Morgunblaðið - 12.06.1988, Qupperneq 4
4
MORGUNBLAÐIÐrSUNNUDAGUR 12.JÚNÍ 1988
Hreisturskemmdur lax
á markaði í New York
Laxinn fór á markaðinn vegna mis-
taka, segir Páll Gústafsson í ÍSNÓ
TALSVERT af íslenzkum eldislaxi með hreisturskemmdir var selt
á Fultons fiskmarkaðnum í New York í lok maí fyrir mistðk. Laxinn
var þar sagður norskur og seldur á nokkru lægra verðir en norskur
lax. Fulltrúar norskra útflytjenda vestra segja, að með þessu hafi
mikið tjón verið unnið á markaðssetningu norsks lax í Bandaríkjun-
um. Lax þessi var frá ÍSNÓ og átti aldrei að fara á markaðinn að
sögn Páls Gústafssonar, framkvæmdastjóra ÍSNÓ. „Laxinn átti að
fara til frekari vinnslu, ekki í beina sölu,“ sagði hann í samtali við
Morgunblaðið.
Jens Petter Gylseth, fulltrúi
norskra útflytjenda í New York,
sagði í samtali við Morgunblaðið,
að hér hefði verið um að ræða 300
kassa af afar slökum laxi, sem hefði
örugglega ekki verið notaður til
manneldis í Npregi. Þetta hefði
verið þriðji flokkur, svokallaður
framleiðslulax, sem bannað væri
að flytja út frá Noregi. Auk þess
hefði verið sagt að laxinn væri
norskur og hann hefði verið í norsk-
um kössum með póstnúmeri frá
Vestur-Noregi. Smærri merkimiðar
hefðu hins vegar gefíð til kynna
að hann væri kominn frá íslandi.
Væri þetta vísvitandi gert, væri það
ekkert annað en skemmdarverk,
sem ætti engan rétt á sér, en hvort
sem svo væri eða ekki, hefði mikill
skaði verið unninn fyrir markaðs-
setningu á norskum laxi í Banda-
ríkjunum.
Páll Gústafsson, framkvæmda-
stjóri ÍSNÓ, sagði að laxinn hefði
verið frá þeim, en hann hefði aidrei
átt að fara á markaðinn. Þetta hefði
reyndar verið ágætis lax, aðeins
dálítið hreisturskemmdur. Þannig
væri hann ekki hæfur til sölu á
mörkuðum, aðeins frekari vinnslu
eins og reykingar. Hvað umbúðim-
ar varðaði, notaði ÍSNÓ enn kassa
frá norska_ fyrirtækinu Movi með
merki ÍSNÓ, en því yrði hætt í sum-
ar og eigin umbúðir notaðar frá og
með næsta hausti. Þama hefðu orð-
ið mikil mistök, sem erfítt yrði að
leiðrétta, en séð yrði til þess að
svona færi ekki aftur. Mistök sem
þessi kæmu okkur ekki síður illa
en Norðmönnum.
Staðgreiðsla skatta:
Þegar innheimtir
4,5 milljarðar kr.
4.561 milljón króna var innheimt af staðgreiðslu skatta fyrstu
fjóra mánuði ársins. Af þeirri fjárhæð voru endurgreiddar 1.305
milljónir króna í bamabætur og barnabótaauka. Gert er ráð fyrir
að heildarupphæð innheimtu af staðgreiðslu fyrri helming ársins
verði lægri en á sama tíma í fyrra.
Fjármálaráðuneytið hefur til-
kynnt að innheimta af staðgreiðslu
skatta á fyrsta ársþriðjungi hafí
verið 4.561 milljón króna. Sveitar-
félögum hafa verið greiddar af
þeirri upphæð 2.071 milljón vegna
útsvara. Vegna sóknargjalda og
kirkjugarðsgjalda hafa verið
greiddar 168 milljónir og endur-
greiðslur vegna bamabóta og
bamabótaauka nema 1.305 milljón-
um króna. Staðgreiddur tekjuskatt-
ur er því 1.017 milijónir. Við þá
upphæð leggjast 595 milljónir sem
em innheimtar eftirstöðvar og fyrir-
framgreiðslur lögaðila. Tekjuskatt-
ur á fyrsta ársþriðjungi 1988 er því
alls 1.612 milljónir króna.
í lok fyrsta ársþriðjungs 1987
vom innheimtir tekjuskattar 1.833
milljónir króna, eða 221 milljón
hærri en nú. í febrúar og apríl vom
greiddar bamabætur og bamabóta-
auki og er lækkunin af þeim sökum.
í fréttatilkynningu frá fjármála-
ráðuneytinu segir, að gera megi ráð
fyrir að innheimta staðgreiðslu f
ríkissjóð að viðbættri innheimtu
eftirstöðva og fyrirframgreiðslu
tekjuskatts verði um 2.000 milljónir
króna í maí og júní. Tekjur ríkis-
sjóðs af tekjuskatti á fyrri árs-
helmingi 1988 verði því um 3.600
milljónir króna. Það er 600 milljón-
um lægri upphæð en á sama tíma
í fyrra. Hækkunin á milli ára er
20%, sem er nokkm lægra en hækk-
un launa á milli sömu tímabila, seg-
ir í fréttatilkynningunni.
Þar segir ennfremur, að hækkun
persónuafsláttar 1. júní í stað 1.
júlí muni lækka tekjuskatt um ná-
lega 150 milljónir króna og að
bamabætur muni hækka um ná-
lægt 100 milljónir á síðara árs-
helmingi. Auk þess munu þá verða
greiddar húsnæðisbætur og vaxta-
afsjáttur.
í fréttatilkynningunni segir að
þótt ekki sé tímabært að fullyrða
um niðurstöður á síðari árshelm-
ingi, bendi flest til þess að útkoma
ársins í heild verði nálægt því sem
áætlað var í fjárlögum að teknu
tilliti til þess sem laun munu hækka
umfram forsendur flárlaga.
LISTAHÁTÍÐ I REYKJAVIK
Dagskráin á sunnudag
Kl. 13.30 Kjarvalsstaðir
Dagur ljóðsins
Kl. 14.00 Lindarbær
Brúðuleikhús
Jón E. Guðmundsson
„Maður og kona“
Kl. 16.00 Fríkirkjuvegur 11
Leikbrúðuland „Mjallhvít"
Leikstj. Petr Matásek
Kl. 17.00 Háskólabíó
- Empire Brass Quintet
Kl. 20.30 Bústaðakirkja
Norræni kvartettinn
Einar Jóhannesson, klari-
nett, Joseph Fung, gítar,
Roger Carlsson, slagverk,
Askell Másson, slagverk
Samtímatónlist
Dagskráin á mánudag
Kl. 20.30 íslenska óperan
Ljóðatónleikar
Sarah Waiker, mezzosópran
Roger Vignoles, píanó.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Ró fuglsins varð ekki raskað þótt sigið væri í
bjargið nálægt þeim.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Finnur Jónsson í Grímsey fer fram af bjarg-
brúninni á Eyjarfæti nyrst á eynni.
Aldrei fundið fyrir lofthræðslu
— segir Finnur Jónsson í Grímsey
FINNUR Jónsson í Grímsey hefur stundað bjarg-
sig í 26 ár og er ekkert á þvi að hætta þótt
kominn sé vel á sjötugs aldur, enda segir hann
sigið vera góða íþrótt til þess að halda sér í
formi. Laugardaginn fyrir sjómannadag brá
Finnur sér eftir eggjum í Eyjarfót, sem er nyrst
í Grímsey og hafði upp úr krafsinu um 300 egg.
„Ég hef aldrei fundið fyrir lofthræðslu, veit ekki
hvað það er,“ sagði Finnur í samtali við Morgun-
blaðið. Hann gerði lítið úr því að bjargsig væri
hættuleg íþrótt og sagði að hætta væri fyrir hendi
í ölium hlutum. „Ég hef lent í vandræðum, en að-
eins þegar ég hef farið spottalaus í bjargið, og aldr-
ei alvarlegum,“ sagði Finnur.
„Þetta hefur verið mislukkað í vor. Það hefur
ekkert verið hægt að síga I björgin vegna veðurs;
kulda og roks. Það er misskilningur hjá mörgum
að eggin stropi seinna þegar kalt er og því hægt
að taka þau lengur fram á vorið. En þessu er ein-
mitt öfugt farið þar sem fuglinn liggur þá meira
á,“ sagði Finnur.
Finnur hefur búið í Grímsey í 35 ár. „Ég kom
héma 4. apríl 1953 klukkan 2 og var þá í sum-
arfríi, en hef ekki farið héðan síðan. Það er engin
ástæða til þess að fara þaðan sem manni líkar vel
að vera.“ Bróðir Finns, Alfreð, er einnig kunnur
bjargmaður en er hættur að síga núna.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Finnur kominn úr bjarginu og eggin komin í
körfuna. Með Finni á myndinni er Henning Jó-
hannesson.
Norðurlönd:
Aukafundur samstarfsráð-
herra um þörungamyndunina
Matthías Á. Mathiesen, sam-
gönguráðherra og samstarfsráð-
herra Norðurlanda, og Magnús
Jóhannesson, siglingamálastjóri,
munu dagana 12. og 13. júní nk.
sækja aukafund samstarfsráð-
herra Norðurlanda og forstætis-
nefndar í Kaupmannahöfn, sem
boðað er til vegna þörungamynd-
ana við strendur Noregs, Dan-
merkur og Svíþjóðar.
Þessi fundur er haldinn til að
ræða sameiginleg viðbrögð stjóm-
valda á Norðurlöndum og aðgerðir
á alþjóðavettvangi til að fyrirbyggja
þá vá sem lífríki sjávar er búin af
framangreindum orsökum.
Á fundi samstarfsnefndar um
vamir gegn mengun hafsins í
Stokkhólmi hinn 3. júní sl. var rætt
um þörungamyndanir og varð það
niðurstaða fundarins að enda þótt
ástæður hins mikla þörungablóma
væru ekki að fullu ljósar ætti meng-
un af völdum köfnunarefnis og fos-
fórs í sjó hér stóran hlut að máli.
Eru uppi áform á Norðurlöndum
um að draga úr losun þessara efna
í sjó, en grípa þarf til víðtækra al-
þjóðlegra aðgerða til að minnka
álag þessara efna á þessum haf-
svæðum. í þessu sambandi má
nefna að frárennsli allra helstu
fljóta í Evrópu berst með haf-
straumum inn í Skagerrak þar sem
þörungablóminn var mestur.
15.-17. júní nk. verður haldinn
10. ársfundur Parísarsamningsins
um varnir gegn mengun sjávar frá
landstöðvum og verða þá ræddar
leiðir til þess að draga úr losun
þessara efna í sjó. Magnús Jóhann-
esson, siglingamálastjóri, mun
sækja fundinn fyrir íslands hönd.
(Fréttatilkynning)
Sveinn bakari kaup-
ir Nýja kökuhúsið
SVEINN bakari hefur fest kaup á öllum fimm verslunum Nýja Köku-
hússins i Reykjavík og nágrenni. Verslanir Sveins bakara eru þá
orðnar 11 talsins, auk þess sem verið getur að sú tólfta verði sett
á laggirnar áður en langt um líður.
„Fyrir án opnaði ég fullkomið mun áfram reka bakarí og kaffihús
bakarí í Álfabakkanum, og það
þyrfti að nýta það mun betur en
gert hefur verið fram að þessu,“
sagði Sveinn Kristdórsson bakari í
samtali við Morgunblaðið. „Helst
þyrfti að vera starfað þar allan sól-
arhringinn til þess að ég gæti lækk-
að þann fasta kostnað, sem rekstr-
inum fylgir," sagði Sveinn.
Birgir Páll Jónsson eigandi Nýja
kökuhússins sagði í gær, að hann
hyggðist draga saman í rekstrinum
og leggja meiri áherslu á aðra starf-
semi en rekstur verslana, einkum
rekstur kaffihúsa. Nýja kökuhúsið
í Austurstræti. Auk þess mun verða
sett upp kaffihús í Kringlunni. Þá
sagði Birgir Páll, að aukin áhersla
verði lögð á að baka tertur og kök-
ur fyrir veislur og eftir pöntunum.
65 manns var sagt upp störfum
hjá Nýja kökuhúsinu við eigenda-
skiptin, aðallega í verslununum.
Flest fólkið mun halda störfum
sínum hjá nýjum eiganda. Verslan-
irnar sem seldar voru, eru í Hafnar-
firði, Garðabæ, Kópavogi, við
Laugaveg og í JL húsinu við Hring-
braut í Reykjavík.