Morgunblaðið - 21.06.1988, Page 72

Morgunblaðið - 21.06.1988, Page 72
ÁGRÆNNIGREIN MEÐ ^rgtutMafrifr ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 1988 VERÐ í LAUSASÖLU 60 KR. Flugmanns saknað eftir árekstur tveggja véla vestan við land: Sá harni ekki og skil ekki - hvernig þetta gat gerst - sagði flugmaður þeirrar vélar sem náði landi við komu til Reykjavíkur Flugmaðurinn, Chase S. Os- borne, hóf rakleiðis að kanna skemmdir á vél sinni þegar hann steig frá borði. A myndinni sést hvar Skúli Jón Sigurðarson deildarstjóri hjá Loftferðaeftir- litinu stöðvaði Osborne er hann rykkti í laskaðar vængstoðir vél- arinnar. EKKI er ljóst hvað olli því að tvær einshreyfils, fjögurra sæta flugvélar, af gerðinni Maule, skráðar í Bandaríkjunum, rákust saman um það bil 130 sjómílur vestur af Keflavík um klukkan 19.35 í gærkvöldi. Vélarnar flugu sjónflug og var einn maður í hvorri vél. Onnur vélin náði að lenda í Reykjavík með laskaðan væng, hin féll í sjóinn og var ófundin skömmu eftir miðnætti r í nótt. „Ég sá hann ekki, ég skil ekki hvernig þetta gat gerst,“ sagði Chase S. Osborne, flug- maður vélarinnar sem náði iandi, er hann steig frá borði á Reykjavíkurflugvelli um klukk- an 20.50 í gærkvöldi. Osborne er vanur feijuflugi á þessari leið og hefur flogið nokkrum sinnum áður hingað til lands. Loft- ferðaeftirlit og flugslysanefnd yfir- heyrðu hann í gærkvöldi í tæpar tvær klukkustundir en að því loknu ' sagði Skúli Jón Sigurðarson hjá loftferðaeftirlitinu að ekki væri ljóst hvernig slysið bar að höndum. Einn maður var um borð í hvorri vél, báðir bandarískir. Vélarnar, sem eru skrásettar í Bandaríkjun- um, voru í samfloti á leið frá Goose Bay með viðkomu í Narssarssuaq á Grænlandi. Þaðan héldu flugmenn- imir áleiðis til Reykjavíkur og flugu sjónflug, fyrir neðan flugstjómar- svæði og vom því ekki undir stjóm íslensku flugumferðarþjónustunn- ar. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins var skyggni um 100 mílur á þessum slóðum. Klukkan 19.35 óskaði Osbome aðstoðar og til- kynnti að vélarnar hefðu rekist , saman og að hann sæi ekki til hinn- ar. Leit hófst þegar að týndu flugvél- inni og stjórnaði flugvél flugmála- stjómar, TF-DCA, henni. Fjórar aðrar vélar tóku þátt í leitinni; þyrla og Fokker-vél Landhelgisgæslunn- ar, TF-SIF og TF-SÝN, og þyrla og Hercules-vél frá vamarliðinu. Einnig var togari á leið á svæðið. Leitin hafði engan árangur borið um klukkan hálf eitt í nótt. Eftir fimm stundarfjórðunga flug að landi átti Osborne í erfíðleikum með að lenda vél sinni á Reykjavík- urflugvelli og gerði tvær atrennur áður en hann áræddi að lenda. komu frá Goose Bay i Kanada 19:35 Tilkynnt um árekstur tveggja flugvéla á 63»29’N og 27°32’V, um 130 sjómílur vestur af landinu. Önnur vélanna komst af. Vélamareru háþekjurogvoru mikl- ar skemmdir á hægri væng og stjómborðshlið bláhvítrar vélar Osbornes og rauðgular litaskellur umhverfis. Karl Eiríksson formaður Flugslysanefndar og Skúli Jón Sig- urðarson deildarstjóri hjá loftferða- eftirliti tóku á móti Osborne og færðu hann þegar til yfirheyrslu um málsatvik. Að lokinni yfirheyrsl- unni vildi Osbome ekkert segja við blaðamann um aðdraganda slyssins og rannsóknarmenn vörðust allra frétta en sögðu að Osborne hefði ekki getað gefið skýringu á því hvemig óhappið varð. Samkvæmt upplýsingnm frá Veðurstofu Islands var suðvestan- kaldi, 4-5 vindstig og skúrir á því svæði þar sem talið er að flugvélin Morgunblaðið/Ól.K.M. hafí lent í sjónum. Ölduhæð mun hafa verið um 3-4 metrar. Breytingar á hvalarannsóknuniim Hvalvertíðin mun hefjast í nótt „VIÐ erum að vinna að þeim breytingum sem við hyggjumst gera á rannsóknaráætluninni og munum kynna þær breytingar á miðviku- daginn," sagði Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra, í samtali við Morgunblaðið í gær. „Ég er ekki að segja að þá muni liggja fyrir ákveðin niðurstaða frá fundinum við Bandaríkjamenn nú um helgina. Sá fundur var haldinn til að undirbúa niðurstöðu í mál- inu.“ Hvalveiðiskipin halda út í nótt, aðfaranótt miðvikudags. Tveggja daga viðræðum banda- bandarísku fulltrúarnir ætluðu að rískrar sendinefndar við íslenska embættismenn lauk í Borgartúni 6 á sunnudag og héldu Bandaríkja- mennirnir þá utan. Sjávarútvegs- ráðherra lýsti viðræðunum sem vin- samlegum og sagðist ætla að greína ríkisstjóminni frá efni þeirra í dag, þriðjudag. Hann sagði að kynna þarlendum yfírvöldum gang viðræðnanna og bjóst við að Banda- ríkjamenn myndu gefa út yfirlýs- ingu á morgun, miðvikudag, og fulltrúar þjóðanna tveggja myndu þá hafa samband sín á milli. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er það ekki krafa Banda- ríkjamanna að íslendingar hætti alveg að veiða sandreyði, en sam- kvæmt rannsóknaráætlun Hafrannsóknarstofnunar á að veiða 80 langreyðar og 20 sandreyðar í sumar. Verði um einhveijar breyt- ingar að ræða hlýtur því að vera um niðurskurð á veiðum á bæði langreyði og sandreyði að ræða. Þá verður ákvæðinu um leyfí til hámarksútflutnings á 49% af kjöti og öðrum hvalaafurðum líklega ekki breytt. Af íslands hálfu tóku þátt í við- ræðunum um helgina þeir Guð- mundur Eiríksson, þjóðréttarfræð- ingur, Helgi Ágústsson, skrifstofu- stjóri í utanríkisráðuneytinu, Jó- hann Siguijónsson, sjávarlíffræð- ingur, Jakob Jakobsson, fiskifræð- ingur, Kjartan Júlíusson, deildar- stjóri í sjávarútvegsráðuneytinu og Hermann Sveinbjömsson, aðstoð- armaður sjávarútvegsráðherra. Af hálfu Bandaríkjamanna tóku þátt í viðræðunum þeir James Brennan, M. Tillman og D. Swanson frá við- skiptaráðuneytinu, R. Johnson, E. Wolfe og P. Bodansky frá utan- ríkisráðuneytinu, D. Carr frá dóms- málaráðuneytinu og L. Nicholas Ruwe, sendiherra Bandaríkjanna á íslandi. Þrjár kon- ur kærðu nauðg'un ÞRJÁR konur kærðu nauðgun til Rjinnsóknarlögreglu ríkisins um helgina. Tveir menn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna tveggja málanna, en þriðja málið er í rannsókn. Um kl. fimm að morgni sunnu- dagsins kærði kona í Hafnarfirði nauðgun, sem hún sagði hafa átt sér stað í heimahúsi þá um nóttina. Skömmu síðar, eða um kl. 9, kærði önnur kona þar í bæ nauðgun, sem hún sagði einnig hafa átt sér stað í heimahúsi aðfaranótt sunnudags. Tveir menn voru handteknir vegna þessara mála og voru þeir úrskurðað- ir í 30 daga gæsluvarðhald í Saka- dómi Hafnarfjarðar. Annar mann- anna er um þrítugt, en hinn um fer- tugt. Þriðja nauðgunin var einnig kærð á sunnudagsmorgun. Hana kærði kona í Reykjavík. Konan kvaðst hafa þegið far með tveimur varnarliðs- mönnum í bifreið þeirra eftir dans- leik í veitingahúsi í Reykjavík á laug- ardagskvöld. Hún segir mennina hafa komið fram vilja sínum í bifreið-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.