Morgunblaðið - 12.06.1988, Qupperneq 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JÚNÍ 1988
Þorbjörg Daníelsdóttir
„Hann varðveiti þig“
Fermingin gefur kirkjunni tækifæri til að hafa samband við safnaðar-
fólkið ogf börnum og fjölskyldum tækifæri til að tengjast kirkjunni
betur.
Könnun á f er mingar störfunum og
viðhorfum fermingarfræðara
Yfirskriftin er heiti á bók eftir
dr. Pétur Pétursson, sem gerð er
á vegum fermingarstarfanefndar
þjóðkirkjunnar og gefín út nú í
apríl af Æskulýðsstarfí þjóðkirkj-
unnar. Séra Guðmundur Guð-
mundsson vann með dr. Pétri að
eigin tilfínningar og öðlast trúar-
lega reynslu eða hvort veita ætti
bömunum svör við spumingum
um lífíð og tilveruna og gera þau
hæfari til að fást við vandamál
lífsins.
í svömnum kom fram að mark-
úrvinnslu en nefndin samdi spum-
ingamar, sem dr. Pétur vann úr.
Bókin er nú til umræðu í öllum
prófastsdæmum kirkjunnar til
undirbúnings umíjöllunar Presta-
stefnu.
Dr. Pétur skiptir bókinni í 8
kafla: 1. Inngang. 2. Umgjörð og
innihald. 3. Markmið. 4. Ferming-
araldur. 5. Félagslegt hlutverk
fermingarinnar og tengsl foreldra
við fermingarstörfin. 6. Ferming-
una og grunnskólann. 7. Áhrif og
aðgerðir. 8. Hvað ber að gera?
Markmið fræðslunnar
og f ermingarinnar
Spumingar könnunarinnar um
markmið em meðal hinna þýðing-
armestu þar sem það er einmitt
það, sem kirkjan þarf sífellt að
endurmeta og skýra fyrir sjálfri
sér. Vitnað er til fyrri samþykkta
svo að tengsl séu ekki rofín og
spurt hvaða þætti brýnast væri
að taka til meðferðar. Eftirfarandi
atriði vom sett fram í þessari röð:
1. Aðferðir.
2. Markmið.
3. Innihald.
Svörin vom þau að 45% töldu
að endurmeta þyrfti aðferðir, 26%
svömðu ekki, 17% vildu endur-
skoða markmiðin og 12% vildu
endurmeta innihald.
Þegar rætt hefur verið um
markmið fermingarfræðslunnar á
undanfömum ámm hafa ýmis at-
riði verið rædd, svo sem hvort
leggja bæri höfuðáherzlu á
fræðslu og þá hvort utanbókar-
lærdómur væri enn ofarlega á
baugi, hvort markmiðið væri helzt
að kenna gmndvallaratriði kris-
tinnar trúar og hjálpa til að taka
sjálfstæða afstöðu til þeirra, eða
hvort gefa ætti tækifæri til að tjá
miðum var raðað þannig eftir
mikilvægi þeirra.
1. að vekja trú
2. að kenna
3. að virkja
4. að veita svör
5. að börnin verði sjálfstæð
6. að tjá tilfinningar og öðlast
trúarreynslu
7. að fást við vandamál
Á þeim gmndvelli er sett fram
hið þríeina markmið fermingar-
starfanna:
að vekja
að virkja
að kenna
Fjöldi fræðslutíma og
þátttaka í safnaðarmess-
um
í spumingalistanum er spurt
hve marga fræðslutíma hvert bam
fái fyrir ferminguna. Meðaltalið
er 30 tímar. Rétt 60% gefa upp
tímafjölda frá 23—34. Flest þau,
sem svara, segja að börnin mæti
yfírleitt mjög vel í fræðslutímana.
Þá var spurt hvort kirkjusókn
fermingarbarnanna á undirbún-
ingstímanum væri skylda eða ekki
og um þátttöku bamanna í mess-
um. 70% sögðust hvetja bömin til
að koma í messur, 28% sögðust
gera það að skyldu, 2% svöruðu
ekki.
Svo virðist sem mæting sé yfír-
leitt mjög góð ef um eitthvað sér-
stakt er að ræða og bömin taka
sjálf virkan þátt í messunni, t.d.
með ritningarlestri. Prestur í
Reykjavík segir að börnin mæti
vel í tíma en illa í messur og for-
eldrar þó enn sjaldnar. Þeir mæti
þó vel á foreldrafundi með prestin-
um.
Fermingaraldurinn
Þá var að sjálfsögðu spurt um
fermingaraldurinn, hvort bömin
séu of ung eða of gömul eða hvort
aldurinn sé hæfílegur eins og
hann er nú, þ.e. að þau verði 14
ára á fermingarárinu. Svörin vom
þau að 52% töldu núverandi ferm-
ingaraldur hæfílegan, 23% töldu
hann of lágan, 12% vom óviss,
10% töldu hann of háan og 3%
svömðu ekki.
Félagslegt hlutverk,
veizlur og gjafir
Spurt var um þátttöku foreldra
í guðsþjónustum með bömunum
á fræðslutíma þeirra. Svarið var
að mæður mæta oftar en feður
og virðast mikilvægasti hlekkur-
inn milli kirkjunnar og fjölskyld-
unnar. „Sambandið milli kirkjunn-
ar eða safnaðarstarfsins og fjöl-
skyldunnar í fermingunni er mjög
lítið og takmarkað við það að
nánustu ættingjar koma til kirkju
í fermingarguðsþjónustuna. Að
henni lokinni tekur hin eiginlega
fjölskylduhátíð við og þá er söfn-
uðurinn eða kirkjan ekki til stað-
ar, nema ef vera skyldi í persónu
prestsins." í svömnum kemur
fram að mikill meirihluti ferming-
arfræðara styður þann félagslega
þátt fermingarinnar, sem birtist í
fermingarveizlunni og fæstir telja
að hann skyggi á eða dragi úr
hinum trúarlega og kirkjulega
þætti hennar," segir dr. Pétur.
Svörin við spumingunni um
afstöðu til fermingarveizlunnar
sýna að 50% þeirra, sem svara,
em jákvæð, 40% mjög jákvæð,
en aðeins 1% neikvæð.
Fermingarfræðslan og
grunnskólinn
Spurt var um það hvernig
prestar teldu að skólinn gegndi
kristinfræðikennslunni. 34% töldu
það misjafnt, 30% illa, 20% vel,
10% svömðu ekki, 3% vom óviss
og 3% ræddu málið á víðara sviði.
Þá var spurt um hugmyndir
presta um samband fermingar-
starfa og gmnnskóla út frá lögun-
um um gmnnskóla. 29% vildu
tengja frekar skóla og kirkju, 29%
svömðu ekki, 16% töldu ástandið
gott og ekki ástæðu til breytinga,
10% ræddu málið á víðari gmnni,
8% vildu aðgreina skóla og kirkju
frekar og 7% sögðust ekki þekkja
lögin.
Framtíðarstefnan
Fermingarstarfanefndin óskaði
eftir mati presta á nauðsyn nefnd-
arinnar og framtíðarhlutverki
hennar, ef þau teldu yfirleitt að
hún ætti að starfa. 10% töldu að
nefndin væri óþörf, af hinum 90%
töldu 61% að hún ætti að beita
sér fyrir samningu lágmarks-
námsskrár fyrir fermingarstörfín,
47% töldu að hún ætti að stuðla
að því að sett yrði fram stefna
og markmið fermingarstarfanna
og 45% að hún skyldi beita sér
fyrir því að samin verði drög að
nýju kveri.
Þá var spurt um þörf presta
fyrir aðstoð við fermingarundir-
búninginn. 33% óskuðu eftir
henni, 29% töldu það einstaklings-
bundið, 27% töldu það alveg nauð-
synlegt og 11% vildu það ekkert
frekar.
Óskalisti
fermingarfræðara samkvæmt
könnuninni lítur svona út:
1. Vinnubækur, verkefni, hefti
fyrir fermingarböm 54%.
2. Myndrænt efni: kvikmyndir,
myndbönd og glæmr 36%.
3. Nýtt kver 31%. Af þessum tók
þriðjungur fram að það eigi
að vera fmmsamið íslenzkt
kver.
4. Handbækur og kennsluleið-
beiningar fyrir fermingarfræð-
ara 19%.
5. Leiðbeiningar um helgihald
unglinga 10%.
6. Leiðbeiningar og námskeið
fyrir foreldra fermingarbama
7%.
Þess vil ég svo geta í lokin að
fermingarstarfanefnd hefur þegar
skipulagt námskeið fyrir presta
og þau önnur, sem starfa að ferm-
ingamndirbúningi. Það verður
haldið í Norræna húsinu 12.—14.
september.
Fermingin rædd á prestastefnu
Fermingin verður viðfangsefni
á næstu Prestastefnu, sem verður
haldin í Reykjavík í júnílok. Um-
ræða hennar hefur verið undirbú-
in í kirkjunni jafnt og þétt með
þeim störfum og umfjöllun, sem
sífellt fer fram í söfnuðunum um
allt landið. En hún hefur líka ver-
ið undirbúin af þeim tveimur
nefndum, sem kirkjustjómin hef-
ur skipað til að fjalla um ferming-
una, fermingarstarfanefnd og
kirkjufræðslunefnd. Kirkju-
fræðslunefnd, sem Kirkjuráð skip-
aði árið 1978, gerði könnun á
fermingarstörfunum og samdi
afar góða greinargerð til Kirkju-
þings árið 1980. Hún lagði svo
til að sérstakri fermingamefnd
yrði falin umfjöllun þessa máls.
Fermingarstarfanefnd hefur
starfað á grundvelli þess, sem
þegar hafði verið gert, og varð-
veitt nauðsynlegt framhald þess.
Til að ná áfanga í þeim störfum
efndi hún til könnunar meðal
presta um núverandi stöðu og
mótun framtíðarstefnu. Niður-
staða könnunarinnar verður síðan
rædd á Prestastefnu. í fermingar-
starfanefnd em nú Stella Guð-
mundsdóttir skólastjóri og séra
Solveig Lára Guðmundsdóttir,
séra Torfí Hjaltalín Stefánsson,
sem tók við af séra Guðmundi
Guðmundssyni, sem var formaður
nefndarinnar er könnunin var
gerð, séra Bjami Sigurðsson og
séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir,
sem bæði voru í fyrri fermingar-
starfanefnd. í henni vom líka séra
Ingólfur Guðmundsson, séra Ag-
nes M. Sigurðardóttir, Helga
Steinunn Hróbjartsdóttir og séra
Tómas Sveinsson.
Biblíulestur vikunnar
Sunnudagur: Róm. 15.30 Þrenningin
Mánudagur: Gal. 3.1—5 Guð veitir andann vegna Jesú
Þriðjudagur: Gal. 4.6. Guð sendir anda sonar síns í hjörtun
Miðvikudagur: Ef. 2.18 Fyrir Jesúm svarar Guð okkur í einum
anda
Fimmtudagur: Ef. 5.19—20: Þakkið Guði í nafni Jesú með
ljóðum andans
Föstudagur: 2. Þess. 2.13: Guð útvelur þau, sem Drottinn
elskar í helgun andans
Laugardagur: Títus 3.4—6: Guð úthellir anda sínum fyrir
Jesúm
Japan:
Vidskiptahagnaður dróst saman um 20% í maí
Tokyo. Reuter.
VIÐSKIPTAHAGNAÐUR Jap-
ans dróst saman um rúmlega 20%
í maímánuði, þegar á heildina
er litið, og enn meira gagnvart
Bandaríkjunum. Efnahagssér-
fræðingar eru nú vongóðir um,
að áframhald geti orðið á þess-
ari þróun.
„Innflutningur Japana vex hrað-
ar en áður og við getum átt von
á, að hann vaxi jafnvel enn hraðar
á næstunni," sagði Masam Takagi,
hagfræðingur hjá Fuji-bankanum.
Stjómvöld tilkynntu á fimmtudag,
að viðskiptahagnaður hefði minnk-
að um fimmtung í maímánuði og
numið ríflega 5 milljörðum dollara.
í fyrra nam hagnaðurinn 6,42 millj-
örðum dollara í sama mánuði. Þetta
er þrettándi mánuðurinn í röð, sem
viðskiptahagnaður Japana dregst
saman.
„Við emm mjög ánægðir með
þennan árangur," sagði Takagi, „og
ég er bjartsýnn á, að sama þróun
haldist á þessu og næsta ári.“