Morgunblaðið - 12.06.1988, Qupperneq 67
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JÚNÍ 1988
67
Rauður varðliði í menningarbyltingrunni (Shanghai, 1967): Dyggur
stuðningur frá Lin Piao.
■j/*-**. M?? ■■■
-j&i. .<• r
■ W.
m
Chou En-lai: Sá hvemig Liu Shao-chi: Lin Piao gróf undan honum.
í öllu lá.
ingafræðing, engin flugáætlun var
gerð, ekkert kort var í flugvélinni
og hún var með of lítið eldsneyti.
Reynt var að koma í veg fyrir að
vélin hæfi sig til flugs, en þátttak-
andi í samsærinu kom í veg fyrir
að tilraunin bæri árangur. Annar
vængur flugvélarinnar rakst utan í
kyrrstæðan vörubíl, en hún hvarf
út í náttmyrkrið.
Flugbannið hafði tekið gildi og
Chou En-lai forsætisráðherra fékk
fréttir um ferðir grunsamlegra flug-
véla, en aðstoðarmaður hans, sem
var í hópi samsærismanna, hélt
aftur af honum. Að lokum sá Chou
hvemig í öllu lá og tilkynnti Mao
að marskálkurinn væri flúinn. Mao
á þá að hafa sagt: „Himnamir vilja
rigna, ung kona vill giftast — leyf-
um honum að fara!“
Flugvélin varð benzínlaus á leið-
inni til Sovétríkjanna eins og vænta
mátti og brotlenti um nóttina í
Norðaustur-Mongólíu, 90 km frá
sovézku landamærunum og
skammt frá flugvelli. Allir þeir sem
voru í flugvélinni biðu bana og kol-
bmnnin lík þeirra vom óþekkjanleg.
Flugritinn fannst ekki.
Myrtur af Mao?
Mörgum mikilvægum þáttum
málsins hefur verið haldið leyndum
eins og sýnt er fram á í bókinni
Samsæri og dauði Lins Piaos, sem
kom út á Vesturlöndum 1983. Þar
var því m.a. haldið fram að Mao
hefði mælt svo fyrir að Lin Piao
skyldi ráðinn af dögum. Höfundur-
inn kallaði sig „Yao Mingle" og
útgefendumir sögðu að handritinu
hefði verið smyglað frá Kína. Stað-
sem vitnað var í, kynnu að vera
falsaðar.
Ýmsar aðrar kenningar hafa
komið fram um dauða Lin Piaos.
Til dæmis hefur verið sagt að hann
hafi verið skotinn til bana á setri
sínu við sjávarsíðuna í Peitaiho
austur af Peking. Ein kenningin er
á þá leið að Mao hafi reynt að
mjnða Chou En-lai, skellt skuldinni
á Lán og látið taka hann af lífi þeg-
ar samsærið rann út í sandinn.
Uppgjör
í lok september 1971 staðfesti
sovézka fréttastofan Tass að
kínversk herflugvél með níu far-
þegum hefði brotlent í Mongólíu
um miðjan mánuðinn, „af ókunnum
ástæðum". Níu sviðnuð lík hefðu
fundizt auk nokkurra vopna og
skjala, sem voru ekki skilgreind.
Lengi á eftir var Chou En-lai
nánast eini kínverski valdamaður-
inn, sem sást á ferli, en auk hans
komu fram tveir valdalitlir leiðtogar
þjóðhátíðardaginn 1. október.
Skrúðgöngunni virðist hafa verið
aflýst, svo að Lins Piaos yrði ekki
saknað. Sérfræðingar veltu helzt
fyrir sér þessum möguleikum: að
Mao (sem var 77 ára) væri látinn,
að komið hefði til átaka við Rússa
á landamærunum og að víðtæk
hreinsun væri hafin.
Viku eftir þjóðhátíðina kom Mao
fram opinberlega í fyrsta skipti í
tvo mánuði þegar hann tók á móti
Haile Selassie Eþíópíukeisara. í ljós
kom að fyrirhuguð Kínaferð Nixons
væri ekki í hættu og að Lin Piao
virtist fallinn í ónáð. Sýnt var að
komið hafði til uppgjörs milli tiltölu-
Li Zuopeng (annar frá hægri, ásamt Huang Yongsheng, Chen Boda, Wang Hongwen og
Zhang Chunqiao, fyrir rétti 1980): Alit fiokksins í fyrirrúmi.
Wu Faxian (ber vitni gegn
Chiang Ching): „Til að vinna mér
hylli.“
Wu var sagður hafa falið Lin
yngra stjóm flughersins í hendur
1969. Yfirmaður landhersins,
Huang Yung-sheng, og næst æðsti
maður sjóhersins voru einnig sakað-
ir um að hafa tekið þátt í samsær-
inu, sem hlaut dulnefnið „Aætlun
571“ (ástæðan var sögð sú að „571“
á kínversku hljómaði líkt og „vopn-
uð uppreisn". Mao fékk hið furðu-
lega dulnefni „B-52“ og nokkrar
hersveitir, sem tóku þátt í samsær
inu, voru kallaðar „hmn sameigin
legi floti“.
Samkvæmt ákæruskjah í „ijor
menninga-réttarhöldunum" hugð-
ust stuðningsmenn Lin Piaos ráðast
úr launsátri á lest Maos, sem var
í eftirlitsferð i Suður-Kína, „með
eldvörpum og flugskeytabyssum,
sprengja jámbrautarbrúna [sem
lestin átti að fara yfír] með dýn-
amíti, gera loftárás á lestina,
sprengja upp olíugeymslustöð ná-
lægt biðstöð lestarinnar í Shanghai
og ráða síðan formanninn af dögum
í uppnáminu, sem fylgdi á eftir".
Sveit víkingahermanna hafði það
hlutverk að ryðjast um borð í lest-
ina og kála formanninum.
Sagt var að engin önnur en dótt-
ir Lins Piaos hefði ljóstrað upp um
samsærið. Mao flýtti sér að breyta
ferðaáætlun sinni og ekkert varð
úr árásinni á lestina. Því næst skaut
hann upp kollinum í Peking og hófst
handa um gagnaðgerðir. Samsæris-
mennimir urðu skelfingu lostnir;
„vom eins og maurar á steikar-
pönnu", eins og ritið Flugmálaþekk-
ing komst að orði í sept. 1981.
Flótti
Á síðustu stundu hætti Lin Piao
við að fljúga til Kantons og ákvað
í þess stað að flýja til Sovétríkj-
anna. Öryggisverðir veittu Lin,
konu hans, syni þeirra og sex vit-
orðsmönnum eftirför, þegar þau
óku felmtri slegin á 160 km hraða
út á flugvöllinn í Peking síðla kvölds
12. september. Þau veifuðu skamm-
byssum þegar þau stigu út úr
bílnum og hlupu að Trident-flug-
vél, sem beið þeirra.
Aðeins einn flugmaður var til að
stjóma flugvélinni. Hann hafði eng-
an aðstoðarflugmann eða loftsigl-
mmm
mœ/sgg
i+rP , ,,
• • ■
Chiang Ching:
Margir glæpir.
fest var í bókinni að Lin hefði reynt
að myrða Mao og beðið bana, en
lýsing hennar var frábmgðin fyrri
iýsingum í veigamiklum atriðum.
Því var t.d. haldið fram að einn
liðurinn í samsæri Lins Piaos hefði
verið að æsa til alvarlegra átaka á
landamæmm Kína og Sovétríkj-
anna, þótt lokamarkmið hans hefði
verið að endurreisa bandalagið við
Sovétríkin og önnur kommúnista-
ríki. Frá því var einnig greint að
valdamikiir stuðningsmenn Maos
hefðu fljótt komizt á snoðir um
ráðagerðir Lins og efnt til „gagn-
samsæris". Samkvæmt þessari frá-
sögn lokkuðu þeir Lin, konu hans
og tvo samstarfsmenn þeirra í
kvöldverðarboð á sveitasetri vestur
af Peking, þegar tilræðið við Mao
hafði farið út um þúfur. Skömmu
eftir að þau fóm frá setrinu gerðu
hermenn Maos skotárás á bifreið
þeirra og þau biðu öll bana skv.
þessari frásögn.
Kína-sérfræðingurinn Ross Terr-
ill sagði um hinar nýju upplýsingar
í bókinni að þær „gætu vel verið
allsönn lýsing á síðustu dögum Lin
Piaos", en hann taldi að dagbækur.
lega hófsamra manna og róttækra
leiðtoga menningarbyltingarinnar,
en meira var ekki vitað með vissu.
Ein skýringin á þvf að ekki var
staðfest fyrr ert níu mánuðum síðar
að Lin Piao væri látinn var sú að
valdabaráttunni var ekki lokið.
Kínverskir ráðamenn óttuðust einn-
ig þau áhrif, sem það kynni að
hafa á almenning, ef tilkynnt væri
að helzti trúnaðarmaður Maos hefði
verið landráðamaður.
Á 10. flokksþingi kínverskra
kommúnista tveimur áram síðar var
Lin Piao fordæmdur, kallaður „aft-
urhaldssinni" og sakaður um „lin-
kind við kapítalisma“. Fimm vara-
formenn vom kjömir í hans stað.
Chou En-lai, sem var þeirra æðst-
ur, lézt í ársbyijun 1976 og Mao
nolckmm mánuðum síðar.
AUs vom fímm herforingjar
leiddir fyrir rétt um leið og „fjór-
menningaklíkan" í nóvember 1980,
gefíð að sök að hafa tekið þátt í
samsæri Lins Piaos. Auk þeirra var
Chen Po-ta (Chen Boda), fv. ritari
og ræðuhöfundur Maos, ákærður
fyrir þátttöku í samsærinu. Hann
hafði verið „hugmyndafræðingur"
menningar-byltingarinnar og i orði
kveðnu fjórði valdamesti maður
Kína.
Aðalsakbomingurinn var ekkja
Maos, Chiang Ching (Jiang Qing).
Því var haldið fram að hún, „fjór-
menningaklíkan“, „Lin Piao-klík-
an“, og „samverkamenn" þessara
hópa hefðu átt sökina á menning-
ar-byltingunni. Þannig vildu eftir-
menn Maos afgreiða alla óvini sína
á einu bretti.
Játuðuallir
Herforingjamir játuðu allir og
virtust leggja sig fram um að gera •
sig sem tortryggilegasta. Þegar
Wu Faxian var spurður hvers vegna
hann hefði afhent syni Lins Piaos
völdin í flughemum sagði hann:
Til að vinna mér hylli." Þegar
dómarinn rejmdi að hjálpa honum
með því að gefa í skyn að hann
hefði e.t.v. ekki vitað um framtíð-
aráform Lins yngra sagði hann: „Ég
verð að taka afleiðingunum."
Ekki hefur verið hvikað frá ásök-
ununum gegn Lin Piao, þótt opin-
berar skýringar á mörgu því sem
gerðist í menningarbyltingunni hafi
breytzt, og reynt hefur verið gera
lítið úr flestum störfum hans. Deng
Xiaoping, sem varð valdamesti
maður Kína, notaði mál hans til að
draga úr áhrifum hersins. Fram til
1983-1984 héldu hann og banda-
menn hans þvi stöðugt fram að
herinn væri fullur af gömlum her-
mönnum og að margir þeirra kynnu
að halda tryggð við marskálkinn.
Vorið 1985 tilkynnti Hu Yaobang
flokksritari að fækkað yrði um eina
milljón manna í heraflanum á einu
ári. Þá hafði rúmlega 40 gömlum
herforingjum verið vikið úr æðstu
stjóm hersins. Eftirmenn þeirra
könnuðust ekkert við Lin Piao og
gömul afrek hans.
En um svipað leyti var í fyrsta
skipti reynt að endurmeta störf Lins
Piaos í grein í sagnfræðilegu frétta-
bréfí flokksins, eins og greint var
frá í blaði í Norðvestur-Kína. Þar
sagði að það væri rangtúlkun að
gefa Jákvæðum eiginleikum" Lins
Piaos engan gaum, þótt hann hefði-
„verið í andstöðu við Mao formann
í vissum málum," og minnast yrði
framlags hans í borgarastríðinu.
Honum hefðu orðið á mistök í borg-
arastríðinu, „en við ættum ekki að
hundsa hárréttar skoðanir hans
þegar hann var yfirmaður hersins",
sagði í greininni.
Höfundar greinarinnar vom
Yang Shangkuna, áróðursstjóri
hersins, og Chen Yung, einn af sex
þáv. fulltrúum í fastanefnd stjóm-
málaráðsins, og endurmat þeirra
virðist hafa verið kynnt starfsmönn-
um flokksins. Fágætt var að reynt
væri að vega og meta menn og
málefni í Kína eins og þeir gerðu.
Þeir klykktu út með því að kominn
væri tími til „að segja sannleikann
um sögu flokksins".
Það hefur enn ekki verið gert
og þegar Li Zuopeng, einn sak-
bominganna úr „Lin Piao-
klíkunni", var beðinn að semja
ævisögu marskálksins ekki alls fyr-
ir löngu greip miðstjóm flokksins í
taumana. Hún kom í veg fyrir að
bræðumir á málgagni hersins, sem
leituðu til Li Zuopeng, fengju vilja
sínum framgengt og átaldi að
„sumir menn reyndu að hnekkja
hinum kórrétta dómi yfir aftur-
haldskliku Lins Piaos“. Að sögn
tímaritsins Zhengming í Hong
Kong óttaðist miðstjómin að ævi-
saga Lins mundi „vekja fleiri spum-
ingar en hún svaraði".
Lá Zuopeng var í fyrstu tregur
til að verða við ósk bræðranna.
Hann gerði sér vissar vonir um að
fá uppreisn æm á þingi flokksins
í fyrra, en sú von brást. Mál hans
var tekið fyrir á þinginu, en Deng
Xiaoping sagði að ef hann fengi
uppreisn yrði þar með viðurkennt
að Lin Piao og aðstoðarmenn hans
hefðu ekki staðið í nokkm sam-
bandi við fjórmenningaklíkuna.
„Betra er að fóma áliti eins manns
en áliti alls flokksins," sagði Deng
að sögn Zhengming. Orð hans gátu
átt eins vel við um Lin Piao.
GH