Morgunblaðið - 12.06.1988, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 12.06.1988, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JÚNÍ 1988 9 2. sunnudagur eftir trinitatis Lúk. 14J6.-24.Jes. 25,1.-9. HUGVEKJA eftir séra GUÐMUND ÓLA ÓLAFSSON IVEIZLTJ GUÐS Þér er boðið til veizlu. Og hafir þú rödd og fylgi hugur máli, þá getur þú tekið undir inngöngusálminn, introitusinn, eða borðsálminn: „Drottinn, þú ert minn Guð! Ég vil vegsama þig, lofa nafn þitt! Þú hefur framkvæmt furðuvérk, löngu ráðin ráð, trúfesti og sannleika." Hefur þú nokkurn tíma sung- ið slíkan söng í forsal gleðinnar? Og síðan þokast þú innar, inn í sjálfan veizlusalinn. Og enn er sungið: „Drottinn allsheijar mun á þessu fjalli búa öllum þjóðum veizlu með krásum. — Hann mun afmá á þessu fjalli skýlu þá, sem hylur alla lýði. — Hann mun afmá dauðann að eilífu, og hinn alvaldi Drottinn mun þerra tárin af hverri ásjónu. — Fögnum og gleðjumst yfir hjálpræði hans.“ Og þú svipast um bekki og kannast við gestina, þá, sem hann hefur boðið, vöm lítil- magnans, vörn hins vesala í nauðum. Þarna em þeir allir úr sögu Jesú. fátækir, örkumla, blindir og haltir. — Það voru þá þeir, sem enga afsökun höfðu — fremur en þú? Og nú syngur þú með þeim og þeir með þér: „Sjá, þessi er vor Guð. Vér vonuðum á hann, að hann mundi frelsa oss.“ Og þú sérð hann ganga meðal þeirra, frá einum til ann- ars, taka burtu skýluna af aug- um þeirra, afmá dauðann úr þeim, þerra tárin af hverri ásjónu — eigin hendi. Þau em mörg og mögnuð stefin í „sálumessu" veizlugest- anna hjá Lúkasi og Jesaja. Bæir verða að gijóthrúgu, víggirtar borgir hmnin rúst, og sigursöng- ur ofríkismannanna hljóðnar. Þar er afundinn akureigandi og sá nýkvænti engu betri. En öllu ofar gellur raus húsbóndans: Far þú út um stræti og götur, út um brautir og gerði. Hús mitt skal fyllast! Meginstefið er þó í raun hin sama og í sögu Lasamsar: Eigir þú elsku Guðs, treystir henni með líkum hætti og Lasaras, Job eða Bólu-Hjálmar, þá ertu öllum mönnum ríkari og sælli. Þá hef- ur þú stigið út úr eða öllu held- ur upp úr ríki dauðans og inn í lífið sjálft, sigurhátíð og veizlu Guðs. I ríki dauðans er ekkert nema stríð gegn elsku Guðs, vonleysi, örbirgð og tortíming. Það vissi Hjálmar í Bólu: Ég á þig eftir, Jesú minn, jörðin, þótt öll mér hafni. Allt er tapað, ef tapa eg þér, tryggðavinurinn blíði. Aldrei brugðizt i heimi hér hefur þú mér, hjálparsnauðum i striði. Vorið er mikil veizlutíð. Ferm- ingarveizlur og hátíðir em mörg- um áhyggjuefni, öðmm hneyksli, afskræming þess, sem vera ætti. Þar vegast á sannleik- ur og sitthvað annað. En satt er það: Spumingin, sem fermingarbörnin svara á Islandi á þessu vori, er væg og næstum svo, að ekkert kostar að svara henni: „Vilt þú leitast við að hafa Jesúm Krist að leið- toga lífs þíns?“ Hver yrðu viðbrögð manna, foreldra og bama, ef prestur spyrði á fermingardegi: Vilt þú þiggja boð Guðs, afneita dauð- anum og ganga inn til lífsins? — Þannig mætti spyija. Jafnframt mætti spyija, hvort fráleitt væri að leggja ferming- arbömum — eða foreldram þeirra eða söfnuði einhveijar kvaðir, fómir eða skyldur á herð- ar, sem brytu í bága við hégóma og óþarfa sóun. Því að í stefjum dagsins er eitt ónefnt, sem þó er þungt og þrangið og strítt. Jesús sjálfur segir margt í dag, sem enginn skilur til fulls og fáir em sáttir við, — orð eins og þessi: „Hver sem ber ekki sinn kross og fýlgir mér, getur ekki verið lærisveinn minn.“ Eða: „Enginn, sem leggur hönd á plóginn og horfir aftur, er hæfur í Guðs ríki.“ I einni lexíu dagsins, segir einnig, að kristnir menn skuli ekki undrast, þótt heimurinn hati þá, — í annarri, að þeir geti ekki talizt vitrir, heldur hafí Guð útvalið það, sem heim- urinn telur heimsku, — í þeiiri þriðju, að ganga skuli inn í Guðs ríki í gegnum margar þrenging- ar. Þegar síra Friðrik Friðriksson safnaði um sig drengjum sínum í KFUM, kenndi hann þeim bar- áttusöngva og hetjusöngva. Þeir skyldu verða hetjur í stríðinu við dauðann og óvininn. Þegar síra Bjami Jónsson, vígslubiskup, einn af elztu drengjum síra Frið- riks og samstarfsmaður hans um langa ævi, kvaddi heimili sitt hinzta sinni og hélt til móts við dauðann, skildi hann þetta erindi síra Friðriks eftir á borði sínu, og hafði skrifað eigin hendi: Guðs alvæpni dýrast mun duga þér vel á ævinnar vegi, á úrslita degi, þá bugast þú eigi, en brosir við hel. Um þaö bil 15 þúsund Islendingar hafa treyst Fjárfestingarfélaginu fyrir sparifé sínu undanfarin ár! Þar af leiðandi hafa Kjarabréfin skilað umtalsverðum vöxtum umfram verðbólgu, eins og sést greinilega á línuritinu. Þeir, sem bafa fjárfest í Kjara- bréfum eru tryggðir gegn verðbólgusveiflum þjóðfélagsins. Á bak við Kjarabréfin stendur Verðbréfasjóðurinn hf, stœrsti verðbréfasjóður landsins, en sjóð- urinn dreifir áhcettu sinni með kaupum á bréfum ríkis og sveitar- félaga, bankaábyrgðum, sjálf- skuldarábyrgðum, bréfum stórfyr- irtœkja og fasteignatryggðum bréfum. Á verðbólgutímum eru Kjara- bréfin öruggur og arðbær kostur. Símsvari ALLAN SÓLARHRINGINN í síma 28506. Upplýsingar um daglegt gengi Kjarabréfa, Markbréfa, Fjölþjóðabréfa og Tekjubréfa Gengi: 3. júní 1988: Kjarabréf 2,903 - Tekjubréf 1,432 - Markbréf 1,512 - Fjölþjóðabréf 1,268 FJARFESTINGARFEIAGIÐ Hafnarstræti 7,101 Reykjavík 0 (91) 28566 Kringlunni, 103 Reykjavík S (91) 689700 Ráðhústorgi 3, 600 Akureyri S (96) 25000 Ofangreint línurit sýnir mánaðarlega hækkun umreiknaða til árshækkunar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.