Morgunblaðið - 21.06.1988, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 21.06.1988, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNl 1988 Mamman við Sirrý litlu sem var að hjálpa til við húsverkin: - Guð minn almáttugur, kanarífuglinn er horfmn úr búrinu sínu! - Vá maður, en skrýtið! Hann var þar rétt áðan þegar ég var að ryksuga það!! KÓKÓMJÓLK FJ3RJR 6LATT FÓLK / | MjÓLKURSAMSALAN ( REYK|AVÍK | Gódan daginn! Þrið)udagur 14. júni ' Éinkaverslun og dreifbýii Raddsterkur og hávær! Það að vera garralegur merkir að vera raddsterkur eða hávær. Þetta tekst Garra Tímans vel þegar hann veitist að Staksteinum vegna hugleiðinga um tap- rekstur samvinnuverzlunar. En eitt er að vera hávær, annað að hitta naglann á höfuðið. Þessvegna er óhjákvæmlegt að gera ofurlitla athugasemd við hugleið- ingu Garra í Tímanum þriðjudaginn 14. júní síðastliðinn. Kaupmáttur mismunandi eftir verzlun- um! Staksteinar véku að því á dögunum að vinstri pressan hafi um langt árabil ekki verið marg- orðari um annað en meintan verzlunargróða kaupmanna og stórmark- aða. Þetta var gert í framhaldi af fréttum Tímans um mörg hundr- uð milljóna króna tap á samvinnuverzlun, kaup- félögum og verzlunar- deild SÍS, árið 1987. Staksteinar komust svo' að orði: „Ef rétt er, sem viss öfl halda fram, að verzl- unargróði einkaverzlun- ar sé himinhár, á sama tima sem hún býður al- menningi sambærileg eða betri kjör en sam- vinnuverzlun, sem hang- ir á horrim ef marka má fréttir af aðalfundi SÍS, er það ekki sannfærandi dæmi um ágæti sam- vinnuverzlunar". Staksteinar héldu þvi og fram að kaupmáttur launa væri mismunandi eftir verzlunum. Sam- keppni í verzlun hafi í raun tryggt betra vöru- úrval og aukið kaupmátt launa. Ekki fara sögur af því að kaupfélög geti státað af lægra vöruverði en einkaverzlun. Samt er því haldið fram að einka- verzlun hlaði upp gróða á sama tima og sam- vinnuverzlun sekkur i tap. Staksteinar bentu jafnframt á þá staðreynd að vöruverð væri á heild- ina litið hærra hér á landi en í grannríkjum. Skýr- ingin væri að hluta til hærri ríkisskattar í vöru- verði: tollar, vörugjöld og söluskattur. Sú verð- skýring dyggði þó ekki til, ein sér, i öllum tilfeU- um. Þessvegna væri verðsamanburður Verð- lagseftirlitsins af hinu góða og í þágu almenn- ings, þótt samvinnuverzl- un hafi sjaldnast hlotið vinninginn á þeim vett- vangi. Verzlar Garri ÍKRON? í orðabók Menningar- sjóðs merkir orðið garri þrennt. í fyrsta lagi rosta eða frekju. í annan stað frekan einstakling. í þriðja lagi kaldan vind, sveljanda. Satt bezt að segja ris Garri Tímans undir öUum þessum orð- skýringum þegar hann veitist að Staksteinahöf- undi í Tímanum, þriðju- daginn 14. júni sl., í heU- agri vandlætingu vegna meintrar aðfarar að fé- lagsverzlun í landinu. „Staksteinahöfundur gleymir því að það er fyrst og fremst dreif- býlisverzlunin sem nú á í erfiðleikum," staðhæfir Garri. Satt er það þjá Garra Tímans að strjál- býlisverzlun býr við aðr- ar og lakari verzlunarað- stæður en til dæmis KRON. En hver er það sem „gleymir“? Tapaði ekki KRON tugmiUjón- um 1987? KRON býr að áratuga áunninni aðstöðu á „bezta“ verzlunarsvæði iandsins. Þar á meðal [væntanlega] viðskiptum Sveijandans á Tímanum. Ekki sakar nábýUð við Sambandið, verziunar- risann. Eða „samvinnan" innan SlS, sem mjög hef- ur verið í fréttum. Ef Garri vUl vera heið- arlegur í málflutningi mætti hann gjaman gera lesendum sinum grein fyrir þvi — með rök- studdum dæmum — hvort kaupmáttur Reyk- vikinga er meiri í KRON en tU dæmis stórmörkuð- um einkaverzlunar. Hann mætti og sýna fram á hvem veg verzl- unargróðinn á höfuð- borgarsvæðinu kemur fram í ársreikningi KRON 1987. Máske Garri geti um síðir tínt tU „sannfærandi dæmi um ágæti samvinnuverzlun- ar umfram einkaverzl- un“? Við biðum og sjáum hvað setur. „Glimrandi tap“ Alþýðublaðið stingur nefi í framangreind Garraskrif sl. miðviku- dag og segir: „Garri geip penna sinn og birti grein í Timanum í gær, þar sem hann ræðst UlþyrmUega á höf- und Staksteina fyrir að halda fram annari eins þvælu og að samvinnu- hreyfingin geti ekki rek- ið verzlanir. Aðalmálið er nefnUega ekki að mati Garra, að verzlunin skili hagnaði, heldur að hún sé tU á afskekktustu stöð- um fyrir fólkið. Þessi efnahagsstefna hefur stundum verið nefnd framsóknarhagfræði og byggist á því að sam- vinnuhreyfingin veiti landsmönnum um alla dali og annes þjónustu, reki heUdarbisnessinn með glimrandi tapi, en láti ríkissjóð borga mis- muninn og velþað og hagnist á öUu saman“. Þetta vóru orð Al- þýðubiaðsins. Viltu kaupa... )rúar, mars, apríl, lí, júlí, ágúst, sep r, október, nóvem sember, janúar, fe ars, apríl, maí, júi í, ágúst, septembí ... bíl, íbúð, þvottavél eða fara í heimsreisu? Söfnunarreikningur VIB gerir þér þetta kleift á þægilegan hátt. VIB sér um að senda þér gíróseðla eftir sam- komulagi og annast síðan ávöxtun fjárins. Þú tekur féð svo út þegar tak- markinu er náð. Njóttu vel. VIB VERÐBRÉFAMARKAÐUR IÐNAÐARBANKANS HF Ármúla 7, 108 Reykjavik. Simi68 15 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.