Morgunblaðið - 12.06.1988, Síða 1

Morgunblaðið - 12.06.1988, Síða 1
96 SIÐUR B 132. tbl. 76. árg. SUNNUDAGUR 12. JÚNÍ 1988_________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Sovétríkin: Látinn laus eft- ir 40 ára fangavist Moskvu. Reuter. RÚSSNESKI presturinn Vasili Shipilov hefur verið látinn laus eftir meira en 40 ára vist í þrælkunarbúðum og á geð- veikrahælum, að því er breskur prestur, sem barist hefur fyrir lausn hans, sagði í gær. Breski presturinn, séra Dick Rogers, sem varði páskaföstunni í búri í kirkju í London til að vekja athygli á máli föður Vasilys Ship- ilovs, sagði, að hinn rússneski starfsbróðir hans hefði verið látinn laus úr gæslu á geðveikrahæli í Moskvu á föstudag. Þangað var hann sendur frá geðveikrahæli í borginni Krasnoyarsk í Síberíu, að sögn Rogers. r Meira er ekki vitað um þetta mál í smáatriðum, en búist var við, að Shipilov kæmi fram á blaðamannafundi á vegum andófs- mannsins Alexanders Ogorodn- ikovs síðla dags í gær. Fjölskylda Shipilovs var send í útlegð til Síberíu á fjórða áratug aldarinnar, og þar var hann í fýrsta skipti handtekinn 17 ára að aldri fyrir að stela mat. Hann var öðru sinni handtekinn, er hann bjó sig undir prestsstarf við hei- mullegan prestaskóla, og var eftir það óslitið í þrælkunarbúðum og á geðveikrahælum. Lausn Shipilovs ber upp á sama tíma og opinber hátíðarhöld vegna þúsund ára kristni í Sovétríkjun- ’ Mfgpfifjt - - - Kvöldsólarglóð Morgunblaðið / Ámi Sæberg Sameinuðu þjóðirnar: Alþjóðaátak í vændum til enduireisnar í Afganistan SÞ. Reuter. SÞ, Reuter. EMBÆTTISMENN Sameinuðu þjóðanna kynntu í gær áætlun um aðstoð til handa Afgönum sem Lifrarbólga í Bandaríkjunum: Einkenna leitað í verðandi mæðrum Atlanta, Bandaríkjunum, Reuter. MIÐSTÖÐ sjúkdómsvarna i Bandaríkjunum, CDC, mælti með því í gær að leitað yrði einkenna svonefndrar B-veiru lifrarbólgu í öllum ófrískum konum í landinu. Veiran, sem berst með blóði eða sæði, getur borist til fóstursins við fæðingu og Leitt til lífshættulegs lifrarkrabba. Margar konur hafa veiruna í líkaman- um án þess að einkenni komi í ljós og geta þvi smitað börnin óafvitandi. Dr. Mark Kane, farsóttasér- fræðingur hjá CDC, sagði að eitt af hverju þúsundi nýfæddra barna í Bandaríkjunum hafi í sér veiruna og mörg þeirra verði síðar lifrar- krabba eða skorpulifur að bráð. Hann sagði einnig að hægt væri að hindra smit í 95 % tilvika með því að beita bólusetningu og lyfja- meðferð fyrstu 12 stundirnar eftir fæðingu. I skýrslu stofnunarinnar um málið segir að 25 % barna, sem verði fýrir smiti, deyi af völdum veirunnar. „Mikill munur er á áhrifum veirunnar eftir kynjum. Um 40 % smitaðra karlmanna missa lífið af völdum veirunnar en aðeins 10 -13 % kvenna," segir í skýrslunni. eiga um sárt að binda eftir átta ára styijöld í landinu. Næstu átján mánuði er ráðgert að veita meira en milljarði bandaríkjadala til uppbyggingar og verður fénu veitt til svæða á valdi Kabúlstjórn- arinnar jafnt sem landsvæða und- ir stjórn frelsissveita múslima. Nokkrar þjóðir hafa þegar ákveð- ið að styðja átakið og viðbrögð Sovétmanna hafa verið jákvæð. Aðalritari SÞ, Javier Perez de Cuellar, og framkvæmdastjóri að- stoðar SÞ við Afgana, Sadruddin Aga Khan, sögðu fréttamönnum í gær að samkvæmt áætluninni yrði uppbyggingunni fram haldið eftir átján mánaða tímabilið með þriggja ára endurreisnarstarfi sem kosta myndi um 840 milljónir bandaríkjad- ala. í næstu viku verður haldinn fundur þeirra ríkja er hugsanlega vilja fjármagna aðstoðina og munu sum þeirra þegar hafa ákveðið fram- lag sitt. Sadruddin sagði að helmingur fjárins í fýrri hluta áætlunarinnar yrði notaður til að hjálpa flóttamönn- um að snúa heim og einnig til matar- gjafa en afgangurinn til að aðstoða flóttamenn við að koma sér fýrir á nýjan leik í landinu. Yfír þijár millj- ónir afganskra flóttamanna dveljast nú í nágrannalandinu Pakistan og tvær milljónir í íran. „Við erum að reyna að búa til afmarkaða friðarskika í landinu. Aðaláherslan verður lögð á sveita- þorpin og við munum forðast óþarfa miðstýringu sem fellur illa að rót- grónum hefðum landsmanna," sagði Sadruddin. Hann bætti því við að komast yrði hjá því að hjálpin yrði að pólitísku bitbeini stríðandi fylk- inga í Afganistan. Varðandi afstöðu Sovétmanna sagði Sadruddin að full- trúar þeirra hefðu sýnt málinu áhuga og myndu fýlgjast vandlega með framvindu mála. Til greina kæmi að þeir tækju þátt í aðstoðinni. Mikil óvissa um úrslit frönsku kosninganna París. Reuter. SNARPRI kosningabaráttu frönsku stjórnmálaflokkanna fyrir þing- kosningarnar í dag lauk á miðnætti á föstudagskvöld. Alger óvissa ríkir um kosningaúrslitin. Þrátt fyrir að leiðtogar sósíalista hafi fram á síðustu stundu eggjað kjósendur lögeggjan, þykir þeim, sem að skoðanakönnunum standa, sýnt, að mjótt verði á mununum og annað hvort fái sósíalistar mjög nauman meirihluta eða þá vanti herslumuninn. Sömu aðilar segja, að lítil kosningaþátttaka í fyrri umferðinni, þegar 34% kjósenda sátu heima, hafi aukið óvissuna í kosningaspám þeirra að miklum mun. Þá fengu sósíalistar ekki nærri eins mikið fylgi og búist hafði verið við. Aður en kosningabaráttan var formlega á enda á föstudagskvöld, var greinilegur óróleiki í liðsmönn- um sósíalista og hétu þeir á stuðn- ingsmenn flokksins að fara á kjör- stað. „í dag er hætta á því, að hægri- menn komist aftur til valda," sagði Michel Rocard forsætisráðherra. „Á sunnudaginn var naut fólk þess að vera í faðmi ijölskyldunnar. Á sunnudaginn keinur verður fólk að kjósa.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.