Morgunblaðið - 09.06.1988, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 09.06.1988, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 1988 15 Höfundur hylltur eftir að „Timinn og vatnið“ var frumflutt Morgunblaðið/Þorkeii Tíminn og vatnið Tónlist Egill Friðleifsson Það er með yfírstandandi lista- hátíð eins og svo margar aðrar, að umræðan og athyglin beinist mest að frægum útlendingum, sem sækja okkur heim. Þannig eru menn eðli- lega uppteknir af Chagall og Pend- erecki þessa dagana. En atriði lista- hátíðar eru fjölmörg og sum, raun- ar flest, allrar athygli verð. Sú gagnrýni hefur oft heyrst að hlutur okkar eigin listamanna sé jafnan fyrir borð borinn á listahátíð. Þær raddir hafa raunar ekki verið tiltak- anlega háværar í þetta sinn og út í þá sálma verður ekki farið í þessu greinarkomi. Sé hins vegar efnis- skrá listahátíðar skoðuð kemur í ljós að þar er að fínna ýmis áhuga- verð atriði af heimavígstöðvum. „Tíminn og vatnið", lagaflokkur eftir Jón Ásgeirsson við ljóð Steins Steinars var frumfluttur í íslensku óperunni sl. þriðjudagskvöld. Þar var einnig fluttur ballettinn „Af mönnum" þar sem danshöfundur er Hlíf Svavarsdóttir en tónlistina samdi Þorkell Sigurbjömsson, en ballettinn hlaut sem kunnugt er fyrstu verðlaun í norrænni keppni nú nýverið. Það var Hamrahlíðarkórinn undir stjóm Þorgerðar Ingólfsdóttur sem sungu hin torræðu ljóð Steins Stein- ars, sem reyndust svo afdrifarík DÓMUR var kveðinn upp á þriðjudag í Sakadómi í ávana- og fíkniefnamálum yfir Breta, sem var gripinn með tæp 800 g af hassi i fórum sínum í lok maí. Maðurinn var dæmdur i þriggja mánaða fangelsi. Maðurinn er breskur þegn, bú- settur í Suður-Afríku. Hann hefur starfað hér á landi af og til frá því í maí 1987 og nokkmm sinnum farið utan. Þegar hann kom til landsins frá Amsterdam þann 25. maí sl. fundu tollverðir á Keflavík- urflugvelli 788 grömm af hassi í fyrir kveðskap á Islandi. Mörgum hefur reynst erfitt að skilja þessi ljóð, en tónskáldið leggur áherslu á að hér sé um ástarljóð að ræða, full af trega og eftirsjá. Sú skýring virðist dálítið langsótt óbreyttum lesanda, sem ekki hefur hugað að kvæðunum úr þeirri áttinni. En þessi hugsun skiptir máli þegar tón- listin er gaumgæfð. Ljóðin em 21 og skiptir tónskáldið þeim í þrjá kafla, sjö ljóð í hveijum, þar sem mestu átökin eiga sér stað í mið- kaflanum. Þó Steinn Steinar hafí umbylt formi ljóðsins með „Tímanum og vatninu" reynir tónskáldið ekki að breyta tjáningarhætti sínum. Tón- mál lagaflokksins er í greinilegri ætt við ýmislegt annað sem hann hefur samið fyrir kór og þar er hann á heimavelli. Jón þekkir kór- inn og möguleika háns manna best og er sjálfum sér trúr í sköpun sinni. Honum er greinilega í mun að koma textanum sem best til skila og tónvefurinn er aldrei svo þykkur að kæfi orðin. Sumstaðar „málar hann í tónum“ eins og t.d. í fjórða ljóði, hann bregður fyrir sig ein- röddun eins og í sjötta ljóði og eft- ir átökin í fjórtánda ljóði endar hann í björtum dúr eins og Bach í gamla daga. Víða klæða tónarnir textann ákaflega vel og Jóni tekst að bregða nýju og mildu ljósi á tvíræðni hans. fórum hans. Maðurinn viðurkenndi að eiga efnið og að hafa ætlað að selja það hér á landi. Þann 3. júní var gefín út ákæra á hendur hon- um, sem var birt á mánudag og á þriðjudag kvað Ásgeir FViðjónsson, sakadómari, upp dóm yfír mannin- um. Dómurinn hljóðaði upp á þriggja mánaða fangelsi, auk þess sem manninum var gert að greiða um 30 þúsund krónur í málskostnað og hassið var gert upptækt. Ekki er enn ljóst hvort maðurinn unir dóminum eða hvort hann áfrýj- ar honum til Hæstaréttar. Og það er ekki að spyija að því sem hún Þorgerður Ingólfsdóttir tekur að sér með Hamrahlíðarkóm- um. Þar er hvergi slegið af ítrustu kröfum um hreinleik, vandvirkni, listrænt handbragð, lausan og létt- an svífandi tón og framburð, sem er svo skýr, að hvert einasta orð heyrist greinilega. Það færi betur að fleiri bæru jafn mikla virðingu fyrir tónlistinni og móðurmálinu og Þorgerður Ingólfsdóttir. P.S. Þar sem ég geri ráð fyrir að aðrir fjalli um ballettinn „Af mönn- um“ vil ég láta nægja að senda danshöfundi, Hlíf Svavarsdóttur, tónskáldinu, Þorkeli Sigurbjöms- syni, dönsumm og hljóðfæraleikur- um bestu þakkir fyrir skemmtun- ina. 3. mánaða fangelsi vegna 800 g af hassi JEOTOR AR ABB Asea Brown Boveri SUNDABORG 15/104 REYKJAVlK/SlMI (91)84000 Tvær góðar þvottavélar frá SIEMENS Góð og hagkvæm þvottavél • 18 þvottakerfi. • Sparnaðarhnappur. • Frjálst hitaval. • Vinduhraði 600 og 800 sn./mín. • íslenskir leiðarvísar. • Þurrkari fáanlegur með sama útliti. WV 2760 Verð 49.600,- Kjörgripur handa hinum vandlátu • Fjöldi þvottakerfa. • Sparnaðarhnappur. • Frjálst hitaval. • Áfangaþeytivinding. Mesti vinduhraði 1200 sn./mín. • Hagkvæmnihnappur. • íslenskir leiðarvísar. WV 5830 Verð 63.600,- Hjá SIEMENS eru gæði, ending og fallegt útlit ávallt sett á oddinn! SMITH& NORLAND Nóatúni 4 - Sími 28300 Metsölublað á hverjum degi! ósa£5slA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.