Morgunblaðið - 12.06.1988, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR12. JÚNÍ 1988
29
Morgunblaðið/Brynja Tomer
■ Aðstandendur íslensku myndarinnar Foxtrott kampakátir yfir sölumöguleikum hennar á Cannes-
hátíðinni.
I Clint Eastwood leiðbeinir þeim Forest Whitaker (Charlie Parker) og Sam Wright (Dizzy Gillespie)
við upptöku á „B»rd“, sem byggð er á ævisögu tónlistarmannsins Charlie Parkers.
hólmi.„Þeir verða að vinna því
málstaður þeirra er sterkari,“ seg-
ir Robert Redford um málalyktir í
myndinni. Myndin kostaði um 20
milljónir dollara í framleiðslu, eða
tæplega 900 milljónir íslenskra
króna.
Nýkominn frá
Sovétríkjunum
Alls komu um 600 fréttamenn
frá öllum heimshornum á blaða-
mannafundinn sem haldinn var í
Cannes áður en myndin var frum-
sýnd þar. Ekki færri en eitt hundr-
að lífverðir fylgdu Robert Redford,
sem mætti um tíu mínútum of seint
á fundinn. Miklar varúðarráðstaf-
anir voru gerðar fyrir komu leikar-
ans til Cannes og var mönnum til
dæmis ekki hleypt inn á blaða-
mannafundinn með myndavélar og
var gerð vopnaleit á öllum áður
en þeim var hleypt inn. Þrátt fyrir
allan þennan fjölda fréttamanna
voru fáar spumingar lagðar fyrir
Robert Redford á fundinum. Hann
byijaði því á því að segja frá för
sinni til Sovétríkjanna, en hann er
nýkominn þaðan. „Það var mér
mikill heiður að vera boðið til
raunvísindaakademíunnar, þar
sem haldin var ráðstefna um um-
hverfismál. Þá kynnnti ég einnig
þrjár mynda minna í Leningrad,
Moskvu og Tbilisi. Mér var sagt
að þetta væri í fyrsta sinn sem
vestrænum leikara væri boðið að
kynna myndir sínar á þennan hátt
í Sovétríkjunum. Viðtökurnar voru
mjög góðar og menn tóku á móti
■ Illona Staller, eða Cicciolina
hélt fatafellusýningu framan við
aðalkvikmyndahöllina áður en
„Milagro“ Roberts Redfords var
sýnd þar.
mér á mjög menningarlegan og
hlýjan hátt.“
Robert Redford útskýrir að hann
hafi með „Milagro" viljað kynna
stöðu og menningu Suður-A-
meríkubúa. „Fjölskylda mín er frá
Texas, sem er við landamæri Mex-
íkó“ segir hann. „Mér finnst menn-
ing Suður-Ameríku vera of lítið
þekkt meðal Norður-Ameríkana og
fannst tími kominn til að kynna
hana betur. Ég er viss um að sú
þekking getur orðið til þess að
utanríkisstefna Bandaríkjanna
breytist til hins betra. Ég hef ekki
í hyggju að bjóða mig fram til for-
seta Bandaríkjanna," segir hann
aðspurður og heldur áfram. „Ég
hef áhuga á stjórnmálum og fylg-
ist með þeim. Ég er einnig mjög
gagnrýninn á stjórnmál. Afsögn
Nixons og kjör Carters voru að
mínu mati með því jákvæðasta í
bandarískum stjómmálum. Ég var
stjómmálalega ánægður þá.“ Hvað
annað gerir þig ánægðan? spyr
einn blaðamannanna. „Þegar ég
geri vinum mínum greiða er ég
ánægður og einnig þegar ég horfi
á sólsetrið. Hvað varðar kvikmynd-
irnar er myndin „Allir menn forset-
ans“ sú sem ég er stoltastur af.“
Lokaorð leikarans og leikstjórans
Roberts Redfords vom tileinkuð
umhverfismálum. „Við verðum að
halda við fegurð jarðarinnar.
Framfarir í Bandaríkjunum á öllum
sviðum em jákvæðar, en þær mega
ekki vera á kostnað náttúmnnar.
Frægð, frami og peningar vara
ekki að eilífu, það verður jörðin
hins vegar að gera.“
f G. -22. JÚIMÍ l\IK.
(ath. aðolns 3 vlnnudagar)
Hiö glæsilega Manor House Hotel
verður formlega opnað 1 7. júní,
að sjálfsögöu, enda er hótelið
rekið af íslendingum.
Hóteliö er mjög vel
staðsett uppi á fal-
legri hæð u.þ.b. 500
metra frá einni af fjöl-
mörgum ströndum
borgarinnar.
Hvorki meira né
minna en tíu 1 8 holu
þekktir golfvellir, eins
og þeir gerast bestir
f næsta nágrenni.
Vallargjald frá £ 8—12.
Torquay ar é suðurströnd Englands
þar sam fólklð tokur IIHnu látt.
SKOÐUNARFERÐIR FVRIR ÞÁ
SEM ÞESS ÖSKA:
★ Frægustu hellar Englands
★ Bátsferðir um Torquayflóa
★ Stórkostlegur dýragarður
★ Ferð um Devonhéraðið með gufulest
★ Verslunarferðir. Ath. verðlag er mun
hagstæðara ÍTORQUAY en í London o.fl.
Flug, gisting og enskur morgunveröur í
6 nætur, akstur til ogfrá flugvelli í Englandi
og veisla 17. júní. íslensk fararstjórn.
1/érð aðe/ns kr. SZB.BOO,-
17. júní. Formleg opnun hótelsins. Útigríll-
veisla með þjóðhátíðarbrag. Ýmsar uppá-
komur og leikir. Dansað fram eftir nóttu.
FERÐASKRIFSTOFA
REYKJAVÍKUR
AÐALSTRÆTI 16 - SÍMI 621490