Morgunblaðið - 12.06.1988, Page 42

Morgunblaðið - 12.06.1988, Page 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JÚNÍ 1988 S™°- ENTAR / tilefni tímamótanna bjóðum við ykkur hag- stætt verð. L J GUÐMUNOUR KR JÓHANNESSON LAUGAVEG1178 SÍMI 689220 Vönduð vinna og góð þjónusta skiptir máli. MMl Fer inn á lang flest heimili landsins! Professor Longhair með Snooks Eaglin. New Orleans-blús __________Blús_______________ Árni Matthíasson Margir hafa haldið því fram að New Orleans sé uppruna- borg jassins, þó erfiðlega hafi gengið að finna fyrir því rök. New Orleans hefur þó lagt mikið til jasssögunnar og rokk- ið og blúsinn hafa einnig feng- ið sitthvað þaðan. Fats Domino er frá New Orl- eans og hann er einn áhrifamesti píanóleikari rokksögunnar. Það vita þó líklega ekki margir það að Fats fékk grunninn að sínum píanóstíl og hugmyndafjöld frá öðrum New Orleans-búa, Henry Roeland Byrd, sem þekktastur er undir nafninu Professor Longhair. Professor Longhair hefur verið kallaður merkasti píanóleikari sem New Orleans hefur alið síðan Jelly Roll Morton leið, en ekki varð það honum til §ár, nema síðasta áratuginn sem hann lifði. Henry Byrd fæddist í Bogalusa, norður af New Orleans, í desem- ber 1918. Er hann var tveggja mánaða slitu foreldrar hans sam- vistir og móðir hans fluttist til New Orleans þar sem drengurinn ólst upp. Móðir Henrys kenndi honum undirstöðuatriðin í tónlist, þó ekki hafi hún getað kennt hon- um á hljóðfæri. Skólagangan var stutt, því átta ára var hann farinn að vinna fyrir sér með því að sýna fímleika. Stuttu eftir það smíðaði hann sér hljóðfæri og fór að syngja og dansa fyrir peninga á götum úti. Innan við tvítugt var hann farinn að leika á gítar í lítilli hljómsveit sem lék á ýmsum búll- um í New Orleans og á þeim tíma var hann einnig farinn að fást við píanóleik. Tónlistin var aukageta framanaf, en um tíma á árinu 1937 starfaði hann með Champ- ion Jack Dupree, sem Fats Dom- ino fékk lagið The Fat Man hjá, í The Cotton Club í New Orleans. Hann lagði tónlistina að mestu á hilluna um tíma og fékkst við ýmislegt næstu fimm árin, þ. á m. var hann atvinnufjár- hættuspilari, hnefaleikari og dansari. í hernum var hann á árunum 1942 til 1943, en eftir að herþjónustunni lauk átti tón- listin meira og meira af tíma hans. Fyrstu hljómsveitina stofnaði hann 1946—7 og nefndi hana Professor Longhair and the Four Hairs’ Combo. 1949 breytti hann nafninu á hljómsveitinni í Profess- or Longhair and his Shuffling Hungarians og með Ungveijunum tók hann upp sín fyrstu lög, 1949. Ekki fara frekari spurnir af þeirri sveit, en seinna sama ár tók hann upp fleiri lög með annarri sveit sem hann kallaði Blues Jumpers. Eftir það starfaði hann með sveit Dave Bartholomews, en ekki gat hann samt lifað á tónlistinni ein- göngu á þeim árum, enda átti hann í það minnsta sjö börn með þremur eiginkonum a.m.k. og þeim þurfti hann að leggja til fé. Á næstu árum tók hann upp tón- list hjá grúa útgáfufyrirtækja, en heilsufar hans og slæmir umboðs- menn komu í veg fyrir að hann hlyti þá viðurkenningu sem hon- um bar. Svo fór og að hann gafst upp á tónlistinni. Margt af því sem hann tók þá upp hefur verið end- urútgefíð af Atlantic og Night- hawk og enginn ætti að láta þær plötur fram hjá sér fara sem kemst á annað borð í tæri við þær. Þar má heyra að Fess er ekki bara snjall söngvari og fram- úrskarandi píanóleikari, heldur var hann einnig fyrirtaks laga- smiður og eftir á að hyggja er erfitt að átta sig á því hvers vegna hann gat ekki lifað á tónlistinni á þessum árum. Um 1970 vaknaði mikill áhugi á blús meðal unga fólksins í Bandaríkjunum og Professor Longhair var einn sá fyrsti sem leitað var að og um leið einn sá sem erfíðast var að finna. Hann hafði dregið sig nær algerlega í hlé og það tók ár að grafast fyrir um verustað hans. Quint Davis og Allison Kaslow, sem „fundu“ Fess, sögðu frá því að hann hefði verið illa haldinn af næringar- skorti og svo horaður að hann var að detta í sundur. Hann tók þó vel í að koma fram að nýju og gerði prufupptökur með öðrum New Orleans-tónlistarmanni, blinda gítarleikaranum snjalla Snooks Eaglin, 1971. Það ár kom hann einnig fram á jasshátíð í New Orleans og þeir sem sáu hann þar féllu í stafi, enda var hann betri píanóleikari en nokkur hafði búist við og sviðsframkoman var ótrúleg, þó þar færi maður á sextugsaldri, sem hafði þar að auki verið sjúkur meirihluta ævinnar. Prufuupptökur hans með Snooks týndust í nokkur ár, en á síðasta ári ^orau þær fram í dagsljósið og voru gefnar út af Rounder í Bandaríkjunum og af Demon í Bretlandi. Á plötunni leika Fess og Snooks lög eftir Fess og ýmis rytmablúslög eftir aðra. Samleikur þeirra er með afbrigðum skemmtilegur og Fess syngur á sinn einstaka hátt og leikur á píanóið af stakri snilld. Eftir tónleikana 1971 var Fess eftirsóttur til tónleikahalds í New Orleans og víðar í Bandaríkjunum, auk þess sem hann hélt tónleika í Evrópu 1975 og aftur 1977 og 1978. Hann tók einnig töluvert upp og á meðal þess er ein besta plata hans, Crawfish Fiesta, sem hann tók upp fyrir Alligator 1979, með einum helsta aðdáanda sínum, Dr. John. Ekki lifði Fess þó að sú plata yrði gefin út, því hann lést stuttu eftir að upptökum lauk, snemma árs 1980. Ekki er að merkja það á Craw- físh Fiesta að nokkuð ami að; píanóleikurinn er þróttmikill og söngurinn er öruggur. Lögin eru sum komin til ára sinna, en endur- gerð af mikilli smekkvísi. Sjálf- sagt er að benda mönnum á að verða sér úti um eintak af Craw- físh Fiesta, en vísast eiga fleiri Professor Longhair-plötur eftir að rata í safnið, þegar menn fara að hlusta á hann á annað borð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.