Morgunblaðið - 12.06.1988, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 12.06.1988, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JÚNÍ 1988 Boðið upp á þriggja ára hag- fræðinám við Háskóla Islands Kennsla til meistaraprófs hefst væntanlega haustið 1991 SAMÞYKKT hefur verið reglugerð um breytingar á námi við Við- skiptadeild Háskóla Islands og munu þær taka gildi í haust. Breyting- ar þessar felast i stofnun hagfræðiskorar sem útskrifa mun hagfræð- inga með B.S.(econ.)-gráðu að loknu þriggja ára námi. Skiptir við- skiptadeildin um nafn í kjölfar þessa og kallast Viðskipta- og hag- fræðideild. Jafnframt stendur til að bjóða upp á framhaldsnám til meistaraprófs i hagfræði frá og með haustinu 1991. Morgunblaðið/KGA Þorvaldur Gylfason og Guðmundur Magnússon, prófessorar við Við- skipta- og hagfræðideild Háskóla íslands. í haust mun deildin hefja Viðskiptafræðinám hefur til þessa tekið flögur ár. Fyrrihluta- námið, sem tekur tvö ár, er sameig- inlegt öllum nemendum. Við upphaf þriðja námsárs velja nemendur á milli fyrirtækjakjama annars vegar, sem veitir viðskiptafræðimenntun, og hins vegar þjóðhagskjarna, er veitir hagfræðimenntun. Eftir breytinguna í haust munu nemendur velja sér námsbraut þeg- arvið upphaf náms. Nám þeirra sem velja sér fyrirtækjakjarna mun ekki breytast í grundvallaratriðum og nefnist sú námsbraut viðskiptaskor. Þjóðhagskjami mun hins vegar lagður niður en í hans stað býðst ný námsbraut, hagfræðiskor. Nám í hagfræðiskor mun taka þrjú ár, eins og áður sagði. Með endurskipu- lagningu og hagræðingu mun fyrri- hlutanámið stytt úr tveimur ámm í eitt. Annað og þriðja ár hagfræði- skorar verður svipað og þriðja og fjórða ár þjóðhagskjarna hefur ver- ið hingað til. Að sögn Þorvaldar Gylfasonar og Guðmundar Magnússonar, próf- essora við Viðskipta- og hagfræði- deild, mun nám í hinni nýju hag- fræðiskor verða síst léttara en það fjögurra ára nám sem fyrir var, þrátt fyrir styttingu námstíma. Ætlunin er að bjóða upp á mark- visst en þungt nám til þess að laða að góða nemendur úr menntaskól- um. Að sögn Guðmundar velja að jafnaði 10% nemenda í Viðskipta- deild þjóðhagfræði. Með hinni nýju tilhögun er vonast til þess að um 20% nemenda deildarinnar velji hagfræðiskor, sem yrði æskilegt hlutfall. Guðmundur kvað sögulegar ástæður liggja að baki því að í þessar breytingar væri ráðist nú. Þegar Viðskiptadeildin var stofnuð um 1940, var hún sniðin að fyrir- mynd erlendra viðskiptaháskóla þeirra tíma. En þeir hafa breyst með ámnum og kvaðst Guðmundur ekki vita um neinn háskóla í ná- grannalöndum okkar sem aðgreindi nú ekki hagfræðinám frá viðskipta- fræðinámi. Jöfn áhersla verður lögð á þjóð- hagfræði og rekstrarhagfræði í hinni nýju hagfræðiskor, að sögn Þorvaldar Gylfasonar, og era þessar tvær greinar burðarás námsins. Þeir sem ljúka hagfræðinámi eiga jafnan eins greiða leið inn í íslensk fyrirtæki og þeir sem hafa við- skiptafræðimenntun, enda gerir vinnumarkaðurinn hér á landi almennt ekki greinarmun á þessu tvennu, segir Þorvaldur. Varðandi þá viðskiptafræðinema sem þegar hafa hafið nám, mun þeim innan vissra marka gefinn kostur á að færa sig úr gamla kerf- inu í hið nýja. í reglugerð fyrir Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla íslands er heimild fyrir stofnun framhalds- deildar. Aætlað er að kennsla til meistaraprófs hefjist eftir þrjú ár. kennslu við nýja hagfræðiskor. haustið 1991. Þeim sem hefja nám við hagfræðiskor í haust mun því standa til boða að ljúka meistara- prófi hér heima strax að loknu B.S.(econ.)-prófi. Nám til meistaraprófs mun taka eitt til tvö ár. Framhaldsdeildin kemur til með að styrkja mjög rann- sóknir við Viðskipta- og hagfræði- deildina, að sögn þeirra Guðmundar og Þorvalds, þar sem hentugt er AÐALFUNDUR Félags íslenskra rithöfunda var haldinn fyrir nokkru. A fundinum var sam- þykkt að halda áfram baráttu fyrir bættum kjörum rithöfunda að virkja framhaldsnemendur til vísindastarfa. Jafnframt koma þeir til með að aðstoða við kennslu á neðri stigum, ef á þarf að halda. Næstu daga verður nýstúdentum sendur bæklingur þar sem þeim verður kynnt þessi nýbreytni Við- skipta- og hagfræðideildar. Jafn- framt verður haldinn kynningar- fundur um nám við hagfræðiskor þann 28. júní í Odda. og að vinna gegn misrétti og pólitískri mismunun. í fréttatilkynningu um fundinn kemur fram að hagur félagsins er góður og starf þess þróttmikið á síðasta ári, með fundum, bók- menntakynningum og upplestrar- kvöldum. Nýr heiðursfélagi var kjörinn í apríl síðast liðnum, Indriði Indriðason rithöfundur og ættfæð- ingur. Formaður Félags íslenskra rit- höfunda er Sveinn Sæmundsson. Næstum eng- in f lensaí Reykjavík síðan um miðjan maí Faraldurinn í rénun úti á landi AFAR lítið hefur verið um inflú- ensu í Reykjavík siðan í miðjum maí en ekki er enn vitað hvort dregið hafi úr flensufaraldrin- um úti á landi. Hjá landlækni- sembættinu fengust þær upplýs- ingar að heldur fleiri hefðu fengið flensu í maí en apríl utan Reykjavíkur öfugt við þróunina á höfuðborgarsvæðinu. „Þetta styður kenningu um að flensan hafi borist frá Reykjavík út á land. Utan höfuðborgarinnar hefur hún líklega stungið sér fyrst niður í Keflavík, þar sem tilfellum var farið að fækka í maí,“ sagði Guðjón Magnússon, aðstoðarland- læknir, og bætti við að nú væri flensan sennilega farin að láta undan síga utan Reykjavíkur. Að sögn Skúla Johnsen, borgar- læknis, hefur mjög lítið verið um inflúensu í Reykjavík þennan mán- uðinn samkvæmt upplýsingum læknavaktar. Hann sagði að yfir- leitt gengi flensufaraldur yfir á sex vikum og sú hefði verið raun- in á höfuðborgarsvæðinu. Flensa af a og b stofni greindist fyrst um páskaleytið og tilfellin vom orðin örfá um miðjan maí. Blaðbaar Simar 35408 og 83033 AUSTURBÆR BREIÐHOLT Stórholt Meðalholt Grettisgata 2-36 Óðinsgata o.fl. Hjaltabakki Irabakki Jörfabakki óskast ýniist í Mt starf eða hlutastarf H júkrunarf ræði ngar Óskum eftir hjúkrunarfræðingum og hjúkrunar- og læknanemum í júlí og ágúst á Uppvöknun, göngudeiid (recovery). Starfshlutfall samkomulagsatriði, dagvinna. Upplýsingar veitir hjúkrunarframkvæmdastjóri í síma 601300. Umsóknirsendisttil skrifstofu hjúkrunarforstjóra. Sjúkraliðar Óskum eftir að ráða sjúkraliða nú þegar á Skurð- stofu Landspítalans í fullt starf. Um er að ræða dagvinnu frá 07.30 - 15.30 og gæsluvaktir. Upplýsingar veitir hjúkrunarframkvæmdastjóri í síma 601306. Óskum eftir að ráða sjúkraliða við Dauðhreinsun. Vinnutími 08.00 - 16.00. Starfið felur í sér um- sjón, pökkun og dauðhreinsun á taui og umbúðum. Upplýsingar veitir hjúkrunarframkvæmdastjóri í síma 601306. RÍKISSPÍTAIAR LANDSPÍTAUNN Félag íslenskra rithöfunda: Baráttu haldið áfram fyrir bættum kjörum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.