Morgunblaðið - 12.06.1988, Side 45

Morgunblaðið - 12.06.1988, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JÚNÍ 1988 45 heimilinu Droplaugarstöðum í Reykjavík. Guðni lést síðar sama ár. Þau höfðu því sextíu og fimm ára farsæla og hamingjuríka sam- fylgd að baki þegar hann lést. Kristín dvaldi á Droplaugar- stöðum síðustu sex árin. Hún undi vistinni þar afar vel. Persónuleg umönnun og hlýja starfsfólksins gerði henni dvölina þar ánægju- lega og þægilega. Kristín var ljóðelsk og kunni ógrynni af vísum og kvæðum sem henni lágu gjarna á tungu. Hún gerði þó ekki vísur sjálf en faðir hennar og afi voru báðir hagyrð- ingar. Kristín hafði yfirbragð heims- manns, bein í baki og fijálsleg í fasi. Hún átti alltaf vönduð, falleg föt sem hún hirti vel og hún lagði af smekkvísi rækt við útlit sitt. Henni leið vel í margmenni. Kristín var metnaðargjöm og mat þá mik- ils sem náðu árangri. Hún var áræðin og órög og leiddist kveifar- skapur og pempíuháttur. Minni Kristínar þvarr mjög síðustu árin. Jákvætt viðhorf til umhverfisins og hæfileiki til að láta hugann reika, óháð þeim skorðum sem heilsufar og aðrar kringumstæður settu, gerðu henni ævikvöldið léttbært. Reisn sinni og frjálslegu fasi hélt hún fram til hins síðasta og hafði vísurnar og kvæðin á hraðbergi þótt flest annað væri gleymt. Alltaf hafði hún eitthvað jákvætt að segja við þá sem til hennar komu. Kristín andaðist þann 3. júní sl. níutíu og sex ára að aldri. Afkom- endur hennar og Guðna eru 45. Þeir eiga kærar minningar um móður, ömmu og langömmu. Þær lifa áfram þótt hún hafi kvatt þennan heim. Blessuð sé minning hennar. Lilja Ólafsdóttir Árbæjarsafn gefur út árbók: Saga safnsins komin út I TILEFNI þrjátíu ára afmælis Arbæjarsafns á síðasta ári, hefur verið gefin út árbók safnsins í fyrsta sinn. Nefnist hún „Safn og Samtíð“. Þar er saga safnsins rakin ítarlega, og hlutverk þess og framtíð reifuð. Bókin hefst á kveðju borgarstjóra, þar sem hann m.a lýsir yfir stuðn- ingi borgaryfirvalda við stefnu safnsins. Bókinni sjálfri er skiptí tíu kafla. Þar er m.a. að finna kafla um fomleifarannsóknir í Viðey, vaxtöfl- ur frá Viðey og einnig er grein um rannsóknir á lóð Fjalakattarins Aðal- stræti 8, Reykjavík. Upplýsingar um húsakannanir á vegum safnsins má lesa í bókinni og einnig er kynn- ing á myndasafni safnsins. SAFN OG. SAMTIÐ Árbæjarsafn ARBOK 1987 Fyllsta öryggis gætt viö gerð skrapmiða - segir Jón Thors í dómsmálaráðuneyti „Hingað til höfum við talið að fyllsta öryggis hafi verið gætt við gerð skrapmiðanna," sagði Jón Thors, skrifstofustjóri í dómsmálaráðuneytinu en hann var inntur þessa, vegna þess að aðstandendur nokkurra skrap- miðahappdrætta hafa að undan- förnu séð ástæðu til að lýsa yfir því að fyllsta öryggis sé gætt við framleiðslu miðanna. Jón sagðist hafa heyrt sögusagn- ir um að hægt væri að sjá hvort vinningur væri á sumum skrap- miðunum og taldi hann þær sögur ástæðu þess að aðstandendur happ- drættanna lýstu yfir öryggi mið- anna. Jón sagði engar kærur hafa borist vegna skrapmiðanna og því hefði ráðuneytið ekki athugað hvort eitthvað væri hæft í þessum sögu- sögnum. Slík athugun gæti allt eins orðið en engin ákvörðun hefði enn verið tekin um það enn. Jón sagði ráðuneytið hafa lítið annnað eftirlit með skrapmiðahapp- drættunum en að reynt væri að fylgjast með að aðstandendur skrapmiðanna hefðu þá vinninga sem þeir lofuðu kaupendum. Ævintýraferð um landið Ferðaskrifstofa ríkisins hefur skipulagt fróðlega og skemmtilega hringferð um landið í sumar. Ferðin tekur 10 daga eða frá 19.07.-28.07. Komið verður víða við og tækifæri gefst til að kynnast merkum söguslóðum undir leiðsögn þaulreynds fararstjóra. Gist verður á hótelum og hálft fæði er innifalið í verði. Ellilífeyrisþegar fá 10% afslátt. LÁTTU SKRÁ ÞIG. Nánari upplýsingar veittar á Ferðaskrifstofu ríkisins. ♦ Ferðaskrifstofa Ríkisins Skógarhlíð 6, 101 Reykjavík, sími 91 25855. Telex 2049. • • Best undir sólinni Húsenamg -mttverð NOVAsumarhúsgögninvöWurmWaathygJiN^r^9^nun’ gæði og ekki ^orrtn NOVA sumarhúsgögnm Gróðurhúsinu v/Sigtún. Sími: 68 90 70

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.