Morgunblaðið - 09.06.1988, Page 19

Morgunblaðið - 09.06.1988, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 1988 19 Nemendur við Fjölbrautaskóla Vesturlands, sem brautskráðust nú fyrir skömmu. Fjölbrautaskóla Vesturlands slitið: Kennt á 5 stöð- um á Vesturlandi SKÓLASLIT Fj ölbrau taskóla Vesturlands á Akranesi fóru fram laugardaginn 21. maí síðastliðinn. Þá brautskráðust 89 nemendur frá skólanum og er það lang stærsti hópur, sem lokið hefur námi þar á einni önn. Flestir luku námi af tækni- sviði 52 talsins, 19 luku námi á viðskiptasviði, 13 á samfélags- sviði, en færri á öðrum náms- sviðum. Að þessu sinni luku 24 nemendur stúdentsprófi. Alls stunduðu 720 nemendur nám í skólanum á liðnu skólaári, en kennarar voru rúmlega 50. í hóp þeirra er standa að rekstri Fjölbrautaskóla Vesturlands. Eiga nú liðlega 14.300 íbúar í 33 sveit- arfélögum á Vesturlandi hlut í skólanum. Ný lög um framhalds- skóla breyta hlutdeild sveitarfé- laga í kostnaði við skólahaldið, en hins vegar er tryggt að sveitarfé- lög geta haft áhrif á framhalds- skóla í heimabyggð eða landshluta bindist þau um það samtökum. KöpavogsvöUur ikvöld9.júní kl. 20.00 BREIÐABLIK KS Zemthtölvur BYKO 'sm-2 SAMEIND umbro I vetur fór kennsla í skólanum fram á 5 stöðum, Akranesi, Stykk- ishólmi, Laugum í Dalasýslu, Ól- afsvík og Borgamesi. í Stykkis- hólmi og að Laugum voru reknar framhaldsdeildir þar sem nemend- um er boðið uppá almennt fram- haldsnám í dagskóla. í Borgamesi var starfrækt öldungadeild og fór kennsla þar fram á kvöldin. I Ól- afsvík og Stykkishólmi fór fram Vélstjómarkennsla fyrir menn er stunda sjóinn. 36 nemendur luku þannig námi vélavarða í vetur. í vetur bættust íbúar Eyrar- sveitar og þar með Grundfirðingar Bréfaskólinn: Guðrún Friðgeirs- dóttir ráðin skólastjóri ARSFUNDUR fulltrúaráðs Bréfaskólans var haldinn þann 16. maí síðastliðinn á Hótel Sögu. Guðrún Friðgeirsdóttir, kennari og námsráðgjafi tók þar við stöðu skólastjóra af Birnu Bjarnadóttur. Bima hefur verið skólastjóri Bréfaskólans síðustu tíu árin og á fundinum voru henni þökkuð vel unnin störf í þágu skólans. Auk venjulegra starfa ársfundar var á dagskrá erindi dr. Sigrúnar Stef- ánsdóttur um fjarkennslu á ís- landi. Bréfaskólinn er opinn allt árið og býður fólki á öllum aldri upp á nám í meira en 40 náms- greinum. Ekki er um nein inntöku- skilyrði í skólann að ræða. Skólinn er sameignarstofnun í eigu BSRB, Farmanna- og fískimannasam- bandsins, Kvenfélagasambands íslands, Menningar- og fræðs- lusambands alþýðu, SÍS og Stétt- arsambands bænda. S'tíjí /y/jjúM' ^SALAN BORGARTÚNI 22 SÍMI 23509 Næg bílastæöi AKGREYRI HAFNARSTRÆTl 88 SÍMI 96-25250

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.