Morgunblaðið - 30.06.1988, Page 13

Morgunblaðið - 30.06.1988, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 1988 13 Myrk rödd úr Turni söngsins Morgunblaðið/Ámi Sœberg Frá tónleikum Leonards Cohen í Laugardalshöll, Julie Christensen, Leonard Cohen og Perla Batalla Tónleikar Leon- ards Cohen í Laugardalshöll LISTAHÁTÍÐ er lokið. Það er kominn 21. júní. Til landsins er kominn Leonard Cohen, með engan farangnr, og ætlar að halda tónleika í Laugardalshöll þann 24. júní; einskonar Lista- hátíðarauki. Hann er klæddur dökkleitum jakkafötum, sem henta illa til ferða í náttúru- faðminn, einkum og sér í lagi vegna þess að þá dagana er íslensk náttúra hulin regni, þoku og súld. Maðurinn hefur fjóra daga til að skoða land og þjóð, en verður að gera það inni á hótelherbergi í gegnum Egilssögu. Þannig silast da- garnir áfram hjá Cohen á með- an áhangendur hans biða í of- væni eftir að sjá að hann raular raunverulega sjálfur perlur á borð við First we take Man- hattan, Tower of Song, I’m your man, Suzanne, So long Marianne, Famous Blue Rain- coat og fleiri söngva sem við höfum hlustað á aftur og aftur ein og sér heima hjá okkur, undrandi yfir því að hægt sé að ánetjast þessum einfald- leika; ánetjumst samt. Aftur og aftur yrkir Cohen um ást sem aldrei varð, ást sem lifnar og deyr, ást, ást ást, sem svo lítið er til af í heiminum, en allir þrá og leita að, halda stundum að þeir hafí höndlað en sjá hana þá renna eins og sáldur milli fíngra; það var ekki hún, allt misskilning- ur. En Cohen yrkir sífellt á nýjan hátt um þetta eitt sem er allt. Við bíðum eftir lausn, en auðvitað hefur Cohen ekki fundið svarið fremur en allir aðrir. Kannski eins gott, því í þessu litla orði, ást, felast nánast allar andstæður mannlegra tilfinninga og eitthvað fátt gæti orðið um yrkisefni, ef endanleg niðurstaða kæmi fram. Svo kom föstudagskvöldið og fáeinar þúsundir manna drifu sig í Höllina og sátu þétt. Þegar Co- hen gekk á sviðið, var klappað og stappað, flautað og blístrað. Þessi yfírlætislausi maður hafði greinilega hrifíð fleiri en míg og þig. Og yfirlætisleysi er líklega besta orðið til að lýsa þessum frá- bæru tónleikum, sem hófust á Dance me to the end of love og síðan Aint no cure for love. Þeir sem komu á tónleikana af eintómri forvitni, höfðu ekki hlustað mikið á hann tii þessa, heyrðust tala um að öll lögin hans væru eins og að tónleikamir væru frekar eintóna. En það er nú einu sinni svo, að þegar maður er bam, vill maður heyra sama ævintýrið aftur og aftur, mamma og pabbi þurfa ekki að kunna nema svosem eina eða tvær sögur, því endur- tekningin veitir manni eitthvert sérkennilegt öryggi. Vissulega má segja að lög Cohens séu hvert öðm lík, en það er einmitt þess- vegna sem við ánetjumst tónlist hans; við getum treyst því að hann ofbjóði ekki skynfærum okk- ar. Tónlistin er einföld, nánast bamsleg, ljúf og seiðandi. Sá Co- hen sem kom fram í Laugardals- höll var sá Cohen sem við biðum eftir. Það sýndu viðbrögð áheyr- enda svo ekki varð um viilst. Cohen var ekki einn á ferð. Með honum var úrvalslið hlóð- færaleikara og tvær söngkonur, Julie Christensen og Perla Bata- lla. Þessar frábæm söngkonur vora kannski það sem kom okkur mest á óvart sem vildum helst af öllu horfa á Cohen sjálfan raula myrkri röddu úr Tumi söngsins, ekkert flúr, engan óþarfa. En þær vora hreint ekki óþarfar, því með samstillingu sinni og sviðsfram- komu undirstrikuðu þær megin- þættina í skáldskap og tónlist Cohens; einfaldleika, þokka. En auðvitað era gallar á öllu. Eftir hlé var hljóðkerfið magnað til muna og var það ekki til bóta, þvi hljóðfæraleikurinn varð svo yfirgnæfandi að þeir sem ekki gjörþekktu texta Cohens heyrðu sjaldan orða skil. Skaði. Auk þessa virtist ljósamaðurinn ekki horfa ýkja mikið á það sem fram fór á sviðinu, því „spottin" lentu hvað eftir annað til hliðar við þann sem skyldi upplýstur og mestallan tímann var önnur söng- konan I ljósinu, hin í myrkri. Svo hugsaði maður bara, greyið hefur ekki augu í hnakkanum, og hélt áfram að njóta tónleikanna. Fór svo heim og sétti plötu með Leon- ard Cohen á plötuspilarann. Súsanna Svavarsdóttir Örlaga- teningur- inn eftir Finn Jónsson. Listasafn íslands: Orlagateningurinn mynd júlímánaðar FARANDSÝNING á norrænni konkretlist 1907—1960 stendur nú yfir í Listasafni íslands. Á sýningunni eru á annað hundrað listaverk, málverk og höggmynd- ir. Listasafnið hefur valið olíu- málverkið Örlagateninginn eftir Finn Jónsson frá árinu 1925 sem mynd júlímánaðar. Vikulega er boðið upp á ókeypis umfjöllun sérfræðings um mynd mánaðarins. Safnast er saman í andyri safnisins alla fimmtudaga kl. 13.30 meðan sýningin stendur yfír. Farandsýningin er sett upp að framkvæði Norrænu listamiðstöðv- arinnar í Sveaborg í Finnlandi. Listasafn íslands er aðili að sýning- unni og hefur staðið að undirbún- ingi fyrir íslands hönd. Sýningin er opin alla daga kl.ll—17, nema mánudaga. (Úr fréttatilkynningu) Vinnueftirlit ríkisins: Slysavarnaatak í byggingariðnaði I VOR hófst sérstakt slysa- varnaátak í byggingariðnaði á vegum Vinnueftirlits ríkisins. Kynningarfundir eru haldnir fyrir starfsmenn byggingarfyr- irtækja, veggspjöldum hefur ver- ið dreift og leitast verður við að koma áróðri á framfæri í fjöl- miðlum. Tilgangur átaksins er að efla skilning starfsmanna og stjómenda í byggingariðnaði á öryggismálum. Að sögn Kára Kristjánssonar vinnu- eftirlitsmanns era öryggismál yfír- leitt í miklum ólestri á byggingar- svæðum hér á landi. Telur hann að um sé að kenna almennu sinnuleysi um þessi mál, sem komi fram hjá starfsmönnum jafnt sem atvinnu- rekendum og opinberam aðilum. „En með átakinu reynum við að ná fram hugarfarsbreytingu í þess- um efnum,“ sagði Kári. Flestum stærstú byggingarfyrir- tækjum á Suðvesturlandi hefur nú verið gefínn kostur á hálfs dags námskeiði fyrir starfsmenn sína. Era þar sýndar skyggnur, ýmis öryggisbúnaður kynntur og rætt um nauðsynlegar varúðarráðstaf- anir. Hefur þetta mælst vel fyrir, bæði hjá starfsmönnum fyrirtækj- anna og stjómendum þeirra. Vinnueftirlitið hefur einnig látið prenta veggspjöld, sem vekja at- hygli á hættunni á fallslysum og mikilvægi öryggishjálma. Þá mun áróður í fjölmiðlum gegna veiga- miklu hlutverki í slysavamaátak- inu. Morgunblaðið/Sverrir Starfsmenn ístaks á kynningarfundi hjá Vinnueftirlitinu. tilbúina ádisVá»»- Spariðykkur bæði tíma og peninga. KJOTBOLLUR m/kartöflum, grænmeti og | salati KJUKLINGUR m/kokteilsósu, frönskum og| saiati 440.- Karrý pottréttur m/hrisgrjonum, grænmeti og brauöi NAUTABUFF m/kartöflum, grænmeti og | salati DJÚPSTEIKT ÝSA m/kartöflum, sósu og salati 340.- SAMLOKA 80. ■■ stk. Il ll IHAMBORGARAR 1170---k | Súpa + salatbar 1260.- Heitir réttir framreiddirfrá kl. 11.30-13.30 og frá kl. 16.00 Auk þess bjóðum við daglega þjóðlegan mat s.s. svið, lifrar- pylsu, blóðmör, rófustöppu o.fl. eftir hádegi. Á salatbarnum er alltaf til rækju-, túnfisk-, laxa-, epla-, kartöflusalat o.fl. o.fl. KJÖTMIOSTÖÐIN Garðabae, síml; 656400

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.