Morgunblaðið - 28.05.1988, Síða 41

Morgunblaðið - 28.05.1988, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MAÍ 1988 41 Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Nýbrautskráðir stúdentar frá Fjölbrautaskóla Sudurnesja á vorönn 1988 setja upp stúdentshúfurnar eftir að hafa tekið við brautskráning-arskírteinum. Fjölbrautaskóli Suðumesja: Sjötíu nemendur braut- skráðust á vorönn Keflavík. SJÖTÍU nemendur voru braut- skráðir frá Fjölbrautaskóla Suð- urnesja á vorönn 1988. Skólanum var slitið við hátíðlega athöfn, sem fram fór i íþróttahúsinu í Keflavík að þessu sinni, en braut- skráning hefur farið fram í byggðarlögunun á Suðurnesjum til skiptis. Nemendur í Tónlistar- skóla Njarðvíkur fluttu tónlist undir stjórn Haraldar Árna Har- aldssonar skólastjóra. Nemendur í skólanum voru 941 talsins sem er svipaður fjöldi og á síðasta ári, 541 stunduðu nám í dagskóla, 150 voru í öldungadeild og 250 voru í starfsnámi eða náms- flokkum. Flestir brautskráðust af flugliðabraut, en kennslan við þessa námsbraut fór fram í Reykjavík, stúdentar voru 19, af tæknisviði voru 10, 9 luku 2ja ára tækninámi og 3 skiptinemar iuku prófum frá skólanum. Kennarar í vetur voru 60 talsins. Bestum námsárangri náði Oddný Halldórsdóttir sem lauk stúdents- prófi úr máladeild og hlaut hún öll bókaverðlaunin sem veitt voru, auk þess sem hún hlaut bikar Spari- sjóðsins í Keflavík fyrir frábæran námsárangur í íslensku. Oddný fékk verðlaun fyrir ensku, dönsku, íslensku, þýsku, frönsku og raun- greinar og er þetta í fyrsta sinn sem sami nemandi hlýtur öll þessi verð- laun við skólann. Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Þau hlutu viðurkenningar fyrir góðan námsárangur. Lengst til vinstri er Böðvar Jónsson formaður nemendafélagsins, sem fékk viðurkenningu fyrir vel unnin störf, við hlið hans er Bjarni G. Bjarna- son, sem náði bestum árangri flugliða, fyrir miðju er Oddný Hall- dórsdóttir, sem fékk öll bókaverðlaunin að þessu sinni. Síðan kemur Helga Sigrún Harðardóttir sem fékk vélritunarbikarinn og lengst til hægri er Guðbjörg Jónsdóttir sem fékk bókfærslubikarinn. Ingólfur Halldórsson aðstoðar- skólameistari flutti yfirlitsræðu um störf skólans, Böðvar Jónsson for- maður nemendafélagsins talaði og Hjálmar Ámason skólameistari hélt skólaslitaræðu. Þar lýsti hann yfír áhyggjum sínum vegna sífellt lak- ari árangurs nemenda sem í aukn- um mæli ynnu með skólanum og aukin íþróttaiðkun kæmi greinilega niður á námsárangri. Hjálmar lýsti áhyggjum sínum með þessa þróun og sagði að aðgerða væri þörf. - BB Kópavogur: „Ævintýri og útilíf'“ í SUMAR mun skátafélagið Kópar, í Kópavogi, standa fyr- ir námskeiðum, sem bera yfir- skriftina „Ævintýri og útilíf“. Námskeiðin eru ætluð 10 — 13 ára börnum og hefjast 6. júní. í fréttatilkynningu frá Kópum segir, að markmiðið með nám- skeiðunum sé að gefa bömum tækifæri til að kynnast náttúrunni og reyna sig í leikjum og þrautum. Farið verður í fjallgöngu, fjöru- ferð, hjólaferð og hellaferð, veitt tilsögn í meðferð áttavita, útield- un, skyndihjálp og hnýtingum. Hvert námskeið stendur í 5 daga og lýkur með útilegu. Leiðbein- endur verða reyndir skátaforingj- ar. Námskeiðin standa frá mánu- degi til föstudags vikumar 6. — 10. júní, 20. — 24. júní og 27. júní — 1. júlí. Innritað verður 23. — 27. maí í skátaheimilinu að Borgarholtsbraut 7. Símar 35408 og 83033 Hvanneyri: Skólaslit Bændaskólans Bændaskólanum á Hvanneyri var slitið 11. maí sfðastliðinn. 39 nemendur hófu nám í 2. bekk og tæplega 40 nemendur voru við nám á fyrra námsári f Bændadeild. Auk þess eru 9 nemendur við nám f Búvfsinda- deild skólans. Alls luku 36 nemendur búfræði- prófí og bestum árangri náði Jó- hannes H. Ríkharðsson, Brúnastöð- um, Fljótum, og hlaut hann verð- laun Búnaðarfélags íslands fyrir þann árangur. Allmargir aðrir nemendur hlutu viðurkenningu m.a. fyrir góðan árangur í námi og ástundun. Skólastarfíð var að mestu með hefðbundnu sniði. Flestir nemendur 2. bekkjar fóru í viku náms- og skólaferðalag í byqun desember til Englands þar sem þeir skoðuðu m.a. Smithfíeld-landbúnaðarsýn- inguna. Síðastliðið haust var tekin í notk- un ný efnarannsóknastofa sem starfrækt er á vegum skólans. Verkefni stofunnar eru m.a. þjón- ustuefnagreiningar fyrir bændur, bæði jarðvegs- og heyefnagreining- ar, auk þess gjörbreyttist aðstaða til verklegrar kennslu í efnafræði og skyldum greinum. Þá er í undir- búningi bygging gróðurhúss sem einkum er ætlað til tilrauna og sem kennsluaðstaða fyrir nemendur. Síðastliðinn vetur var unnið að umfangsmiklu námskeiðahaldi á vegum skólans fyrir starfsmenn landbúnaðarins. Flest námskeiðin voru ætluð starfandi bændum, einkum á sviði nýbúgreina. Alls munu tæplega 300 manns hafa komið á þessi námskeið. Nýlega var tekin sú ákvörðun að Framleiðnisjóður landbúnaðar- ins styrki þá bændur sem vilja sækja sér endurmenntun. Tilgang- ur þessa styrks er m.a. sá að auð- velda bændum þátttöku á nám- skeiðin. Telja má því líklegt að námskeiðahald verði mun stærri þáttur í starfí Bændaskólans á Hvanneyri á næstu árum. Á næsta ári verður minnst 100 ára afmælis Bændaskólans á Hvanneyri. Unnið er að undirbún- ingi afmælisins, m.a. er unnið að útgáfu afmælisrits og átak verður gert í fegrun umhverfís á staðnum. (Fréttatilkynningf) AUSTURBÆR BREIÐHOLT Stórholt Stangarholt Fornastekkuro.fi. Meðalholt Óðinsgata Háteigsvegur UTHVERFI Laugarásvegur21-37 Akurgerði KOPAVOGUR Hraunbraut 18-47 ■ GRAFARVOGUR Kársnesbraut 7-71 Skjólbraut Dverghamrar Logafold VESTURBÆR Fannafold Hjarðarhagi 44-64 JMorgwnMa&fó

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.