Morgunblaðið - 28.05.1988, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 28.05.1988, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MAÍ 1988 41 Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Nýbrautskráðir stúdentar frá Fjölbrautaskóla Sudurnesja á vorönn 1988 setja upp stúdentshúfurnar eftir að hafa tekið við brautskráning-arskírteinum. Fjölbrautaskóli Suðumesja: Sjötíu nemendur braut- skráðust á vorönn Keflavík. SJÖTÍU nemendur voru braut- skráðir frá Fjölbrautaskóla Suð- urnesja á vorönn 1988. Skólanum var slitið við hátíðlega athöfn, sem fram fór i íþróttahúsinu í Keflavík að þessu sinni, en braut- skráning hefur farið fram í byggðarlögunun á Suðurnesjum til skiptis. Nemendur í Tónlistar- skóla Njarðvíkur fluttu tónlist undir stjórn Haraldar Árna Har- aldssonar skólastjóra. Nemendur í skólanum voru 941 talsins sem er svipaður fjöldi og á síðasta ári, 541 stunduðu nám í dagskóla, 150 voru í öldungadeild og 250 voru í starfsnámi eða náms- flokkum. Flestir brautskráðust af flugliðabraut, en kennslan við þessa námsbraut fór fram í Reykjavík, stúdentar voru 19, af tæknisviði voru 10, 9 luku 2ja ára tækninámi og 3 skiptinemar iuku prófum frá skólanum. Kennarar í vetur voru 60 talsins. Bestum námsárangri náði Oddný Halldórsdóttir sem lauk stúdents- prófi úr máladeild og hlaut hún öll bókaverðlaunin sem veitt voru, auk þess sem hún hlaut bikar Spari- sjóðsins í Keflavík fyrir frábæran námsárangur í íslensku. Oddný fékk verðlaun fyrir ensku, dönsku, íslensku, þýsku, frönsku og raun- greinar og er þetta í fyrsta sinn sem sami nemandi hlýtur öll þessi verð- laun við skólann. Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Þau hlutu viðurkenningar fyrir góðan námsárangur. Lengst til vinstri er Böðvar Jónsson formaður nemendafélagsins, sem fékk viðurkenningu fyrir vel unnin störf, við hlið hans er Bjarni G. Bjarna- son, sem náði bestum árangri flugliða, fyrir miðju er Oddný Hall- dórsdóttir, sem fékk öll bókaverðlaunin að þessu sinni. Síðan kemur Helga Sigrún Harðardóttir sem fékk vélritunarbikarinn og lengst til hægri er Guðbjörg Jónsdóttir sem fékk bókfærslubikarinn. Ingólfur Halldórsson aðstoðar- skólameistari flutti yfirlitsræðu um störf skólans, Böðvar Jónsson for- maður nemendafélagsins talaði og Hjálmar Ámason skólameistari hélt skólaslitaræðu. Þar lýsti hann yfír áhyggjum sínum vegna sífellt lak- ari árangurs nemenda sem í aukn- um mæli ynnu með skólanum og aukin íþróttaiðkun kæmi greinilega niður á námsárangri. Hjálmar lýsti áhyggjum sínum með þessa þróun og sagði að aðgerða væri þörf. - BB Kópavogur: „Ævintýri og útilíf'“ í SUMAR mun skátafélagið Kópar, í Kópavogi, standa fyr- ir námskeiðum, sem bera yfir- skriftina „Ævintýri og útilíf“. Námskeiðin eru ætluð 10 — 13 ára börnum og hefjast 6. júní. í fréttatilkynningu frá Kópum segir, að markmiðið með nám- skeiðunum sé að gefa bömum tækifæri til að kynnast náttúrunni og reyna sig í leikjum og þrautum. Farið verður í fjallgöngu, fjöru- ferð, hjólaferð og hellaferð, veitt tilsögn í meðferð áttavita, útield- un, skyndihjálp og hnýtingum. Hvert námskeið stendur í 5 daga og lýkur með útilegu. Leiðbein- endur verða reyndir skátaforingj- ar. Námskeiðin standa frá mánu- degi til föstudags vikumar 6. — 10. júní, 20. — 24. júní og 27. júní — 1. júlí. Innritað verður 23. — 27. maí í skátaheimilinu að Borgarholtsbraut 7. Símar 35408 og 83033 Hvanneyri: Skólaslit Bændaskólans Bændaskólanum á Hvanneyri var slitið 11. maí sfðastliðinn. 39 nemendur hófu nám í 2. bekk og tæplega 40 nemendur voru við nám á fyrra námsári f Bændadeild. Auk þess eru 9 nemendur við nám f Búvfsinda- deild skólans. Alls luku 36 nemendur búfræði- prófí og bestum árangri náði Jó- hannes H. Ríkharðsson, Brúnastöð- um, Fljótum, og hlaut hann verð- laun Búnaðarfélags íslands fyrir þann árangur. Allmargir aðrir nemendur hlutu viðurkenningu m.a. fyrir góðan árangur í námi og ástundun. Skólastarfíð var að mestu með hefðbundnu sniði. Flestir nemendur 2. bekkjar fóru í viku náms- og skólaferðalag í byqun desember til Englands þar sem þeir skoðuðu m.a. Smithfíeld-landbúnaðarsýn- inguna. Síðastliðið haust var tekin í notk- un ný efnarannsóknastofa sem starfrækt er á vegum skólans. Verkefni stofunnar eru m.a. þjón- ustuefnagreiningar fyrir bændur, bæði jarðvegs- og heyefnagreining- ar, auk þess gjörbreyttist aðstaða til verklegrar kennslu í efnafræði og skyldum greinum. Þá er í undir- búningi bygging gróðurhúss sem einkum er ætlað til tilrauna og sem kennsluaðstaða fyrir nemendur. Síðastliðinn vetur var unnið að umfangsmiklu námskeiðahaldi á vegum skólans fyrir starfsmenn landbúnaðarins. Flest námskeiðin voru ætluð starfandi bændum, einkum á sviði nýbúgreina. Alls munu tæplega 300 manns hafa komið á þessi námskeið. Nýlega var tekin sú ákvörðun að Framleiðnisjóður landbúnaðar- ins styrki þá bændur sem vilja sækja sér endurmenntun. Tilgang- ur þessa styrks er m.a. sá að auð- velda bændum þátttöku á nám- skeiðin. Telja má því líklegt að námskeiðahald verði mun stærri þáttur í starfí Bændaskólans á Hvanneyri á næstu árum. Á næsta ári verður minnst 100 ára afmælis Bændaskólans á Hvanneyri. Unnið er að undirbún- ingi afmælisins, m.a. er unnið að útgáfu afmælisrits og átak verður gert í fegrun umhverfís á staðnum. (Fréttatilkynningf) AUSTURBÆR BREIÐHOLT Stórholt Stangarholt Fornastekkuro.fi. Meðalholt Óðinsgata Háteigsvegur UTHVERFI Laugarásvegur21-37 Akurgerði KOPAVOGUR Hraunbraut 18-47 ■ GRAFARVOGUR Kársnesbraut 7-71 Skjólbraut Dverghamrar Logafold VESTURBÆR Fannafold Hjarðarhagi 44-64 JMorgwnMa&fó
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.