Morgunblaðið - 12.06.1988, Síða 53

Morgunblaðið - 12.06.1988, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JÚNÍ 1988 53 Bíóhöllinn: „Allt látið flakka“ BÍÓHÖLLIN héfur tekið til sýninga kvikmyndina „ Allt látið flakka" með Eddie Murphy þar sem hann leikur sjálfan sig. í myndinni bregður Eddie Murphy sér í ýmis líki og heldur uppi samræðum við sjálfan sig, ef svo má segja. Tekur tvo eða fleiri fyrir og lætur þá skiptast á orðum, jafnvel í sömu setningunni að kalla má. Ýmsir persónuleikar koma fyrir í myndinni og gera hana fjölbreyttari en ella, en það er jafnan rödd Murphys sem heyr- ist og heldur uppi aðalfjörinu. Um beinan söguþráð er ekki að ræða eins og oftast er í myndum, held- ur er um ótal atriði að ræða sem kannski er best að kalla smá- myndir sem byggja upp heildina. (Ur fréttatilkynningn) Eddie Murphy heldur uppi sam- ræðum við sjálfan sig. Manneldisfélag íslands: Mótmælir tollum á grænmeti Aðalfundur Manneldisfélags Islands, haldinn 11. febrúar sl. skorar á stjórnvöld að afnema nú þegar innflutningstolla á grænmeti þar sem það sé ein örfárra tegunda matvæla sem nú beri tolla, alls 30%. I frétt frá félaginu segir, að það fái ekki séð að niðurfelling tolla á grænmeti hafi áhrif á stöðu garð- yrkjunnar í landinu, því þegar íslenskt grænmeti sé á markaðin- um, gildi innflutningsbann á við- komandi grænmetistegundum. Ennfremur segir að samkvæmt skýrslu um íslenska heilbrigðisá- ætlun sé stefnt að því að auka neyslu á fiski, kornmeti, græn- meti, ávöxtum og mögrum kjöt- og mjólkurafurðum, með verðstýr- ingu og fræðslu. 30% tollur á grænmeti sé því andstæður íslenskri heilbrigðisáætlun. atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Vanur matsveinn óskar eftir plássi til sjós. Upplýsingar í síma 91-41829 í dag og næstu daga. Gjaldkeri Óskum eftir að ráða gjaldkera í varahluta- verslun okkar sem fyrst. Starfsreynsla æskileg. Upplýsingar gefur Eiður Magnússon verslun- arstjóri. BÍLABORG HF. FOSSHÁLSI 1,S. 68-1299. Stýrimaður með framhaldsmenntun (Diploma in shipping) óskar eftir góðu starfi. Hef reynslu sem stýri- maður og við alhliða flutningaþjónustu hjá skipafélagi. Tilboð sendist Mbl. merkt: „Shipping -4295". Kennarar Almenna kennara vantar í Hjallaskóla í yngri og eldri deildir. Auk þess vantar kennara í heimilisfræðum og tónmenntum. Upplýsingar veitir skólastjóri í síma 42574 eða skólafulltrúi í síma 41988. Skólafulltrúinn í Kópavogi. Bókhald Óskum eftir að ráða sem fyrst starfskraft vanan tölvubókhaldi. Um er að ræða vinnu við merkingar eftir bókhaldslyklum, innslátt. á tölvuskjá og önnur störf tengd bókhaldi. Nauðsynlegt er að umsækjendur hafi góða starfsreynslu við bókhaldsstörf. Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist í póstshólf 8160, 128 Reykjavík fyrir 16. þ.m. Vélvirki Verkstæði á Austurlandi óskar að ráða vél- virkja til starfa. Húsnæði í boði fyrir ein- hleypan mann. Um er að ræða starf í sumar eða jafnvel til lengri tíma. Allar upplýsingar á skrifstofunni virka daga kl. 9-15. ^BrVETTVANGUR ^ STARFSMIÐLUN Skólavörðustíg 12, sími 623088. Matsmann vantar á Þórey SF. Upplýsingar í síma 97-81335. Trésmiðir Okkur vantar trésmiði á Reykjavíkursvæðinu vana mótauppslætti. Uppl. gefa Haukur eða Júlíus, sími 689506. Loftorka, Borgarnesi hf. Fasteignasala Óskum eftir að ráða sölumann á fasteigna- og fyrirtækjasölu. Þarf að geta unnið sjálf- stætt. Umsóknir leggist inn á auglýsingadeild Mbl. fyrir 15. júní merktar: „F - 8114“. Þroskaþjálfi óskast til afleysinga í stjórnunarstarf frá 1. júlí til áramóta. Góð laun. Skemmtilegt starf. Hús- næði á staðnum. Upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 99-6433. -------Sólheimar------------- IujI íGrímsnesi Bryti óskast til starfa frá og með 15. júlí nk. Starfið felur í sér umsjón með mötuneyti og birgðakaupum. Húsnæði á staðnum. Upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 99-6433. FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á AKUREVRI Laus er til umsóknar staða deildarstjóra á fæðinga- og kvensjúkdómadeild. Æskileg menntun: Alm. hjúkrunarfræðingur með Ijós- mæðramenntun og stjórnunarnám, eða reynslu í stjórnun. Staðan er laus strax eða eftir samkomulagi. Upplýsingar gefa hjúkrunarforstjóri Ólína .Torfadóttir og hjúkrunarframkvæmdastjóri Svava Aradóttir, kl. 13.00-14.00 alla virka daga. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, sími22100. Hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar óskast til starfa að Sjúkrastöð SÁÁ, Vogi. Akstur til og frá vinnu. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 681615 og 84443. Vélstjórar Vélstjóri óskast á bv. Sigluvík SI-2. Upplýsingar í símum 96-71200 og 96-71714. Þormóður rammi hf. Trésmiðir Trésmiði vantar í vinnu sem fyrst. Upplýsingar í símum 30647 og 686784. Tréaflsf. Lyfjatæknir Lyfjatæknir eða rannsóknastofutæknir ósk- ast strax á rannsóknastofu gæðaeftirlits- deildar Delta hf., í Hafnarfirði. Tekið við umsóknum í síma 53044 milli kl. 9.00-17.00 næstu daga. Framkvæmdastjóri Hótel Valaskjálf á Egilsstöðum auglýsir eftir framkvæmdastjóra. Umsóknarfrestur er til 16. júní nk. Skriflegar umsóknir sendist til formanns stjórnar, Magnúsar Einarssonar, Selási 1, 700 Egilsstöðum, sem einnig gefur nánari upplýsingar um starfið. £ Kennara Kennara vantar við grunnskólann í Kópavogi. Upplýsingar á skólaskrifstofunni, Hamraborg 12, Kópavogi, sími 41988. Skólafulltrúi. Húsvörður óskast Starfsmannafélagið Sókn óskar eftir hús- verði frá 15. ágúst nk. í starfinu felst m.a. þrif á skrifstofu, göngum, sal, útleiga og umsjón Sóknarsalarins, viðhald o.fl. Starfinu fylgir íbúð. Upplýsingar á skrifstofu Sóknar í síma 681150. \ Skriflegar umsóknir sendist Starfsmanna- félaginu Sókn, Skipholti 50A, 105 Reykjavík, fyrir 1. júlí nk.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.