Morgunblaðið - 12.06.1988, Qupperneq 35
34
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JÚNÍ 1988
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JÚNÍ 1988
35
Útgefandi tnftbifeffe Árvakur, Reykjavík
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Aðstoðarritstjóri Björn Bjarnason.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst IngiJónsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 700 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 60 kr. eintakið.
Erfiðleikar
samvinnuhreyfing-
arinnar
Samband ísl. samvinnufé-
laga og kaupfélögin standa
frammi fyrir stórfelldum
rekstrarerfiðleikum. Á síðasta
ári var rekstrartap samvinnufé-
laganna í heild sinni um og
yfir 500 milljónir króna og sam-
kvaemt upplýsingum Guðjóns
B. Ólafssonar, forstjóra SIS, í
samtali við Morgunblaðið í gær
er taprekstur Sambandsins
sjálfs sízt minni á fyrstu fjórum
mánuðum þessa árs. Það er
augljóst, að samvinnufélögin
hafa ekki efni á að tapa slíkum
fjármunum ár eftir ár. Þess
vegna má búast við mikilli upp-
stokkun, ef ekki byltingu í
rekstri þeirra og starfsemi allri
á næstu misserum.
Vel má vera, að rekstrar-
staða samvinnufélaganna end-
urspegli að einhveiju leyti
vanda íslenzkra atvinnuvega í
heild sinni. Áratugum saman
gátu atvinnufyrirtækin gengið
að því sem vísu, að það lánsfé,
sem þau notuðu til uppbygging-
ar og reksturs, kostaði minna
en ekki neitt. Auðvitað mótaðist
rekstur og uppbygging fyrir-
tækjanna af þessum aðstæðum
og hagkvæmni í rekstri og fjár-
festingu því ekki sem skyldi.
Fyrir fjórum árum varð grund-
vallarbreyting á þessum að-
stæðum atvinnuveganna. Ekki
var aðeins um það að ræða, að
Iánsfé kostaði peninga, heldur
hefur það verið mjög dýrt frá
haustinu 1984. Þetta hefur leitt
til umskipta í öllum fyrirtækja-
rekstri og raunar fjármálalífí
þjóðarinnar allrar.
Til viðbótar þessum breyttu
aðstæðum kemur svo erfið
staða landsbyggðarinnar. Mikill
og markviss samdráttur hefur
staðið yfír í landbúnaði í all-
mörg ár. Þessi samdráttur hef-
ur haft mikil áhrif á rekstrar-
stöðu kaupfélaganna og þar
með Sambandsins. Gjörbreytt
aðstaða þess atvinnuvegar, sem
samvinnuhreyfíngin byggðist í
upphafí á, hefur að sjálfsögðu
haft mikil og neikvæð áhrif á
rekstur samvinnufélaganna.
Þá er á það að líta, að út-
þensla samvinnuhreyfíngarinn-
ar á undanfömum áratugum
hefur verið gífurleg. Samvinnu-
félögin virðast hafa fylgt þeirri
stefnu, að þeim bæri að skipta
sér af nánast hvaða atvinnu-
starfsemi sem væri. Morgun-
blaðið hefur hvað eftir annað
bent á, að þessi útþenslustefna
Sambandsins hefði afar nei-
kvæð áhrif á atvinnulífið í
landinu, Sambandssamsteypan
væri einfaldlega orðin of stór
fyrir svo lítið samfélag. Nú er
ljóst, að samvinnuhreyfíngin
stendur ekki undir þessari út-
þenslu, ræður ekki við hana og
hlýtur að draga saman seglin.
Loks er það félagsmönnum
samvinnufélaganna áreiðan-
lega nokkurt umhugsunarefni,
hvort samvinnuhreyfingin hef-
ur glatað tengslum við uppruna
sinn. Kaupfélögin voru upphaf-
lega stofnuð til þess að tryggja
félagsmönnum sínum sem
lægst vöruverð. Nú er svo kom-
ið, að félagsmenn samvinnufé-
laganna beina viðskiptum
sínum í vaxandi mæli til stór-
verzlana í einkaeign á þéttbýlis-
svæðum, sem bjóða lægra vöru-
verð en samvinnufyrirtækin.
Hvað hefur gerzt?
Guðjón B. Ólafsson lýsir því
yfír í viðtali við Morgunblaðið
í gær, að hann hljóti að standa
eða falla með því, hvemig hon-
um tekst að ráða við vandamál
samvinnuhreyfingarinnar.
Sennilega er þetta eitthvert
umfangsmesta verkefni, sem
forystumaður í íslenzku at-
vinnulífi stendur nú frammi
fyrir: að aðlaga rekstur Sam-
bandsins og samvinnufélag-
anna gjörbreyttum aðstæðum í
atvinnumálum og fjármálum,
að draga saman seglin, selja
fyrirtæki, leggja niður óarð-
bæra starfsemi o.s.frv. Hver
svo sem afstaða manna er til
sartivinnuhreyfingarinnar sem
slíkrar er hitt alveg ljóst, að
það skiptir þjóðfélagið í heild
sinni miklu máli, að þessi end-
urskipulagning samvinnuhreyf-
ingarinnar takist.
Raunar má segja, að svipuð
verkefni blasi við öðrum at-
vinnufyrirtækjum. Ef sam-
vinnuhreyfingunni tekst að
endurskipuleggja rekstur sinn
en einkafyrirtækin sitja hjá á
meðan, getur staða Sambands-
ins orðið enn sterkari, þegar
fram í sækir. Stundum verða
meiriháttar breytingar án þess
að menn taki eftir þeim fyrr
en of seint. Margt bendir til,
að slíkt breytingaskeið standi
nú yfir í okkar samfélagi. Ef
forystumenn í atvinnulífinu
taka ekki til hendi við að endur-
skipuleggja atvinnureksturinn,
ekki sízt í sjávarútvegi, hjakkar
þjóðin áfram í sama farinu
næstu árin með reglubundnum
gengisfellingum, sem engan
vanda leysa.
REYKJAVÍKURBRÉF
Laugardagur 11. júní
Tyrkir eiga sér merka
sögu. Sú var tíðin, að
þeir stjórnuðu einu
mesta stórveldi heimsins.
Á 16. öld stóð veldi
þeirra traustum fótum í
Evrópu, Asíu og Norð-
ur-Afríku. Þeir lögðu
undir sig Búlgaríu, Serbíu og Ungveijaland
og herir þeirra voru við borgarhlið Vínar-
borgar. Þeir lögðu undir sig Damaskus og
sóttu inn í Egyptaland og alla leið til Ind-
landshafs. Þeir voru allsráðandi allt í
kringum Svartahaf. Stórveldistímar
Tyrkja eru löngu liðnir. En þeir eru útverð-
ir Atlantshafsbandalagsins í Asíu og vilja
líta á sig sem Evrópuþjóð, þótt þeir viti,
að þeir eigi fátt sameiginlegt með Evr-
ópubúum. Þeir vilja gerast aðilar að Evr-
ópubandalaginu, sem hefur hins vegar
takmarkaðan áhuga á aðild þeirra.
Sú var tíðin, að Konstantínópel var
stærsta borg Evrópu með 500 þúsund íbúa.
Nú búa í Istanbul um 7 milljónir manna
og mikill hluti þeirra í húsnæði, sem aðrar
Evrópuþjóðir mundu telja hálfgerð hreysi.
Tyrkir eru áreiðanlega fátækastir í hópi
Vestur-EvrópuþjÖða, ef hægt er að telja
þá til þeirra. Mikill hluti þjóðarinnar stund-
ar landbúnað, en á ferð um sveitahéruð í
Tyrklandi fyrir nokkrum vikum, sáu ferða-
langar nánast engar vélar notaðar við land-
búnaðarstörf. í eitt skipti mátti sjá dráttar-
vélar á ferð, en yfirleitt vann fólkið á ökr-
unum með hörðum höndum. Sennilega
hafa slík vinnubrögð ekki tíðkazt í Vestur-
Evrópu frá því snemma á þessari öld.
Það er ekki einungis fátæktin, sem hijá-
ir Tyrki. Mikil pólitísk spenna er í landinu.
Það fundu þátttakendur á alþjóðlegum
fundi ritstjóra og blaðamanna, sem haldinn
var í Istanbul fyrir nokkru, mæta vel. Þar
ríkir spenna milli stjórnmálamanna, fjöl-
miðla og tyrkneska hersins, sem tvisvar
sinnum á tæpum tveimur áratugum hefur
framkvæmt valdarán og velt lýðræðislega
kjörinni ríkisstjórn úr sessi.
Setningarfundur fyrrnefndrar ráðstefnu
var þó til marks um, að nokkuð hefur
miðað í lýðræðisátt í Tyrklandi á undan-
fömum árum. Fjórir af fímm ræðumönnum
gagnrýndu ríkisstjóm landsins harkalega
fyrir takmarkanir á prentfrelsi, en sá
fimmti, forsætisráðherrann sjálfur, svaraði
fyrir sig af jafnmikilli hörku! Demirel, fyrr-
um forsætisráðherra, sem tyrkneski herinn
hrakti tvisvar sinnum frá völdum, hafði
alla fyrirvara á, þegar hann var spurður,
hvort afskiptum hersins af stjómmálum í
Tyrklandi væri lokið. Hann minnti á, að
það gæti orðið að vana hjá hermönnum
að hrifsa til sín. völdin, ef þeir á annað
borð byijuðu á því. Inönu, leiðtogi þess
flokks, sem skoðanakannanir segja að njóti
mests fylgis nú, var bjartsýnni og taldi
að tyrkneski herinn mundi ekki fremja
valdarán á ný. Bulent Ecevit, ljóðskáld og
fyrrverandi forsætisráðherra, var sá hinna
tyrknesku stjórnmálamanna, sem höfundi
þessa Reykjavíkurbréfs þótti fyalla á
áhrifamestan hátt um málefni Tyrkja.
Þótt ríkisstjóm Özals, forsætisráðherra,
sætti harðri gagnrýni á þessum fundi af
hálfu tyrkneskra blaðamanna og stjórn-
málamanna, gegndi öðru máli um „mann-
inn á götunni", sem ferðalangar frá ís-
landi ræddu við. Þar var sagt, að Özal
væri vinsælli forsætisráðherra en Ecevit
hefði verið, þótt hinn fyrmefndi væri allt-
af að hækka skatta. Þar var einnig sagt,
að Tyrkir hefðu engan áhuga á velferð-
arríki, vegna þess, að í landinu hugsaði
hver um sig. Þar kom einnig fram, að
millistéttarfólk þyrfti að gegna tveimur
störfum til þess að komast af.
Tyrkir em áreiðanlega að gera mjög
ákveðna tilraun til þess að rífa sig upp
úr fátæktinni og nýlega var Thatcher, for-
sætisráðherra Breta, í opinberri heimsókn
þar í landi og hafði orð á því, að mikið
væri um að vera í landinu. Tyrkneskur
lögfræðingur sagði höfundi þessa
Reykjavíkurbréfs, að ein þeirra atvinnu-
greina, sem Tyrkir væru nú að byggja upp
í landi sínu væri fiskeldi. í samvinnu við
Norðmenn væri nú unnið að því að koma
upp eldisstöðvum fyrir lax i Svartahafi og
gert væri ráð fyrir, að vaxtarhraði laxins
yrði tvöfalt meiri en í Noregi vegna hag-
stæðs hitastigs í sjónum. Samkeppnin í
laxeldi verður því stöðugt meiri.
Umræður um Sovétríkin
Það er ljóst, að hvort sem menn em á
ferð í Tyrklandi, Vestur-Evrópu eða
Bandaríkjunum, er ekki um annað meira
talað um þessar mundir, en það sem er
að gerast i Sovétríkjunum. Á fundi rit-
stjóra og blaðamanna í Istanbul í byijun
maímánaðar fóm fram víðtækar umræður
um þróun mála í Sovétríkjunum. Tveir
Sovétmenn tóku þátt í þeim umræðum og
fluttu í upphafi býsna áhrifamiklar ræður
um framvindu mála í heimalandi sínu,
ræður, sem höfðu vemleg áhrif á fundar-
menn.
Umræðum þessum stjómaði Sadmddin
Aga Khan, sem áður var forstöðumaður
Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóð-
anna. Aga Khan sagði, að mikil tíðindi
væm að gerast í Moskvu. Þar væm nú
gefnar út nýjar bækur og gamlar, sem
gagnrýndu kerfíð. Nú væri gagnrýnt það,
sem áður hefði ekki mátt gagnrýna. Nú
færi fram endurmat á Stalín og Brezhnev.
Hin nýja forysta Kommúnistaflokksins
notaði fjölmiðla í sína þágu (hvenær hefur
hún ekki gert það?!). Skoðanakannanir í
Sovétríkjunum sýndu að 80% þjóðarinnar
teldu „glasnost" raunvemleika. Tveir
þriðju hlutar þjóðarinnar teldu hins vegar,
að það þyrfti að beijast fyrir „glasnost".
Blöð væm lesin meira en áður og nú væm
daglega lesnar um 35 milljónir eintaka af
blöðum í Sovétríkjunum.
Fréttastjóri vikuritsins Time í Moskvu
skýrði fundarmönnum frá þeim breyting-
um, sem hafa orðið í hans daglega starfi
á undanfömum mánuðum. Hann sagði,
að nú væri mun auðveldara fyrir erlenda
fréttamenn að komast í samband við
stjómmálamenn og embættismenn í
Moskvu. Auðveldara væri að fá leyfí til
þess að fara til annarra landshluta. Stjóm-
völd efndu til tveggja blaðamannafunda í
viku, sem væru skipulagðir með svipuðum
hætti og blaðamannafundir í Washington.
Ef talsmaður Sovétstjórnarinnar hefði ekki
svör við spurningum blaðamanna, kæmi
hann með sérfræðinga með sér, sem hefðu
svörin á reiðum höndum. Þessi starfsmað-
ur Time minnti hins vegar á, að þessi þró-
un gæti stöðvast alveg eins og áþekk þró-
un á tímum Khrústsjovs hefði stöðvast,
þegar hann var hrakinn frá völdum.
Þekktur írskur diplómat, dr. Conor
Cruise O’Brien, sem þekktur var fyrir af-
skipti af málefnum Belgísku-Kongó fyrir
tæpum þremur áratugum, kvaðst ekki
hræddur um framtíð „glasnost", ef ein-
göngu væri um Sovétríkin að tefla. En
Varsjárbandalagsríkin gætu orðið Akkiles-
arhæll Gorbatsjovs. Hann sagði þjóðemis-
kenndina vera það, sem sameinaði Sovét-
menn. Hin A-Evrópuríkin byggðust hins
vegar ekki á slíkri þjóðemispólitík. Þar
þýðir „glasnost“ byltingu, sagði O’Brien.
Þá standa Sovétríkin frammi fyrir erfíðri
ákvörðun. Stöðva þeir byltinguna eða láta
þeir hana ná fram að ganga? Hættumerk-
in eru í Póllandi, sagði þessi aldni íri einnig.
ítalskur prófessor, sem áður ritstýrði
einu virtasta blaði Ítalíu, sagði, að „glasn-
ost“ stæði mun dýpri rótum í Sovétríkjun-
um en menn almennt gerðu sér grein fyr-
ir. Ný kynslóð væri að koma fram í Sov-
étríkjunum. Það er hægt að sjá þetta nýja
fólk á götunum í Moskvu og Leningrad,
sagði ítalski prófessorinn. Þetta fólk þekk-
ir Vesturlönd og vill lifa sama lífí og það
hefur kynnzt þar. Þessi nýja kynslóð er
að reyna að taka völdin í Sovétríkjunum.
Hún er óþolinmóð og hafnar lífsvenjum
og hugsunarhætti ráðandi afla. „Glasnost“
er höfnun á gömlum hugsunarhætti. Gor-
batsjov er fulltrúi þessarar kynslóðar.
„Glasnost" er valdabarátta milli tveggja
hópa. Þessi valdabarátta getur haft ófyrir-
sjáanlegar afleiðingar. Því miður em Ákk-
ilesarhælarnir fleiri en A-Evrópa, sagði
ítalinn og bætti því við, að hann teldi
hugsanlegt, að þessi þróun gæti endað í
einræði Rauða hersins.
Mestur efasemdamaður í hópi ræðu-
Morgunblaðið/Ól.K.M.
manna á þessum fundi var austurrískur
ríkisborgari að nafni Paul Lendvai, sem
fæddist í Ungveijalandi og ól aldur sinn
þar en flúði eftir uppreisnina 1956. Þessi
maður sagði, að fólkinu í Sovétríkjunum
hefði verið sagt aftur og aftur, að nú
mundi allt breytast en ekkert gerðist. Ég
var í Moskvu fyrir skömmu, sagði hann,
andrúmsloftið hefur breytzt — en búðirnar
ekki! Lendvai sagði sem svo: Geta opnar
umræður komið í stað raunveralegra
breytinga? Þær skapa þá ímynd, að eitt-
hvað hafí breytzt og eiga þar með þátt í
að leyna ríkjandi íhaldssemi. Sovétmenn
geta margt lært um „glasnost" af Pólvetj-
um, Tékkum og Ungveijum — en þar hef-
ur ekki orði.ð raunveraleg breyting á
stjómarháttum. Við megum ekki loka aug-
unum fyrir þeim breytingum, sem verða,
sagði 'Lendvai, en ekki gleyma heldur
hversu takmarkaðar þær era.
Gömlu andlitin
Skoðanir era ákaflega skiptar um það,
sem er að gerast í Sovétríkjunum. Þeir,
sem fylgzt hafa með málefnum þeirra sl.
áratugi frá því á tímum Stalíns, eru óhjá-
kvæmilega haldnir veralegum efasemdum.
Danskur sjónvarpsstjóri, sem á að baki
langan starfsferil á vettvangi fjölmiðla,
sagði, þegar hann hafði hlustað daglangt
á umræðumar um „glasnost", að hann
hefði aldrei á ævi sinni hlustað á annað
eins ragl.
Ritstjóri dagblaðs í ísrael sagði við
Rússana tvo: Eg hef kynnt mér starfsferil
ykkar og sé, að þið eigið að baki langt
og mikið starf í sovézka stjórnkerfinu.
Hvers konar tilfinning er það, að standa
nú frammi fyrir því, að þið hafið verið að
ljúga' að okkur allan tímann? ! Við þessari
spurningu fékkst ekkert svar.
Finnskur ritstjóri spurði kurteislega,
hvort þær gagnrýnu umræður, sem nú
færu fram í Sovétríkjunum næðu einnig
til Leníns. Svarið, sem hann fékk var
þetta: Það er a.m.k. ein ákvörðun Leníns,
sem enginn ágreiningur er um í Sovétríkj-
unum og það er sú ákvörðun hans að veita
Finnum sjálfstæði. Með sama hætti og
Rússamir tveir höfðu mikil áhrif á áheyr-
endur með upphafserindum sínum, má
segja, að gríman hafi dottið af þeim, þeg-
ar þeir sátu fyrir svöram. Ymist komu
engin svör, útúrsnúningar eða einhveijir
brandarar. Það mátti sjá gömlu kommún-
istana gægjast fram, þegar Rússarnir tveir
áttu að svara spurningum.
Fréttastjóri Time í Moskvu var spurður
hvaða hindranir væru enn á vegi hans í
starfi. Hann sagði: Ég bað um leyfi til að
fara til Armeníu í febrúarmánuði sl. og
hef ekki fengið það enn. Ég bað um leyfi
til að fara til Tsjernobyl fyrir tveimur árum
og fékk það núna um daginn. Allir erlend-
ir fréttamenn búa í eins konar „gettói“,
sem varðmenn gæta. Þetta er enn mjög
lokað þjóðfélag og það tekur langan tíma
að breyta því.
Þegar Reagan gengur um götur
Moskvuborgar og ávarpar stúdenta við
Moskvuháskóla verður sú hugsun hins
vegar áleitin, að tímabil raunveralegra
breytinga í Sovétríkjunum sé að ganga í
garð. Um leið og menn hljóta að vera
haldnir efasemdum vegna fyrri reynslu,
er nauðsynlegt að meta þær breytingar,
sem kunna að vera í aðsigi í Sovétríkjunum
með jákvæðu hugarfari. Það era ekki að-
eins íbúar Sovétríkjanna, heldur fíöl-
margra annarra landa, sem eiga mikið
undir því, að þessar breytingar verði og
að keisaraveldi kommúnistaflokksins víki.
„Ný kynslóð er að
koma fram í Sov-
étríkjunum. Það
er hægt að sjá
þetta nýja fólk á
götu í Moskvu og
Leningrad, sagði
ítalski prófessor-
inn. Þetta fólk
þekkir Vestur-
lönd og vill lifa
sama lífiogþað
hefur kynnzt þar.
Þessi nýja kyn-
slóð er að reyna
að taka völdin í
Sovétríkjunum.
Hún er óþolinmóð
og hafnar
lífsvenjum og
hugsunarhætti
ráðandi afla.“