Morgunblaðið - 21.06.1988, Side 9

Morgunblaðið - 21.06.1988, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNl 1988 Mamman við Sirrý litlu sem var að hjálpa til við húsverkin: - Guð minn almáttugur, kanarífuglinn er horfmn úr búrinu sínu! - Vá maður, en skrýtið! Hann var þar rétt áðan þegar ég var að ryksuga það!! KÓKÓMJÓLK FJ3RJR 6LATT FÓLK / | MjÓLKURSAMSALAN ( REYK|AVÍK | Gódan daginn! Þrið)udagur 14. júni ' Éinkaverslun og dreifbýii Raddsterkur og hávær! Það að vera garralegur merkir að vera raddsterkur eða hávær. Þetta tekst Garra Tímans vel þegar hann veitist að Staksteinum vegna hugleiðinga um tap- rekstur samvinnuverzlunar. En eitt er að vera hávær, annað að hitta naglann á höfuðið. Þessvegna er óhjákvæmlegt að gera ofurlitla athugasemd við hugleið- ingu Garra í Tímanum þriðjudaginn 14. júní síðastliðinn. Kaupmáttur mismunandi eftir verzlun- um! Staksteinar véku að því á dögunum að vinstri pressan hafi um langt árabil ekki verið marg- orðari um annað en meintan verzlunargróða kaupmanna og stórmark- aða. Þetta var gert í framhaldi af fréttum Tímans um mörg hundr- uð milljóna króna tap á samvinnuverzlun, kaup- félögum og verzlunar- deild SÍS, árið 1987. Staksteinar komust svo' að orði: „Ef rétt er, sem viss öfl halda fram, að verzl- unargróði einkaverzlun- ar sé himinhár, á sama tima sem hún býður al- menningi sambærileg eða betri kjör en sam- vinnuverzlun, sem hang- ir á horrim ef marka má fréttir af aðalfundi SÍS, er það ekki sannfærandi dæmi um ágæti sam- vinnuverzlunar". Staksteinar héldu þvi og fram að kaupmáttur launa væri mismunandi eftir verzlunum. Sam- keppni í verzlun hafi í raun tryggt betra vöru- úrval og aukið kaupmátt launa. Ekki fara sögur af því að kaupfélög geti státað af lægra vöruverði en einkaverzlun. Samt er því haldið fram að einka- verzlun hlaði upp gróða á sama tima og sam- vinnuverzlun sekkur i tap. Staksteinar bentu jafnframt á þá staðreynd að vöruverð væri á heild- ina litið hærra hér á landi en í grannríkjum. Skýr- ingin væri að hluta til hærri ríkisskattar í vöru- verði: tollar, vörugjöld og söluskattur. Sú verð- skýring dyggði þó ekki til, ein sér, i öllum tilfeU- um. Þessvegna væri verðsamanburður Verð- lagseftirlitsins af hinu góða og í þágu almenn- ings, þótt samvinnuverzl- un hafi sjaldnast hlotið vinninginn á þeim vett- vangi. Verzlar Garri ÍKRON? í orðabók Menningar- sjóðs merkir orðið garri þrennt. í fyrsta lagi rosta eða frekju. í annan stað frekan einstakling. í þriðja lagi kaldan vind, sveljanda. Satt bezt að segja ris Garri Tímans undir öUum þessum orð- skýringum þegar hann veitist að Staksteinahöf- undi í Tímanum, þriðju- daginn 14. júni sl., í heU- agri vandlætingu vegna meintrar aðfarar að fé- lagsverzlun í landinu. „Staksteinahöfundur gleymir því að það er fyrst og fremst dreif- býlisverzlunin sem nú á í erfiðleikum," staðhæfir Garri. Satt er það þjá Garra Tímans að strjál- býlisverzlun býr við aðr- ar og lakari verzlunarað- stæður en til dæmis KRON. En hver er það sem „gleymir“? Tapaði ekki KRON tugmiUjón- um 1987? KRON býr að áratuga áunninni aðstöðu á „bezta“ verzlunarsvæði iandsins. Þar á meðal [væntanlega] viðskiptum Sveijandans á Tímanum. Ekki sakar nábýUð við Sambandið, verziunar- risann. Eða „samvinnan" innan SlS, sem mjög hef- ur verið í fréttum. Ef Garri vUl vera heið- arlegur í málflutningi mætti hann gjaman gera lesendum sinum grein fyrir þvi — með rök- studdum dæmum — hvort kaupmáttur Reyk- vikinga er meiri í KRON en tU dæmis stórmörkuð- um einkaverzlunar. Hann mætti og sýna fram á hvem veg verzl- unargróðinn á höfuð- borgarsvæðinu kemur fram í ársreikningi KRON 1987. Máske Garri geti um síðir tínt tU „sannfærandi dæmi um ágæti samvinnuverzlun- ar umfram einkaverzl- un“? Við biðum og sjáum hvað setur. „Glimrandi tap“ Alþýðublaðið stingur nefi í framangreind Garraskrif sl. miðviku- dag og segir: „Garri geip penna sinn og birti grein í Timanum í gær, þar sem hann ræðst UlþyrmUega á höf- und Staksteina fyrir að halda fram annari eins þvælu og að samvinnu- hreyfingin geti ekki rek- ið verzlanir. Aðalmálið er nefnUega ekki að mati Garra, að verzlunin skili hagnaði, heldur að hún sé tU á afskekktustu stöð- um fyrir fólkið. Þessi efnahagsstefna hefur stundum verið nefnd framsóknarhagfræði og byggist á því að sam- vinnuhreyfingin veiti landsmönnum um alla dali og annes þjónustu, reki heUdarbisnessinn með glimrandi tapi, en láti ríkissjóð borga mis- muninn og velþað og hagnist á öUu saman“. Þetta vóru orð Al- þýðubiaðsins. Viltu kaupa... )rúar, mars, apríl, lí, júlí, ágúst, sep r, október, nóvem sember, janúar, fe ars, apríl, maí, júi í, ágúst, septembí ... bíl, íbúð, þvottavél eða fara í heimsreisu? Söfnunarreikningur VIB gerir þér þetta kleift á þægilegan hátt. VIB sér um að senda þér gíróseðla eftir sam- komulagi og annast síðan ávöxtun fjárins. Þú tekur féð svo út þegar tak- markinu er náð. Njóttu vel. VIB VERÐBRÉFAMARKAÐUR IÐNAÐARBANKANS HF Ármúla 7, 108 Reykjavik. Simi68 15 30

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.