Morgunblaðið - 21.06.1988, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 21.06.1988, Blaðsíða 72
ÁGRÆNNIGREIN MEÐ ^rgtutMafrifr ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 1988 VERÐ í LAUSASÖLU 60 KR. Flugmanns saknað eftir árekstur tveggja véla vestan við land: Sá harni ekki og skil ekki - hvernig þetta gat gerst - sagði flugmaður þeirrar vélar sem náði landi við komu til Reykjavíkur Flugmaðurinn, Chase S. Os- borne, hóf rakleiðis að kanna skemmdir á vél sinni þegar hann steig frá borði. A myndinni sést hvar Skúli Jón Sigurðarson deildarstjóri hjá Loftferðaeftir- litinu stöðvaði Osborne er hann rykkti í laskaðar vængstoðir vél- arinnar. EKKI er ljóst hvað olli því að tvær einshreyfils, fjögurra sæta flugvélar, af gerðinni Maule, skráðar í Bandaríkjunum, rákust saman um það bil 130 sjómílur vestur af Keflavík um klukkan 19.35 í gærkvöldi. Vélarnar flugu sjónflug og var einn maður í hvorri vél. Onnur vélin náði að lenda í Reykjavík með laskaðan væng, hin féll í sjóinn og var ófundin skömmu eftir miðnætti r í nótt. „Ég sá hann ekki, ég skil ekki hvernig þetta gat gerst,“ sagði Chase S. Osborne, flug- maður vélarinnar sem náði iandi, er hann steig frá borði á Reykjavíkurflugvelli um klukk- an 20.50 í gærkvöldi. Osborne er vanur feijuflugi á þessari leið og hefur flogið nokkrum sinnum áður hingað til lands. Loft- ferðaeftirlit og flugslysanefnd yfir- heyrðu hann í gærkvöldi í tæpar tvær klukkustundir en að því loknu ' sagði Skúli Jón Sigurðarson hjá loftferðaeftirlitinu að ekki væri ljóst hvernig slysið bar að höndum. Einn maður var um borð í hvorri vél, báðir bandarískir. Vélarnar, sem eru skrásettar í Bandaríkjun- um, voru í samfloti á leið frá Goose Bay með viðkomu í Narssarssuaq á Grænlandi. Þaðan héldu flugmenn- imir áleiðis til Reykjavíkur og flugu sjónflug, fyrir neðan flugstjómar- svæði og vom því ekki undir stjóm íslensku flugumferðarþjónustunn- ar. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins var skyggni um 100 mílur á þessum slóðum. Klukkan 19.35 óskaði Osbome aðstoðar og til- kynnti að vélarnar hefðu rekist , saman og að hann sæi ekki til hinn- ar. Leit hófst þegar að týndu flugvél- inni og stjórnaði flugvél flugmála- stjómar, TF-DCA, henni. Fjórar aðrar vélar tóku þátt í leitinni; þyrla og Fokker-vél Landhelgisgæslunn- ar, TF-SIF og TF-SÝN, og þyrla og Hercules-vél frá vamarliðinu. Einnig var togari á leið á svæðið. Leitin hafði engan árangur borið um klukkan hálf eitt í nótt. Eftir fimm stundarfjórðunga flug að landi átti Osborne í erfíðleikum með að lenda vél sinni á Reykjavík- urflugvelli og gerði tvær atrennur áður en hann áræddi að lenda. komu frá Goose Bay i Kanada 19:35 Tilkynnt um árekstur tveggja flugvéla á 63»29’N og 27°32’V, um 130 sjómílur vestur af landinu. Önnur vélanna komst af. Vélamareru háþekjurogvoru mikl- ar skemmdir á hægri væng og stjómborðshlið bláhvítrar vélar Osbornes og rauðgular litaskellur umhverfis. Karl Eiríksson formaður Flugslysanefndar og Skúli Jón Sig- urðarson deildarstjóri hjá loftferða- eftirliti tóku á móti Osborne og færðu hann þegar til yfirheyrslu um málsatvik. Að lokinni yfirheyrsl- unni vildi Osbome ekkert segja við blaðamann um aðdraganda slyssins og rannsóknarmenn vörðust allra frétta en sögðu að Osborne hefði ekki getað gefið skýringu á því hvemig óhappið varð. Samkvæmt upplýsingnm frá Veðurstofu Islands var suðvestan- kaldi, 4-5 vindstig og skúrir á því svæði þar sem talið er að flugvélin Morgunblaðið/Ól.K.M. hafí lent í sjónum. Ölduhæð mun hafa verið um 3-4 metrar. Breytingar á hvalarannsóknuniim Hvalvertíðin mun hefjast í nótt „VIÐ erum að vinna að þeim breytingum sem við hyggjumst gera á rannsóknaráætluninni og munum kynna þær breytingar á miðviku- daginn," sagði Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra, í samtali við Morgunblaðið í gær. „Ég er ekki að segja að þá muni liggja fyrir ákveðin niðurstaða frá fundinum við Bandaríkjamenn nú um helgina. Sá fundur var haldinn til að undirbúa niðurstöðu í mál- inu.“ Hvalveiðiskipin halda út í nótt, aðfaranótt miðvikudags. Tveggja daga viðræðum banda- bandarísku fulltrúarnir ætluðu að rískrar sendinefndar við íslenska embættismenn lauk í Borgartúni 6 á sunnudag og héldu Bandaríkja- mennirnir þá utan. Sjávarútvegs- ráðherra lýsti viðræðunum sem vin- samlegum og sagðist ætla að greína ríkisstjóminni frá efni þeirra í dag, þriðjudag. Hann sagði að kynna þarlendum yfírvöldum gang viðræðnanna og bjóst við að Banda- ríkjamenn myndu gefa út yfirlýs- ingu á morgun, miðvikudag, og fulltrúar þjóðanna tveggja myndu þá hafa samband sín á milli. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er það ekki krafa Banda- ríkjamanna að íslendingar hætti alveg að veiða sandreyði, en sam- kvæmt rannsóknaráætlun Hafrannsóknarstofnunar á að veiða 80 langreyðar og 20 sandreyðar í sumar. Verði um einhveijar breyt- ingar að ræða hlýtur því að vera um niðurskurð á veiðum á bæði langreyði og sandreyði að ræða. Þá verður ákvæðinu um leyfí til hámarksútflutnings á 49% af kjöti og öðrum hvalaafurðum líklega ekki breytt. Af íslands hálfu tóku þátt í við- ræðunum um helgina þeir Guð- mundur Eiríksson, þjóðréttarfræð- ingur, Helgi Ágústsson, skrifstofu- stjóri í utanríkisráðuneytinu, Jó- hann Siguijónsson, sjávarlíffræð- ingur, Jakob Jakobsson, fiskifræð- ingur, Kjartan Júlíusson, deildar- stjóri í sjávarútvegsráðuneytinu og Hermann Sveinbjömsson, aðstoð- armaður sjávarútvegsráðherra. Af hálfu Bandaríkjamanna tóku þátt í viðræðunum þeir James Brennan, M. Tillman og D. Swanson frá við- skiptaráðuneytinu, R. Johnson, E. Wolfe og P. Bodansky frá utan- ríkisráðuneytinu, D. Carr frá dóms- málaráðuneytinu og L. Nicholas Ruwe, sendiherra Bandaríkjanna á íslandi. Þrjár kon- ur kærðu nauðg'un ÞRJÁR konur kærðu nauðgun til Rjinnsóknarlögreglu ríkisins um helgina. Tveir menn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna tveggja málanna, en þriðja málið er í rannsókn. Um kl. fimm að morgni sunnu- dagsins kærði kona í Hafnarfirði nauðgun, sem hún sagði hafa átt sér stað í heimahúsi þá um nóttina. Skömmu síðar, eða um kl. 9, kærði önnur kona þar í bæ nauðgun, sem hún sagði einnig hafa átt sér stað í heimahúsi aðfaranótt sunnudags. Tveir menn voru handteknir vegna þessara mála og voru þeir úrskurðað- ir í 30 daga gæsluvarðhald í Saka- dómi Hafnarfjarðar. Annar mann- anna er um þrítugt, en hinn um fer- tugt. Þriðja nauðgunin var einnig kærð á sunnudagsmorgun. Hana kærði kona í Reykjavík. Konan kvaðst hafa þegið far með tveimur varnarliðs- mönnum í bifreið þeirra eftir dans- leik í veitingahúsi í Reykjavík á laug- ardagskvöld. Hún segir mennina hafa komið fram vilja sínum í bifreið-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.