Morgunblaðið - 09.06.1988, Síða 58

Morgunblaðið - 09.06.1988, Síða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 1988 fclk f fréttum Mikið fjölmenni var við hátíðahöld í tilefni eins árs afmælis útvarps Stjörnunnar. Morgunblaðið/Ol.K.M. l.ÁRS AFMÆLI Nær sjö þúsund gestir í afmæli Sljömunnar UTVARP Stjarnan bauð hlustendum sínum til af- mælisveislu á eins árs afmælinu á laugardaginn var. Að sögn Ól- afs Haukssonar útvarpsstjóra komu á að giska 6—7 þúsund manns og þáðu veitingar og fylgdust með skemmtiatriðum. Afmælisgestunum var boðið upp á útigrill, gos og íspinna og sagði Ólafur Hauksson að um 11 þúsund íspinnar hefðu gengið út. Ýmislegt var til skemmtunar í veisl- unni sem stóð frá kl.13—16 á laug- ardaginn. Brúðubíllinn var með sýn- ingu, Eiríkur Fjalar frumflutti af- mælislag Stjörnunnar, kokkamir úr Heilsubælinu komu í heimsókn, Hljómsveit Magnúsar Kjartansson- ar lék og sænski dúettinn Visitors kom fram. Einnig tóku tveir starfs- menn Stjömunnar lagið í tilefni dagsins, þeir Þorgeir Ástvaldsson og Björgvin Halldórsson. Ólafur Hauksson sagði afmælis- veisluna hafa lukkast mjög vel, veður verið hið besta og sannkölluð hátíðarstemmning. MÆLSKUKEPPNI GRUNNSKÓLA Málglaðir krakkar Iþrótta- og tómstundaráð hef- ur staðið fyrir mælskukeppni meðal nemenda í grunnskólum Reykjavíkur. Keppnin hefur ver- ið skemmtileg og spennandi, og hafa nemendur sýnt henni mik- inn áhuga. í maímánuði var keppt til úr- slita, en það voru lið Árbæjar- skóla og Hólabrekkuskóla sem ræddu um málefnið „Eiga 17 ára unglingar að flytja að heim- an.“ Árbæjarskóli sigraði naum- lega, í öðru sæti varð Hóla- brekkuskóli og í þriðja og fjórða sæti urðu Austurbæjarskóli og Fellaskóli. Verðlaun í keppnina gaf íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur. Sigursveit Árbæjarskóla i mælskukeppmnni. Þau heita: Dagur Eggertsson, Ágústa Kristófersdóttir, Ásta Hlin Ólafsdóttir og Magnús Björnsson. Gísli M. Baldursson í ræðustól. MADONNA Hryllileg leikkona Madonna hlaut heldur óblíðar móttökur þegar leikrit sem hún leikur í þessa dagana var frum- sýnt á Broadway fyrir skömmu. Þetta var frumraun söngkonunnar á leiksviði, og gagnrýnin sem hún fékk var óvægin. „Hún er einstök söngkona, já alveg stórkostleg', en sem leikkona er hún alveg hryllileg. “ Þetta sögðu gagn- rýnendur í dómum sínum um sýn- inguna. Frumsýningarinnar hafði verið beð- ið með eftirvæntingu, og var hvert sæti í leikhúsinu setið. Þó fór svo að margir áhorfendanna gengu út af sýningunni fyrir hlé. Madonna var að sjálfsögðu gráti næst að lok- inni leiksýningunni. „Mig sem hefur alltaf dreymt um að fá tækifæri til þess að leika á Broadway. Og svo fer þetta svona.“ Morgunblaðið/Andrés Pétursson HALLDÓR HALLDÓRSSON Byrjaður að æfa knattspyrnu U alldór Halldórsson, fyrsti íslenski hjartaþeginn, sést hér með félögum sínum í Augnabliki á ■ ■ knattspyrnuæfingu fyrir skömmu. Hundurinn Perró fékk að sjálfsögðu að vera með á myndinni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.