Skal sérstaklega kannað að
hvaða marki megi hugsanlega rekja
þetta ástand til aukinnar mengunar
í hafínu, svo sem af völdum köfnun-
arefnis og fosfats.
Ragnar S. Halldórsson kjör-
inn sljómarformaður ÍSAL
RAGNAR S. Halldórsson sem hefur verið forstjóri ÍSAL var
kosinn í stjórn fyrirtækisins á aðalfundi þess sem haldinn var
f ZUrich f gær f stað Halldórs H. Jónssonar, sem ekki gaf kost á
sér til endurkjörs. Á stjóraarfundi sem haldinn var f framhaldi
af aðalfundinum var Ragnar S. Halldórsson kjörinn formaður.
Síðar er gert ráð fyrir að nýr forsfjóri verði skipaður. Fyrst
um sinn gegnir Ragnar stöðu forsljóra. Hagnaður ÍSAL árið
1987 nam 21,8 miiyónum króna.
Magnús Óskarsson var endur- S. Halldórsson tekur við for-
skipaður í stjómina af iðnaðar-
ráðherra og í stað Jóns A. Jónas-
sonar skipaði ráðherra Eggert
Hauksson. Gunnar J. Friðriksson
og Sigurður Halldórsson voru
endurkjömir í stjómina. Ragnar
mennsku í stjóminni af Halldóri
H. Jónssyni, sem hefur gegnt
þeirri stöðu síðan fyrirtækið var
stofnað 1966.
Afkoma ÍSAL á árinu 1987
var mun betri en á undanfömum
árum. Rekstrarreikningur sýnir
21,8 milljóna hagnað eftir að
67,3 milljóna króna framleiðslu-
gjald hefur verið gjaldfært. Af-
skriftir námu 237,4 milljónum
og launakostnaður var 897,9
milljónir króna. Bætta afkomu
ISAL má bæði rekja til hækk-
andi markaðssverðs á áli og
miklu framlagi móðurfyrirtækis-
ins til eflingar eigin fjár ÍSAL.
ISAL er að fullu dótturfyrirtæki
Swiss Aluminum Ltd. (Alu-
suisse).